Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagur

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagur

						70. árgangur
Akureyri, þriðjudagur 29. desember 1987
248. tölublað
Kjólföt
HERRADEILD
Gránufélagsgötu 4
Akureyri • Sími 23599
Hjúkrunarfræðingar á FSA:
Ráðningar
ganga treglega
Erfiðlega gengur að ráða nægi-
lega marga hjúkrunarfræðinga
til starfa að Fjórðungssjúkra-
húsinu á Akureyri. Rannsókna-
deildir og röntgendeild eru
fullmannaðar eftir því sem
heimilt er en að sögn Halldórs
Jónssonar, framkvæmdastjóra
Fjórðungssjúkrahússins     á
Akureyri, er verið að leita eftir
fleiri   stöðuheimildum   við
Bruninn að Tjörnum:
Eldsupptök
ennírannsókn
Enn stendur yfir rannsókn á
eldsupptökum brunans að
Tjörnum í Eyjafirði þar sem
útihús brunnu á jólanótt.
Eldurinn kom upp í gömu torf-
fjósi og barst hratt yfir í nýrra
fjós, mjólkurhús og hlöðu.
Málið er hjá rannsóknarlög-
reglu en nú er vitað að notaður
var gaslampi í gamla fjósinu
síðla aðfangadags og mögulegt
er því að neisti hafi komist
þurrt torfið.
Að sögn Páls Þorkelssonar,
rannsóknarlögreglumanns     á
Akureyri er vitað að tveir menn
sem gættu bús í veikindum bónd-
ans á Tjörnum notuðu gaslampa
til að þíða upp frosna vatns-
leiðslu í gamla fjósinu seinni
hluta aðfangadags. Páll sagði að
ekki væri hægt að fullyrða á þessu
stigi hvort skýringa á eldinum er
að leita í notkun gaslampans.
Enn fremur er vitað að gamall
rafmagnskapall liggur frá íbúðar-
húsinu og inn í gamla fjósið og
eru báðir þessir möguleikar að
eldsupptökum nú í rannsókn hjá
lögreglu.               JÓH
rannsóknadeildir  sjúkrahúss-
ins.
Halldór sagði að ekki væri
hægt að tala um skort á sérhæfð-
um starfskröftum í rannsókna-
stofur, miðað við þann fjölda
starfsmanna sem heimilt væri að
ráða nú, og það sama gilti um
röntgendeild. Þó væri alltaf erfitt
að fá fólk til starfa í afleysingum.
Lerigi vel vantaði fleiri sjúkra-
þjálfara við F.S.A. en þau mál
munu leysast í janúarlok. Þá
verða starfandi erlendir sjúkra-
þjálfarar í a.m.k. 3 stöðugildum
við sjúkrahúsið.
„Þetta er ekki neitt nýtt,
ástandið er að vísu óæskilegt en
við ráðum alveg við þetta eins og
er," sagði Ólína Torfadóttir,
hjúkrunarforstjóri á F.S.A., þeg-
ar hún var spurð um hvernig
gengi að fá hjúkrunarfræðinga til
starfa. Ólína sagði að erfiðast
væri að fá hjúkrunarfræðinga til
starfa á B-deild (öldrunar-
lækningadeild), lyfjadeild og í
Seli. Á þessar þrjár deildir vantar
samanlagt ekki minna en tíu
hjúkrunarfræðinga, en um ára-
mótin koma reyndar tveir hjúkr-
unarfræðingar til starfa við lyfja-
deild. Ein afleiðing minna fram-
boðs af hjúkrunarfræðingum er
sú að meira álag verður á sjúkra-
liðum sjúkrahússins.
Það gengur illa að ráða hjúkrunar-
fræðinga að FSA.
Baldvin Loftsson, skipverji á Margréti EA, afhendir Stefáni gjöfina, en Stefán fékk líka sjófrystan físk í soðið. A
milli þeirra eru þeir Þorsteinn Már Baldvinsson og Jóhann Sigurjónsson. Myndin er tekin um borð í Oddeyri EA.
Mynd: Kjartan.
Bruninn í Kringlumýri:
Sjómenn og útgerð
gefa storgjöf
- áhafnir togara Samherja og Oddeyrar hf.
færðu Stefáni Jónssyni peningagjöf
misstu Stefán og fjölskylda
hans allt sitt rétt fyrir jólahá-
tíðina. Kennarar við Mennta-
skólann á Akureyri gengust
fyrir almennri söfnun vegna
brunans.
