Dagur - 12.10.1989, Blaðsíða 1

Dagur - 12.10.1989, Blaðsíða 1
Svartur dagur fyrir byggingaiðnaðinn á Akureyri: Híbýli hf. fer fram á gjaldþrotaskipti Forsvarsmenn byggingafyrir- tækisins Híbýlis hf. á Akureyri gengu á fund bæjarfógeta í gær og óskuðu eftir að fyrirtækið yrði tekið til gjaldþrotaskipta. Híbýli hf. er eitt elsta og virt- asta byggingafyrirtækið á Akureyri, stofnað 1971, og er þetta því mikið áfall fyrir bygg- ingaiðnaðinn í bænum. Híbýli hf. hefur staðið að byggingu fjölmargra húsa á Akureyri, og alla tíð verið með umsvifamestu byggingaverktök- um á Eyjafjarðarsvæðinu. Gísli Bragi Hjartarson, einn af stofnendum og aðaleigendum Híbýlis, hélt í gær fund með starfsmönnum fyrirtækisins þar sem staða mála var útskýrð. Unnið verður við fjölbýlishúsið Helgamagrastræti 53 eitthvað áfram, alla vega fram að helgi, en óvíst er um framhaldið. í húsinu eru 15 kaupleiguíbúðir, en Híbýlismenn munu að sögn hafa afsalað sér verkefnum fyrir Akureyrarbæ á þriðjudag. Akureyri: Tvær stúlkur íyrir mótorhjóli Mótorhjóli var ekið á tvær stúlkur á gangbraut á Hörgár- braut, rétt norðan við Glerár- brú, laust eftir klukkan 17 í gær. Stúlkurnar voru báðar fiuttar á sjúkrahús þar sem önnur var lögð inn en hin fékk að fara heim eftir skoðun. Slysið vildi þannig til að tveir bílar höfðu stansað á báðum akreinum til norðurs til að hleypa hleypa stúlkunum yfir götuna en mótorhjólinu var ekið hægra megin framhjá bílunum og lenti því á stúlkunum tveim. Stúlkurnar eru 15 og 16 ára. Meiðsli stúlkunnar sem liggur á sjúkrahúsinu eru ekki alvarleg. JÓH Framhald málsins er í höndum bæjarfógetaembættisins og skiptaráðanda. Ekki er vitaö um hversu háar kröfur eru á hendur Híbýli, en fyrirtækið mun ekki hafa átt sjö dagana sæla frekar en flest önnur byggingafyrirtæki undanfarin ár. Ekki fengust nákvæmar upplýsingar um fjölda starfsmanna við Helgamagra- stræti 53 í gær, en þar munu þó starfa á annan tug húsasmiða og nokkrir verkamenn. Híbýli hefur nýlokið við að skila íbúðum fyrir aldraða við Víðilund, en auk fjöl- býlishússins við Helgamagra- stræti er unnið við byggingu sund- laugar við Glerárskóla, en hún er á lokastigi. „Þetta er nvjög alvarlegt mál, bæði fyrir eigendur fyrirtækisins og mennina sem þarna starfa. Þeirra atvinnuöryggi er horfið með þessu. Ég veit ekki hvað verður um verkefnin sem fyrir- tækið er að vinna. Verkefnin hverfa í sjálfu sér ekki þótt fyrir- tæki detti út,“ sagði Guðmundur Ómar Guðmundsson, formaður Trésmiðafélags Akureyrar í gærkvöld. Guðmundur sagðist búast við að mál húsasmiðanna sem hjá Híbýli starfa komi til kasta félagsins, þegar frá liði, en of snemmt væri að segja nokkuð á þessu stigi málsins. „Híbýli hf. er einn elsti og stærsti viðskiptavinur okkar og við erum mjög niðurdregnir af að heyra þessar fréttir. Þarna missa lfkast til 20 til 30 menn atvinnuna og því er hér um meiriháttar áfall að ræða fyrir byggingaiðnaðinn í bænum,“ sagði Hólmsteinn Hólmsteinsson, formaður Atvinnumálanefndar Akureyrar og