Dagur - 01.09.1989, Blaðsíða 9

Dagur - 01.09.1989, Blaðsíða 9
 Uic.'buU.■>;i> ~ f!U£,A.:? - u Föstudagur 1. september 1989 - DAGUR - 9 _ Minning: T Magnús Magnússon Fæddur 30. september 1914 - Dáinn 23. ágúst 1989 I dag er til moldar borinn hér á Akureyri Magnús Magnússon byggingameistari. Við fráfall þessa fjölhæfa og hægláta manns verður mörgum hugsað með söknuði og þakklæti til þess hversu vel og dyggilega hann starfaði fyrir ýmiss félög í bænum. Iðnaðarmenn sjá hér á bak góðurn félaga sem þekktur var af.vandvirkni og óvenju mikl- um hagleik. Magnús var einn af traustustu félögum í Karlakórnum Geysi og tók þátt í starfi kórsins um ára- tuga skeið. Verkkunnáttu og sönggáfum var hann gæddur í ríkum mæli svo sem margt ætt- menna hans. Oddfellowreglunni var það mikill styrkur þegar Magnús gerðist liðsmaður stúkunnar Sjafnar. Hann gegndi þar ýmsum störfum og ætíð svo að ekki var að fundið. Orgelleikur hans setti fagran og hugljúfan blæ á fundi stúkunnar. Þegar stúkan Freyja var stofn- uö vorið 1982, var hún hjálpar þurfi á ýmsum sviðum, ekki síst varðandi hljóðfæraleik á fundum og við inntökur nýrra félaga. Magnús sýndi strax þessum yngsta sprota á meiði Oddfellow- hreyfingarinnar mikla vinsemd og hjálpfýsi. Hann tók fúslega að sér orgelleik fyrir þessa nýliða „til aö byrja með“ og gegndi því starfi við almennar vinsældir á hverjum fundi allt til þessa dags. Aldrei minntist hann á það að nú þyrfti stúkan að fá sér nýjan orgel- leikara. Hann virtist telja þessa miklu hjálpsemi sjálfsagða og eðlilega. Hann varð snemma sem einn af okkur og það var öllum ánægjuefni þegar þau hjónin deildu með okkur gleðistundum t.d. á jólafundum. Nú á skilnaðarstundu er okkur eftirsjá og þakklæti efst í huga og Magnúsar munum viö ætíð minn- ast með viröingu og trega, svo einstakur var hann á marga lund. Ekkju hans, Frú Þórlaugu, og öllu skyldfólki sendum við inni- legar samúðarkveðjur. Oddfellowstúkan Freyja. Afmæliskveðja: Guðmundur Jónsson 75 ára Guðmundur Jónsson, fyrr- verandi deildarstjóri Olíusölu- deildar KEA er 75 ára í dag, 1. september. Guðmundur ólst upp í Svarf- aðardal, þar sem hann lauk sinni skólagöngu. Fyrst í stað stundaði hann ýmis störf til sjós og lands. Um tvítugt flutti hann til Akur- eyrar og kvæntist Jóhönnu Gunn- laugsdóttir, 21. nóv. 1936. Reistu þau hús sitt að Hlíðargötu 6 og bjuggu þar í 44 ár. Guðmundur gerðist vörubíl- stjóri hjá Stefni og síðar annar framkvæmdastjóri þar. Árið 1949 var Olíufélagið h.f. stofnað og Kaupfélag Eyfirðinga fékk umþoð fyrir það á Akureyri. Guðmundur var ráðinn fyrsti deildarstjóri Olíusöludeildar KEA og gegndi því starfi í hart- nær 40 ár, eða þar til hann lét af störfum vegna aldurs. Af krafti og dugnaði hóf hann uppbyggingu Olíusöludeildarinn- ar og bera glæsilegar byggingar og góð þjónusta, þess merki að vel hafi til tekist. Guðmundur er mikill samvinnu- og framfara- maður og tók virkan þátt í hinni rniklu uppbyggingu, sem átt hef- ur sér stað hjá Kaupfélagi Eyfirð- inga. Athugid Minningarspjöld Minningarsjóðs Kvenfélagsins Hlífar fást í Bókabúð Jónasar, Möppudýrinu Sunnuhlíð, Blómabúðinni Akri og símaafgreið- slu F.S.A. Samkomur *HT 'I' hvímsumummti ^mwshuð Laugard. 