Dagur - 19.07.1989, Blaðsíða 3

Dagur - 19.07.1989, Blaðsíða 3
' ■ íit'Kbi.iJííVÍiW ■- j^US'AC! - Miðvikudagur 19. júlí 1989 - DAGUR - 3 Hafiiarmálastofiiun og Flugmálastjórn í nýstárlegri samvinnu: Sameigiiilegt útboð fyrir lengingu flug- brautar og gerð hafiiargarðs í Grímsey Hafnamálastofnun og Flug- málastjórn óskuðu fyrir skömmu eftir sameiginiegu til- boði í lengingu flugbrautar í Grímsey og vinnslu á efni fyrir grjótgarð í höfnina. Tilboð í verkið hafa verið opnuð og er nú verið að ganga frá verk- samningi við Stefán Guðjóns- son á Sauðárkróki en hann átti lægsta tilboð í verkið. Ásamt honum bauð Rein sf. í Hafnar- firði í verkið en tilboð Stefáns hljóðaði upp á 21,2 milljónir og Rein bauð 23,7 milljónir króna. Jón Leví hjá Vita- og hatna- málastofnun segir að það sé - byijað að vinna á flugvellinum í byijun ágústmánaðar nýmæli að boðið sé sameiginlega út fyrir tvö ólík verk í einu en í ljós hafi komið í vetur að þessi leið yrði hagkvæmari fyrir alla aðila. „Þetta kom þannig til að báðir aðilar áttu að vera með verk úti í eynni í ár og vegna aðstæðna og hversu dýrt er fyrir verktaka að koma sér út í ey og skapa þar aðstöðu þótti það vera báðum aðilum til hagsbóta að hafa sam- eiginlegan verktaka. í annan stað er Flugmálastjórn að sprengja niður klapparsvæði sem er við enda núverandi flugbrautar og okkur vantar grjót í nýjan hafn- argarð og þarna sáum við mögu- leika á að sameina þetta verk fyr- ir okkup, við fengjum hluta af grjótinu í garðinn okkar en þeir fínna grjótið í uppfyllingu undir endann á flugbrautinni," segir Jón Leví. Þessar framkvæmdir munu væntanlega hefjast í byrjun næsta mánaðar og á þessu ári verður sprengt og byggt undir viðbótina við flugbrautina og grjóti safnað fyrir hafnargarðinn en ætlunin er hins vegar sú að á næsta ári verði garðurinn byggður og flugbrautin fullkláruð en með fjárlagagerð á Alþingi í vetur kemur í Ijós hvort fjárveiting fæst fyrir frekari nýframkvæmdum í Grímseyjar- höfn. Væntanlegur grjótgarður verð- ur um 130 metrar að lengd og með framkvæmdunum á flugvellinum verður flugbrautin um 1000 metr- ar eftir lengingu en er nú 780 metrar. JÓH Lambakjötssalan: Gengið mjög vel á Norðurlandi Norðlendingar virðast hafa tekið útsölulambinu svokall- aða mjög vel samkvæmt upp- lýsingum sem fengust í slátur- húsum á Biönduósi, Akureyri, Húsavík og Sauðárkróki. Sal- an hafði alls staðar gengið mjög vel en mest var þó að gera fyrstu vikuna. Gert er ráð fyrir að salan standi í mánuð en hún hófst 3. júlí. Sláturhúsum gekk misjafn- lega að anna eftirspurn í fyrstu vegna lítils undirbúnings og mikillar vinnu við kjötið sem er sérstaklega niðursagað svo það sé hentugt á grillið. Stefán Hafsteinsson, verkstjóri Sláturhúss SAH á Blönduósi, sagði viðtökur hafa verið góðar og hann vissi ekki betur en fólki hefði líkað kjötið mjög vel. „Það er Ijóst að þetta cr miklu meiri sala en ef þessi útsala hefði ekki komið til.“ „Það er búið að ganga mjög vel,“ sagði Óli Valdimarsson slát- urhússtjóri Sláturhúss KEA á Akureyri. „Mest var að gera í byrjun en það var líka vegna þess hversu lítill undirbúningur var. Þetta virðist vera að róast núna.“ Sláturhússtjóri Sláturhúss KÞ á Húsavík Þorgeir Hlöðversson sagði söluna hafa gengið ljóm- andi vel. „Ég vona að fólk neyti þessa kjöts meira beint en oft áður og safni því ekki í kisturn- ar.