framkvæmdastjóri hjá Möl og sandi hf. Undirverktakar Híbýlis fóru á byggingastaðina í gær og fjar- lægðu það sem þeir áttu og gátu komist með, t.d. voru fjarlægðir loftræstistokkar úr sundlauginni í Glerárhverfi, rafvirkjar tóku nið- ur ljós og laust efni, og einnig voru ónotaðar hurðir og gluggar fjarlægð úr Helgamagrastræti 53. Þetta gerðu undirverktakar í þeirri von að geta samið við þann aðila sem heldur verkinu áfram eftir gjaldþrot Híbýlis hf. EHB Starfsrnenn Híbýlis við steypuvinnu í fjölbýlishúsi við Helgamagrastræti í gær. Síðdegis var þeim skýrt frá beiðninni um gjaldþrotaskipti fyrirtækisins. Mynd: KL Sigíils Jónsson bæjar- stjóri um mál Híbýlis hf.: Afallfyrir atviimulífið „Ég hef meiri áhyggjur af undirverktökum og öörum sem Híbýli skuldar heldur en bæjarsjóöi. Bærinn tap- ar í mesta lagi útistandandi opinberum gjöldum,“ segir Sigfús Jónsson, bæjarstjóri Akureyrar, vegna gjald- þrots Híbýlis hf. Sigfús segir að þetta gjald- þrot sé fyrst og fremst áfall fyrir atvinnulífið á Akureyri. Híbýli sé með þrjú verk fyrir bæjarfélagið, sundlaugina sem er nánast Ipkið í Glerárhverfi, fyrra fjölbýlishús aldraðra við Víðilund sem búið er að vígja, og blokkina við Hclgamagra- stræti 53. Sagði hann að fyrir það verk hefði Híbýli hf feng- ið greitt jafnóðunt og byggt var. „Mér sýnist að bæjarsjóður sleppi tiitölulega vcl en þetta er fyrst og fremst áfall fyrir atvinnulífið í bænum, undir- verktaka og aðra sem fyrirtæk- ið skuldar fé,“ sagði Sigfús bæjarstjóri. EHB Reglugerð um Mvirðisrétt næsta árs komin út: Skerðing í fiiflvirðis- rétti í sauðfé um 1,5% - skerðingin skal vera jöfn á öll búmarkssvæði Haukur Halldórsson, formað- ur Stéttarsambands bænda, segir ekki rétt sem fram hefur komið í fréttum að samkvæmt nýrri reglugerð um fullvirðis- rétt í sauðfé fyrir næsta fram- leiðsluár verði meiri niður- skurður á Eyjafjarðarsvæðinu og í Arnessýslu heldur en á öðrum svæðum. Haukur segir að samkvæmt reglugerð um fullvirðisrétt sem nýlega er komin út sé minnkaður heild- arfullvirðisréttur í sauðfé fyrir næsta ár um 1,5%. Þannig verði fullviröisréttur hvers búmarkssvæðis minnkaður um 1,5%. Fjárlög fyrir árið 1990 lögð fram í gær: „Mflflfærslutmiabíflnu er lokið“ Fjármálaráðherra, Ólafur Ragnar Grímsson, lagði í gær fram fjárlagafrumvarp á Alþingi fyrir árið 1990. Þar kemur fram að heildartekjur ríkissjóðs á næsta ári eru áætl- aðar rúmir 90 milljarðar króna en heildarútgjöld rúmilega 93 milljarðar. Samkvæmt þessu er gert ráð fyrir tekjuhalla á fjárlögum fyrir 1990 upp á tæpa þrjá milljarða króna. Þessi halli svarar til 3% af heildarútgjöldum ríkissjóðs og 0,9% af vergri landsfram- leiðslu. Samkvæmt frumvarpinu verða tekjur sem hlutfall af landsfram- leiðslu óbreyttar frá 1989 eða 27%. Útgjöld sem hlutfall af segir Ólafur Ragnar Grímsson, prmálaráðherra landsframleiðslu lækka úr 28,7% í 27,8%. Halli á ríkissjóði lækkar úr 1,6% í 0,8% af landsfram- leiðslu. Tekjur ríkissjóðs lækka að raungildi um einn og hálfan milljarð króna eða 1,5%. Útjöld lækka að raungildi um rúmlega fjóra milljarða króna eða rúm- lega 4%. Áður en fjármálaráðherra lagði fram frumvarpiö á Alþingi í gær kynnti hann það á blaða- mannafundi í Borgartúni 6, ásamt helstu yfirmönnum fjár- málaráðuneytisins. Frumvarpið er lagt fram undir yfirskriftinni: „Áfangi að nýjum grundvelli í efnahagasmálum. Aðhald Jöfnunaraðgerðir - Kerfisbreyt- ingar.