Dagur - 15.11.1989, Blaðsíða 9

Dagur - 15.11.1989, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 15. nóvember 1989 - DAGUR - 9 Fæddur 17. maí 1904 - Dáinn 27. október 1989 Jóhannes Jóhannesson, afi minn, fæddist í Stóra-Dunhaga í Hörg- árdal 17. maí 1904. Foreldrar hans voru hjónin Bergrós Jó- hannesdóttir og Jóhannes Bjarnason. Pau hjón voru ey- firskrar ættar, sem rekja má langt aftur í aldir í Eyjafirði. Foreldrar afa bjuggu í Stóra- Dunhaga í 13 ár eða frá 1904- 1917, að þau fluttu að Glerá í Kræklingahlíð. Þá höfðu þeim hjónum fæðst 11 börn, en alls áttu þau 13 börn, sem öll komust til fullorðinsára og var afi elstur barna þeirra. Jóhannes faðir hans var dugn- aðarbóndi og kona hans honum mjög samhent og bjargaðist heimili þeirra á þess tíma vísu, þrátt fyrir mikla ómegð sem á þau hlóðst. Svo sem venja var tóku börn að vinna foreldrum sínum strax og þau höfðu þroska til að létta undir við búskapar- sýslu, og varð svo um afa minn Jóhannes, að hann mundi varla annað en hann hafi verið að hjálpa til. Það lætur að líkum að maður með gott minni eins og afi minn hafði, og fæddur er 1904, muni tímana tvenna, og hafði afi minn oft orð á hinum mikla mun á kjörum fólks á hans uppvaxtar- árum og nú er orðið. Afa mínum þótti óþarfur barlómur sá, sem honum fannst nú ríkjandi með þjóðinni og vitnaði oft í það sem var á hans æskuárum í mataræði, húsakosti og erfiði, þegar hand- aflið var eina orkan við alla vinnu. Jóhannes faðir hans keypti býl- ið Glerá 1917, en það býli er í Kræklingahlíð skammt ofan Akureyrar á bökkum Glerár. Afi vann svo foreldrum sínurn til 23 ára aldurs að hann kvæntist eftirlifandi konu sinni, Karólínu Jósefsdóttur, sveitunga sínum og jafnöldru, sem fædd var og upp- alin í Lögmannshlíð. Eftir giftinguna stofnuðu þau hjón eigið heimili á litlu býli, Rangárvöllum skammt frá Glerá, og var það hjáleiga frá Lundi. Skammt er á milli Rangárvalla og Lundar, þar sem merkismaður- inn Jakob Karlsson bjó á þessum tíma. Jóhannes mun snemma hafa tekið að vinna á búi Jakobs. Jakob hafði mikið umleikis alla tíð og 1928 tók hann að sér afgreiðslu fyrir Eimskipafélagið og þar féll til vinna fyrir hans menn, og má segja að frá þeim tíma ynni afi óslitið rúm 40 ár við afgreiðslu Eimskipafélagsskipa við Kaupvangsbryggjuna. Eftir lát Jakobs vann hann áfram hjá tengdasyni Jakobs, Jónasi Hall- grímssyni, sem tók við afgreiðslu Eimskips á Akureyri. A þeim starfsvettvangi muna allir gamlir Akureyringar eftir afa. Starf hans var lengst af að fylgjast með varningi sem skipað var upp og bera hvaðeina saman við fylgi- skjöl. Jóhannes hafði gott orð á sér við þetta starf, sem krafðist mikillar aðgæslu og nákvæmni, en margur ákafur að ná sem fyrst í sinn varning á bryggjunni. Afi flasaði aldrei að neinu, hversu hart sem að honum var sótt, og hafði jafnan góðar reiður á því, sem úr skipunum kom á land, og báru forstjórar og skrifstofumenn afgreiðslunnar honum gott orð, sögðu ekki annan mann betri hafa getað valist í þennan ábyrgðarstarfa, að hafa það örugglega rétt, hverju tekið var á móti. Þegar vinna tók að aukast við höfnina, fluttu þau afi og amma niður í kaupstaðinn og bjuggu fyrst í litlu húsi í innbæn- um en síðan nokkur ár í Oddeyr- argötunni, en reistu sér eigið hús, lítið en snoturt að Holtagötu 2, þar sem þau bjuggu, þar til þau fluttu suður, er afi minn var hætt- ur störfum sökum aldurs. Amma mín var natin við litla garðinn sinn, það var verðlaunagarður, og þessi garður og litla húsið þeirra og allt í kring um það vitn- aði um þrifnað og snyrtimennsku sem einkenndi þau bæði. Afi lét af störfum hjá afgreiðslu Eimskips 1976 og fluttist suður til Reykjavíkur og bjuggu þau hjón- in þá fyrst á Leifsgötu 10 en seldu þá íbúð nokkrum árum seinna og íeigðu sér íbúð hjá dóttur sinni, Elsu, sem þá var orðin ekkja eftir mann sinn, Eggert Guðmunds- son listmálara, og áttu þar góða ævi, þar til sá sjúkdómur lagðist á ömmu mína fyrir