Dagur - 19.04.1989, Blaðsíða 7

Dagur - 19.04.1989, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 19. apríl 1989 - DAGUR - 7 Andrés Kristinsson á Kvíabekk: Af því að mér þykir vænt um þig Steingrímur... - opið bréf til landbúnaðarráðherra Kvíabekk 13.04.1989 Kæri Steingrímur! Ég ætla að byrja á að óska þér til hamingju með að vera besti landbúnaðarráðherra eftirstríðs- áranna, því það ertu sannarlega. Engan bónda hef ég heyrt hnjóða í starf þitt síðan þú tókst við embætti, utan lítillega einn bónda kynjaðan austan úr sýslu. Það var um þær mundir er þú renndir úr vör með talna-glöggið þitt. Bóndi átti nokkrar sorphæn- ur sem honum hafði láðst að telja fram á fóðurbirgðarskýrslu Bún- aðarfélagsins og kveið því komu lögreglumannanna. Taldi hann þetta frumhlaup þitt ónauðsyn- legt og jafnvel þér til háðungar og sagðist ekki trúa því fyrr en á reyndi að þú gerðir þig að flóni, en tautaði svo ofaní bringu sér: „Hann er nú annars bara Norður- Þingeyingur." Öðru máli gegnir með mig, ég sá strax að þetta var nauðsynjamál enda er ég alvöru- þrunginn maður. Já, það er ekki laust við að mér þyki vænt um þig Steingrímur síðan þú komst þess- ari talna-glöggtunnu þinni á lagg- irnar og stundum bið ég Drott- inn að sjá til þess að tunnuskratt- inn velti ekki yfir þig og meiði þig- Aðferðin er góð Ég ætla að kjósa þig í næstu kosningum, ég hef nú stundum gert það áður, en í síðustu kosn- ingum kaus ég karlinn hann Stefán gamla. Það var nú eins konar líknarstarf. Ég hélt nefnilega að karlinn ætlaði að fara að deyja. En við síðustu stjórnarmyndun sá ég að mér hafði skjátlast hrapallega. Af því að mér þykir vænt um þig Steingrímur, fann ég mig knúinn til að pára niður þess- ar línur og leyfa þér að vita, að þeir komu hér í gær blessaðir sendlarnir þínir. Og hér gekk allt vel og þeir voru embætti þínu til mikils sóma. Það var notaleg tilfinning framlágs búandkarls eftir sam- felld harðindi frá áramótum, að sjá þessa glæstu lögreglubifreið renna í hlað; senda í þeim fagra tilgangi að hreinsa okkur bændur af ábornum syndum. Ó, hvað hann Guð var nú góður að senda þessi harðindi til að auðvelda talninguna. Hugsaðu þér bara Steingrímur ef þeir hefðu þurft að elta þetta upp um fjöll og firn- indi. Mér finnst þessi aðferð þín miklu betri en að láta okkur bændur sverja eið, eins og Brynj- ólfur biskup forðum. Og auðvitað hefði orðið nauðsynlegt að gera slíkt hefðir þú ekki búið yfir óvenju frjóu hugmyndaflugi. Þökk sé bæði Guði og þér. Af Húsbóndahollu Botnu . . . Já, hér renndu sem sagt í hlað, yfir-ásetningsmaðurinn okkar og lögregluþjónn Nr. 1. Það var merkilegt hvernig hundarnir tóku þeim. Tíkin, sem er af hreinrækt- uðu skosku fjárhundakyni og hefur veitt fjölskyldunni ómældar utanskattstekjur síðan bænda- samtökin sviptu mig rétti að mega framleiða kindakjöt utan lítilsháttar, hún ætlaði gjörsam- lega að yfirbuga valdsmennina, svo ég varð að loka hana inni. Já, hún líkist ekki húsbóndanum tík- arskrattinn! Ég hef nefnilega allt- af borið virðingu fyrir svipmikl- um embættismönnum. Þeir byrjuðu að telja kindurn- ar, en hvað heldur þú Steingrím- ur að hún Botna gamla hafi gert. Hún sem alltaf hefur verið svo húsbóndaholl. Hún lagðist á bak- ið og dó nóttina áður en þeir komu. Það hafði mistalist í haust og var einni kind of mikið. En nú var talan rétt. Svo kalla menn þetta skynlausar skepnur, drott- inn minn dýri! Kindin var lögst á bakið og allt það . . . Nokkurn tíma tók það mig að skýra fyrir lögreglumanni Nr. 1 að Botna væri dáin, en svæfi ekki svona fast á bakinu. Kom þá í huga mér álíka atvik sem gerðist hér í sveit fyrir nokkrum árum. Hingað flutti Reykvíkingur og keypti jörð og hóf búskap. Hann bjó ekki lengi en heldur skemmtilega. Seinni hluta