Dagur - 23.02.1988, Blaðsíða 1

Dagur - 23.02.1988, Blaðsíða 1
71. árgangur Akureyri, þriðjudagur 23. febrúar 1988 37. tolublað Full búð af nýjum vörum HERRADEILD Gránufélagsgötu 4 Akureyri • Sími 23599 Norsku flóðabílamir eru byrjaðir að gefa sig - segja starfsmenn Subaru-umboðsins um bílana sem flæddi í við Drammen „Við erum búnir að afgreiða varahluti í mörg ár og vitum alveg hvað er að gerast. Menn vakna upp við það einn góðan veðurdag að bfllinn er bilaður. Það liggur á borðinu að bilanir í þessum bílum fara vaxandi,“ sagði Jóhann Guðjónsson, starfsmaður í varahlutadeild Ingvars Helgasonar hf. í Reykjavík. „Það er rétt, að menn eru farn- ir að kaupa hjólalegur, kúpl- ingslegur o.fl í flóðabílana. Einnig hefur verið beðið um „relay“, en það er rofi í sambandi við rafdrifnar rúður. Það kom t.d. eitt slíkt „relay“ úr flóðabíl hingað í verslunina, og það var þakið spanskgrænu. Þetta tiltekna „relay“ er staðsett hátt í bílun- um, ofarlega í hurð eða mæla- Akureyri: Athugun á sam- komustöðum - með tilliti til eldvarna og öryggismála Fyrirhugað er að byggingafull- trúi og slökkviliðsstjóri á Akureyri framkvæmi skoðun á samkomustöðum í bænum um þessar mundir. Tilgangurinn er að gera úttekt á þeim stöðum, þar sem fólk safnast saman, með það fyrir augum að benda á atriði sem betur mættu fara með tilliti til eldvarna og ann- arra öryggismála. Tómas Búi Böðvarsson, slökkviliðsstjóri, sagði að með samkomustöðum væri átt við skemmtistaði, kvikmyndahús, hótel, salarkynni fyrir 60 manns eða fleiri, og viðlíka húsnæði. Hér er um viðamikið verk að ræða, og er áætlað að það taki tvo til þrjá mánuði. Það skal tekið fram, að hér er um frumkvæði slökkviliðs og byggingafulltrúa að ræða á Akur- eyri, en ekki ákveðna tilskipun frá öðrum aðilum að átak sé gert í úttekt á brunavörnum og öryggi samkomustaða. EHB borði, þannig að allt bendir til að mikið hafi flætt inn í bílinn,“ sagði Jóhann. - En vita starfsmenn Ingvars Helgasonar hf. það fyrir víst að þessir varahlutir eru keyptir í flóðabílana en ekki aðra bíla? „Við vitum það örugglega þegar menn eru aðTcaupa svona hluti í nýja bíla og kannski 2-3 kúpl- ingslegur í einu, og taka það fram að þetta sé í árgerð 1987. Það er saltið, sem skemmir legurnar á skömmum tíma. Við vissum, að vatn var á drifum, t.d., en þeir hlutir sem eru í mestri hættu eru sá hluti rafkerfisins, sem er inni í bílnum. í venjulegum Subaru eru þrjú „relay“ í gólfinu á bílnum, og nítján óvatnsvarðar rafmagns- kúplingar. Þegar straumur kem- ur á þessa hluti eftir saltbaðið myndast spanskgræna, og við vit- um að þessir hlutir eru að bila,“ sagði Jóhann að lokum. Sigurður Valdimarsson er með umboð fyrir Subaru og Nissan á Akureyri. Hann sagði, að mikið væri spurt um legur í alternatora, fóðringar í startara og díóðumót- stöður fyrir túrbínuvélar í Subaru flóðabílana, og kæmu þessar fyrirspurnir frá Reykjavík. Blaðamaður sá ennfremur mynd- band af flóðunum, þar sem öldur brotnuðu á framrúðum sumra Subaru-bílanna. Það skal tekið fram, að eins árs ábyrgð er á flóðabílunum. EHB Nagladekkin hafa spœnt upp götur á Akureyri og þarfnast þœr lagfœringar við. Mynd: TLV Mikið slit á götum: Innflutt granít til að gera malbikið endingarbetra? Þegar snjóar hafa minnkað á götum Akureyrar undanfarna daga, hafa skemmdir á götum - ekki á þessu ári, segir yfirverkfræðingur komið berlega í Ijós og sums staðar virðast göturnar vera mjög illa farnar. Tívolíbombur: Rannsókn á lokastigi ttnn/ilrM HnMMn/\lr„nul/v/. ' ■ • . ■ Rannsókn rannsóknarlög- reglu ríkisins á Tívolíbombun- um er nú á lokastigi. Þeirra þáttur rannsóknarinnar, sem snýr að því að rannsaka áverka sem mennirnir er slösuðust fengu, yfirheyrslu á þeim og nálægum vitnum er langt kominn. Tæknihlið rannsóknarinnar er unnin af Landhelgisgæslunni, en þegar þeirra þætti rannsóknar- innar lýkur verður saksóknara skýrt frá niðurstöðum. Landhelg- isgæslan hefur enn ekki skilað sín- um skýrslum. Það verður síðan dómsmála- ráðuneytið sem sker úr um hvort sala á þessum flugeldum verður alfarið bönnuð eður ei. VG Sú gata sem hvað verst hefur orðið úti er Tryggvabrautin en að sögn Guðmundar Guðlaugssonar yfirverkfræðings hjá Akureyrar- bæ er það svipað og menn gátu búist við. Skýringin á þessum malbiks- skemmdum er sú að þegar nagla- dekk hafa spænt götuna upp, og slitlagið orðið þunnt, þá brotnar það hreinlega undan þunga bíl- anna þegar þiðnar. Undirlagið er þá viðkvæmara og lætur eftir. Síðastliðið haust var eins og menn muna nær tveggja mánaða snjólaus kafli eftir að flestir bílar voru komnir á nagiadekk, og vafalaust er slit því meira nú en venjulega. Tvennt kemur til greina til að draga úr sliti á inalbiki. Annars vegar er um það að ræða að stytta leyfilegan notkunartíma á nagla- dekkjum en að sögn Guðmundar hefur slíkt ekki komið til tals. Hinn möguleikinn hefur verið ræddur, en hann er að setja end- ingarbetri steinefni í malbikið en hið íslenska basalt. Fyrir nokkrum árurn var gerð tilraun með norskt granít í mal- biki í Reykjavík og víðar. Guð- mundur sagði þetta koma vel til greina en af því myndi þó ekki verða á þessu ári. ET

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.