Dagur - 09.02.1991, Blaðsíða 5

Dagur - 09.02.1991, Blaðsíða 5
Laugardagur 9. febrúar 1991 - DAGUR - 5 Sjálfstæði og ósjálfstæði í raforkumálum - hugleiðing um sölu á eignarhlut Akureyrarbæjar í Landsvirkjun og afsal Siglufjarðarkaupstaðar á Skeiðsfossvirkjun til RARIK Orkumál eru óneitanlega meðal mikilvægustu málaflokka sveitarfélaga. Nú standa yfir viðræður í tveimur kaupstöðum á Norðurlandi, Akureyri og Siglufirði, sem geta átt eftir að valda straumhvörf- um í sögu raforkumála í fjórðungnum. Annars vegar er um að ræða viðræður fulltrúa Akureyrar- bæjar við meðeigendur í Landsvirkjun um sölu á eignarhluta bæjarins í fyrirtækinu, hins vegar við- ræður fulltrúa Siglufjarðarbæjar um sölu eða yfír- töku Rafmagnsveitna ríkisins á Skeiðsfossvirkjun. Þessar viðræður gefa ástæðu til hugleiðinga um stöðu og framtíð raforkumála í þessum sveitarfé- lögum. Virkjun Skeiðsfoss og Laxár - örlög Laxár- virkjunnar Akureyrarbær stóð að virkjunum í Laxá, eins og alkunna er. A svipuðum tíma og Laxá var fyrst beisluð stóð Siglufjarðarbær að virkjun Skeiðsfoss í Stíflu. Mikill stórhugur ríkti og báru fram- kvæmdirnar vitni um framsýni forráðamanna þessara kaup- staða. Sjálfstæði í raforkumálum og metnaður kaupstaðanna til að byggja og eiga virkjanir ein- kenndu afstöðu þeirra sem þá réðu ferðinni. Um árabil var ódýrasta raforka landsins einmitt í þessum tveimur kaupstöðum. Það ástand sem ríkti í raforku- málum þegar ráðist var í umræddar virkjanir væri í dag kallað neyðarástand. Orka í kaupstöðunum var ótrygg, svo vægt sé að orði komist, og í heilu sveitunum reyndar engin raf- orka. Vissulega kennir neyðin naktri konu að spinna, en það athyglisverða er að ráðist var í virkjanaframkvæmdir á kreppu- tímum. Akureyrarbær afsalaði sér Laxárvirkjun og eignum hennar árið 1983, og eignaðist í staðinn rúm 5% í Landsvirkjun. Eignirn- ar, sem verið höfðu stolt bæjarins og malað gull áratugum saman, runnu inn í fyrirtækið. Eftir stóð að bærinn ætti eignarhluta í Landsvirkjun og fengi afslátt af raforkuverði. Akvæðið um af- slátt til Akureyrarbæjar var upp- runalega sett inn í samninginn til að Akureyringar þyrftu ekki að greiða hærra raforkuverð en Reykvíkingar, eftir sameining- una. Annars hefðu Akureyringar þurft að greiða 7 prósent hærra verð. Það þótti ófært. Nú hefur þessi mismunur verið þurrkaður út, og gerðist það um síðustu ára- mót. Raforkuverð frá La'nds- virkjun er nú það sama til raf- veitna Akureyrar og Reykjavík- ur. Frá þessu sjónarmiði má segja að Akureyrarbær njóti ekki sömu hagsmuna og áður, en rétt- lætir það út af fyrir sig sölu eign- arhluta bæjarins? Hvers virði er Laxárvirkjun? í dag er tímabært að spyrja: Hvers virði er eignarhlutur Akur- eyrarbæjar í Landsvirkjun? Um það ríkir algjör óvissa. Akureyr- arbær getur vissulega notað auk- ið fjármagn til margra verka, ekki síst vegna stórkostlegra skulda hitaveitunnar. Margir telja að réttast sé að nota fé það sem kann að fást fyrir eignarhlut bæjarins í Landsvirkjun til að greiða niður skuldir hitaveitunn- ar. Aðrir telja að hægt sé að nota peningana í fleira. Greinilegt er að mjög skiptar skoðanir eru í þessu efni. Þegar rætt er um að Akureyr- arbær geti notað umrætt fjár- magn til óskilgreindrar uppbygg- ingar kemur margt til álita. Á Egill H. Bragason. bærinn að stofna ný atvinnufyrir- tæki, einn sér eða í samstarfi við aðra? Fyrirtæki eru mismunandi arðvænleg, eins og allir vita. Hingað til hefur ekki verið rætt um það sem áberandi vandamál í þjóðlífinu að skortur væri á fjár- magni