Dagur - 16.03.1988, Blaðsíða 1

Dagur - 16.03.1988, Blaðsíða 1
71. árgangur Akureyri, miðvikudagur 16. mars 1988 53. tölublað Filman þm á skilið það besta! Nýja Filmuhúsið Hafnarstræti 106 Sími 27422 • Pósthólf 196 Hrað- framköllun Opið á laugardögum frá kl. 9-12. Getum ekki án verka- fólksins verið - segir Gísli Konráðsson, sem sæti á í samninganefnd VS( „Ég hef ekki trú á að það breyti miklu,“ sagði Gísli Konráðsson forstjóri Útgerð- arfélags Akureyringa aðspurð- ur um hvort hann teldi að samningar heima í héraði hefðu mikla þýðingu fyrir verkafólk. Gísli á sæti í samn- inganefnd vinnuveitenda á Norðurlandi og er fulltrúi í aðalsamninganefnd VSÍ. „Mér líst illa á stöðu mála eins og þau líta út í dag. Lagðar hafa verið fram mjög háar kröfur og finnst mér það röng aðferð. Það var búið að semja og hefði mér fundist eðlilegt að nota fyrri samning sem grundvöll og gera á Dýrt að kynda með rafoiku - ótrúlega mikill munur á húshitunarkostnaði milli staða á Norðurlandi Skýrsla vegna athugunar á hús- hitunarkostnaði á Norður- landi, sem unnin hefur verið á skrifstofu Fjórðungssambands Norðlendinga, hefur verið send öllum alþingismönnum kjördæmanna tveggja, fjórð- ungsstjórn og landshlutasam- tökum sveitarfélaga. Frum- kvæði að athuguninni átti Ófeigur Gestsson, sveitarstjóri á Hofsósi, og komu þessi mál til umræðu á síðasta fjórð- ungsstjórnarfundi. I bréfinu til sveitarfélaganna segir m.a.: „Eins og þessi athug- un ber með sér er að verða geig- vænlegur munur á húshitunar- kostnaði eftir því hvaða hitagjafi er notaður. Ljóst er að hitunar- kostnaður þeirra er nýta raforku til húshitunar fer vaxandi á með- an olíukostnaður fer lækkandi, þannig að innlendi orkugjafinn er ekki samkeppnisfær við þann erlenda. Hér er nauðsynlegt að grípa til jöfnunaraðgerða, t.d. að niðurgreiðsla á raforkuverði til húshitunar hækki í samræmi við hækkun raforkutaxta.“ I bréfinu kemur einnig fram, að vísitölufjölskyldan eyðir kr. 2.573 á mánuði til húshitunar. Ef miðað er við svonefnt meðalhús kemur í ljós að flestir íbúar landsbyggðar þurfa að greiða hærri hitunarkostnað en fram- færsluvísitalan gerir ráð fyrir. Þegar borinn er saman kynd- ingarkostnaður meðalhúss í janúar s.l. miðað við útreikning húshitunarkostnaðar í vísitölu- grundvellinum kemur eftirfar- andi munur í ljós milli staða: Sauðárkrókur -29%, Siglufjörður +66%, Ólafsfjörður -15%, Dal- vík -7%, Akureyri +69%, Húsa- vík -54%, Hvammstangi -26%, Blönduós +83%, Reykjahlíð -5%, Hrísey +35%, Reyicjavík -31%, RARIK +86%, olíukynding +38%. „Þessi samanburður sýnir svart á hvítu að þorri Norðlend- inga verður að verja mun meiri hluta tekna sinna til hitunarkost- naðar en framfærsluvísitalan ger- ir ráð fyrir,“ segir í lok skýrslunn- ar. EHB honum betrumbætur. Nú er aftur á móti byrjað frá grunni með himinháar kröfur.“ Gísli sagðist ekki hafa á móti því að semja heima þótt hann teldi það ekki breyta miklu. Æskilegast væri þó að semja í einu fyrir allt landið, hvar sem það væri gert. Varðandi það hvort samningar tækjust án átaka sagði Gísli að menn yrðu að vera bjartsýnir. „Fólk verður að vera raunsætt. Ég er mjög hlynntur verkafólk- inu og geri mér vel ljóst að án þess getum við ekki verið. Við viljum líka hafa það ánægt, en það verður að skilja að það eru takmörk fyrir því hvað hægt er að krefjast mikils. Fiskvinnsla finnst mér þó eiga meiri rétt til hærri launa en ýmsar aðrar greinar," sagði Gísli að lokum. Asgeir Pétur