Dagur - 09.08.1990, Blaðsíða 12

Dagur - 09.08.1990, Blaðsíða 12
FSA: Svipaður skortur á hjúkrunarfræðingum Fjórðungssjúkrahúsið á Akur- eyri hcfur auglýst eftir hjúkr- unarfræðingum til starfa í haust og er um árlega vöntun að ræða. Ekki skortir fleiri hjúkrunarfræðinga að þessu Skagaströnd: Prestsleysi eina ferðina enn - enginn sóknar- prestur fengist Umsóknarfrestur um Skaga- strandarprestakall er nú runn- inn út og aðeins einn sótti um, en dró umsóknina til baka. Sóknarbörnin eru því prests- laus eins og er, en séra Ægir Sigurgeirsson hvarf frá þeim í sumar. sinni en síðustu ár hjá FSA. Það er á vorin og haustin sem ákveðinn fjöldi hjúkrunar- fræðinga hættir og flytur sig til í starfi. Á FSA eru laus innan við 10% af leyfilegum stöðugildum hjúkr- unarfræðinga. Það gera ca. 9 stöður um lengri eða skemmri tíma á skurðdeild, svæfingadeild, lyfjadeild, barnadeild, kvensjúk- dómadeild og geðdeild. í haust er búist við einhverjum skorti á sjúkraliðum, en þar er um minni vöntum að ræða en á hjúkrunar- fræðingum. Samkvæmt upplýsingum frá FSA í gær höfðu fáar fyrirspurnir um störfin borist, enda ekki langt um liðið síðan auglýsingar birtust fyrst í blöðum. Hjúkrunarfor- stjórar vildu eindregið hvetja hjúkrunarfræðinga til að sækja um, því fyrr því betra. -bjb Samgöngunefnd Norðurlandaráðs hélt í gær og í fyrradag fund á Hótel KEA á Akureyri. Auk þess að sitja á fundi var skroppið í stuttar ferðir til Ólafsfjarðar og í Mývatnssveitina og var myndin tekin þegar hópurinn var að leggja upp í aðra ferðina. Mynd: et Sparisjóður Suður-Þingeyinga: Tekur formlega til starfa í næsta mánuði Aðalbjörg Hafsteinsdóttir, sóknarnefndarformaður, segir að það sé svo sem ekkert nýtt fyrir Skagstrendinga að vera prests- lausir, því að árið áður en séra Ægir kom var enginn prestur á staðnum. Aðalbjörg segir að þau séu ekki búin að fá augastað á neinum til að kalla til sóknarinn- ar enn sem komið er. Á meðan þjóna prestakallinu séra Stína Gísladóttir í Bólstaðarhlíðar- prestakalli og séra Árni Sigurðs- son sóknarprestur á Blönduósi. Aðalbjörg sagði að til stæði að fá nýjan prestsbústað og vonast væri til að nýja kirkjan yrði vígð næsta vor svo að prestakallið væri í góðu ástandi með mörgum sóknarbörnum. Ákveðinn tími verður að líða þar til aftur er auglýst eftir presti, en á meðan má sóknin kalla til sín prest ef hún finnur einhvern. Ljóst er því að Skagstrendingar verða prestslausir næstu vikur. A síðasta ári samþykkti stjórn- ir Sparisjóðs Aðaldæla, Spari- sjóðs Kinnunga og Sparsjóðs Reykdæla að sameina spari- sjóðina til þess að ná fram betri nýtingu og hagkvæmni, og er gert ráð fyrir að undir- búningsvinnu verði lokið að fullu í þessum mánuði eða þeim næsta. Undirbúningsvinna végna væntanlegrar sameiningar hefur tekið lengri tíma en gert var ráð fyrir, og er þar bæði um uppgjör á bókhaldi að ræða svo og sam- ræmingu á. númerum í sparisjóð- um og finna ný númer. Tilgangur sameiningarinnar var einnig sá að ná meiri viðskiptum, og hefur það orðið nú þegar þó formleg sameining sparisjóðanna hafi ekki fengist staðfest af við- skiptaráðuneytinu, en gengið var frá umsókn þess efnis til ráðu- neytisins í maímánuði sl. en eng- in svör fengist enn sem komið er, og hafa öll svör og afgreiðslur frá Reykjavík gengið miklu hægar fyrir sig en lofað var í upphafi. Hinn nýi sparisjóður mun ekki tengjast Reiknistofu bank- anna með hinni svokölluðu bein- línutengingu, til þess er slíkt of dýrt og veltan stendur ekki undir slíkri fjárfestingu. Hins vegar hefur verið fjárfest í nýjum tölvu- búnaði sem ætti að koma að góð- um notum bæði fyrir viðskipta- vini sparisjóðsins sem og starfs- menn. Aðalstöðvar hins nýja spari- sjóðs, sem heita mun Sparisjóður Suður-Þingeyinga, verða að Laugum í Reykjadal, en útibú/ afgreiðslur að Hlégarði í Aðaldal og Fosshóli í Bárðardal, en Nú er afráðið að kynbótasýn- ingin í Skagafirði sem átti að vera um síðustu helgi verður haldin á morgun