2. sept kl. 20. 30, brauðs- brotning. Sunnud. 3. sept. kl. 20.00, almenn samkoma. Mikill og fjölbreyttur söngur. Allir hjartanlcga velkomnir. Mánud. 4. sept. kl. 20.30 byrjar bænavikan. Hjálpræðisherinn, Hvannavellir 10. ,Föstud. kl. 20.00, æskulýður. Sunnud. kl. 19.30, bæn. Kl. 20.00, almenn samkoma. Allir eru hjartanlega velkomnir. Guðmunndur var stjórnarfor- maður Bifreiðaverkstæðisins Þórshamars h.f. og Vélsmiðjunn- ar Odda hf. á Akureyri urn ára- bil. Motto hans er: „Áð horfa til framtíðarinnar“. Guðmundur hefur eldlegan áhuga á mönnum og málefnum og geislar þá af krafti sem ungur væri. Á yngri árum tefldi Guð- mundur nokkuð og átti sæti í stjórn Skákfélags Akureyrar. Jafnframt var hann mikill áhuga- maður unt bridds. Hann er frí- múrari og nýtur þess að starfa þar á meðal margra góðra vina. Guðmundur og Jóhanna eru nú búsett í Víðilundi 15, Akur- eyri, þar sern þau eiga yndislegt heimili. Margrét Guðniundsdóttir. Vélstjóra vantar á m.b. Skálaberg til línuveiöa frá Húsavík. Upplýsingar í síma 96-42144. Verkamenn Fyrirtæki í byggingariðnaði óskar eftir að ráða verkamenn til starfa strax. Umsóknir leggist inn á afgreiðslu Dags merkt „102“ fyrir hádegi á mánudag 4. sept. Eiginmaður minn, SNORRI GUÐJÓNSSSON, Oddeyrargötu 16, lést mánudaginn 28. ágúst á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur- eyri. Kristín Guðmundsdóttir. Þökkum innilega öllum þeim sem auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og jarðarför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, GUÐMUNDAR FRÍMANN, rithöfundar. Valgerður Frímann, Karl Jörundsson, Gunnhildur Frímann, Sverrir Gunnlaugsson, Hrefna Frímann, Þorsteinn Jökull Vilhjálmsson, barnabörn og barnabarnabörn. dagskrá fjölmiðla & Sjónvarpið Föstudagur 1. september 16.30 Úrslitakeppni stigamóta í Mónakó. Bein útsending frá Grand Prix úrslita- keppninni í frjálsum íþróttum i Mónakó. Meðal þátttakanda í spjótkasti eru Einar Vilhjálmsson og Sigurður Einarsson. 18.45 Táknmálsfréttir. 18.55 Kartan og froskurinn. (Frog and Toad Together.) Bandarísk brúðumynd. 19.15 Minningartónleikar frá Varsjá. Bein útsending frá Óperunni i Varsjá þar sem minnst er að 50 ár eru liðin frá innrás Þjóðverja í Pólland. Dagskráin er unnin i samvinnu pólskra, þýskra, breskra og austurrískra sjónvarpsstöðva. Meðal þeirra sem koma fram eru Jóhannes Páll II páfi, Leonard Bernstein og Liv UUman. Einnig mun hljómsveit pólska ríkis- útvarpsins flytja verk eftir Bernestein, Mahler og Beethoven, ásamt kór sem er samsettur af söngvurum úr drengjakór- um frá 20 löndum er tóku þátt í seinni heimsstyrjöldinni. 21.00 Fréttir og vedur. 21.20 Heimsstyrjöldin sidari - litid til baka. (World War II Revisited.) Þýskur heimUdaþáttur um síðari heims- styrjöldina. Umsjónarmaður er Henry Kissinger fyrrum utanrUtisráðherra Bandaríkjanna. 