Dagur - 09.08.1991, Blaðsíða 5

Dagur - 09.08.1991, Blaðsíða 5
Föstudagur 9. ágúst 1991 - DAGUR - 5 „Stofiiun sem Siglfirðingar geta verið stoltir af ‘ - spjallað við Björn Jónasson sparisjóðsstjóra á Siglufirði Sparisjóður Siglufjarðar er elsta starfandi peningastofnun- in á íslandi. Hann var stofnað- ur 1. janúar árið 1873 og hefur starfað óslitið síðan. Helsti hvatamaður að stofnun spari- sjóðsins var Snorri Pálsson, verslunarmaður og kaupmaður á Siglufirði. Síðar tók sr. Bjarni Þorsteinsson við sjóðnum. Árið 1921 tók Sigurður Kristjánsson við stjórn Spari- sjóðs Siglufjarðar, og veitti hann stofnuninn forstöðu samfellt til ársins 1962, er Kjartan Bjarna- son tók við. Björn Jónasson, núverandi sparissjóðsstjóri, tók við starfinu árið 1979, eftir að hafa starfað þar í ellefu ár. Björn hóf störf hjá Sparisjóði Siglufjarðar árið 1968. „Kjartan hafði starfað hér í fimmtíu ár þegar hann lét af störfum, og á því Iengsta samfellda starfsferil- inn sem sparisjóðsstjóri. Um stofnunina er það helst að segja að við erum búnir að koma okkur vel fyrir í nýjum og glæsilegum húsakynnum. Hingað fluttum við árið 1988. Við vorum að vísu í þessu sama húsi frá árinu 1977, en reyndar aðeins í litlum hluta þess. Sparisjóðurinn hafði það pláss til umráða sem gjaldkerarn- ir hafa núna. Áður var sparisjóð- urinn til húsa í því húsi sem kennt er við Hótel Hvanneyri, en það er eign Þormóðs ramma hf., en skrifstofur fyrirtækisins eru þar á neðstu hæðinni. Sparisjóð- ur Siglufjarðar byggði Hótel Hvanneyri á sínum tíma, og er sá fyrsti á landinu sem hefur átt hótel,“ segir Björn. Sparisjóðurinn styrkir menningarstarfsemi og íþróttahreyfínguna Sparisjóður Siglufjarðar hefur alla tíð tekið mikinn þátt í upp- byggingu menningarlífs á Siglu- firði. Björn nefnir í þessu sam- bandi dyggilegan stuðning sjóðs- ins við Bókasafn Siglufjarðar og Siglufjarðarkirkju. Dvalarheimili aldraðra hefur notið góðs stuðn- ings sjóðsins og íþróttahreyfingin og æska Siglufjarðar hefur notið margvíslegs stuðnings hans um áratuga skeið. Á Siglufirði starfa aðeins tvær peningastofnanir, fyrir utan sparisjóðinn starfrækir íslands- banki útibú í bænum. Björn var spurður nánar um hlutverk sjóðs- ins og sagði hann þá að sparisjóð- urinn kæmi nánast alls staðar við í bæjarlífinu, á einn eða annan hátt. „Staða sparisjóðsins er mjög góð og eiginfjárstaðan er sterk. Þetta er stofnun sem Siglfirðingar geta verið stoltir af að eiga. Það eru ekki aðrir sem eiga sparisjóð- inn en Siglfirðingar, enda hafa þeir sýnt að þeir beina viðskipt- um sínum hingað. Við höfum á móti reynt að styrkja ýmsa starf- semi í bæjarlífinu. Siglfirðingar hafa verið iðnir við að sýna spari- sjóði sínum ræktarsemi og vilja byggja hann upp,“ segir Björn. Sterkur sparisjóður Ytri aðstæður í bænum, atvinnu- líf og umsvif, endurspeglast auð- vitað í rekstri og viðgangi spari- sjóðsins. Björn segir að á undan- förnum árum hafi Sparisjóður Siglufjarðar tekið mjög virkan þátt í uppbyggingu atvinnulífsins á staðnum. En sveiflur eru tíðar í Jónas Einarsson og Þorgrímur Sigmundsson, fyrir framan söiutjaldið. Sölutjald við aðalgötuna á Húsavík: Útlendingar koma mest - en harðfiskurinn dregur landann til sín Við aðalgötuna á Húsavík gef- ur að líta tjald og standa borð og stólar á steyptu plani fyrir frantan. Á vegg til hliðar við tjaldið má líta ýmsan varning þar á meðal ullar- og skinna- vöru. Ekki var laust við að sú tilfinning sækti að aðkomu- manni að hann væri staddur erlendis en ekki í bænum fyrir botni Skjálfandaflóans þegar hann nálgaðist sölutjaldið. Sveinn Hauksson hóf þessa nýbreytni í bæjarlífi Húsavíkur og er þetta þriðja sumarið, sem hann annast þennan rekstur að sögn Þorgríms Sigmundssonar sem var við störf í tjaldinu þegar blm. bar að garði. í tjaldinu er einkum verslað með harðfisk og ávexti auk varnings sem fyrst og fremst er beint til ferðamanna. Að sögn Þorgríms eru það ekki síst útlendingarnir sem leggja leið sína að tjaldinu en íslending- ar koma þar þó einnig við sögu og mun harðfiskurinn einkum draga þá til sín. Þorgrímur bauð upp á vestfirskan harðfisk í blíð- unni á dögunum og barði hann að sjálfsögðu sjálfur á staðnum. Fiskurinn smakkaðist mjög vel en einnig er hægt að fá kaffi hjá þessum húsvísku sölumönnum. um. ÞI atvinnulífinu, sum fyrirtæki ganga upp en önnur verða gjald- þrota. Björn minnist þess að undanfarin ár hafa nokkur fyrir- tæki í bænum orðið gjaldþrota. Þá tapaði sparisjóðurinn all- nokkru fé, „en sem betur fer var sjóðurinn vel í stakk búinn til að gera það. Þessi gjaldþrot höfðu því ekki nokkur áhrif á rekstur sjóðsins, því hann átti drjúga varasjóði og eigið fé upp á vel á annað hundrað milljónir króna,“ segir Björn. Tíu starfsmenn vinna hjá Sparisjóði Siglufjarðar í rúmlega átta stöðugildum. Sjóðurinn á tvær hæðir í húsinu Túngötu 3, en þar er allt nýtt innandyra, eins og áður sagði. Stjórnarformaður Sparisjóðs Siglufjarðar er Haukur Jónasson. Aðrir í stjórn eru Óli J. Blöndal Björn Jónasson við niálverk af frumherja Sparísjóðs Siglufjarðar, Snorra Pálssyni. Mynd: EHU og Hinrik Andrésson, en þeir eru kosnir af aðalfundi sjóðsins. Tveir stjórnarmenn eru kosnir af bæjarstjórn, en þeir eru: Róbert Guðfinnsson og Knútur Jónsson. Kjörtímabil stjórnarinnar er fjögur ár. „Sparisjóður Siglu- fjarðar er elsti starfandi spari- sjóður landsins, og hefur staðið allt af sér um dagana," segir Björn, og viðurkennir aðspurður að stofnunin njóti ákveðinnar virðingar meðal peningastofnana landsins vegna þessa. EHB Stórkostlegur staðgreiðslu afsláttur á ýmsum vörum Allt að 70% afsláttur Líttu inn - það gæti borgað sig n Verslunin Códý skipagötu 1 ít Sími 11209 Opið frá mán.-föstu. 10.00-18.00. Laugard. 10.00-12.00. rA r r •Oáo tískuhúsiö Sími 24396

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.