vetrar kom hann til nágranna síns og kvað farir sínar ekki sléttar. Sagði hann að ein kindin ætlaði að fara að „eiga“ og henni gengi mjög illa. Hann væri búinn að sitja yfir henni lengi og ekkert gengi. Það væri aðeins komið pínulítið aftur úr henni. Ná- grannanum fannst ósennilegt að Andrés Kristinssun bóndi á Kvía- bekk í Ólafsfirði. „Hott, hott!" Þetta voru glöggir menn og þeir sáu í hendi sér að liggjandi var hryssan meinlaus. Fóru þeir því á fjóra fætur og skoðuðu hana gaumgæfilega að aftan. Fóru á hnén til að skoða merarkuntu Læðan á bænum hefur verið að breima undanfarið og hér hafa verið tvö flækingsfress. Ósjálfrátt komu ástarleikir kattanna upp í huga mér þegar ég sá þessar aðfarir embættismannanna. Ég hafði ósköp góðlátlega orð á því við lögregluþjón Nr. 1 sem ekki er Alþýðubandalagsmaður, að mikla lotningu hlytu þeir að bera fyrir Steingrími að leggjast svo lágt, að fara á hnén til að skoða merarkuntu. En viti menn, þá gaf lögregluþjónn Nr. 1 skipun um að hætta bæði kyn- og aldursgrein- ingu. Köstuðu þeir í flýti, að mér „Þeir byrjuðu að telja kindurnar, en hvað heldur þú Steingrímur að hún Botna gamla hafí gert. Hún sem alltaf hefur verið svo húsbóndaholl. Hún lagðist á bakið og dó nóttina áður en þeir komu. Það hafði mistalist í haust og var einni kind of mikið. En nú var talan rétt. Svo kalla menn þetta skynlausar skepnur, drottinn minn dýri!“ „En á meðan á drykkju minni stóð, heyrði ég skvamp og hávaða mikinn innan úr fjárhúsum. Og þegar ég kom með strokkinn í fanginu fram í króna varð ég þess áskynja hvað komið hafði fyrir. Þeir höfðu ætlað að elta mig, en álpast ofan í áburðar- kjallarann. Þeir virtust ákaflega vondir í sér og kenndu mér um þetta, sem auðvitað var vitleysa því ég sagði þeim að bíða.“ ær væri að bera á þessum tíma og vildi fá lýsingu á hvernig skepnan hagaði sér. Við það snuggaðist í bónda og minnti hann nágrann- ann á menntun sína og fyrri störf sem hvoru tveggja var miklum mun fremra en fávísir bændur höfðu kynnst. Sagði hann kind- ina vera lagsta á bakið og allt það. Hann var nokkurra barna faðir og hafði oft séð konu sína eiga og hagaði kindin sér mjög líkt, hún hljóðaði, stundi og teygði fæturnar upp og út. Eftir þessa nákvæmu lýsingu fór ná- granninn með bónda í fjárhúsin og þar lá þá brundhrútur bónda afvelta og hafði gefið upp önd- ina. Og það pínulitla sem komið hafði út og bóndinn hélt vera lamb, var endaþarmurinn sem skrúfast hafði út úr skepnunni við kvalirnar. Ekki er mér grunlaust, Steingrímur minn, að sumt af ráðgjöfum þínum séu sömu gerð- ar og bóndinn okkar úr Reykja- vík. „Hott, hott“ Svo byrjaði talningin á hrossun- um. Það var mikið nákvæmis- verk, því tilgreina þurfti hvert hross og aldursgreina einnig. Ég bar traust til þessara manna og taldi þá einfæra um að annast verkið, en lofaði að láta þá vita þegar kæmi að slægu hrossunum. En það var eins og þeir tryðu því ekki að ég léti þá vita um slægu hrossin, því annar stóð bak við stoð og teygði sig ofur varfærnis- lega f taglið, en hinn gjóaði undir. Taka skal fram að snjóað hafði fyrir glugga og gatasýn var afar slæm í hesthúsinu. Einnig vildi setjast móða á gleraugun þeirra. Þetta var tímafrekt og erf- itt starf. Stundum sýndist mér að sá sem höfuðið rak undir taglið, notaði frekar lyktarskyn en sjónskyn. Já, það þarf valda menn í slík störf. Svo kom að því að ein hryssan lá og vildi ekki standa á fætur þótt þeir segðu: sýndist, einni sameiginlegri tölu á hross og varphænur og fóru. Það vitum við báðir Steingrímur, að án aldurs- og kyngreiningar er þetta hugverk þitt gagnslaust. Langar mig því að vita hvort þú gætir ekki séð af einni dagsstund af þínum dýrmæta tíma og komið hingað, svo við getum sameigin- lega komið reglu á