Asgeirsson hér- aðsdómari á Akureyri, hefur ver- ið skipaður aðstoðarmaður sátta- semjara ríkisins. Á hann að stýra samningaviðræðum sem fram munu fara á Akureyri, en ekki hefur verið ákveðið hvenær fyrsti fundurinn fer fram. Hann sagði í samtali við Dag að staðan í þess- um samningaviðræðum væri nokkuð sérstök. „Vonandi ná aðil- ar samkomulagi og einhvern tíma tekur þetta enda hvernig sem málið fer. Pað er allra vilji að ná samningum og það sem fyrst,“ sagði Ásgeir Pétur. VG í gær var veriö aö skipa upp í Hofsjökul mikiu magni af frystum flökum á Bandaríkjamarkað. 6. umferð skákmótsins: Barátta og sviptingar 6. umferð alþjóða skákmótsins einkenndist af mikilli baráttu og miklum sviptingum. Þar voru íslendingarnir í sviðsljós- inu og beindist athyglin einna helst að skákum þeirra. Um kl. 23.00 í gærkvöld sömdu Jóh- ann og Jón L. um jafntefli og Áskrifendagetraun Dags: Gleðin var undmninni yfirsterkari - þegar Benedikt Hallgrímsson tók við 100.000 kr. ávísun á húsgagnaúttekt í gær var dreginn út vinningur febrúarmánaðar í áskrifenda- getraun Dags. Úr kassanum kom seðill merktur Benedikt Hallgrímssyni til heimilis að Steinahlíð 8a á Akureyri. Hann hlýtur húsgagnaúttekt í Vörubæ á Akureyri að upp- hæð kr. 100.000 og brást hann glaður við þegar við færðum honum fregnirnar þar sem hann var við vinnu í Krossa- nesverksmiðjunni: „Nú, hvað segirðu? Pakka þér fyrir,“ sagði Benedikt og ætlaði varla að trúa þessum tíðindum. „Hvað á ég svo að gera?,“ spurði hann og var greinilega á báðum áttum, enda ekki á hverjum degi sem slíkt happ hendir menn. Benedikt var góðfúslega beð- Guðjón Steinþórsson afhendir Benedikt Hallgrímssyni ávísun á 100.000 kr. húsgagnaúttekt í Vörubæ. Mynd: tlv inn um að koma við í Vörubæ að lokinni vinnu og taka á móti ávís- un á vöruúttekt fyrir hundrað þúsund krónur. Gleðin var undr- uninni yfirsterkari þegar Bene- dikt sá að hér hafði ekki verið um neinn misskilning að ræða og Guðjón Steinþórsson í Vörubæ afhenti honum úttektarmiðann. Nú getur Benedikt farið að velja ný húsgögn en áskrifenda- leikurinn okkar heldur áfram. Vinningur marsmánaðar, sumar- ferð með Samvinnuferðum/ Landsýn, verður dreginn út 13. apríl og að síðustu verður Opel Kadett bifreið að verðmæti 510.000 kr. dregin út í maí. Hátt í 3.000 áskrifendur tóku þátt í getrauninni að þessu sinni og á þeim eflaust eftir að fjölga þegar nær dregur aðalvinningnum. SS sama gerðu Ólafur og Karl. Jóhann og Ólafur höfðu þó haft betri stöðu í skákum sín- um allan tímann. Skák Mar- geirs og Helga fór í bið eftir 62 leiki. Biðskákin verður tefld klukkan 11.00 í dag og er talin jafnteflisleg. Þeir sömdu um stórmeistara- jafntefli, Dolmatov og Poluga- evsky eftir aðeins 19 leiki og ágæta byrjun. Akureyringurinn Jón Garðar tefldi ónákvæmt og komst fljótt í erfiða stöðu. Tis- dall sigraði hann eftir 37 leiki. Skák Gurevich og Adorjan var nokkuð skemmtileg. Gurevich lenti í tímahraki áður en 40 leikj- um var náð, en náði að vinna sig út úr því og stóð eftir með mun betra tafl. Hann sigraði Adorjan eftir 55 leiki og vel útfært enda- tafl. Sem stendur er Gurevich því efstur á mótinu með fjóra og hálfan vinning, Jóhann er með 4 vinninga og á eina skák inni. Næsta umferð verður tefld í kvöld. Þá tefla þeir saman, Tis- dall og Ólafur, Karl og Dolma- tov, Polugaevski við Helga, Margeir og Gurevich, Jón L. við Jón Garðar og Adorjan við Jóhann. VG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.