Dagur - 24.01.1989, Blaðsíða 6

Dagur - 24.01.1989, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - 24. janúar 1989 Jón Baldvin Hannibalsson og Ólafur Ragnar Grímsson á rauðu Ijósi í Nordal hefur mikið og gott v Formenn Alþýðuflokks og Alþýðu- bandalags, þeir Jón Baldvin Hannibals- son og Ólafur Ragnar Grímsson ríða nú um héruð og spjalla við bændur og búa- lið um þjóðmálin, framtíðarsýn í íslenskri pólitík og pólitískt uppgjör við fortíðina. Þessi yfirreið flokksformann- anna, sem nefnd hefur verið „á rauðu ljósi“ hefur kallað fram bæði jákvæð og neikvæð orð flokksmanna í Alþýðu- flokki og Alþýðubandalagi. Hjörleifur, allaballaþingmaður á Austfjörðum, og Karvel krataþingmaður fyrir Vestfirði, eiga ekki orð til að lýsa vanþóknun sinni á uppátæki þeirra Ólafs Ragnars og Jóns Baldvins. Þeir segja að slík fundaher- ferð sé ekki til þess fallin að sameina tvær stríðandi fylkingar, sem vissulega hafi barist með kjafti og klóm'undan- farna áratugi. Flokksformennirnir blása á þessi orð þingmannanna orðhvössu og benda á að fundir þeirra séu þeirra eigið framtak, og njóti ekki stuðnings úr sjóðum Alþýðuflokks og Alþýðubanda- lags. „Orð eru til alls fyrst,“ segja þeir, og hananú! Síðastliðinn sunnudag boðuðu Jón Baldvin og Ólafur Ragnar til fundar „á rauðu ljósi“ í Alþýðuhúsinu á Akur- eyri. Fáir höfðu búist við að hægt yrði að halda fundinn sökum þess að allar flugsamgöngur lágu niðri vegna ókyrrð- ar lægða suðvestur af landinu. En „tví- burarnir“ léku lymskulega á veðurguði og flugu frá Neskaupstað, eða Litlu Moskvu eins og Jón Baldvin orðaði það, til Akureyrar. En semsagt; fundur- inn í Alþýðuhúsinu var haldinn á fyrir- fram auglýstum tíma. Að fundinum loknum lét maður nokkur, sem festi hann á filmu og hefur þvælst með formönnunum á alla fundi þeirra til þessa, þau orð falla að þessi fundur hafi verið með þeim betri til þessa, líklega sá þriðji besti. Hann sagði jafnframt að fundurinn í Alþýðuhúsinu hafi verið sá málefnalegasti í fundaröð- inni. Hin nýja heimsmynd í upphafi fundar héldu for- mennirnir báðir framsögu um jafnaðarstefnuna, flokkakerfið, söguna og „hina nýju heims- mynd“. Jón Baldvin reið á vaðið og kom víða við í um hálftíma tölu. Hann ræddi um klofning íslenskrar jafnaðarmannahreyf- ingar fyrir margt löngu og þær heiftarlegu deilur Alþýðuflokks og Kommúnistaflokks, síðar Sósíalistaflokks og enn síðar Alþýðubandalags, sem fylgdu í kjölfarið. „Jafnaðarmannahreyf- ingin klofnaði í þann mund er hún var að slíta barnsskónum,“ sagði Jón Baldvin. Hann sagðist telja rökrétt að menn settust nið- ur og endurmætu stöðuna um leið og þeir spyrðu sig þeirrar spurningar hvort mistök hafi ver- ið gerð í fortíðinni sem hægt sé að bæta. Utanríkisráðherrann minntist á sinn málaflokk, utanríkismálin, í ræðu sinni og sagði að það vor sem nú ríkti í samskiptum stór- veldanna væri í raun stórkostlegt framfaraspor. Gorbatsjov væri með sínum byltingarkenndu til- lögum að setja punkt fyrir aftan Lenín-Stalínismann. Ráðherrann taldi að þessi staðreynd hlyti að breyta heimsmyndinni, sem þýddi að hún hefði víðtæk áhrif í pólitísku litrófi fjölmargra landa. í lok inngangsræðu sinnar gekk Jón Baldvin hreint til verks og sendi áleitnar spurningar til fund- armanna, sem troðfylltu Alþýðu- húsið. Spurningarnar voru þessar: „Er ekki kominn tími til að við förum að ræða í alvöru hvað það er sem sundrar okkur eða sameinar okkur? Hvernig viljum við að þjóðfélagið þróist þegar kemur fram á næstu öld? Að velta hverri þúfu Ólafur Ragnar sagði í sínum fimmtán mínútna löngu upphafs- orðum að sagan hafi skipt Alþýðuflokki og Alþýðubanda- lagi í tvær fylkingar. „Kalda stríðið skipti okkur í tvær and- stæðar fylkingar. Kalda stríðinu er hins vegar lokið og stórveldin hafa tekið upp samvinnu,“ sagði Ólafur Ragnar. Hann lagði á það áherslu að þeir félagarnir hafi ekki komið á þennan fund til þess að vera sammála um alla hluti. „Við erum hins vegar komnir til þess að spyrja ykkur spurninga,“ bætti hann við. Ólafur Ragnar sagði að á undanförnum áratugum hafi ein- lægur vilji Alþýðuflokksins til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn og íhaldsöflin í Iandinu staðið mjög í vegi fyrir