I gær voru Stefáni Jónssyni
afhentar 200 þúsund krónur
sem söfnuðust meðal áhafna
Akureyrarinnar, Oddeyrarinn-
ar, Margrétar og Þorsteins,
skipa Samherja hf. og Oddeyr-
ar hf., vegna brunans í Kringlu-
mýri 4 á Akureyri,  en þar
„Plastjól" hjá mörgum
greiðslukortahöfum
„Eg álít að greiðslukoi tanotk-
iiniii hafi aukist verulega frá
því í fyrra. Þess skal þó getið
að hún hefur verið minni hér á
Akureyri og kom seinna en á
höfuðborgarsvæðinu, en sjálf-
sagt er notkunin að verða svip-
uð á báðum stöðunum um
þessar mundir," sagði Björn
Baldursson, fulltrúi á verslun-
arsviði KEA. Einar S. Einars-
son, framkvæmdastjóri Visa-
Island, tók í sama streng og
taldi að kortanotkunin væri
hvort eð er vaxandi um land
allt og að í stað jólavíxlanna
áður notaði fólk greiðslukort
til að jafna jólaútgjöldunum
niður á tvo mánuði.
Verslunarmenn telja almennt
að ekki væri hægt að merkja ann-
að en fólk hefði notað kortin
jafnt og þétt í jólainnkaupunum,
pg væri ekki hægt að setja fram
neina reglu um notkunina. Þann-
ig keyptu sumir meira en aðrir
minna í hverri úttekt.
„Þróunin er í þá átt að fólk
noti greiðslukort sín tíðar og fyrir
hærri úttektum en áður," sagði
Einar S. Einarsson. „Samanlagt
er aukningin 70% milli ára hvað
kortanotkun varðar. Mér finnst
ekki áberandi að korthafar ofgeri
sér með kortanotkuninni því það
er ljóst að menn halda ekki jól á
einum mánaðarlaunum nú frekar
en áður. Flestir reyna að dreifa
kostnaði við jól og áramót á tvo
mánuði með því að kaupa inn á
tveimur greiðslutímabilum kort-
anna."
Einar sagði að lokum að þróun
markaðarins heima og erlendis
væri í þá átt að verslunin byði
neytendum að geyma úttektar-
kvittanir korta lengur en reglur
mæltu fyrir um og væri ekkert við
því að segja því hér ríkti sam-
keppni á frjálsum markaði.
EHB
Jóhann Sigurjónsson, skóla-
meistari M.A., sagði að söfnun-
inni hefði verið mjög vel tekið af
Akureyringum jafnt sem öðrum
landsmönnum, og hefðu framlög
komið víða að. Fleira hefði borist
en peningar, t.d. húsgögn,
innanstokksmunir, fatnaður'o.fl.
Þá hefðu verslanir boðið fjöl-
skyldunni mikinn afslátt af
vörum.
Stefán Jónsson og fjölskylda
hans dvelja nú til bráðabirgða í
fjölbýlishúsi í íbúð í eigu verka-
mannabústaða á Akureyri. Stefán
sagði í gær að hann sendi öllum
þeim fjölmörgu, sem hafa sýnt
honum og fjölskyldu hans hlýhug
og veitt margvíslega aðstoð eftir
þetta afall, sínar bestu kveðjur
og innilegt þakklæti. Hér væri um
að ræða samstarfsfólk, fyrirtæki,
nemendur, einstaklinga um land
allt, bæjaryfirvöld á Akureyri og
ótal fleiri. „Það var stórkostlegt
að vera fluttur í góða íbúð á Þor-
láksmessu, tilbúna með húsgögn-
um," sagði Stefán.
Tekið er á móti framlögum í
söfnunina í Landsbanka íslands á
Akureyri,    ávísanareikningur
númer 24280.           EHB
Hjúkrunar- og dvalar-
heimili aldraðra
á Sauðárkróki:
Framkvæmdum
á að Ijúka 1991
Nýlega var gengið frá samningi
sýslunefndar Skagafjarðar og
bæjarráðs Sauðárkróks við
heilbrigðisráðuneytið um loka-
framkvæmdir við Hjúkrunar-
og dvalarheimili aldraðra á
Sauðárkróki. Samkvæmt hon-
um á þeim að Ijúka árið 1991.
Tekin hafa verið í notkun 30
vistrými í 11júkrunar- og dval-
arheimilinu.
Eftir er að innrétta í vestur-
álmu hjúkrunardeild á 3. og efstu
hæð þar sem verða 15-18 sjúkra-
rúm, og dagvistun og félagsað-
stöðu á neðstu hæð. í austurálmu
er eftir að útbúa vistrými fyrir
sextán einstaklinga og í kjallara
að ganga frá sameiginlegu rými,
geymslum.
Samkvæmt samningnum er
áætlað að kostnaður verði 37,3
milljónir og verður hlutur heima-
aðila 5,7 milljónir.         -þá
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16