Dagur - 02.03.1991, Blaðsíða 12

Dagur - 02.03.1991, Blaðsíða 12
12 - DAGUR - Laugardagur 2. mars 1991 Átaks er þðrf gegn aflurför ó landsbyggðinni Ingimar Brynjólfsson á Ásláksstöðum, oddviti Arnarneshrepps, hefur gegnt margvíslegum trúnaðarstörfum fyrir heimasveit sína um langt skeið. Hann hefur setið í hreppsnefnd Arnarneshrepps frá 1948, var kjörinn oddviti sveit- arstjórnar 1966 og verið endurkjörinn fimm sinnum. Ingimar átti sæti í Sýslu- nefnd Eyjafjarðarsýslu og var fyrsti formaður Héraðsnefndar Eyjafjarðar. Ingimar hefur búið á Ásláksstöðum í rúma fjóra áratugi, frá því hann tók við búi af tengdaforeldrum sínum. Ingimar var fyrst spurður um landbúnað og atvinnuhætti í Arn- arneshreppi á fyrri áratugum aldarinnar. „Með stofnun Mjólkursamlags KEA árið 1928 varð mikil bylting. Menn seldu samt ekki mikið af mjólk frá hverjum bæ, kannski tíu til fimmtán lítra ann- an hvern dag. Bændur voru með fáar kýr, þrjár til fjórar var algengt hér í sveitinni. Á Möðru- völlum voru þó fleiri gripir. Sauðfé var á hverjum bæ í Arnarneshreppi, en búin voru flest lítil. Menn voru með allt að hundrað ær. Bændurnir voru lengi að afla heyja þrátt fyrir lít- inn bústofn, með þeim handverk- færum sem þá voru algeng. Byrj- að var að slá um mánaðamótin júní-júlí, og heyskapur stóð svo samfellt í átta til tíu vikur. Á 4. áratugnum var veðurfar yfirleitt hlýrra að sumrinu en algengast hefur verið seinna," segir Ingi- mar. Ingimar minnist þess að þrátt fyrir sæmilega góða sumartíð flest árin varð landbúnaðurinn fyrir skakkaföllum af öðrum orsökum á þessum tíma. Áhrif kreppunar úti í heimi náðu til landsins, og mikið verðfall varð t.d. á sauðfjárafurðum upp úr 1930. Verðið náði sér þó smám saman aftur, en það tók langan tíma. Bændasamfélagið einkenndist af kyrrstöðu - En hvernig var atvinnumálum háttað í Arnarneshreppi á árun- um fyrir stríð? „Segja má að kyrrstaða hafi ríkt um mjög Iangt skeið í atvinnu- og landbúnaðarmálum til sveita fyrir tíma vélvæðingar. Vélvæðing var tæplega byrjuð, og fólkið hafði ekki að öðrum störfum að hverfa en landbúnaði, að undanskilinni dálítilli vega- vinnu á vorin. Bændur og lausa- menn fóru í vegavinnu þegar hún gafst, til að verða sér úti um ein- hverja aukaskildinga. Brottflutn- ingar voru ekki miklir úr hreppnum, því fólk hafði almennt ekki að öðrum störfum að hverfa annars staðar. Um 1930 voru íbúar Arnarneshrepps um 520 talsins, en í dag er íbúa- talan í hreppnum 229. Þá var miklu fleira fólk á bæjunum, enda þurfti landbúnaðurinn á meira vinnuafli að halda fyrir tíma vélvæðingar. Reyndar er ekki hægt að tala um atvinnumál í sveitinni á þess- um tíma án þess að minnast á útgerð og fiskvinnslu. Á Hjalt- eyri höfðu menn framfærslu sína af fiskveiðum og verkun sjávar- afla. Flestir áttu líka nokkrar kindur og einstaka fjölskylda átti kú. Á Sjávarbakka, þar sem voru 6 smábýli byggð úr Hvammslandi, bjó þurrabúðarfólk, 20 til 30 manns, sem hafði að miklu leyti framfærslu af sjávarfangi, en átti nokkra kindur með. Öll var þessi útgerð stunduð á smábátum og jarðir sem eiga land að sjó áttu yfirleitt bát og öfluðu fiskjar til heimilisnota. Til gamans get ég sagt frá því að í vöruskiptum var eitt kg af fiski látið jafngilda ein- um mjólkurlítra á þessum árum. Það gengi ekki upp í dag, er ég hræddur um. En þetta þrennt, landbúnaður, vegavinna á vorin og útræðið fól í sér einu atvinnutækifærin á svæð- inu.