Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagur

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 121. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagur

						10 - DAGUR - Þriðjudagur 2. júlí 1991
Willem Labeji, listmálari, hefur búið á Siglufirði
frá því í fyrrasumar. Hann er mikill náttúru-
unnandi, fér í gönguferðir upp um fjöll og firnindi
til að kanna áhugamál sín, skoða mosagróður og fá
innblástur til nýrra átaka á listasviðinu. Listmálar-
ar eru ekki ýkja margir á Siglufirði. Þegar blaða-
maður Dags kom við á Hótel Höfn fyrir skömmu
stóð yfir athyglisverð sýning á verkum eftir WiIIem
Labeji. Það var því ekki úr vegi að nota tækifærið
og kynnast þessum fjölhæfa listamanni frá Niður-
löndum, sem festi litríkar og heillandi myndir á
blað og léreft í sfldarbænum gamla í svartasta
skammdeginu í vetur.
„Ég er frjáls Iistamaður. Ef þú biður mig að mála fjörðinn hérna geri ég það ekki nema mig langi til þess."
Myndir: EHB
„Ég er frjáls listamaður"
spjallað við Willem Labeji, listmálara á Siglufirði
„Ég fæddist í Hollandi árið
1943, bjó lengst af í lítilli borg
syðst í landinu. Ég ætlaði í fyrst-
unni að verða listmálari, en for-
eldrar mínir voru því mótfallnir
því myndlistarmenn hafa ekki
sérlega gott orð á sér, a.m.k. var
. það álit foreldra minna. Það varð
úr að ég ákvað að gerast sjómað-
ur, og fór í stýrimannaskóla til að
læra siglingafræði og annað sem
þarf til starfsréttinda á kaup-
skipaflotanum. Um fimm ára
skeið starfaði ég við siglingar, en
áhugi minn var ekki á því sviði.
Ég var alltaf með málaragræjurn-
ar með mér, og málaði um borð í
skipunum. Svo fóru leikar að lok-
um að ég hætti til sjós, og dreif
mig í listaskóla, eins og hugur
minn hafði alltaf staðið til.
í listaháskóla í Rotterdam
Ég fór í listaháskóla í Rotter-
dam, þar stundaði ég nám í tvö
og hálft ár. Að því loknu hélt ég
til Frakklands, þar dvaldi ég í
átta mánuði. Eftir það snéri ég
aftur til Hollands, og innritaði
mig í hina svokölluðu Hagnýtu
listaakademíu í Eindhoven. Þar
lærir maður alhliða hönnun,
auglýsingagerð o.fl. Ég lauk
þessu námi, en hugsunin á bakvið
það var að ég ætlaði að gerast
hönnuður og starfa í auglýsinga-
bransanum. í frístundum ætlaði
ég að helga mig málverkinu.
Þetta var samt ekkert fyrir mig,
þegar til kastanna kom. Samt var
þetta nám gagnlegt fyrir mig á
margan hátt.
í listaakademíunni í Rotter-
dam er kennslan mjög fastmótuð
og hefðbundin, sérstaklega til að
byrja með. Menn læra undir-
stöðuna í þrívíddarteikningu,
litameðferð, málun o.s.frv. eins
og gerist," segir Willem.
Það fer ekki framhjá neinum
sem kynnist Willem Labeji að
hann er um margt ákaflega fjöl-
Texti og myndir:
EgiU H. Bragason.
hæfur og sérstakur listamaður.
Hann hefur mikinn áhuga fyrir
náttúru og gróðurfari, sérstak-
lega mosa. I góðu veðri klifrar
hann upp um fjöll og firnindi til
að safna mosa, sem hann skoðar
svo í smásjá. Á fslandi vaxa all-
margar mosategundir, en Willem
gerir nákvæmar teikningar af
mosanum í smæstu atriðum, með
hjálp smásjár. Hann er mikið
náttúrubarn, listamaður af Guðs
náð, það fer ekki framhjá nein-
um sem kynnist honum og verk-
um hans.
Mosinn, tunglið
og stjörnurnar
En aftur til Hollands. Til að gera
langa sögu stutta þá hélt Willem
áfram að læra, að þessu sinni við
Jan van Eyck Akademie í
Maastricht. Þar var hann við nám
og störf í þrjú ár, og lagði þá
áherslu á olíu- og vatnslitamálun
og grafíklist. „Ég bjó á þessum
tíma skammt frá Maastricht, um
17 ára skeið. Þaðan ferðaðist ég
um, málaði og tók líka ljósmynd-
ir.
Ég hef alltaf haft áhuga fyrir
náttúrunni, stjörnunum, tunglinu
og gróðri. Lágvaxinn gróður eins
og mosi heillar mig mest," segir
Willem.
Blaðamaður spurði Willem
hvort hann ætti einhvern uppá-
haldslistmálara. „Nei, það get
ég ekki sagt. Ef ég sé gott mál-
verk eftir góðan listamann þá
gleður það mig, mér er annars
alveg sama hvaða mótíf viðkom-
andi velur sér. Ég er hrifinn af
öllu sem vel er gert. Það sama
gildir um ólíkar listastefnur. Eng-
inn getur með réttu sagt: ég hata
súrrealisma eða Van Gogh. Mér
líkar í raun við allar stefnur,
spurningin er bara hvað er gott
og hvað er slæmt innan sömu
stefnunnar."