þetta alvöru mál. Leyndarmál í 30 ár Ekki þurftu embættismennirnir að hræðast það að ég léti þá ekki vita af slægu hrossunum, því mér hefur alla tíð þótt heldur vænt um embættismenn. Ég hef meira að segja bjargað embættismönn- um. Af því að við érum vinir, Steingrímur og þar að auki póli- tískir trúbræður, þá er best ég segi þér þá sögu. Ég hef þagað yfir henni í 30 ár. Ég var ofurlítið ölkær á manndómsárunum og stuttu eftir að ég hélt í Kvíabekk, lagði ég í strokkinn hennar ömmu sálugu. Og af gömlum og þjóðlegum sið, geymdi ég hann í hlöðunni. Einhver hafði séð mig með „blönduflösku" og kært til bæjarfógetans. Sumt fólk hefur þörf fyrir að kæra mig. Sennilega er það vegna þess að ég hef alltaf haft gaman af leiðinlegu fólki. Ég var kallaður fyrir fógeta og sagði auðvitað satt og rétt frá. En, fógeti vildi sannreyna málið og taka prufu af blöndunni. Þetta var að kvöldi dags fyrri hluta vetrar. Sér til fulltingis tók fógeti með lögregluþjón sem nýtekinn var við starfi; hraustlegan mann með réttlætissvip á andlitinu. Ókum við heim í hlað og röltum til fjárhúsanna. Þegar á fjárhús- hlaðið kom sagði ég þeim að bíða, ég ætlaði að sækja strokkinn. Heyrði skvamp og hávaða Tók ég á sprett suður hlaðið og inn í fjárhúsin. Það hagaði þann- ig til í húsunum, að opnast hafði fyrir vatnskrana stuttu áður og ég var búinn að taka upp grind við dyrnar, ætlaði að ausa út, en var ekki byrjaður. Króin var því full af vatni og skít. Ég þekkti vel staðhætti og stökk því í myrkrinu inn á næstu grind og þaðan inn í hlöðu og lagði strokkinn hennar ömmu við grön og svalg stóran áður en hellt skyldi niður þeim góða miði. En á nteðan á drykkju minni stóð, heyrði ég skvamp og hávaða mikinn innan úr fjárhús- um. Og þegar ég kom með strokkinn í fanginu fram í króna varð ég þess áskynja hvað komið hafði fyrir. Þeir höfðu ætlað að elta mig, en álpast ofan í áburð- arkjallarann. Þeir virtust ákaf- lega vondir í sér og kenndu mér um þctta, sem auðvitað var vit- leysa því ég sagði þeim að bíða. Þeir skipuðu mér að hjálpa sér en ég sá að það var tilgangslaust meðan þeir voru svona reiðir, Lyfti ég því strokknum aftur og fékk mér sopa. Þeim rann reiðin fljótt því þeir voru bjargarlausir. Það var gott að ég var sæmilega hraustur á þeim árum, því þungt var að draga þá upp. Það var eins og þeir soguðust fastir í skítinn. Ég kveikti ljós þegar þeir voru komnir upp úr. Mikið ósköp voru þeir skítugir. Þú hefðir átt að sjá „úniformið" Steingrímur! Þeir tóku enga prufu af blöndunni og helltu engu niður. Síðan hefur mér ætíð verið hlýtt til lögreglu- þjóna og sér í lagi bæjarfógeta og reynt að hjálpa þeim eftir mætti. Þar sem böðlar eru nú útdauðir . . . Ekki er ég viss um Steingrímur minn að hún Botna gamla hafi getað hreinsað mig af öllum syndum, þó öll væri hún af vilja gerð blessunin. Ásetningsmenn hafa alla tíð haft einkennileg áhrif á sálarlíf mitt. Oft eru þetta ekkert sérlega svipmiklir menn í daglegu lífi, en í embætti gjör- breytist andlit þeirra svo oft eru þeir nær óþekkjanlegir. Mun þessi svipbrigði hvergi vera að finna í íslensku þjóðlífi. Gamlir menn hafa sagt mér, að þessi svipur sé sá sami sem böðlar einir máttu nota til forna. Þar sem böðlar eru nú útdauðir og lög- regla tekin við þessu þýðingar- mikla starfi, datt mér í hug, Steingrímur, hvort ekki væri rétt að kvikmynda ásetningsmann í starfi, nú eða jafnvel stoppa upp nokkur stykki! Já, það gæti svo sem verið að ég hefði eitthvað aðeins ruglast með hrossin líka, en það kemur allt í ljós þegar þú kemur Steingrímur minn. Ef þig langar til Steingrímur, þá hefði ég gaman af að skrifa þér aftur um beit og ofbeit. Vertu best kvaddur, Þinn aðdáandi, Andrés Kristinsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.