á vegum Bún- aðarsambands Skagafjarðar. Sýningarstaðurinn verður Vindheimamelar og oddadóm- ari Kristinn Hugason. Ekkert breyttist á fundi hrossabænda með búnaðarmála- stjóra og stjórn Búnaðarfélags íslands, sem haldinn var í Reykjavík sl. þriðjudag, eins og sumir héldu að myndi gerast. A fundinum var sett fram ályktun hrossabænda, sem samþykkt var á svokölluðum Hvanneyrarfundi í vor, þess efnis að skýrari verka- skipting verði milli landsráðu- nauta í hrossarækt, framkvæmd kynbótadóma endurskoðuð og kynbótadómar þessa árs skoðaðir sérstaklega. Einnig að heimilt verði að afturkalla dóma frá þessu ári. Fundurinn tók þrjár klukku- stundir og aðalumræðuefnið var gagnrýnin á Kristin Hugason, hrossaræktarráðunaut, sem dóm- ara og að sögn eins fundarmanna var það mál flestra fulltrúa hrossabænda að Kristinn ætti ekki að sinna dómstörfum á næstu árum. „Málin voru rædd fram og aftur, en engar ákvarðanir teknar enda stjórnar Búnaðarfélagsins að taka þær. Talað var þó um að halda út þetta árið en taka þá .málin eitthvað til endurskoðun- afgreiðsla var áður að Fremsta- felli og hafa viðskipti eftir flutn- ing að Fosshóli aukist til muna við flutninginn. Sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Suður-Þingeyinga verður Dagur Tryggvason. GG ar, bæði mál Kristins og upp- byggingu dóma,“ sagði viðmæl- andi Dags. Ekki náðist í búnaðarmála- stjóra eða stjórn Búnaðarfélags- ins í gær út af þessu máli vegna fundarsetu þeirra. SBG Póstur og sími: Nýtt húsnæði vígt á Kópa- skeri í dag í dag verður vígt nýtt húsnæði Pósts og síma á Kópaskeri. Framkvæmdir hafa staðið yfir í tæpt ár, eða frá því í septem- ber á síðasta ári. Það var Tré- litur sf. á Kópaskeri sem smíð- aði húsið. Með þessari byggingu er bætt úr brýnni húsnæðisþörf Pósts og síma á Kópaskeri. „Við vorum í eldgömlu húsnæði, alveg bráð- ónýtu,“ sagði Kristveig Árna- dóttir, stöðvarstjóri Pósts og síma á Kópaskeri í samtali við Dag og bætti við að nýja húsið væri kærkomin endurbót á að- stöðunni. Eins og áður sagði verður hús- ið vígt í dag og vonast Dagur til að hægt veröi að birta mynd af því áður en langt um líður. -vs SBG Stefán Reykjalín látinn Stefán Reykjalín bygginga- meistari, lést á Akureyri í fyrrinótt, 76 ára að aldri. Stefán Reykjalín var fæddur á Akureyri 9. október 1913. Foreldrar hans voru Ingibjörg Bjarnadóttir og Guðmundur Ólafsson byggingameistari á Akureyri. Stefán varð stúdent frá Menntaskólanum á Akur- eyri vorið 1938, lauk prófi í húsasmíði 1943 og hlaut meist- araréttindi í iðninni sama ár. Það ár hóf hann einnig sjálf- stæðan rekstur í byggingaiðg- aði, rekstur sem hann rak far- sællega í rúmlega 30 ár. Eru margar stærri byggingar á Akureyri byggðar af Stefáni og hans mönnum og má þar t.d. nefna Landsbankann, Útvegs- bankann, Búnaðarbankann, Amaro og heimavist Mennta- skólans. Stefán átti sæti í Bæjarstjórn Akureyrar fyrir Framsóknar- flokkinn um 22ja ára skeið, frá árinu 1956 til 1978 og gegndi m.a. embætti 1. varaforseta bæjarstjórnar um 10 ára skeið og var forseti Bæjarstjórnar Akureyrar 1977 til 1978. Hann varð formaður stjórnar Slipp- stöðvarinnar hf. á Akureyri árið 1971 og starfandi stjórnarfor- maður frá árinu 1975 til 1989. Stefán átti sæti í fjölmörgum nefndum bæjarstjórnar, svo sem bæjarráði, heilbrigðis- nefnd, bygginganefnd og hafn- arnefnd og gegndi þar m.a. for- mennsku um langt árabil. Þá var hann formaður stjórnar Brunabótafélags íslands frá árinu 1979 til 1987. Stefán Reykjalín kvæntist 30. apríl 1940 Guðbjörgu Bjarna- dóttur frá Leifsstöðum í Öngulsstaðahreppi og eignuð- ust þau tvo syni. Þeir eru Bjarni, arkitekt á Akureyri og Guðmundur, viðskiptafræðing- ur og framkvæmdastjóri Apótekarafélags íslands í Reykjavík. Guðbjörg lést árið 1987. Dagur sendir sonum hans og öðrum aðstandendum innilegar samúðarkveðjur. BB. Fundur hrossabænda og Búnaðarfélags: Málin rædd en ekkert ákveðið

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.