möguleikanum á raunhæfu samstarfi A-flokkanna. Með skipbroti ríkisstjórnar Þor- steins Pálssonar hafi fjarað und- an þessum ástum krata og íhalds og um leið hafi opnast leiðin til opinna gagnrýninna umræðna um samstarf Alþýðuflokks og Alþýðubandalags. Jón Baldvin tók undir þetta sjónarmið og sagðist hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með haldleysi orða Sjálfstæðismanna í fyrrverandi ríkisstjórn. Hann sagði Sjálf- stæðisflokkinn vera pilsfalda- kapðalista og þingflokk Sjálf- stæðismanna einkar illa mannað- an. Ólafur Ragnar sagði undir lok ræðu sinnar að núverandi ríkis- stjórn sé fjórða tilraun jafnað- armanna til samstarfs. „Ég er reiðubúinn til þess að velta hverri þúfu til þess að að þessi tilraun takist,“ sagði Ólafur Ragnar. Ánægðir með ríkisstjórnarsamstarfið Frá umræðum um flokkakerfið og jafnaðarstefnuna færðu for- mennirnir sig yfir í samstarfið í núverandi ríkisstjórn. Þeir gáfu því báðir góða einkunn, sögðu að ráðherrarnir ræddu málin í hrein- skilni og bróðerni. Um þetta sagði Ólafur Ragnar: „Ég held að þessi ríkisstjórn skeri sig úr með það hve samstarfið innan hennar er einstaklega gott. Menn ræðast við af hreinskilni og einurð og í góðri vináttu. Ég held að það sé ekkert innan þessarar ríkisstjórn- ar sem kemur í veg fyrir það að hún eigi ekki að geta stjórnað lengi í þessu landi. Annars þekk- ir Jón betur hvernig samstarfið var í hinni ríkisstjórninni." (ríkisstj. Þorsteins Pálss. - innsk. blaðam.) „Æi, það var hálf leiðinlegt!" svarar Jón Baldvin. Jón Baldvin sagðist binda von- ir við að ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar geti setið út kjörtímabilið, enda geti flokk- arnir sem að henni standa betur komið sér saman um aðgerðir í efnahagsmálum en í samstarfi við Sjálfstæðisflokk. Hann sagðist vilja að ríkisstjórnin sýndi ábyrgð í ríkisfjármálum, hún nái að sníða „fitulagið af ríkisgeiran- um“, hún standi að grundvallar- breytingum á peningakerfinu, hún sameini banka og stýri vaxta- þróuninni í þá átt að hér verði hóflegir raunvextir. „Ég er til- tölulega bjartsýnn á að þetta takist,“ sagði Jón Baldvin. Ekki nóg framboð af sjúkdómum Það kom fram í máli fjármálaráð- herra að í þessari viku muni hann leggja fram ítarlegar tillögur um frekari niðurskurð í ríkisgeiran- um upp á um þrjá milljarða króna. Hann lagði mikla áherslu á þau orð að hvert og eitt ráðu- neyti og ríkisstofnun yrði tekið sérstaklega fyrir og látið gefa skýrslu um það í hverjum mánuði á þessu ári hvernig sparnaðar- áformum á fjárlögum hafi verið fylgt eftir. „Við tókum hins vegar þá pólitísku ákvörðun að við ætl- uðum að hlífa því stigi velferðar- þjónustunnar sem við búum við í dag. Við ætlum okkur að taka á þeim hálaunahópun: eins og, svo ég segi það hikstalaust, ýmsum stórum hópum í lækna- og sér- fræðingastétt sem taka margir milljónir á ári, kannski 7-15 mill- jónir hver í laun og umsvif handa sér út úr okkar velferðarkerfi. Velferðarkerfið á íslandi er ekki til þess að gera einhverjar stéttir sem farið hafa í gegnum háskóla að stóreignamönnum, að milljóna- mæringum, til þess að menn geti lagst í ferðalög út um allan heim á kostnað almennings. Heilbrigð- isþjónustan er ekki stórbissness. Hún er félagsleg velferðarþjón- usta. Þessi ríkisstjórn er staðráð- in í því að taka á þessum málum og auðvitað á að stokka upp sjúkrahúsaskipulagið á höfuð- borgarsvæðinu. Við höfum ekki efni á því að reka þrjá hátækni- spítala á þessu svæði, þó að hags- munaöfl læknanna við hvern spít- ala vilji gera það.“ „Það er eigin- lega ekki nóg framboð af sjúk- dómum til þess,“ bætir Jón Baldvin við. Síðar í þessari „eldmessu" Ólafs Ragnars um sparnaðar- áform í ríkisgeiranum lét hann þessi orð falla: „Ég hef sagt við forsvarsmenn ríkisstofnana: Það er skylda ykkar þegar við göng- um í það verk að sækja hér meiri skatta til almennings í landinu að standa honum opinberlega reikn- ingsskil hvernig þið hafið fram- kvæmt aðhald hjá ykkur á þessu sama ári. Það er hvorki siðferði- lega eða pólitískt rétt að sækja peninga í sjóð landsmanna allra í formi hærri skatta ef forstjórarnir og stjórnendurnir þurfa ekki að

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.