Dagur - 13.05.1989, Blaðsíða 1

Dagur - 13.05.1989, Blaðsíða 1
TEKJUBRÉF KJARABRÉF FJARMAL P I N SÉRGREIN OKKAR FJARFESTINGARFELAGlDi Ráðhústorgi 3, Akureyri Niðurbrotinn gróður í vorharðindum. Vonandi ekki táknrænt fyrir sumarið! Aðalfundur Fiskiðjusamlags Húsavíkur Háir vextir, lækkandi markaðs- verð erlendis og samdráttur í inn- lögðum afla olli því að verulegur hallarekstur varð á árinu, heild- arrekstrartap ársins varð um 62,3 milljónir. Rekstrartap árið 1987 var um fimm milljónir. Priðja og síðasta upp- boð í þrotabú VSP: Fyrsti- og sláturhús - slegið Sparisjóði V.-Húnvetninga á 3,5 milljónir Þriðja og síðasta uppboð í eignir þrotabús Verslunar Sigurðar Pálmasonar á Hvammstanga fór fram sl. miðvikudag hjá sýslumanni. Frystihús og sláturhús að Brekkugötu 4 var slegið Spari- sjóði Vestur-Húnavatnssýslu á 3,5 milljónir. Áður hafði versl- unarhúsnæðið verið slegið OIís á 7,5 milljónir. Sparisjóðurinn var ófullnægð- ur veðhafi, þeir sem voru neðar í veðröðinni lögðu ekki í það að bjóða sparisjóðinn út. Þess má geta að skuldir VSP, þegar fyrir- tækið varð gjaldþrota, námu um 200 milljónum króna. -bjb Bakkaflörður: Tregur afli vegna brælu Brælur og leiðinlegt tíðarfar hefur gert að verkuin að lítill aili hefur borist til fiskverkun- ar Útvers hf á Bakkafirði í vor. Sjöfn Aðalsteinsdóttir, verk- stjóri hjá Útveri, segir að lítið hafi gefið á sjó undanfarið fyrir trillurnar sem leggja upp hjá salt- fiskverkuninni, en nokkrar trillur, gerðar út frá Bakkafirði, og einn 17 tonna dekkbátur skapa stærstan grundvöll að atvinnulífi á staðnum. Útver hf starfrækir einnig nokkra skreið- arverkun auk saltfiskverkunar- innar og hefur nokkurt magn skreiðar veriö hengt upp í vor. Um 20 til 25 manns vinna að staðaldri hjá Útveri. EHB Hvassafellið bil- að á Akureyri Hvassafell, flutningaskip Skipa- dcildar Sambandsins, er búið að liggja við bryggju hjá Slipp- stöðinni á Akureyri frá því um síðustu helgi vegna vélarbilun- ar. Barði Jónsson, skipstjóri, segir að erindi skipsins til Akureyrar hafi verið að losa 850 rúmmetra af timbri. Þegar Hvassafellið kom til Akureyar bilaði sveifaráslega í aðalvélinni. Varahlutir voru ekki til og urðu menn að panta þá er- lendis frá. Gert er ráð fyrir að skipið geti haldið áleiðis til Seyðisfjarðar innan skamms. Síðan er ferðinni heitið til Svíðþjóðar og Finnlands. Skipstjórinn sagði að þar sem svo mikill hluti farmsins ætti að fara til Akureyrar hefði ekki svarað kostnaði að umskipa honum í Arnarfellið, sem sinnir reglulegum strandferðum, og því hefði Hvassafellið farið á strönd- ina í þetta sinn. EHB

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.