“ „Til þess að geta selt kinda- kjötið þarf verðið greinilega að vera lágt,“ sagði Arni Egilsson sláturhússtjóri hjá Sláturhúsi Kaupfélags Skagfirðinga. „Salan hefur verið þokkaleg og flestir hafa tekið kjötinu vel.“ KR Krakkar í unglingavinnu. Afli norðlenskra togara og báta í júní: Um verulegan sam- drátt að ræða miðað við sama tíma í fyrra - rækjuafli bátaflotans dróst saman um rúmlega 71% á milli ára Tll sölu er Munkaþverárstræti 4 í húsinu eru tvær íbúðir, 176 fm á tveimur liæðum. Uppl. í síma 22609 eftir kl. 20.00. Víkingur Björnsson. Atli norðlenskra togara í júní, dróst saman um 2.259 tonn, miðað við sama tíma í fyrra. I síðasta mánuði veiddu togar- arnir samtals 8.354 tonn á móti 10.613 tonnum í júní í fyrra. Mestur var samdrátturinn í þorskveiði, eða rúm 43% á milli ára á umræddu tímabili. Hagstofa íslands: Launavísitala fyrir júiímánuð 1989 Hagstofan hefur reiknað launa- vísitölu fyrir júlímánuð 1989, miðað við meðallaun í júní. Er vísitalan 106,3 stig eða 0,6% hærri en vísitala fyrra mánaðar. Samsvarandi launavísitala til greiðslujöfnuðar fasteignaveð- lána í ágústmánuði tekur sömu hækkun og er því 2.325 stig. Launavísitalan er nú reiknuð í fyrsta sinn skv. ákvæðum nýsett- ra laga um launavísitölu nr. 89 31 maí 1989. í 1. gr. laganna er kveðið á um að Hagstofan skuli reikna launavísitölu sem miðast við meðaltal hvers mánaðar og birt sé eftir miðjan næsta mánuð. Skal vísitala sett 100 stig í des- ember 1988 miðað við laun í nóv- ember 1988. í samræmi við þessi ákvæði hefur Hagstofan reiknað launa- vísitölu fyrir hvern mánuð frá desember 1988, sem hér segir: Desember 1988 100,0 Janúar 1989 100,0 Febrúar 1989 100,0 Mars 1989 100,6 Apríl 1989 101,3 Maí 1989 102,6 Júní 1989 105,7 Júlí 1989 106,3 Þetta kemur frain í bráöa- birgðatölum frá Fiskilelagi ís- lands. Einnig varð um samdrátt að ræða í veiði á ýsu, karfa, steinbít, grálúðu, skarkola, svo og öðrum botnfiski. Þó jókst ufsaaflinn um rúman helming á milli ára, í síð- asta mánuði veiddust 969 tonn af ufsa á móti 468 tonnum á sama tímabili í fyrra. Norðlenskir togarar veiddu enga rækju í júní í fyrra en í ár veiddu þeir 213 tonn í mánuðin- um. Hjá bátaflotanum á Norður- landi var einnig um verulegan samdrátt að ræða milli ára og reyndar mun meiri en hjá togur- unum. í júní í fyrra veiddi báta- flotinn samtals 3.525 tonn á móti aðeins 1.475 tonnum á sama tíma í ár. Langmestur varð samdrátt- urinn í rækjuveiði á umræddu, tímabili. í júní í fyrra veiddust 2.554 tonn á móti aðeins 728 tonnum í ár og er um rúmlega 71% samdrátt að ræða. Einnig dróst þorskaflinn saman um 30% á milli ára en heldur veiddist meira í ár af ýsu, ufsa og karfa. Hjá smábátum jókst aflinn hins vegar á umræddu tímabili. í júní í fyrra veiddu norðlenskir smábátar samtals 673 tonn en í ár veiddust 740 tonn. -KK Dýnur — Dýnur! Rúmdýnur allar stærðir. Heilsudýnur, tjalddýnur, dýnur í hjólhýsi og tjaldvagna. Svampur og bólstrun, AustursíÖa 2, sími 25137. Ath. Lokað frá 1.-21. ágúst. AKUREYRARBÆR Frá Hitaveitu Akureyrar Vegna sumarleyfa veröur starfsemi í lágmarki frá og meö 22. júlí til 13. ágúst. Símavarsla verður á venjulegum afgreiöslutíma en skrifstofan veröur opin þriöjudaga og fimmtudaga milli kl. 12.30 og 15.00. Bilanir tilkynnist í síma 22105 eöa 985- 27305. Engar nýframkvæmdir veröa á vegum HA nema í Gerðahverfi II á tímabilinu. Tengingar innanhúss veröa framkvæmdar ef nauösyn krefur. Hitaveitustjóri.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.