22.50 Fornar ástir og nýjar. (Dreams Lost Dreams Found.) Bresk sjónvarpsmynd um bandaríska ekkju sem flyst á ættarsetur forfeðra sinna i Skotlandi. Reimt hefur verið í hús- inu í 200 ár og unga ekkjan sér fram á að löngu liðnir atburðir muni endurtaka sig. Aðalhlutverk Kathleen Quinlan og David Robb. 00.30 Útvarpsfréttir í dagskrárlok. Stöð 2 Föstudagur 1. september 16.45 Santa Barbara. 17.30 Sitthvad sameiginlegt. (Something In Common.) Aðalhlutverk: Ellen Burstyn, Tuesday Weld, Patrick Cassidy, Don Myrray og Eli Wallach. 19.00 Myndrokk 19.19 19.19. 20.00 Teiknimynd. 20.15 Ljáðu mér eyra ... 20.50 Bernskubrek. (The Wonder Years.) 21.20 Börn á barmi glötunar.# (Toughlove.) Áhrifamikil mynd um foreldra, sem eiga erfitt með að horfast i augu viö það að sautján ára sonur þeirra, Gary, er eitur- lyfjaneytandi. Aðalhlutverk: Lee Remick, Bruce Dern, Piper Laurie og Jason Patrick. 23.00 Alfred Hitchcock. 23.50 Haustveidar.# (The Scalphunters.) Bráðfyndin gamanmynd sem segir frá gömlum kúreka og svertingja, sem er fyrrverandi þræll. Félagarnir eru staddir i hinu villta vestri þar sem þeir eltast við bófaflokk, sem lætur sér ekki næja að drepa indíána heldur tekur af þeim höfuð- leðrið. Aðalhlutverk: Burt Lancaster, Shelley Winters, Telly Savalas og Ossie Davis. Bönnuö börnum. 01.05 Sendirád. (Embassy.) Yfirmaður bandaríska sendiráðsins i Róm og ástkona hans komast á slóð hryðj- uverkamanna og njósnara. Aðalhlutverk: Nick Mancuso, Mimi Rogers og Richar Masur. Bönnuð börnum. 02.45 Dagskrárlok. Rás 1 Föstudagur 1. september 6.45 Veðurfregnir • Bæn. 7.00 Fréttir. 7.03 í morgunsárid með Ingveldi Ólafsdóttur. Fréttir á ensku að loknu fréttayfirliti kl. 7.30. Lesið úr forystugreinum dagblaðanna að loknu fréttayfirliti kl. 8.30. 9.00 Fréttir. 9.03 Litli barnatíminn: „Júlíus Blom veit sínu viti“. Eftir Bo Carpelan Gunnar Stefánsson les þýðingu sina (4). 9.20 Morgunleikfimi. 9.30 Landpósturinn - Frá Austurlandi. Umsjón: Haraldur Bjarnason. 10.00 Fréttir • Tilkynningar. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Aldarbragur. 11.00 Fréttir. 11.03 Samhljómur. 12.00 Fréttayfirlit • Tilkynningar. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Vedurfregnir Tilkynningar Tónlist. 13.05 í dagsins önn. Umsjón: Anna M. Sigurðardóttir. 13.35 Miðdegissagan: „Ein á ferd og með öðrum" eftir Mörthu Gellhorn. Sigrún Bjömsdóttir les (8). 14.00 Fréttir • Tilkynningar. 14.05 Ljúflingslög. 15.00 Fréttir. 15.03 Hvert stefnir íslenska velferðarrík- ið?. Umsjón: Einar Kristjánsson. (Frá Akur- eyri.) 16.00 Fréttir. 16.03 Dagbókin. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Barnaútvarpið. 17.00 Fréttir. 17.03 Tónlist á síðdegi. 18.00 Fréttir. 18.03 Að utan. 18.10 Á vettvangi. Tónlist • Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir • Tilkynningar. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Tilkynningar. 19.32 Kviksjá. 20.00 Litli barnatíminn. 20.15 Lúðraþytur. 