Dagur - 01.02.1989, Blaðsíða 1

Dagur - 01.02.1989, Blaðsíða 1
72. árgangur Akureyri, miðvikudagur 1. febrúar 1989 22. tölublað Útsala jfoj Utsala HERRADEILD Gránufélagsgötu 4 Akureyri ■ Sími 23599 Bæjarstjórn Húsavíkur: Skorar á ríkisstjóm að leysa vanda lagmetisfyrirtækja Miklar umræður fóru fram í Bæjarstjórn Húsavíkur í gær um tvær tillögur sem lagðar voru fram utan dagskrár, fjöll- uðu þær báðar um áskoranir á ríkistjórnina vegna erfiðieika Hiks hf. Samþykkt var sam- hljóða tillaga sem Kristján Ásgeirsson og fleiri lögðu fram. Þar var skorað á ríkis- stjórnina að leysa nú þegar þann fjárhagsvanda sem skap- Akureyrarbær: Latmaflokkun mótmælt Bergljót Rafnar, formaður Félagsmálaráðs Akureyrar, sagði á bæjarstjórnarfundi í gær að hún væri ósátt við launaflokkun kjaranefndar bæjarins á störfum dagvistar- fulltrúa og deildarstjóra ráð- gjafadeildar Félagsmálastofn- unar. Bergljót sagði það skoðun sína að ef karlmenn gegndu þeim störfum sem hér um ræðir hefðu þeir líkast til verið flokkaðir í hærri launaflokka en þá sem kjaranefnd ákvað. Nefndi hún að umræddir deildarstjórar bæru mikla ábyrgð varðandi starfs- mannahald og fjármuni og þætti sér ákvörðun kjaranefndar um launaflokkun þeirra ekki réttlát. Björn Jósef Arnviðarson, for- maður kjaranefndar, sagði að ásökun Bergljótar væri alls ekki réttmæt og tilhæfulaus. Kjara- nefnd starfaði algerlega á jafn- réttisgrundvelli. Launaflokkunin var samþykkt með 6 atkvæðum, 5 bæjarfulltrúar sátu hjá. EHB ast hefur hjá fyrirtækjum í lag- metisiðnaði, vegna stefnu ríkisstjórnarinnar í hvalamál- ununi. í greinargerð með tillögunni er m.a. rætt um rekstrarstyrk með- an unnið sé að lausn markaðs- mála og bent á hið mikla áfall er fyrirtæki, með 20 manns í vinnu og sem framleiðir fyrir 50-70 milljónir á ári, hætti starfsemi. Samþykkt var samhljóða að vísa tillögu Guðrúnar K. Jó- hannsdóttur til bæjarráðs en í henni var skorað á ríkisstjórnina að láta þegar af hvalveiðistefnu sinni og einnig lýst fullri ábyrgð á hendur stjórninni fyrir því tjóni sem orðið er. I greinargerð sem áskoruninni fylgdi kom fram að 20 störf á Húsavík samsvara, miðað við fólksfjölda, 800 störfum í Reykjavík. IM ;1t if /y//*vvMmkA/f" Þeir voru margir „flóðabílarnir“ á Akureyri í gær, eins og sést á myndinni. Hlákan gerði mörgum bílstjórum gramt í geði og það var vissara að fara hægt í poilana til að bleyta ekki kerti eða kveikjulok. Mynd: gb Kannaðir markaðir fyrir bleikju: Innrás frónskrar bleíkju á Flórída- og Þýskalandsmarkað? - eldislax og bleikja á boðstólum á „Boston Seafood“ 7.-9. mars nk. Á vegum Búnaöarfélags Is- lands, Markaðsnefndar land- búnaðarins og Útflutnings- ráðs, í samvinnu við Lands- samband fískeldis og hafbeit- arstöðva, er nú unnið að mark- aðskönnun fyrir íslenska bleikju bæði á Þýskalands- markaði og í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Tveir íslensk- 10% skerðing á afla og úthaldsdögum sóknarmarksskipa: „Þetta er mjög alvarlegur hlutur“ - segir Vilhelm Þorsteinsson, framkvæmdastjóri ÚA Vilhelm Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri Útgerðarfélags Akureyringa, segir Ijóst að 10% prósent skerðing á afla og úthaldsdögum togara félagsins á þessu ári komi mjög illa við alla hlutaðeigandi aðila, vinnslu, útgerð og sjómenn félagsins. Skerðingin er 10% á þorsk-, karfa- og grálúðuafla. Þá er 10% skerðing á úthaldsdögum sóknar- marksskipa. Þetta þýðir að á þessu ári eiga þeir togarar Útgerðarfélagsins. sem verða á sóknarmarki, Hrímbakur og Sól- bakur, kost á 245 úthaldsdögum í stað 260 daga á síðasta ári. Árið 1987 voru úthaldsdagarnir 270. „Þessi skerðing er mjög alvarleg- ur hlutur. Einhverntímann hefðu 245 úthaldsdagar togara þótt lítið. Eðlilegt þótti að sækja sjó- inn um 310 daga á ári,“ segir Vilhelm. „Það er erfitt að segja til um hvernig brugðist verður við þessu. Þetta kemur