tveimur ár- um sem Alzheimer er nefndur. Amma mín þekkti þá ekki lengur mann sinn, nema endrum og eins, sem hún hafði búið með í 62 ár, og var það ekki lítil raun fyrir afa minn að umgangast þennan lífsförunaut sem hann hafði lifað með svo lengi í farsælu hjóna- bandi. Börn áttu afi minn og amma ekki önnur en Elsu, sem að ofan er nefnd, og Bergrósu móður mína, sem gift er föður mínum, Ásgeiri Jakobssyni rithöfundi. Barnabörn áttu þau átta og barnabarnabörn sautján. Þegar afi minn flutti suður, sem var mest að ráði ömmu minnar, sem vildi vera nálægt dætrum sínum í ellinni, búsettum í Reykjavík, sá afi það ekki fyrir hversu mjög hann myndi sakna heimabyggðarinnar, og verða utangátta í hinu nýja umhverfi. í Reykjavík þekkti hann nálega engan nema sina nánustu og hann saknaði fjallanna og fjarð- arins, sem hann ólst upp við og hafði haft fyrir augum alla ævi, ég veit ekki til að hann væti utan Eyjafjarðar um ævina nema einn vetrarpart þar til hann flutti suður. Þá saknaði hann vinnufé- laganna, en með mörgum þeirra hafði hann unnið áratugum sam- an og margir voru hans kunningj- ar á Akureyri sem hann deildi geði við og átti að góðum kunn- ingjum. Það voru honum mikil viðbrigði að mæta nú engum manni á förnum vegi, sem hann þekkti, en áður þekkt nálega hvern mann, sem á vegi hans varð og gat heilsað kunnuglega og rabbað við ef færi gafst. Hann gat ekki talað við neinn um sveit- ina sína og gömlu Akureyri og rifjað upp minningar frá löngu liðnum tíma og minnst sveitunga sinna lífs og liðinna, en hann lifði mikið í minningunni. Hann hafði á allt það sérlega gott minni og þjóðlegur fróðleikur, og þá helst úr Eyjafirði, var eftirlætis lesefni hans. Sigurður bróðir hans, sem lát- inn er fyrir nokkrum árum, var manna fróðastur um ættir Eyfirð- inga, og áttu þeir bræður marga góða stund við þá umræðu og hittust þeir oft, enda skammt á milli þeirra nyrðra. Jóhannes afi minn var gjörvu- legur maður, reyndar svo að orð var á gert, þegar hann var ungur, og svo hafði verið um móður hans, að hún var rómuð í sveit sinni fyrir fríðleik. Afi minn var hár vexti og samsvaraði sér vel og beinn var hann í baki til æviloka og gat enginn séð að þar færi hálfníræður maður. Ekki heldur hafði honum förlast minni eða hugsun. Hann hafði verið ein- staklega heilsugóður alla sína löngu ævi. Afi þótti hinn mesti greindarmaður, hann var ákaf- lega hæglátur í framkomu og geðstilltur, ég sá hann aldrei skipta skapi svo orð væri á ger- andi og ekki vissi ég hann ætti sér neinn óvildarmann. Hann var einstakur skilamaður og mátti þar ekki vamm sitt vita, stofnaði aldrei til skuldar um ævina, þótt hart væri í ári á kreppuárunum, nema þá eitt- hvað lítillega þegar hann reisti hús sitt. f allan máta var hann einn af þessum gömlu og góðu alþýðumönnum, sem halda ýms- ar fornar dyggðir í heiðri, svo sem trúmennsku í starfi, spar- semi og heiðarleika til orðs og æðis í viðskiptum sínurn við sam- ferðamennina. Kynni mín af afa mínum hóf- ust strax í barnæsku á Akureyri og þótt leiðir lægju ekki saman að staðaldri eftir að ég fluttist suður með foreldrum mínum, þá héldust góð tengsl og heimsótti ég afa og ömmu oft í skóla- og sumarfríum. Þegar ég og maður- inn minn komum heim frá námi í Danmörku átti drengurinn okkar innhlaup hjá langafa og lang- ömmu á Leifsgötunni, þegar for- eldrar hans þurftu sem mest að vinna bæði að loknu námi sínu. Þótt segja megi að það sé háöldruðum manni mikil gæfa að deyja snögglega og án þess að þjást, þá fyllist sá, sem vænt þyk- ir um hinn aldraða mann, sökn- uði, það hefur horfið eitthvað af manni sjálfum, þegar sá maður deyr, sem staðið hefur manni nærri frá barnæsku. Ég og mínir eigum aðeins góðar minningar um afa minn og geymum þær með okkur og biðjum góðan guð að geyma hann. Elsa K. Ásgeirsdóttir. Birting afmælis- og minningargreina Dagur tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjalds- laust. Tekið er við greinunum á