21.00 Sumarvaka. a. Melgrasskúfurinn harði. Stefán Júlíusson flytur frásöguþátt um Gunnlaug Kristmundsson sandgræðslu- stjóra. Fyrri hluti. b. Tónlist. c. í Napólí. Jón Þ. Þór les ferðaþátt eftir Tómas Sæm- undsson. Umsjón: Gunnar Stefánsson. 22.00 Fréttir. 22.07 Að utan. 22.15 Veðurfregnir • Orð kvöldsins Dagskrá morgundagins. 22.30 Danslög. 23.00 Kvöldskuggar. 24.00 Fréttir. 00.10 Samhljómur. 01.00 Veðurfregnir. Rás 2 Föstudagur 1. september 7.03 Morgunútvarpið: Vaknið til lífsins! Leifur Hauksson og Jón Ársæll Þórðarson hefja daginn með hlustendum. 9.03 Morgunsyrpa. Eva Ásrún Albertsdóttir. Neytendahorn kl. 10.05. Afmæliskveðjur kl. 10.30. Þarfaþing með Jóhönnu Harðardóttur kl. 11.03. Gluggað i heimsblöðin kl. 11.55. 12.00 Fréttayfirlit • Auglýsingar. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Milli mála, Magnús Einarsson á útkikki og leikur nýju lögin. Hagyrðingur dagsins rétt fyrir þrjú og Veiðihornið rétt fyrir fjögur 16.03 Dagskrá. Dægurmálaútvarp. Stefán Jón Hafstein, Sigurður Þór Salvars- son, Lisa Pálsdóttir og Sigurður G. Tóm- asson. - Kaffispjall og innlit upp úr kl. 16.00. - Arthúr Björgvin Bollason talar frá Bæjaralandi. - Stórmál dagsins á sjötta timanum. 18.03 Þjóðarsálin, þjóðfundur í beinni útsendingu, sími 91-38500. 19.00 Kvöldfréttir. 19.32 Áfram ísland. Dægurlög með islenskum flytjendum. 20.30 í fjósinu. Bandariskir sveitasöngvar. 22.07 Síbyljan. 00.10 Snúningur. 02.00 Næturútvarp á báðum rásum til morguns. Fréttir kl. 7, 7.30, 8, 8.30, 9, 10, 11, 12, 12.20, 14, 15, 16, 17, 18, 19, 22 og 24. Næturútvarpið 2.00 Fréttir. 2.05 Rokk og nýbylgja. 3.00 Næturrokk 4.00 Fréttir. 4.30 Veðurfregnir. 4.35 Næturnótur. 5.00 Fréttir af veðri og flugsamgöngum. 5.01 Áfram ísland. 6.00 Fréttir af veðri og flugsamgöngum. 6.01 Á frivaktinni. 7.00 Morgunpopp. Ríkisútvarpið á Akureyri Föstudagur 1. september 8.10-8.30 Svæðisútvarp Norðurlands. 18.03-19.00 Svæðisútvarp Norðurlands. Bylgjan Föstudagur 1. september 07.00 Páll Þorsteinsson. Stýrurnar þurrkaðar úr augunum og gluggað í landsmálablöðin og gömlu slag- ararnir spilaðir. 10.00 Valdis Gunnarsdóttir. Lætur daginn líða fljótt með góðri tónlist, það er nú einu sinni föstudagur i dag . . 14.00 Bjarni Ólafur Guðmundsson. Tónlist, afmæiiskveðjur og óskalög i massavís. 17.00 Haligrímur Thorsteinsson - Reykja- vík siðdegis. Fréttir og fréttatengd málefni. Einn vinsælasti útvarpsþátturinn í dag, því hér fá hlustendur að tjá sig. Siminn er 611111. 19.00 Hafþór Freyr Sigmundsson. Kominn í dansdressið og hitar upp fyrir kvöldið. 20.00 íslenski listinn. Stjómandi: Pétur Steinn Guðmundsson. 22.00 Haraldur Gíslason. Óskadraumur ungu stúikunnar í ár er kominn á vaktina. Óskalög og kveðjur í sima 611111. 03.00 Næturvakt Bylgjunnar. Fréttir kl. 8, 9, 10, 11, 12, 13, 14, 15, 16, 17 og 18. Hljóðhylgjan Föstudagur 1. september 17.00-19.00 Fjallað um það sem er að ger- ast í menningu og listum um helgina á Akureyri. Stjómendur eru Pálmi Guðmundsson og Axel Axelsson. Fréttir kl. 18.00.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.