Dagur - 01.03.1989, Blaðsíða 1

Dagur - 01.03.1989, Blaðsíða 1
72. árgangur Akureyri, miðvikudagur 1. mars 1989 42. tölublað /\ll± -fyTTÍJT errabadin i ■ HAFNARSTRJETI 92 . 602 AKUREYRI. SiMI 96-26708 . BOX 397 Flogið til allra átta „Flug hefur gengið hægt og sígandi,“ sagði Sigurður Krist- insson vaktstjóri á Akureyrar- flugvelli í gær. 350 manns biðu þess að komast í loftið. Tvær Boeingþotur Flugleiða komu til Akureyrar seinni part- inn í gær og komust því allir þeir burt sem fara vildu suður á bóg- inn. Flugfélag Norðurlands flaug til allra átta í gær og kom sínum farþegum heilum í höfn á áfanga- stað. Sigurður sagði FN hafa far- ið 12 ferðir í gær, til ísafjarðar í vestri, Hafnar í Hornafirði í austri og suður til Reykjavíkur, auk ýmissa staða á Norðurlandi. mþþ Hjálparsveit skáta í erfiðleikum: Snjóbfllinn bilaði „Þetta er búin að vera miklu meiri æfing en búið var að reikna með þótt lítið yrði úr samæfingunni efra. Hér er jú einmitt færið og veðrið sem við þurfum að fást við ef eitthvað kemur fyrir,“ sagði Ögmundur Knútsson í gær en hann var þá staddur ásamt tólf félögum úr Hjálparsveit skáta á Akureyri við Mýri í Bárðardal. Hjálparsveit skáta átti að taka þátt í samæfingu á vegum Lands- sambands hjálparsveita skáta í Nýjadal um síðustu helgi. Minna varð þó úr samæfingunni en ætl- að var því iðulaus stórhríð geys- aði á hálendinu mestalla helgina. Snjóbfllinn Bangsi bilaði á há- lendinu á mánudag og þurfti því að ferja tíu hjálparsveitarmenn að Mýri og draga bilaða snjóbíl- inn þangað. Því verki átti að ljúka seint í gærkvöld. Bangsi bilaði við Fossgilsmosa, norðan við Kiðagil, og varð það til þess að tíu hjálparsveitarmenn frá Akureyri urðu að bíða á há- lendinu aðfaranótt þriðjudags. Ferðin frá Fossgilsmosum að Mýri tók rúmar tólf klukkustund- ir á Trölla, snjóbíl Hjálparsveit- arinnar. Á laugardag voru um 100 hjálparsveitarmenn í Nýjadal við æfingar og gengu þær þolanlega þrátt fyrir erfiðar aðstæður. Flestir fóru frá Nýjadal á laugar- dagskvöid en skátar frá Akureyri urðu að bíða af sér veður á há- lendinu á sunnudag. Þeir voru komnir í Kiðagilsdrög klukkan 18.00 á sunnudagskvöld. Þegar snjóbíllinn Bangsi fór að leka olfu varð ljóst að lengra yrði ekki haldið á honum í bili. Ekki bætti úr skák að færð var mjög þung fyrir snjóbílana. EHB „Ég held ég gangi heim, held ég gangi heim!“ En það getur verið ýmsum erfiðleikum háð í öllum þessum snjó. Mynd: TLV Þrennt í gæsluvarðhaldi fyrir kókaínsmygl - maður búsettur í Reykjahlíð úrskurðaður í 20 daga varðhald vegna málsins Fíkniefnalögreglan í Reykja- vík, Rannsóknarlögreglan á Akureyri og lögreglan á Húsa- vík hafa undanfarið rannsakað mál vegna kókaínsmygls frá Bandaríkjunum til Islands. Maður búsettur í Reykjahlíð við Mývatn situr í gæsluvarð- haldi í Reykjavík ásamt tveim- ur konum úr höfuðborginni vegna málsins. Um er að ræða talsvert magn af kókaíni. Arnar Jensson, fulltrúi í fíkni- efnadeild lögreglunnar í Reykja- vík, sagði að í síðustu viku hefði kona verið úrskurðuð í gæslu- varðahald vegna gruns um aðild að kókínsmygli. Onnur kona var úrskurðuð í gæsluvarðhald á laugardag og maðurinn úr Reykjahlíð sömuleiðis, konan í 10 daga en karlmaðurinn í 20. Að sögn kunnugra er jafnvel talið að þetta sé í fyrsta sinn sem eiturlyfjamál tengist Mývatns- sveit. Árnar Jensson sagði í gær að enn benti ekkert til að dreifing eða neysla hefði átt sér stað á kókaíninu í Mývatnssveit eða á Akureyri. Þó væri ekki hægt að útiloka slíkt þar sem niðurstaða