sér auðvitað illa fyrir alla hlutaðeigandi aðila, sjómenn, útgerðina og vinnsl- una,“ segir Vilhelm ennfremur. Afli togara ÚA hefur verið heldur lélegur í janúarmánuði, að sögn Vilhelms. Fyrstu daga mánaðarins var hann nokkuð góður en seinnihlutinn hefur ver- ið einkar rýr, fyrst og fremst sök- um stöðugra ógæfta. óþh ir stúdentar í markaðsfræðum, annar í Danmörku og hinn í Bandaríkjunum, vinna þessa markaðskönnun fyrir nefnda aðila og verður hún metin sem MS-verkefni beggja í markaðs- fræðum. Að öllu óbreyttu munu niðurstöður liggja fyrir í sumarbyrjun. Friðrik Sigurðs- son, framkvæmdastjóri Lands- sambands fískeldis og hafbeit- arstöðva, segir að fískeldis- menn, einkum seiðafram- leiðendur, bíði fullir eftir- væntingar eftir þessum niður- stöðum enda hafí það gífurlega þýðingu fyrir fískeldið í land- inu ef unnt verður að hefja hér bleikjueldi í trausti tryggra markaða fyrir framleiðsluna. Hermann Ottósso'n, hjá Útflutningsráði, segir allar líkur benda til að nægilegir markaðir séu fyrir bleikjuna en spurningin sé um möguleika okkar til að komast inn á þá og hvort við fáum viðunandi verð fyrir bleikj- una. „Það sem við erum fyrst og fremst að kynna okkur er upp- bygging markaðarins, verð fyrir bleikjuna, pakkningar og dreifi- leiðir. Sannast sagna rennum við nokkuð blint í sjóinn því hér er um að ræða nýja vöru,“ segir Hermann. Danir hafa náð mjög tryggri stöðu í bleikjunni á Þýskalands- markaði, enda hafa þeir selt hana þar í áratugi. Það kann því að vera á brattann að sækja í Þýska- landi fyrir íslensku bleikjuna. Markaðinn í Kaliforníu segir Hermann vera mjög álitlegan. „Þetta er geysilega kaupsterkt og fjölmennt ríki. Norðmenn hafa verið á þessum markaði og einnig Chilebúar," segir Hermann. Dagana 7.-9. mars nk. verður haldin hin árlega „Boston Sea- food“ sjávarútvegssýning í Bost- on í Bandaríkjunum. Þetta er stærsta sýningin á þessu sviði í heiminum og taka 900 sýnendur frá 24 löndum þátt í sýningunni að þessu sinni. Kaupendur verða frá 54 löndum. Landssamband fiskeldis- og hafbeitarstöðva, Markaðsnefnd landbúnðarins og Útflutningsráð verða þar með sameiginlegan sýningarbás og verður þar boðið upp á eldislax og bleikju. Friðrik Sigurðsson segir að íslenskur eldisfiskur verði nú kynntur í fyrsta skipti á „Boston Seafood.“ Fiskurinn fer héðan ferskur og ísaður í kassa og ætlunin er að fá viðbótarsend- ingu á meðan á sýningunni stendur. Hermann Ottósson segir mjög mikilvægt að bjóða upp á bleikj- una á „Boston Seafood" enda gefist ekki betra tækifæri til að fá álit fiskkaupenda á þessari vöru og hvaða verð væri hugsanlegt að fá fyrir bleikjuna. óþh Tekjukönnun: Um 4000 manns með yfir 210.000 kr. á mánuði í nýrri tekjukönnun Félagsvís- indastofnunar Háskólans kem- ur fram að 4000 manns á aldr- inum 18-75 ára höfðu yfír 210.000 í heildartekjur í nóvembermánuði sl. Nærri 58% vinnandi fólks hafði undir 90.000 í sama mánuði og 13% voru með yfir 150.000 kr. Hins vegar voru 8% með undir 30.000 krónum í heildartekjur sem talið er að rekja megi til lítillar atvinnuþátttöku. Fjölskyldutekjur dreifast jafn- ar en heildartekjur einstaklinga. Þannig höfðu um 2% vinnandi fólks í sambúð undir 60.000 kr. í fjölskyldutekjur á mánuði í nóvember en 47% höfðu 150.000 kr. eða meira. Um 12% höfðu 210.000 krónur eða meira í fjöl- skyldutekjur fyrrnefndan mánuð. Greinilegt samband er milli lengdar vinnutíma og heildar- tekna einstaklinga. Vinnutími karla lengist reglulega eftir því sem ofar dregur í tekjustiganum. 5% karla höfðu yfir 210.000 kr. í mánaðarlaun í nóvember en þessir einstaklingar unnu að jafn- aði 67 stundir á viku. Engin kona í 1500 manna úrtakinu reyndist hafa yfir 180.000 kr. í heildar- tekjur á mánuði en þær 7 konur sem voru með 150.000-180.000 unnu að jafnaði um 59 stundir á viku. JÓH

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.