Dagur - 02.08.1991, Blaðsíða 1

Dagur - 02.08.1991, Blaðsíða 1
Bandarískt stórfyrir- tæki þróar nýjan panil: Hyggst kaupa nieiii steinull frá Króknum Einn af stærri erlendum kaup- endum á steinull frá Stcinullar- verksmiðjunni á Sauðárkróki, bandaríska stórfyrirtækið Butler Manufactoring Company, er að þróa framleiðslu á einangr- uðum útveggjaeiningum, eða panil, úr steinull og stáli. Butl- er keypti um 40 tonn af steinull fyrstu sex mánuði þessa árs, eða 3% af útflutningssölu verksmiðjunnar, og hyggst auka kaupin í l'ramtíðinni ef vel tekst til með panilinn. „Þetta er eitt af þeim verkefn- um sem við höfum verið að þróa í útflutningnum. Panillinn hefur fengið góðar viðtökur og Butler hefur áform um að auka fram- leiðslugetuna með nýrri verk- smiðju. Ég get ekki sagt að þetta liafi stór áhrif á afkomu Steinull- arverksmiðjunnar en við erunt mjög sáttir við að hafa sem fæsta en stærsta viðskiptavini í útflutn- ingnum,“ sagði Éinar Einarsson, framkvæmdastjóri Steinullar- verksmiðjunnar, í samtali við blaðið. Hitaveita Suðurnesja er þessa dagana að reisa aðveitustöð og notar panil frá Butler að hluta í klæðningu utan um stálgrindar- hús. Umboðsaðili fyrir Butler á íslandi er Sveinn Halldórsson í Reykjavík en Butler hefur verið í viðskiptum við Steinullarverk- smiðjuna frá 1987. Butler sérhæf- ir sig í byggingu stálgrindarhúsa og er langstærsta fyrirtæki verald- ar í þeirri grein með 60% mark- aðshlutdeild. -bjb Norðurland: Engilblítt ísveður um helgina Norðlendingar eiga að geta baðað sig í blíðviðri um verslunarmannahelgina ef marka má spána frá Veðurstofu íslands, eða eins og Bragi Jónsson, veðurfræðingur, orðaði það: „Það verð- ur engilblítt veður." Fyrir föstudag, laugardag og sunnudag, jafnvel fram á mánudag, gildir svipuð spá fyrir allt Norðurland og inn á Austfirði. Hæg breytileg eða austlæg átt ’verður ríkjandi, einkum seinni partinn. Á daginn verður léttskýjað en skýjað að nóttu til. Gert er ráð fyrir að yfir daginn geti hitinn orðið allt að 20 stig en að næturlagi 9-10 stig. Bragi Jónsson var spurður hvort hitinn gæti farið yfir 20 stig en hann svaraði því til að suðaustanáttin væri ekki nógu sterk til þess og andvari úr norðri hefði einnig áhrif þar á. Þar með höfum við Norðlendingar fengið helg- arveðrið á hreint. Nú dugir ekkert annað en að vera með sólskinsbros á vör og gleyina skattseðl- unum, gíróseðlunum og öðrum leiðindum yfir helgina. -bjb Raufarhöfn: Ný matvöra- verslun í eigu heimamanna Ný matvöruverslun var opnuð á Raufarhöfn fimmtudags- niorguninn 1. ágúst undir nafni Verslunarfélags Raufarhafnar og liefur félagið keypt lager útibús Kaupfélags Langnes- inga sem starfrækt hefur versl- un á staðnum undanfarin ár. Nýja verslunin er í sama hús- næði og kaupfélagsverslunin var í en húsnæðið er í eigu Sambandsins. í tilefni opnun- arinnar var viðskiptavinum boðið upp á kalli og kökur. Versiunarfélag Raufarhafnar er hlutafélag í eigu fimm ein- staklinga á Raufarhöfn. Leitað var til nokkurra fleiri einstaklinga á staðnum um þátttöku í hluta- félaginu en án árangurs. Engin önnur matvöruverslun er rekin á Raufarhöfn en engu að síður er mikil bárátta um viðskiptin við verslanir á Húsavík og Ákureyri en með opnun verslunar í eigu heimamanna eru vonir bundnar viö aukin viðskipti. Að sögn Jóns Eiðs Jónssonar frantkvæmda- stjóra verður fyrst um sinn tim að ræða matvöruverslun en síðan er hugmyndin að bjóða viðskipta- vinurn að panta sérstaklega fyrir þá þegar um stærri innkaup er að ræða á öðrum vörutegundum. GG Mikill viðbúnaður hjá löggæslumönnum norðanlands: Alls verða um 80 verðir laganna á vakt 25 verða í Húnaveri Löggæslumenn á Norðurlandi verða á þeysingi um verslun- armannahelgina í eftirlitsstörf- um þannig að allt fari fram samkvæmt settum reglum. Ef marka má veðurspá þá má búast við mikilli umferð um