ritstjórn blaðsins að Strandgötu 31, Akureyri svo og á skrifstofum blaðsins á Húsavík og Sauðárkróki. Athygli skal vakin á því að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í fimmtudagsblaði, að berast síðdegis á þriðjudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. Þá eru minningargreinar ekki birtar í laugardagsblaði. Meginreglan er sú að minningargreinar birtist undir fullu nafni höfundar. Styrktarsjóður ísleifs Jakobssonar: Styrkir tíl iðnaðarmanna vegna náms erlendis - umsóknarfrestur til 30. nóvember Þann 8. nóvember voru liðin 110 ár frá fæðingu ísleifs Jakobsson- ar, málarameistara frá Auðs- holti. ísleifur Jónsson var fæddur 8. nóvember 1879 að Vestra-Garðs- auka í Hvolhreppi. Foreldrar hans voru þau Jakob Árnason og Helga Böðvarsdóttir. ísleifur lauk prófi frá Flensborgarskóla og vann að því loknu við verslun- arstörf en nam síðan málaraiðn í Danmörku og kynnti sér þá iðn- grein einnig í Þýskalandi og Frakklandi. ísleifur stundaði iðn sína alla tíð í Reykjavík eða þangað til hann lést, 25. júní 1940. ísleifur Jakobsson gekk í Iðnaðarmannafélagið í Reykja- vík 12. febrúar 1913 og gaf því eigur sínar eftir sinn dag. Með gjafabréfi ísleifs, dagsett 10. nóvember 1929, var stofnað- ur Styrktarsjóður ísleifs Jakobs- sonar. Iðnaðarmannafélagið í Reykjavík tók við rekstri sjóðs- ins árið 1962 og var stofnfé sjóðs- ins á verðlagi þess árs um 2,2 milljónir króna. í Skipulagsskrá sjóðsins segir að tilgangur sjóðs- ins sé að styrkja efnalitla iðnað- armenn til að fullnuma sig er- lendis í iðn sinni. Þar segir enn- fremur að höfuðstól sjóðsins megi aldrei skerða og ekki megi verja meira en helmingi ávöxtun- ar til styrkveitinga. Öðrum tekjum, svo sem gjöfum, áheit- um o.fl. má verja á sama hátt. Fyrsta úthlutun úr sjóðnum fór fram árið 1964 og var veitt úr honum á hverju ári til ársins 1986, þegar ákveðið var að út- hluta ekki úr sjóðnum í nokkur ár vegna þess hve fé sjóðsins hafði rýrnað. Á stjórnarfundi 6. nóvember sl. var ákveðið að hefja á nýjan leik styrkveitingar úr sjóðnum. Umsóknir um styrki skulu sendar til Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík, Hallveigarstíg 1. Með umsókn skal fylgja prófvott- orð frá iðnskóla, ljósrit af sveinsbréfi og staðfesting á námi við erlendan skóla. Umsóknir skulu hafa borist eigi síðar en 30. nóvember nk. í stjórn Styrktarsjóðs ísleifs Jakobssonar eru formaður Iðn- aðarmannafélagsins í Reykjavík, Gissur Símonarson, skólastjóri Iðnskólans í Reykjavík, Ingvar Ásmundsson og Ólafur Jónsson, málarameistari, kosinn af Iðnað- armannafélaginu í Reykjavík. /-----------------------------------N Góðir Akureyringar! Enn leitum við til ykkar um fjárstuðning Við munum ekki ganga í hús, þess í stað munu konur verða við verslanir föstudaginn 17. nóvember og laugardaginn 18. nóvember. Kornið fyllir mælinn. Mæðrastyrksnefnd Akureyrar. V__________________________________ J Smásaqnasamkeppni Dags og MEIÍOR ★ Menningarsamtök Norðlendinga og dagblaðið Dagur hafa ákveðið að efna til samkeppni um bestu frum- sömdu 5mésöguna. ★ Veitt verða 60 þúsund króna uerðlaun fyrir þá sögu sem dómnefnd telur besta. Auk þess uerður veitt 20 þúsund króna viðurkenning fyrir þá sögu sem næstbest þykir. ★ Verðlaunasagan mun birtast i jólablaði Dags en frétta- bréf MENOR áskilur sér einnig rétt til birtingar. Einnig er áskilinn hliðstæður réttur til birtingar á þeirri sögu, sem viðurkenningu hlýtur. ★ 5ögur í keppninni mega að hámarki vera 6-7 síður í A-4 stærð, vélritaðar í aðra hverja línu. ic Sögurnar skal senda undir dulnefni, en með skal fylgja rétt nafn, heimilisfang og símanúmer í lokuðu umslagi, auðkenndu dulnefninu. ic Skilafrestur handrita er til 24. nóvember nk., sem er sTðasti póstlagningardagur. Utanáskriftin er: Menningarsamtök llorðlendinga b/t hauks Águstssonar Qilsbakkavegi 13, 600 Akureyri Menningarsamtök Morðlendinga - Dagur

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.