Dagur - 01.04.1989, Blaðsíða 1

Dagur - 01.04.1989, Blaðsíða 1
fjArmAl PlN 5ÉRGREIN OKKAR TjARFESTlNGARFELAGlDi Ráðhústorgi 3, Akureyri Þröstur Skúli Valgeirsson, 8 ára hnokki á bænum Vatni í Hofshreppi í Skagafiröi er iðinn við prjónana. Hann hcfur mikinn áhuga á prjónaskap og hefur afrekað að prjóna trefla og veitir heldur ekkert af í öllum vetrarhörkunuin. Mynd: i lv Nýjar upplýsingar um fyrirhugaðar heræfmgar Bandaríkjamanna á íslandi í júní: Staðfest að Kamnn verður með flug- æfingar í Aðaldal 21. júní í sumar Awacs-radarvél og Phanton-þyrlur í könnunarflugi í dag - taka eldsneyti á Akureyrarflugvelli kl. 15.30 Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum standa fyrir dyrum umfangsmiklar heræfingar á vegum bandaríska hersins á íslandi dagana 19. júní til 1. júlí nk. Til þessa hefur því ver- ið haldið fram í bæði Utanrík- isráðuneytinu og Varnarmála- ráðuneytinu bandaríska, að æfingarnar verði bundnar við afgirt svæði Bandaríkjamanna á Miðnesheiði. Areiðanlegar heimildir Dags segja að þetta sé ekki allskostar rétt. Sam- kvæmt leyniplöggum banda- ríska Varnarmálaráðuneytis- ins, sem Dagur hefur undir höndum, er fyrirhugað að mið- vikudaginn 21. júní verði Bandaríkjamenn með æfingar á Norðausturlandi, með aðset- ur á Aðaldalsflugvelli. Ekki náðist í gær í Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráð- herra, til þess að fá þetta staðfest en Stefán Friðfinnsson, aðstoðar- maður lians, sagðist á þessu stigi einungis getað vísað til orða utanríkisráðherra í fjölmiðlum um að enn sé beðið eftir ýmsum upplýsingum frá Bandaríkjunum um fyrirhugaðar heræfingar á ís- landi í sumar. Kjartan Björnsson, bóndi í Hraunkoti í Aðaldal, sagðist í gær geta staðfest að fulltrúar Varnarmálaskrifstofu Utanríkis- ráðuneytisins í Reykjavík hafi greint landeigendum í Aðaldal sem búa í næsta nágrenni Aðal- dalsflugvallar, frá fyrirhuguðum heræfingum í Aðaldal og ná- grenni. „Jú, það er rétt að 21. júní var nefndur í þessu sam- bandi og vísað var til þess að þann dag væru sumarsólstöður, þ.e. lengstur sólargangur, og þvf mjög góðar aðstæður til flugs á Norðurlandi. Mér skilst að ætlun- in sé að andskotast með herþyrl- ur og radartlugvéiar yfir okkur frá miðnætti 20. júní til miðnættis 21. júní,“ sagði Kjartan. Hann sagði það hafa legið í orðum starfsmanns Varnarmálaskrif- stofu að heimamenn hefðu ekk- ert um þessar æfingar að segja, þær væru ákveðnar og stjórnvöld hefðu nú þegar gefið grænt ljós á þær. „En það er auðvitað alveg á hreinu að við tökum þetta ekki f mál. Ég hélt satt að segja að afstaða okkar gagnvart öllu hern- aðarbrölti hefði komið skýrt í ljós í umræðu um varaflugvallar- málið. Sé það rétt að stjórnvöld hafi veitt Kananum heimild til heræfinga hér í sumar sýnist mér að það sé vísbending um að á bak við tjöldin sé búið að ákveða að byggja varaflugvöll hér þrátt fyrir ákafa andstöðu heimamanna," sagði Kjartan ennfremur. Mr. John A. Brown, yfirmaður flugdeildar Varnarliðsins á Kefla- víkurflugvelli, sagði það ekkert launungarmál að flugæfingar hafi verið skipulagðar í Aðaldal 21. júní í sumar. Hann sagði það ein- mitt vera ákveðið að aðstæður nyrðra verði kannaðar á morgun (í dag). I því skyni mun Awacs- radarvél ásamt 10 gráum Phanton- herþyrlum sveima yfir Aðal- dalssvæðinu í dag. Mr. Brown sagði að því miður væri ekki unnt að lenda í Aðaldal sökum aur- bleytu en þess í stað yrði elds- neyti tekið á Akureyrarflugvelli kl. 15.30 í dag. Hann sagði aðspurður að áhugasömum flug- unnendum myndi gefast kostur á að skoða vélarnar frá 15.30- 16.00. óþh

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.