rannsóknar liggur ekki fyrir. Arnar var spurður um magn kókaínsins sem smyglað var og sagðist hann ekki geta fullyrt neitt um það. Lögreglan í Reykjavík hefði lagt hald á „talsvert magn,“ eins og hann orðaði það, en það mun þó ekki vera mesta magn kókaíns sem gert hefur verið upptækt hér á landi til þessa. Mörg vitni og aðil- ar sem tengjast fólkinu sem er í gæsluvarðhaldi hafa verið yfir- heyrð í Reykjavík, á Akureyri og í Mývatnssveit, að sögn Arnars Jenssonar. Rannsókn málsins mun vera því sem næst á frum- stigi. EHB Akureyri: Olíublautir fuglar finnast dauðir - Umhverfisnefndarmenn kenna um olíuslysi við Slippstöðina í síðustu viku, en hafnarstjóri dregur það í efa, þar sem ekki hafi verið um mikið magn að ræða Undanfarna viku hefur fundist nokkuð af dauðum fuglum víðs vegar á Akureyri og við nánari eftirgrennslan hefur komið í Ijós að fuglarnir voru ataðir olíu. Þegar málið var kannað nánar kom í Ijós að á þriðju- daginn í síðustu viku varð það óhapp við Slippstöðina á Ak- ureyri að lensidæla brast og nokkur olía fór í sjóinn. Að sögn Guðmundar Sigurbjörns- sonar hafnarstjóra var skjótt brugðist við og olíunni eytt á skömmum tíma. Hann telur því vafasamt að kenna þessu ákveðna tilviki um fugladauð- ann. Þorsteinn Þorsteinsson, for- maður Umhverfisnefndar Akur- eyrarbæjar, segist óhress með að nefndin hafi ekki verið látin vita af umræddu atviki. Strax næstu daga á eftir hafi farið að finnast fuglar með olíuflekkjum og fugl- ar dauðir eða að dauða komnir af völdum olíumengunar. Þorsteinn fann sjálfur nokkra fugla við Andapollinn, auk þess sem hon- um hafa borist fregnir af dauðum fuglum á Oddeyrinni; flestir þeirra eru stokkendur, nánar til- tekið grænhöfðar. Brynja Heið- dal á Akureyri fann t.d. græn- höfða í bakgarði sínum við Strandgötu í fyrradag og þrátt Grænhöfðinn sem Brynja Heiðdal fann var ílla á sig kominn og drapst þrátt fyrir þvott og góða umönnun. Mynd: tlv fyrir tilraunir til að þvo honum, halda á honum hita og gefa að borða, drapst fuglinn um kvöld- ið. Guðmundur Sigurbjörnsson hafnarstjóri á Akureyri segir að umrætt tilvik hafi átt sér stað er unnið var við Gissur Hvíta í Slippstöðinni. Hann segir að olíumagnið sem í sjóinn fór hafi verið það lítið, að ekki hafi verið ástæða til að nota sérstakan hreinsibúnað sem til er, til að hreinsa olíuna úr sjónum. Veður hafi verið gott, tekist hafi að ein- angra olíuna í höfninni og eyða henni með þar til gerðu efni. Hann dregur því í efa að fugla- dauðinn stafi af þessari mengun. Ævar Pedersen fuglafræðingur Náttúrufræðistofnunar segir að ekki þurfi mikið magn af olíu í sjó til að menga hóp fugla. Græn- höfðar eru t.d. á þessum árstíma mikið saman í stórum þéttum hópum og því geti t.d. ekki þurft nema einn flekk til að skaða marga fugla. Hann segir misjafnt hvað langur tími líði frá mengun og þar til fuglarnir drepist, það fari eftir því hversu mikil olía hafi komist á fuglinn. Þá segir Ævar það dæmigert fyrir fugla eins og grænhöfða að leita í land þegar þeir eru illa haldnir og að þegar fólk sé farið að ná fuglum, eins og í tilviki Brynju, séu fugl- arnir mjög langt leiddir. Margar tilraunir hafa verið gerðar til að þvo olíumengaða fugla, en fram til þessa hafa þær ekki borið góð- an árangur, því ekki er nóg að þvo fuglinum og sleppa honum svo, það þarf að hafa aðstöðu til að hlúa að honum lengur og gefa honum rétt fæði. Slík aðstaða er hvergi til, allra síst hjá almenn- mgi. VG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.