Willem er búinn að búa í eitt
og hálft ár á íslandi ásamt konu
sinni. Hann fékk hugmyndina að
því að fara til íslands á Jan van
Eyck akademíunni. Þar hitti
hann íslending sem var þar við
nám. Með þeim tókst kunnings-
		EKHBH9S9HBBS		
		Æ		
EL	^áÉÉL			
WKr  *   ^^^H		HR^íSk^		
wF  i^^miii ^*	^jM	jl	^^n	P? -:':¦-.
			k.     « *	
S^ '.^"™			m      */ á	
Ohlutlægt verk eftir Willem Labeji.
skapur, þrátt fyrir að íslending-
urinn talaði aðeins íslensku og
Hollendingurinn sitt móðurmál.
„Ég fór að hugsa með mér:
Hverskonar land er ísland eigin-
lega? Og forvitni vaknaði með
mér. Fyrsta árið var ég á Snæ-
fellsnesi, en á síðasta ári fluttum
við til Siglufjarðar, þar sem við
höfum verið síðan. Þetta er fall-
egur staður og viðkunnanlegur
bær. Siglufjörður hefur sérstöðu
meðal íslenskra bæja vegna síld-
arinnar sem kom og fór. Ég hef
ekki ferðast mikið um ísland, en
fengið margar nýjar hugmyndir.
Á íslandi er hægt að
einbeita sér að listinni
Það góða við ísland er að hér er
hægt að einbeita sér að listinni.
Fólkið er þægilegt í umgengni,
ekki  árársagjarnt  eins  og  í
Amsterdam eða New York.
Þetta hefur þau áhrif á mig að ég
get einbeitt mér að viðfangsefn-
inu í langan tíma í einu. Segja má
að lífið sé alls staðar erfitt, en ég
kann vel við mig á Siglufirði.
Erfiðleikarnir við að búa á Siglu-
firði stafa ekki af fólkinu heldur
náttúruöflunum, snjó og frosti á
vetrum. En ég kann samt að
mörgu leyti vel við kuldann og
myrkrið á veturna."
- Hvernig eru viðbrögð
fólksins, bæjarbúa á Siglufirði,
við list þinni og þér persónulega?
„Mjög athyglisverð fyrir mig.
íslendingar eru afslappaðir að
mörgu leyti með tilliti til mynd-
listar. Mér finnst stundum gaman
að mála raunsætt og stundum
líka óhlutlægar myndir og form,
þ.e. abstrakt. Ég á enga mynda-
vél sem tekur abstraktmyndir!"
- Á Siglufirði eru ekki margir
myndlistamenn og varla hægt að
tala um listahefð á sviði myndlist-
ar { bænum.
„Þetta er í raun svipað um all-
an heiminn. Ég myndi vera
spurður þessarar spurningar hvar
sem ég kæmi í heiminum, í
bæjarfélagi af þessari stærð. Mér
líkar ennþá betur hér en á stærri
stöðum, því hérna hef ég meira
beint samband við fólkið, íbú-
ana. Fólkið kaupir myndir
mínar, og kemur gjarnan aftur til
að eignast fleiri en þá fyrstu. Það
er allt annað að vinna í svona
samfélagi en í stórborgum. Stór-
borginar hafa líka sinn sjarma,
en það er allt annars eðlis."
- Málar þú portrettmyndir
eftir pöntun?
„Því ekki það, ef ég væri
beðinn? En ég er ekki portrett-
málari, og mála fyrir sjálfan
mig. Ef þú segir við mig: Málaðu
mynd af þessu firði, þá geri ég
það ekki nema ég vilji sjálfur. Ég
er frjáls listamaður."
Willem segir að tilurð ein-
stakra verka sé oft flókið ferli,
þar sem hughrif stafa frá
umhverfinu og eru endanlega
mótuð á lérefti eða pappír. „Eg
teikna litlar skyssur af ýmsu sem
ég sé í umhverfinu. Ég hugsa um
mótífið, og melti það með mér
tímunum saman í huganum. Þeg-
ar þú horfir á umhverfið, á hluti
og landslag, þá sérðu auðvitað
allt eins og það er. Þú sérð raun-
veruleikann. Ég gleymi svo því
sem ég sé þegar ég fer að mála,
þ.e. abstrakt, og hughrifin birtast
ein og sér í málverkinu. Til þess
að geta þetta þarf mikla einbeit-
ingu."
Willem ætlar að vera næsta
vetur á Siglufirði, hann vill kynn-
ast staðnum betur. Hann segir að
oft sé nauðsynlegt að dvelja tals-
vert lengi á sama stað til að kynn-
ast honum vel. „Það er auðvelt
að flytja of snemma, þá verður
maður að taka upp þráðinn þar
sem hann slitnaði of snemma. Ég
vinn mikið núna, og sökkvi mér
niður í málverkin og mosann,"
segir Willem Labeji að lokum.
EHB
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16