Dagur - 12.09.1991, Blaðsíða 1

Dagur - 12.09.1991, Blaðsíða 1
GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI Venjulegir og demantsskornir trúlofunarhringar Afgreiddir samdægurs 74. árgangur Akureyri, fímmtudagur 12. september 1991 172. tölublað Malaví-skipin: Samið við Slippstöðina Slippstöðin hf. á Akureyri mun í vetur smíða tvö skip sem fara eiga til Malaví á vegum Þróunarsamvinnustofnunar íslands og Norræna þróunar- sjóðsins. Stöðin átti lægsta til- boð í smíðina, um 100 milljón- ir króna, og er þessa dagana verið að ganga frá samningum við stöðina. Um er að ræða rannsóknarskip og fiskiskip sem aflient verða í hlutum hérlendis og sett saman erlendis. Kostnaður við smíðina skiptist milli Þróunarsamvinnu- stofnunarinnar og Norræna þró- unarsjóðsins. Útboðið fór fram hérlendis og buðu 7 aðilar í verkið. Bolli Magnússon hjá Ráðgarði hf. í Reykjavík, en það fyrirtæki annaðist útboð og teikningar skipanna, segir að Slippstöðin og Skipasmíðastöð Njarðvíkur hafi átt svipuð tilboð í smíðina en ákvörðun hafi verið tekin um að ganga til samninga við Slippstöð- ina. Þessi tvö skip á að afhenda í apríl næstkomandi. JÓH Sjómannaafslátturinn skertur?: „Sjómenn eru reiðir Konráð Alfreðsson, formaður Sjómannafélags Eyjafjarðar, segir að sjómenn muni ekki kyngja því þegjandi og hljóða- laust ef eigi að afnema eða skerða sjómannaafsláttinn svokallaða. „Ég veit ekki hvort á að segja að menn séu kolvitlausir yfir þessum hugmyndum. Að minnsta kosti má segja að menn séu reiðir,“ sagði Konráð. Hann sagði að á þessu stigi myndu sam- tök sjómanna ekki bregðast við þessum tíðindum enda hefði fjármálaráðherra sjálfur ekki staðfest að ríkisstjórnin ætlaði að afnema eða skerða sjómanna- afsláttinn. Fyrri hluta þessa árs nutu sjó- menn 630 króna sjómannaafslátt- ar á dag, en þann 1. júlí sl. hækk- aði hann í 660 krónur. Konráð segir að ef ákveðið verði að afnema sjómannaafsláttinn þýði það 235 þúsund króna tekju- skerðingu hjá sjómönnum á ári, ef miðað er við sjómannaafslátt á síðasta ári. óþh Utför Aldísar Einarsdóttur frá Stokkahlöðum var gerð frá Grundarkirkju í Eyjafjarðarsveit í gær að viðstöddu fjöl- menni. Aldís var elst Islendinga, 106 ára, þegar hún lést á Kristnesspítala þann 31. ágúst síðastliðinn. Mynd: Golli Húsvísk matvæli hf. gjaldþrota - bókfærðar eignir 61,5 milljónir en skuldir 86,1 milljón króna Stjórn lagmetisfyrirtækisins Húsvískra matvæla hf. á Húsa- vík óskaöi í gær eftir að fyrir- tækiö yrði tekið til gjaldþrota- skipta. Það hefur haft greiðslu- Þrotabú alifuglabúsins Fjöreggs í Sveinbjarnargerði: HeMarkröfur í þrotabúið um 320 milljómr króna KEA stærsti kröfuhafmn, vill viðræður um kaup á búinu Heildarkröfur í þrotabú ali- fuglabúsins Fjöreggs í Svein- bjarnargerði á Svalbarðsströnd eru á fjórða hundrað milljónir króna. Kauplélag Eyfírðinga á um þriðjung þessara krafna en félagið hefur óskað eftir við- ræðum við þrotabúið uni kaup á eignunum í Sveinbjarnar- gerði. Þær viðræður fara fram á næstu dögum en að sam- komulagi hefur orðið milli þessara aðila að KEA hafí búið á leigu til loka októ- bermánaðar en fyrri leigu- samningur átti að renna út í dag. Kaupfélag Eyfírðinga tók búið á leigu þegar eftir gjald- þrotið í sumar. Arnar Sigfússon, skiptaráð- andi í þrotabúi alifuglabúsins Fjöreggs á Svalbarðsströnd, segir að leiga á búinu til Kaupfélags Eyfirðinga hafi verið framlengd til að skapa meiri tíma til að vinna úr gjaldþrotamálinu án þess að rekstur búsins Iegðist niður. Fyrsti skiptafundur í þrota- búinu verður 18. september, þ.e. á miðvikudag í næstu viku. Kröfulýsingaskrá var því send út í gær. Heildarkröfur í búið eru um 320 milljónir króna. Þar af eru lýstar veðkröfur 197 milljónir og aðrar veðkröfur eru um 25 milljónir. Almennar kröfur eru um 90 milljónir og forgangskröf- vegna launa og launa- gjalda, um 4 milljónir ur, þ.e. tengdra króna. Stærsti kröfuhafinn í búið er Kaupfélag Eyfirðinga. Félagið lýsir kröfum upp á 95 milljónir, Islandsbankinn kemur þar næst með 46 milljónir og þá Búnaðar- bankinn 20 milljónir. Þá eiga Svalbarðsstrandarhreppur, Iðn- lánasjóður og innheimtumaður ríkissjóðs allir yfir 10 milljóna kröfur í búið. Arnar segist ekkert geta sagt um verðmæti eigna í Sveinbjarn- argerði á þessu stigi en þær hafi verið bókfærðar um síðustu ára- mót á 163 milljónir króna. Verð- mæti