Norðurlandið, jafnt austan sem vestan Tröllaskagans. Alls verða um 80 verðir laganna að störfum frá Húnaþingi til Þing- eyjarsýslna. Reikna má með mestum önn- um hjá lögreglumönnum í Húna- Falsaðar gallabuxur gerðar upptækar hjá handknattleiksdeild KA: Voru ekki seldar í verslunum - sagði Daníel Snorrason, rannsóknarlögreglumaður Rannsóknarlögreglan á Akur- eyri staðfesti í gær að bún hefði gert upptækt mikið magn af fölsuðum Levi’s galla- buxum hjá handknattleiks- deild KA, en deildin ætlaði að annast umboðssölu á Akureyri á hluta þcssarar vafasömu vörusendingar sem var komin til dreifingar um allt land. Sent kunnugt er hefur Rann- sóknarlögregla ríkisins lagt hald á um 8 þúsund pör af fölskum Levi's gallabuxum á síðustu dögum. Nokkrir aðilar, er tengjast einkafyrirtæki í Reykja- vík, hafa staðiö aö þessum ólög- lega innflutningi. Buxurnar voru framleiddar í Kína og keyptar þaðan. Fljótlega eftir að sendingin kom til landsins lék grunur á að falskar Levi's gallabuxur væru komnar á markað hér í landi. Verslanir á Akureyri eru nefndar sem söluaðilar en sá orðrómur á ekki við rök að styðjast. „Rannsóknarlögregla ríkisins hafði samband við okkur hér á Akureyri og óskaði eftir að við rannsökuðum ákveðna þætti þessa gallabuxnamáls. í fyrstu var talið að heildsali hér í bæ tengdist málinu, en svo var ekki. Við fórum í ýntsar versl- anir og komumst að raun um aö þessi tiltekna vara er ekki seld í verslunum á Akureyri. Hins vegar er staöreynd málsins að handknattleiksdeild KA var með þessar buxur í umboðs- sölu. Lagerinn var gerður upp- tækur. Málið er enn í rannsókn og veröur sent ríkissaksóknara í fyllingu tímans," sagði Daníel Snorrason, rannsóknarlögreglu- maður á Akurcyri. Ekki tókst í gær að ná sam- bandi við forsvarsmenn hand- knattleiksdcildar KA. ój þingi vegna útihátíðarinnar í Húnaveri enda verða alls um 30 lögreglumenn á vakt. Að sögn Kristjáns Þorbjörnssonar, yfir- lögregluþjóns á Blönduósi, verð- ur stærstur hluti hans manna á vakt í Húnaveri, eða um 25 manns. Liðsauki kemur frá Akureyri, Reykjavík og víðar auk þess sem fíkniefnalögreglan verður á staðnum. „Helgin leggst ágætlega í okkur. Við erum reynslunni ríkari vegna Húnavers og vitum að Itverju við göngum þar,“ sagði Kristján. Vegna Húnavers fær lögreglan liðsauka frá björgunarsveitum og reiknað er með að um 80 manns verði við gæslustörf þegar hátíðin nær hámarki. Að sögn Björns Mikaelssonar, yfirlögregluþjóns á Sauðárkróki, verða um 15 lögregluþjónar á vakt í Skagafirði í umferðareftir- liti og gæslu með dansleikjum. Dansleikir verða í Miðgarði, Árgarði og Ketilási í Fljótum. Búast má við mikilli untferð fólks og ökutækja í umdæmi lög- reglunnar á Húsavík unt helgina. Alls verða um 20 laganna verðir á vakt. Þröstur Brynjólfsson, yfir- lögregluþjónn, sagði að allir til- tækir lögreglumenn yrðu á vakt og öllum meinað að vera í sumar- leyfi! „Við gerum ráð fyrir mikl- um straumi ferðamanna. Reynd- ar verður Vaglaskógur á léttari nótunum því þar er þetta indælis skátamót. En síðan eru danslcik- ir víða í sýslunni," sagði Þröstur. Frá lögreglunni á Húsavík verða 2-3 bílar alla helgina í radarmæl- ingum og umferðareftirliti. Enginn sérstakur viðbúnaður verður hjá lögreglunni á Akur- eyri yfir helgina og um hefðbund- in löggæslustörf að ræða. Erling- ur Pálntason, yfirlögregluþjónn, sagði aö hinn nýi radarmælingabíll lögreglunnar verði á ferðinni all- an sólarhringinn víðs vegar unt Norðurland. -bjb Árskógsströnd: Fór íjórar veltur Bifreið fór fjórar veltur skammt sunnan við Þorvalds- dalsá á Arskógsströnd sl. mið- vikudagskvöld. Slysið varð urn kl. 20.30. Öku- maður og farþegar, tvö börn, voru flutt á slysadeild FSA. Ekki var talið að meiðsl þeirra væru alvarleg. Bifreiðin, senr var af gerðinni Skoda, er mjög illa farin. óþh

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.