“ Ólafur Ragnar vildi leggja áherslu á þessi atriði og sagði að þau væru aðaleinkcnni fjárlagafrumvarpsins. „Með þessu frumvarpi höldum við inn í nýtt tímabil í efnahagsmálum þjóðarinnar. Millifærslutímabil- inu er lokið,“ sagði fjármálaráð- herra. Meginmarkmið fjárlaga fyrir árið 1990 eru að ríkisbúskapur- inn stuðli að því að viðskiptahalli aukist ekki og veröbólga minnki þrátt fyrir samdrátt úttlutnings- tekna, að skattar vcrði óbreyttir sem hlutfall af landsframleiðslu, að halli ríkissjóðs verði innan þeirra marka að hægt sé að fjár- magna hann án þess að auka erlendar skuldir eða hækka vexti á innlendum lánsfjármarkaði. Meðal jöfnunaraðgeröa má nefna að með upptöku virðis- aukaskattsins verða skattar lækk- aðir verulega á mikilvægustu inn- lendum matvælum og í húsnæðis- málum er lögð áhersla á að félagslegar íbúðabyggingar hafi forgang. Þá verður framlag til Byggðastofnunar aukið um 60% að krónutölu í því skyni að styrkja undirstöður stofnunarinn- ar og gera henni betur kleift aö sinna því hlutvcrki sínu aö jafna aðstöðumun milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðis og hleypa nýju lífi í atvinnu- og efnahagslíf í héruðunum. Kerfisbreytingar snúa einkum að umbótum í skatt- heimtunni, útgjöldum og fjár- lagavinnunni sjálfri. -bjb „I reglugerðinni er sagt að þessi skerðing geti verið mismun- andi innan hvers svæðis m.t.t. bústærðar. í fyrsta lagi mega búnaðarsamböndin taka upp í þetta ónýttan fullvirðisrétt og á mörgum svæðum getur skerðing- in hjá bændum orðið minni sök- um þessa. Ákvæði er síðan í reglugerðinni um að við skerð- ingu sem menn ná ekki á þennan hátt skuli beitt ákveðnum reglum og þá fer skerðingin stighækk- andi eftir bústærð þannig að bú með 1000 ærgildi getur fengið allt að 5% skerðingu á sinn sauðfjár- rétt. Á sama hátt er heimilt að beita þessari 5% skerðingu á bú sem er einungis hlutastarf,1' segir Haukur. Ekki ber búnaðarsamböndum skylda til að hlýta þessum reglum heldur geta þau farið aðrar leiðir til að ná 1,5% samdrætti á full- virðisrétti í sauðfé. Haukur segir ljóst nú þegar að sum búnaðar- sambönd fari þá leið að skerða hlutfallslega jafnt, burtséð frá bústærð. Þessi skerðing á fullvirðisrétti í sauðfé er samkvæmt samningi sem ríkisvaldið og Stéttarsam- band bænda gerðu í haust. Haukur segir að samið sé um að ærgildafjöldi sé dreginn saman um 1,8% sem er framleiðslurétt- ur 220 tonna af kjöti. Samið var einnig um að 0,3% af þessu yrðu tekin í skiptum fyrir mjólk og því þurfi að taka út 1,5% eða um 160 tonna framleiðslu í kjöti. JÓH

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.