“ - Hverjir voru möguleikar bænda til ræktunar og stækkunar túna sinna og fjölgunar bústofns? „Þeir voru litlir, skrefin voru smá og breytingar tóku langan tíma. Bændasamfélagið ein- kenndist af kyrrstöðu á þessum árum. Fólk stundaði nánast sjálfsþurftarbúskap, miðað við það sem seinna varð. Fyrir 1929 var undirristuspaðinn svo til eina tækið sem menn höfðu til að slétta þúfur og stækka túnin. Fyrsti traktorinn kom til Bún- aðarélags Arnarneshrepps árið 1929, en þangað til var unnið með gamla laginu. Með tilkomu dráttarvélarinnar varð mikil breyting, hún gekk milli bæjanna og var notuð til jarðvinnslu í stærri stíl en áður hafði þekkst hér um slóðir. Vélvæðingin varð vafalaust til að styrkja hreppa- búnaðarfélögin um land allt og auka áhuga á nýrækt." Hjalteyrarverksmiöjan - stóriöja síns tíma Talið berst nú að þeirri breytingu sem varð í hreppnum með bygg- ingu síldarverksmiðju Kveldúlfs hf. á Hjalteyri árið 1937. Ingimar segir engan vafa leika á að sú framkvæmd hafi verið stóriðja þeirra tíma, sem átti eftir að hafa langtímaáhrif á atvinnu og bú- setu í hreppnum. „Kveldúlfur hafði rekið síldar- söltun á Hjalteyri rúmum 20 árum áður, en atvinnurekstur í tengslum við sjávarútveg á eyr- inni má rekja allt aftur til alda- móta. Svíar, Norðmenn, Hollend- ingar og Þjóðverjar voru búnir að starfa þarna frá því um eða fyrir aldamót, en þegar fyrra stríðið skall á 1914 fóru allir útlendingar frá Hjalteyri. En bygging verksmiðjunnar, sem hófst í febrúar 1937, var mikið stórvirki. Margir fengu atvinnu við bygginguna, og unnu sér inn peninga í fyrsta sinn. Ég var í Laugaskóla þennan vetur, og þegar ég kom heim í apríl fékk ég byggingarvinnu þarna. Það var mjög vel þegið, því menn áttu öðru að venjast. Byrjað var að bræða síld í júlí þetta sumar, þótt verksmiðjan væri ekki alveg fullbúin. Ég held að flestir eða allir þeir sem unnu við bygginguna og kærðu sig um hafi getað fengið vinnu við bræðsluna þegar hún hófst. Þetta var stór vinnustaður, um 120 manns voru starfandi á vöktum og við ýmis störf þegar verk- smiðjan var í fullum gangi. Þessu tengdust líka mörg önnur tilfall- andi verk sem sköpuðu atvinnu, t.d. við kolaskipin sem alltaf komu af og til og margt fleira.“ Áhrif verksmiðju- rekstursins á landbúnað og framkvæmdir Hvaða breytingar hafði rekstur síldarverksmiðjunnar í för með sér fyrir Arnarneshrepp? Ingimar segir þær hafa komið smám sam- an í ljós. Peningar í umferð fóru að aukast, menn treystu á verk- smiðjuvinnuna á vorin og sumrin, oft fram á haust. Veiga- mesta breytingin var þó sú að uppbygging húsakosts og mann- virkja var á undan því sem almennt gerðist í nágrannahrepp- unum. Um og upp úr 1950 fóru menn