Dagur - 14.09.1988, Blaðsíða 1

Dagur - 14.09.1988, Blaðsíða 1
Iðngarðar á Egilsstöðum: Mikilþörf íyrir meira rými Fyrirhugað er að iðngarðar á Egilsstöðuin stækki við sig húsnæði nú á næstunni. Verið er að kanna ýmsa möguieika í því sambandi, einkum hvort keypt verði hús undir starfsem- eða farið út í byggingafram- kvæmdir. Stefán Bragason bæjarritari sagði bullandi þörf fyrir meira húsnæði fyrir smáiðnað ýmiss kon- ar. Fyrirtæki sem stunduðu smá- iðnað væru í bílskúrum víða um bæinn, en mun betra væri að færa þau undir sama þakið. Iðngarðar á Egilstöðum eru nú f um 900 fermetra húsnæði og þar fer fram margháttuð starfsemi á sviði tréiðnaðar, rafiðnaðar og einnig er í húsinu innrömmunar- fyrirtæki og speglagerð, einnig er þar verndaður vinnustaður, svo eitthvað sé nefnt. Stefán sagði að hugmyndir væru uppi um að stækka iðngarð- ana um allt að helming, eða 900 fermetra til viðbótar. „Það eru margir möguleikar fyrir hendi, en hver þeirra verður fyrir valinu er ekki enn ákveðið. Það ræðst á næstu dögum,“ sagði Stefán. mþþ Hestur handsamaður Lögreglan á Akureyri þarf að snúast í kringum fleiri en mannfólkið. I gærmorgun náðu lögregluþjónarnir Sæmund- ur Sigfússon og Jón Valdimarsson nokkrum hrossum sem gengu laus á Oddeyrinni eftir smávegis eltingaleik. Mynd: EHB Selja ekki /• 1 ••• J «x nýja kjotið - íyrr en verðlagsgrund- völlur verður ákveðinn Ekkert nýtt dilkakjöt verður selt frá Sláturhúsi KEA á Akureyri fyrr en Framleiðslu- ráð landbúnaðarins hefur aug- lýst nýtt kjötverð. Óli Valdi- marsson, sláturhússtjóri, sagði að ekki kæmi til greina að selja nýja kjötið á sama verði og það gamla. Að sögn Óla er óleyfilegt fyrir sláturhúsin að selja dilkakjöt af nýslátruðu á meðan nýr verð- lagsgrundvöllur hefur ekki verið ákveðinn. Venjulega kemur nýr verðgrundvöllur búvara til bænda 1. september og miðast kjötverð við hann. Þetta hefur ekki gerst ennþá og því er ekki hægt að selja nýja kjötið. Hvað Sláturhús KEA snertir skapa þessar kringumstæður ekki mikil vandamál því nægilegt geymslupláss er fyrir kjötið sem selst hvort eð er ekki grimmt fyrstu vikuna. Ekki er um að ræða nein samtök sláturleyfishafa um að selja ekki kjöt heldur geta þeir einfaldlega ekki selt nýja kjötið á sama verði og það gamla. Fundur Félags sambands fiskframleiðenda: Átelur seinagang við að rétta hag fískvinnslunnar - leggur eindregið til að leið „Forstjóranefndarinnar“ verði farin við lausn vandans Fundur Félags sambands fisk- framleiðenda, átelur þann seinagang sem orðið hefur á aðgerðum til að rétta hag fisk- vinnslunnar en nú eru liðnir a.m.k. tveir mánuðir síðan öll- um var orðið Ijóst að róttækar ráðstafanir væru óhjákvæmi- legar, ef komast ætti hjá almcnnri stöðvun atvinnulífs- ins. Þetta kemur m.a. fram í ályktun fundarins sem lauk á Akureyri í gær. Þá segir einnig í ályktuninni, að fundurinn leggi eindregið til að farin verði sú Ieið sem lögð var fram af nefnd þeirri sem forsætis- ráðherra skipaði til þess að gera tillögur um lausn vandans. Þessi leið er langlíklegust til þess að skila varanlegum efnahagsbata, hjöðnun verðbólgu og lækkun vaxta. Jafnframt því að