til uppbyggingar fyrirtækja sem hafa raunverulega verið arð- vænleg, eða a.m.k. verið flokkuð þannig í upphafi. Ef svo hefði verið þá hefði aldrei fengist króna til fiskeldisfyrirtækja hér á landi, svo dæmi sé tekið. Fréttir berast af því að erfitt og flókið sé að spá í hvaða verðmæti hér sé um að ræða. Staða Lands- virkjunar sem fyrirtækis, mark- aðsverð hlutabréfa almennt og það hvernig að sölunni yrði stað- ið kemur inn í myndina. Eignar- aðild að Landsvirkjun er þannig háttað að meðeigendur Akureyr- arbæjar, Reykjavíkurborg og ís- lenska ríkið, eiga mikilla hags- muna að gæta, eftir því hjá hvor- um aðilanum hlutur bæjarins lendir. Ef Reykjavíkurborg kaupir hlutinn, þá verður höfuð- borgin ráðandi um verðlagningu á raforku og marga aðra þætti raforkumála um ófyrirséða framtíð hér á landi. Þriðji möguleikinn er að selja Landsvirkjunarhlutinn á almenn- um markaði, til einstaklinga, en til þess þurfa meðeigendur bæjar- ins að afsala sér forkaupsrétti, auk þess sem lagabreyting þarf að verða áður. Þessi möguleiki er af flestum talinn nokkuð fjarlæg- ur. Reykjavíkurborg hefur svo mikilla hagsmuna að gæta hér að ólíklegt verður að teljast að ráða- menn þar afsali sér forkaupsrétt- inum fyrir hönd borgarinnar. Ef Akureyrarbær selur hlut sinn ætti að vera næsta auðvelt að reikna út hvort hann hefur hagn- ast eða tapað á að gerast aðili að Landsvirkjun. Einfalt mál er að reikna út afskrifað endurstofn- verð virkjana og mannvirkja við Laxá. í því sambandi er vert að minna á, að ekki er ýkja langt um liðið frá því að Laxá 3 var tekin í notkun, miðað við líftíma virkj- ana. I Laxárvirkjun liggja ekki svo lítil verðmæti. Aö missa áhrif Óþarfi ætti að vera að minna á að eftir að Akureyrarbær selur hluta sinn í Landsvirkjun missir bæjar- félagið öll áhrif í stjórn Lands- virkjunar, og um leið áhrif á verðlagningu raforku og stjórn raforkumála landsins. Hætt er við að öfl sunnan heiða settu landsbyggðinni fljótlega stólinn fyrir dyrnar, ef hagsmunaárekstr- ar væru fyrirsjáanlegir. Kannski er hér verið að mála skrattann á veginn. Spurningin sem eftir stendur er þó sú hvort menn séu tilbúnir til að taka þessa áhættu. Þegar Akureyrarbær gerðist eignaraðili að Landsvirkjun varð það með þeim hætti að bærinn taldist eiga ákveðinn hlut í fyrir- tækinu, eins og margoft hefur komið fram. Einmitt þetta gerir allar bollaleggingar um söluverð eignarhlutarins óvissar. Ef Landsvirkjun hefði einfaldlega keypt Laxárvirkjun væri dæmið einfalt. Hver verður skuldastaða Landsvirkjunar eftir byggingu Fljótsdalsvirkjunar? Mun sú staða hafa áhrif á verð eignar- hlutar Akureyrarbæjar? Þessu er ósvarað. Sættir bærinn sig við milljarð? Hvaða verð myndi Akureyrar- bær sætta sig við fyrir Landsvirkj- unarhlutann? Auðvelt er að leika sér með ýmsar tölur, og velta fyr- ir sér möguleikunum. Setjum sem svo að bænum byðist einn milljarður í reiðufé fyrir þessa eign sína. Það er ekki lág tala, miðað við það sem haft hefur verið eftir sumum stjórnarmönn- um í Landsvirkjun, um hugsan- legt verðmæti eignarhlutarins. Margt væri hægt að gera við þetta fé, framkvæma ýmis|egt sem lengi hefur staðið til, t.d. greiða skuldir hitaveitunnar niður um hálfan milljarð og nota jafnmikið til atvinnumála. En leiddu þessar ráðstafanir til þeirrar umbylting- ar í bæjarlífinu sem réttlætti sölu eignarhlutarins? í þessu sam- bandi er hollt að minnast þess, að ekki er óvarlegt að ætla að hagn- aður Akureyrarbæjar af rekstri Laxárvirkjunar myndi hugsanlega nema um 300 milljónum króna á ári, á