Dagur - 13.11.1990, Blaðsíða 2

Dagur - 13.11.1990, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Þriðjudagur 13. nóvember 1990 fréffir Öxnadalsheiðarsamningurinn: „Við mimum hiklaust kæra menn í óle\fi“ - segir formaður Skotveiðifélags Akrahrepps „Veiðileyfasala verður komin í gang fyrir næstu helgi og við munum hiklaust kæra þá menn sem fara án veiðileyfis í rjúpu á þessu svæði og teljum okkur vera í fullkomnum rétti með það,“ sagði Kári Gunnarsson, formaður Skotveiðifélags Akrahrepps, þegar Dagur innti hann eftir afstöðu til yfir- lýsinga félaga í Skotveiðifélagi Éyjafjarðar um að fjölmenna upp á Öxnadalsheiði um næstu helgi. í blaðinu á laugardaginn lýstu þeir Gísli Ólafsson formaður Skotveiðifélags Eyjafjarðar og Asgrímur Ágústsson meðstjórn- andi því yfir að þeirra félagar muni fjölmenna upp á Öxnadals- heiði um næstu helgi til að láta á það reyna hvort leiga Skotveiði- félags Akrahrepps á rjúpnaveiði á Silfrastaðaafrétt standist en félagið og hreppsnefnd Akra- hrepps gerðu með sér leigusamn- ing þess efnis að skotveiðifélagið ræður yfir öllum rétti til rjúpna- veiði á Silfrastaðaafrétt. Ætlunin er að skipta afréttinni niður í svæði og selja veiðileyfi. Pessu vilja félagar í Skotveiðifélagi Eyjafjarðar ekki hlíta og segja kæru í þessu máli á sínar hendur vera fagnaðarefni. Það stefnir því í kærumál vegna þessa leigu- samnings og þá er spurningin hvorir hafa réttinn sín megin. Báðir aðilar standa á sínu, en aðeins annar getur unnið málið. Síðastliðinn vetur bannaði Akrahreppur rjúpnaveiði á Silfrastaðaafrétt, en skipti sér samt ekkert af þeim er ekki hlíttu banninu. í tilefni af því leitaði Fréttablaðið Feykir á Sauðár- króki eftir áliti Sigurðar Líndals, lagaprófessors. Sigurður sagði þá m.a. að ef Akrahreppingar gætu sannað að landið hefði á sínum tíma verið eignarland Silfrastaða- bónda þá væri það sín túlkun að hreppurinn væri í rétti. Þannig er nefnilega mál með vexti að hreppurinn keypti landið á sínum tíma af Steingrími Jónssyni bónda á Silfrastöðum, í sam- vinnu við aðra bændur. Fram til 1920 voru síðan að tínast inn peningar frá bændum fyrir þeirra hluta af afréttinni. Fyrir flestum þessara kaupa eru til þinglýst afsöl að sögn Brodda Björnsson- ar, oddvita Akrahrepps. Flvað gerist um næstu helgi verður tíminn að leiða í ljós. Allt stefnir í að þarna verði um kæru- mál að ræða. SBG Um sameiningu Presthóla- og Öxafjarðarhrepps: Tölumar í Öxaíjaröar- hreppi ekki marktækar“ - segir Stefán Rögvaldsson, bóndi að Leifsstöðum Stefán Rögnvaldsson, bóndi að Leifsstöðum í Öxafjarðar- hreppi, hafði samband við Dag vegna fréttar sem birtist í blað- inu 3. nóvembcr undir fyrir- sögninni „Meirihluti íbúa vill sameiningu.“ í fréttinni er fjallað um sameiningu Prest- hóla- og Öxarfjarðarhrepps. - í fréttinni segir að í Öxarfjarð- arhreppi hafi 27 verið samþykkir, 1 mótfallinn og 4 sátu hjá, Þessar niðurstöður fundarins'eru réttar, en hins vegar ber þess að geta, að þcir sem greiddu atkvæði voru aðeins frá 14 heimilum af 24 í Öxafjarðarhreppi. Þessar tölur eru því ekki marktækar. Eg hef á tilfinningunni, að þeir sem sátu heima séu mótfallnir sameining- unni. Trúlega hafa ekki allir fengið fundarboðið t.d. vantaði alla frá þeim bæjum sem lengst eru frá Kópaskeri. Ég er sann- færður um að ef þetta fólk hefði mætt, þá hefði atkvæðagreiðslan farið á annan veg,“ sagði Stefán Rögnvaldsson að Leifsstöðum. ój Landsvirkjun: Tilboð í leiðara og einangrara Sl. föstudag var Saga Akureyrar, 1. bindi, kynnt á Amtsbókasafninu á Akureyri. Bókin er nýlega komin út og sögu- ritarinn er Jón Hjaltason, sagnfræðingur. Á myndinni sem tekin er í Amtsbókasalninu á kynningunni eru Halldór Jónsson bæjarstjóri, Jón Hjaltason söguritari, Lárus Zophaníasson forstöðumaður Amtsbókasafnsins og Þröstur Ásmundsson formaður