þeirra fyrir búið ráðist af því hvernig þær verði seldar, þ.e. hvort búið verði selt í rekstri eða ekki. Nokkur tilboð höfðu borist í eignir þrotabúsins. Öll tilboðin, utan eitt, voru í lausafé en Kaup- félag Eyfirðinga óskaði eftir við- ræðum um kaup á búinu í heild sinni. Arnar segir að næstu dagar verði notaðir til að ræða við full- trúa KEA og fá skýrari línur áður en til skiptafundar kemur í næstu viku. JÓH stöðvun frá 11. júní sl. og starf- semi þess hefur legið niðri síð- an 19. aprfl sl. Ekki tókst að rétta fjárhag Húsvískra matvæla hf. við á greiðslustöðvunartímabilinu, en til þess þurfti margvíslegar aðgerðir. í fyrsta lagi að fella nið- ur kröfur og breyta skuldum í hlutafé auk þess að fá nýtt hluta- fé inn í fyrirtækið, í öðru lagi að lengja lán og skuldbreyta hluta skammtímalána í langtímalán og í þriðja lagi að endurskipuleggja framleiðslulínu, hagræða í rekstri og finna ný verkefni fyrir fyrir- tækið. Að sögn Einars Njálssonar, stjórnarformanns Húsvískra mat- væla hf., kom í ljós að ekki var vilji eða geta hjá stærstu kröfu- höfum félagsins til að taka aftur þátt í endurskipulagningu á fjár- málum félagsins með aukningu hlutafjár og niðurfellingu skulda, enda hefur fyrirtækið ekki haft nein verkefni. Um 25 aðilar áttu hlut í fyrir- tækinu. Þar af áttu fjórir hluthaf- ar meira en 10%, til samans 66,7%. Þetta eru Þróunarsjóður lagmetis 22,4%, Fiskiðjusamlag Húsavíkur hf. 15,2%, Flóki hf. 14,5% og Húsavíkurkaupstaður 14,5%. Við rekstraruppgjör í lok maí sl. var eigið fé Húsvískra mat- væla hf. neikvætt um 24,6 millj- ónir króna. Eignir félagsins, þar ineð talin húseign þess að Hafn- arsvæði 39, voru bókfærðar 61,5 milljónir króna, en skuldir þess voru á sama tíma 86,1 milljón. Húsvísk matvæli hf. var stofnað fyrir um tveim árum upp úr lag- metisfyrirtækinu Hik sf. og gerð- ist það með umtalsverðri eftirgjöf skulda hjá kröfuhöfum og nýju hlutafé. Hik sf. átti á sínum tíma í miklum erfiðleikum, ekki síst í kjölfar þess að þýska fyrirtækið Aldi hætti að kaupa lagmeti hér á landi vegna vísindahvalveiða íslendinga. Einar sagði að uppistaðan í eignum fyrirtækisins væru birgðir af niðurlagðri rækju og ógreiddur útflutningur að upphæð 48,9 milljónir króna. Fastafjármunir, húseign, vélar og tæki eru bók- færðir á 12,6 milljónir króna. Hjá Húsvískum matvælum hf. störfuðu 13 manns. Að tveim starfsmönnum undanskildum hafa þeir fengið vinnu hjá öðrum atvinnufyrirtækjum á Húsavík. óþh Niðurdæling í borholur á Laugalandi: Fyrstu niðurstöður lofa góðu - heppilegt ef unnt yrði að hita affallsvatnið frá Akureyrarbæ upp á þennan hátt „Niðurstöðurnar sem við höf- um fengið lofa góðu. Ljóst er að við getum dælt vatni niður um borholur á jarðhitasvæðinu á Laugalandi og náð á þann hátt upp auknum þrýstingi,“ sagði Olafur G. Flóvenz hjá Orkustofnun er hann var innt- ur eftir niðurstöðum tilraunar er gerð var á síðastliðnu sumri með niðurdælingu vatns í bor- holur á Laugalandi. Ólafur sagði að endanlegar niðurstöð- ur lægju ekki fyrir en unnið væri að úrvinnslu gagna og yrði því væntanlega lokið fyrir miðjan nóvember næstkom- andi. Ólafur sagði að vegna bilunar í dælu á Ytri-Tjörnum hefði ekki verið unnt að dæla niður í hol- urnar á Laugalandi nema í tvær vikur en upphaflega hafi verið ætlunin að reyna dælingu í tvo mánuði. Niðurstöður dælingar- innar myndu því ekki gefa eins góða mynd af þeim möguleikum er kynnu að vera fyrir hendi og ef þetta óhapp hefði ekki orðið. Ólafur sagði að þau efni er sett voru niður í holurnar hefðu verið lengi að koma fram og benti það til þess að vatnið hefði góða möguleika til þess að hitna. Ef tekst að dæla köldu eða volgu vatni niður í hitasvæðið og láta það hitna vegna umferðar um heit berglög er unnt að lengja líftíma þessarar orkuöflunar hita- veitunnar og fresta á þann hátt fjárfrekum framkvæmdum varð- andi nýja orkuöflun. Ólafur G. Flóvenz sagði að enn væri ekki ljóst hvaða vatn væri heppilegast að nýta til niðurdælingar. Besti kosturinn í því efni væri án efna ef unnt yrði að nota affallsvatnið frá Akureyrarbæ og endurhita það á þennan hátt en á því væri vissu- lega ýmsir tæknilegir örðugleik- ar. Sem fyrr segir þá lofa fyrstu niðurstöður þessara rannsókna góðu og er frekari niðurstöðu að vænta um miðjan nóvember. ÞI

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.