núgildandi verðlagi. Nauðungarafsal á Skeiðsfossvirkjun Á sama tíma og Akureyrarbær er að reyna að losna út úr Lands- virkjun vilja Siglfirðingar selja eða skipta út Skeiðsfossvirkjun. Segja má að um nauðungarafsal sé að ræða í því tilviki fyrir bæinn, og reyndar ekki sölu held- ur tilfærslu skulda Siglufjarðar- bæjar til RARIK. Hjá RARIK hafa menn lengi óttast að meiri- háttar uppstokkun standi fyrir dyrum, stofnunin sem slík verði lögð niður og henni skipt upp í sjálfstæðar einingar eftir lands- hlutum. Með því að eignast Skeiðsfossvirkjun og skuldbinda sig þannig í heild stíga RARIK menn skref til að viðhalda núver- andi fyrirkomulagi. Hvort það er gáfuleg ráðstöfun fyrir Siglufjörð að losa sig við Skeiðsfoss á reynslan eftir að leiða í ljós. Ein grundvallar- spurning stendur upp úr: Hvers vegna þurfa bæði sveitarfélögin að selja þessar eignir sínar? Svar- ið hlýtur einfaldlega að vera þetta: Stöðugt hefur hallað und- an fæti hjá landsbyggðinni um langt árabil. Kaupstaðirnir hafa safnað skuldum, og nú er svo komið, bæði fyrir Akureyrarbæ og Siglufirði, að menn reyna að losa sig við þær með sölu eigna. Hvaða umtalsverðar eignir á Siglufjarðarbær aðrar en Skeiðs- fossvirkjun? Ef Rafveita Siglu- fjarðar hefði ekki þurft að greiða RARIK verðjöfnunargjald á raforku á sínum tíma þá skuldaði Skeiðsfossvirkjun ekkert nú, og ætti jafnvel innistæður. Sú stefna sveitarfélaga að selja eignir til að greiða skuldir vekur ýmsar spurningar. Á Siglufirði hafa menn ekkert til að selja ann- að en Skeiðsfossvirkun, ekki sel- ur bærinn barnakólann eða höfn- ina. Hvað eiga þá önnur sveitar- félög að selja, t.d. Húsavík og Sauðárkrókur? Kannski hitaveit- urnar? Þegar kröfur um þjónustustig sveitarfélaga eru komnar á svo hátt stig að þau geta ekki staðið undir þeim, þá er illa komið. Það óeðlilega er að sveitarstjórnir skuli geta blóðmjólkað o^kufyr- irtækin í þágu óskyldra verkefna, í stað þess að leyfa íbúunum að njóta afraksturs þeirra í formi lægri orkugjalda. Þá er aftur komið að Laxárvirkjun. Af hverju var hún látin af hendi fyrir smáhlut í Landsvirkjun? Hefði ekki verið eðlilegra að láta virkj- unina mala gull áfram, eins og hún gerði um árabil, og nota af- raksturinn til aðstoðar við að greiða niður skuldir Hitaveitu Akureyrar? Sjálfstæði í raforkumálum Þegar og ef af þessu verður má segja að sveitarfélögin hafi algjörlega misst sjálfstæði sitt í raforkuöflunarmálum. Hvort það er þess virði til lengri tíma litið á reynslan eftir að leiða í Ijós. Af því sem hér hefur verið sagt ætti þó að vera greinilegt að sveitarfélögin standa á tímamót- um í raforkumálum. Hin pólitíska hlið málsins er athyglisverð. Meirihluti bæjar- stjórnar Akureyrar er samsettur af Alþýðubandalagi og Sjálf- stæðisflokki. Er það vilji Sjálf- stæðismanna að efla beina og óbeina þátttöku opinbers aðila, sveitarfélagsins Akureyrarbæjar, í atvinnulífi, væntanlega á kostn- að þess svigrúms sem einkageir- inn hefur? Samkvæmt gamalgró- inni hugsjón Sjálfstæðisflokksins og annarra hægriflokka er það takmark í sjálfu sér að minnka ríkisumsvif, og færa opinberan rekstur yfir til einkaaðila, að svo miklu leyti sem slíkt er mögulegt eða hentugt á hverjum stað og tíma. Sjálfstæðismenn hafa þó löngum haft ákaflega skiptar skoðanir á þessum málum, og undantekningarnar frá „gullnu reglunni" verið ákaflega margar. Egill H. Bragason. Höfundur er blaðamaður og ökukennari. Virkjun Skeiðsfoss í Stífluhólum var stórvirki á sínum tíma.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.