hún kem- ur fyrirtækjunum best er hún einnig hagstæðust fyrir þá ein- staklinga sem fjárhagslega eru verst settir. Þá leggur fundurinn til að strax kómi til framkvæmda sú gengisbreyting, sem ríkis- stjórnin lagði til við Seðlabank- ann fyrir þremur mánuðum. Fundurinn hafnar öllum hug- myndum um að vandanum verði frestað og áframhaldandi tap- rekstur verði fjármagnaður með lántökum. Það sem fyrirtækin þurfa, er að gjöld lækki og að tekjur hækki að því marki að hægt sé að greiða skuldir niður. Fundurinn bendir sérstaklega á að vegna slæms ástands fiski- stofna megi búast við samdrætti í sjávarútveginum. Við það versna skilyrði til þess að standa undir þyngri lánsbyrði. í lok ályktunarinnar segir að fundurinn mótmæli öllum hug- myndum um tilfærslu tekna á milli einstakra greina sjávarút- vegsins. Á þessum fundi sem hófst á mánudag á Hótel KEA, voru saman komnir um 80-100 manns. Á meðal þess sem fjallað var um á fundinum, voru markaðsmál, framleiðslumál, þróunarmál, tæknimál og að sjálfsögðu staða fiskiðnaðarins í dag og framtíðar- horfur. -KK Nýtt flokkunarkerfi hefur verið tekið upp og eru komnir aðrir flokkar en giltu í fyrra um kinda- kjöt. í staðinn fyrir stjörnuflokk er kominn úrvalsflokkur, en að sögn Óla virðist fara meira kjöt í þann flokk en fór í stjörnuflokk- inn áður. Þá er kominn flokkur DIA, sem var fyrsti flokkur áður, DIB í stað DIO og DIC í staðinn fyrir OO flokkinn. í flokk DX fer lítillega gallað og marið kjöt en í flokk DXX fer vinnslukjöt. Slátur er selt á gamla verðinu að viðbættum söluskatti hjá Slát- urhúsi KEA þessa dagana. Slátur með söguðum, sviðnum haus og einu kg af mör kostar 296 krónur en leyfilegt verð er kr. 342,80. EHB Grímsey skelfur enn - „man ekki annað eins,“ segir Vilborg Sigurðardóttir Enn halda jarðskjálftakippirnir áfram að hrella Grímseyinga. I fyrrakvöld mældist stærsti skjálftinn til þessa 5.2 á Richt- erskvarða. „Eg man ekki ann- að eins,“ sagði Vilborg Sigurð- ardóttir á skjálftavaktinni, en hún hefur átt heima í Grímsey alla sína tíð. Hún sagði að fólk hefði orðið nokkuð órólegt og safnast saman víða um eyna til skrafs og ráðagerða. Flugvélar voru tilbúnar að flytja fólk frá eynni ef til þess kæmi og upp úr miðnætti komu jarðvísindamenn til eyjarinnar og héldu fund með eyjarskeggjum þar sem málið var útskýrt. Páll Einarsson jarðeðlis- fræðingur sagði að hrinan sem í gangi hefur verið frá því á föstu- dag væri nokkuð stór og mældust allmargir skjálftar á klukkustund, eða einn á tveggja mínútna fresti. Upptök þeirra taldi hann vera um 15 km út frá eyjunni, en ekki væri fullvíst hvar nákvæmlega. Kippirnir hafa minnkað verulega frá því sá stóri mældist. Vilborg sagði að vel hefði hrikt í hlutum og hrunið hefði niður úr hillum verslana, en sér væri ekki kunnugt um tjón af völdum jarðskjálftanna. mþþ Hafliði Guðmundssun og Alfreð Jónsson í Grímsey í gær. í fyrrakvöld kom snarpur kippur, sem mældisl um 5 á Richterkvarða og varð fólk nokkuð órólegt í kjölfar hans. Flugvélar voru í viðbragðsstöðu á Akureyrarflugvelli vegna stóra skjálftans. Mynd: gb

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.