menningarmálanefndar Akureyrar. Mynd: Goili Þrjú lægstu tilboðin í einangr- ara voru frá Ohio-Brass sem bauð 112.182 Bandaríkjadali, Sicamex bauð 173.291.740 lírur og Italisolatori 177.147.660 lírur. Blöndulína er tengih'na milli Blönduvirkjunar og Byggðalínu, en Hamraneslínan er tenging Búrfells við Hamranés. Reiknað er með að. hefja uppsetningu þeirra í vor, en verið er að leggja línuslóða og konta fyrir undi.r- stöðum. SBG Landsbyggðarþjónusta SÁÁ: Göngudeild á hjólum Ivrir alkóhólista og Nýlega voru opnuð tilboð sem bárust í leiðara og ein- angrara í Blöndulínu og Hamra- neslínu, en áætlað er að hefja uppsetningu þeirra næsta vor. Kærkominn gestur að Sólborg, Rúnar Þór Pétursson, mætti á föstudaginn með gítarinn sinn og lék fyrir vistmenn við góðar undirtektir allra er á hlýddu. Mynd: Goiií Tilboðin sem bárust voru báöar línurnar og þrjú lægstu leiðarann áttu Reinolds cabl sem bauð 579.760 Bandaríkj dali, Feral-Hydrö bauð 3.394.8J norskar krónur og Southwii 602.601 Bandaríkjadali. Landsbyggðarþjónusta SÁÁ var sett á laggirnar fyrir ári og er þetta nokkurs konar göngu- deild á hjólum. Ráðgjafar SÁÁ fara um landið, flytja fyrirlestra fyrir alkóhólista og almenning og bjóða upp á cinkaviðtöl. Um þessar mund- ir eru ráðgjafarnir staddir í Ólafsfirði. Það eru þeir Guðmundur Örn Ingólfsson og Jóhann Örn Héð- insson sem annast þessa fræðslu á landsbyggðinni á vegum SÁÁ. Þeir eru búnir að fara víða og hafa nú verið á ferð um Norður- land og lýkur henni í Ólafsfirði. Guðmundur sagði í samtali við Dag að þeir dveldu vikutíma á hverjum stað. Þeir halda fyrir- lestra fyrir efstubekkinga í grunnskólum og einnig fyrir alkó- hólista og aðstandendur og hafa viðtökurnar verið góðar. Einnig bjóða þeir upp á einkaviðtöl og hafa 20-30 manns komið í þau á hverjum stað. „Það vekur óneitanlega athygli að ekkert skipulagt forvarnar- starf er til staðar á vegum sveitar- félaganna þrátt fyrir að mikið sé búið að ræða um slíkt síðastliðin tuttugu ár. Og við erum ekki bara að tala um unglinga því það vantar líka fræðslu fyrir 20 ára og eldri,“ sagði Guðmundur. Hann sagði að þcir félagarnir hefðu mætt miklum skilningi og horfðu til þess að geta unnið markvisst að forvörnum og fræðslu í áfengisntálum á lands- byggðinni. Félagsmálaráð sveit- arfélaga, verkalýðsfélög á stöðunum og fleiri aðilar styðja þetta framtak og markmiðið er að þessi þjónusta SÁÁ verði í boði hálfsárslega í sveitarfélög- um á landsbyggðinni. Guðmundur gat þess að lokunr að eftir áramót yrðu þcir á ferð- inni á Austjörðum og my.ndu fikra sig norður og síðan yestur og enda á Húsavík í mars eða apríl. SS Kj ördæmisþing Sj álfstæðisflokksins á Norðurlandi vestra: Uppstillingin sam- þykkt samhljóða Kjördæmisþing Sjálfstæðis- flokksins á Norðurlandi vestra var haldið í Sjálfstæðishúsinu á Blönduósi um síðustu helgi. Þar var samhljóða samþykkt uppstilling á lista flokksins fyr- ir alþingiskosningarnar á næsta ári og enginn grundvöllur fannst fyrir prófkjöri. Listi flokksins sem samþykktur var á þinginu lítur þá svona út: 1. Pálmi Jónsson 2. Vilhjálmur Égjlsson 3. sr. Hjálmar Jónsson 4. Runólfur Birgisson 5. Sigfús Jónsson 6. Ingibjörg Halldórs- dóttir 7. Adolf H. Berndsen 8. Þóra Sverrisdóttir 9. Árdís Björnsdóttir 1Ö. sr. Gunnar Gíslason. Guðmundur Skarphéðinsson, nýkjörinn formaður kjördæmis- ráðs, sagði þingið hafa verið fjöl- mertnt og hugur í fólkí áð viríná á í komandi kosningum. Þorsteinn Pálsson mætti á laugardaginn og ræddi um viðhorf í stjórnmáluni og ýmsar ályktanir voru gerðar. Aðallega voru þær um atvinnu- og samgöngumál, en einnig almennt um byggðamál. í nýrri stjórn kjördæmisráðs eru auk Guðmundar: Þorgrímur Daníelsson, Óskar Húnfjörð, Birna Guðjónsdóttir og Guðný Friðriksdóttir. SBG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.