að byggja steinsteypt íbúð- arhús og fjós, sem að vísu væru ekki kölluð stór í dag, fyrir þetta 20 til 24 kýr, en þóttu mjög góð á þeim tíma. Jafnframt hélt rækt- unarstarf áfram. En þótt þessar framkvæmdir á bæjunum væru hinar bestu og þörfustu á 6. áratugnum átti þró- unin þó eftir að koma í bakið á mörgum manninum. Um 1970 fóru bændur að byggja miklu stærri fjós en áður, fyrir 60, 80 og jafnvel 100 kýr. Þá voru 20 kúa fjósin orðin tveggja áratuga gömul, og miklu minni en hent- ugt var talið. Átta árum seinna var búmarkið sett á, og þá voru þeir best settir sem stærst höfðu byggt- „Það að síldarverksmiðjan var Ingimar Brynjólfsson oddviti. staðsett hér í hreppnum verkaði eflaust þannig á suma bændur að þeir lögðu minna upp úr bú- skapnum og að brjóta land til nýræktar en annars hefði orðið. Þetta á auðvitað við um þá sem höfðu atvinnu hluta ársins við verksmiðjuna. Einnig voru mörg dæmi um að þeir peningar sem menn unnu sér inn hjá Kveldúlfi hafi farið til að bæta og stækka búin.“ Búmarkið 1978 var óréttlátt Spjallið berst nú að framleiðslu- stýringu í landbúnaði. „Þróunin í landbúnaði hélt áfram, stórvirkar vélar brutu land til ræktunar og bústofn bændanna um land allt fór vax- andi. Framleiðslan margfaldaðist í mörgum búgreinum. Hún varð fljótlega meiri en þörf var fyrir. Auðvelt er að vera vitur eftirá, en það er alltaf erfitt að sjá fyrir þróun langt fram í tímann. Búmarkið 1978 var fyrsta stóra óréttlætið í íslenskum landbún- aði. Enginn efaðist um nauðsyn þess að reyna að stýra framleiðsl- unni, en þeir sem fengu mestan framleiðslurétt voru mennirnir sem nýlega höfðu byggt stærstu fjósin. Óréttlætið fólst í því að eingöngu var miðað við fram- leiðslu undanfarinna þriggja ára. Mennirnir með litlu fjósin höfðu litla sem enga möguleika. Sumir reyndu auðvitað að útvega sér meiri framleiðslurétt, en það gekk misjafnlega. Flestir trúðu því að þessar nýju reglur um búmark myndu standa, og að menn héldu þeim fram- leiðslurétti óskertum sem úthlut- að var. Annað átti eftir að koma í ljós. Árið 1986 voru settar reglur Ásláksstaðir í Arnarneshreppi. um fullvirðisrétt, sem skertu framleiðslumöguleika bænda mikið frá því sem áður var. Við úthlutun framleiðsluréttar var miðað við annað tveggja undan- farinna ára, 1984 og 1985. Máttu menn velja það árið sem hag- stæðara var. Þá fóru þeir bændur hrapallega út úr dæminu sem dregið höfðu saman framleiðsl- una, eins og þeir voru hvattir til.“ - Fóru menn ekki að óttast um verðmæti jarðanna við allan þennan niðurskurð? „Það gerðist ekki alveg strax. Þegar Framleiðnisjóður fór að kaupa fullvirðisrétt varð honum mikið ágengt í því efni, og þeir urðu margir fyrstir til að selja sem höfðu aðra atvinnu með búskapnum. Niðurskurðurinn var gríðarlegur, og ekki álitlegt fyrir ungt fólk að hefja búskap. Verðmæti jarða rýrnaði auðvitað í takt við þetta," segir Ingimar. Þegar þriðjungur hreppsbúa missti atvinnuna Sumarið 1966 var hið síðasta sem síld var brædd á Hjalteyri. Rekst-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.