Dagur - 02.10.1991, Blaðsíða 12

Dagur - 02.10.1991, Blaðsíða 12
Akureyri, miðvikudagur 2. október 1991 VEITINGAHUSIÐ heimsendingar- þjónusta alla daga Sunnudaga til fimmtudaga kl. 12.00-22.30 Föstudaga og laugardaga kL 12 00 04 30 Glerárgötu 20 » s 11065 k 26690 Alvöru veitingahús Hádegis- tilboð ullu íiítgil Ólafsfjörður: Áætlunarflugi hætt - um 50% fækkun farþega eftir að Múlagöngin voru opnuð Síðasta áætlunarflug Flugfélags Norðurlands á leiðinni Ólafs- fjörður-Reykjavík var farið síðastliðinn föstudag. Föstum flugferðum á milli þessara staða er nú hætt þar sem sæta- nýting hefur minnkað um allt að helming eftir að göngin í gegn- um Ölafsfjarðarmúla voru opnuð. Sigurður Aðalsteinsson, fram- kvæmdastjóri Flugfélags Norður- lands, sagði að farþegafjöldi á þessari leið hefði aldrei náð að verða það mikill að eftir að 50% fækkun farþega hefði verið orðin staðreynd væri ekki skynsamlegt að halda þessum ferðum uppi. Hann kvaðst raunar hafa búist við þessari þróun og með því að leggja áætlunarflugið niður lyki einum þætti í sögu samgangna við þetta byggðarlag. Ólafsfirð- ingar væru búnir að kynnast ýms- um tímabilum í samgöngumálum og með tilkomu Múlaganganna hefði ákveðinni samgönguhindr- un verið rutt úr vegi á tiltölulega skammri leið til Akureyrar. Hann sagði að á síðastliðnu sumri hefði Ólafsfjarðarfluginu verið haldið uppi í tengslum við áætlunarflug félagsins til Siglu- fjarðar. Sigurður Aðalsteinsson sagðist ennfremur álíta að með reglugerð Flugmálastjórnar, koma á til framkvæmda um næstu áramót og kveður á um að nvrri er tveir flugmenn skuli vera við stjórn allra véla í farþegaflugi, megi búast við vaxandi erfiðleik- um við að halda uppi flugsam- göngum til minnstu byggðarlag- anna. Hann sagði að þar sem ver- ið væri að reyna að halda uppi flugsamgöngum vegna mjög fárra farþega væri spurning um hvenær kostnaður yrði of mikill til að unnt verði að veita þessa nauð- synlegu þjónustu. Að endingu var Sigurður spurður um reynsl- una af hinni nýju vél flugfélags- ins, sem hann kvað hafa reynst mjög vel og næg verkefni væru fyrir hana eins og stæði. f>I Haustsnjókarl, Mynd: Golli Bæjarstjóri Akureyrar segir tilkomu Foldu hf. mikilsverða fyrir atvinnulíf bæjarins: „Ljós á haustdögum að yfir 100 manns heftir verið trvggð atvinna" ,Víst er þetta stór dagur fyrir Akureyringa. Ég held aö viö verðum að hafa þá trú og von að þarna sé verið að gera rétta hluti. I þeim anda hefur verið unnið,“ sagði Halldór Jónsson, bæjarstjóri á Akur- eyri, um stofnun ullarvinnslu- fyrirtækisins Foldu hf. sem tók Borgarbíó: Börn náttúnumar frumsýnd Börn náttúrunnar, kvikmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, verður frumsýnd í Borgarbíói á Akureyri í kvöld. Frá Akur- eyri fer myndin á norrænu kvikmyndahátíðina í Lubeck í Þýskalandi þar sem forseti Islands verður viðstaddur frumsýningu hennar. Börn náttúrunnar hefur hlotið góða dóma gagnrýnanda. Mynd- m var sýnd í aðalkeppni „The World Film Festival" í Montreal og hlaut verðlaun fyrir besta list- ræna framlagið. Síðan var mynd- in útnefnd til Felix verðlaunanna, sem eru n.k. evrópsk Óskars- verðlaun. Hún er þar í hópi fimm kvikmynda sem keppa um titilinn „The Young European Film of the Year“ auk þess sem hún er í hópi 15 mynda er keppa um aðr- ar útnefningar. ój til starfa á Akureyri í gær. Stofnfé í upphafi er 39 milljón- ir en takmarkið er að ná 60 millj- óna króna hlutafé en meðal ann- ars er beðið svara frá stjórn Byggðastofnunar varðandi hluta- bréfakaup. Akureyrarbær sam- þykkti á sínum tíma að eiga allt að helmingi í þessu fyrirtæki og skipti sú ákvörðun miklu í undir- búningi stofnunar fyrirtækisins. Halldór segir að það skipti gíf- urlega miklu máli að fá Byggða- stofnun inn í fyrirtækið. „Allt það sem upp hefur verið lagt hef- ur gengið út frá áætlunum sem miðast við ákveðið eigið fé og ákveðið hlutafé. Við þurfum að ná því marki sem við settum okk- ur og menn hafa alla trú á að það muni takast.“ Halldór segir að varla sé hægt að ætlast til að þetta mál gangi betur upp í bili. Hann segir Foldu hf. stórt fyrirtæki en samt minna en Álafoss var. Spyrja megi af hverju hlutum sé ætlað að ganga Sparisjóðirnir á Norðurlandi: Sparisjóður Vestur Húnvetninga sldlaði mestum hagnaði Sparisjóður Siglufjarðar er eini sparisjóðurinn á Norðurlandi sem rekinn var með tapi á síð- asta ári og raunar er aðeins einn annar sjóður á landinu sem skil- aði taprekstri á árinu 1990. Af sparisjóðunum 14 á Norðurlandi skilaði Sparisjóður Vestur-Hún- vetninga mestum hagnaði eða 11,4 milljónum króna. Annar í röðinni varð Sparisjóð- ur Ólafsfjarðar með 10,3 milljónir, þá Sparisjóður Glæsibæjarhrepps með 9,2 milljónir, Sparisjóður Ak- ureyrar og Amameshrepps með 8,5 milljónir, Sparisjóður Svarf- dæla á Dalvík með 6 milljónir, Sparisjóður Mývetninga með 5 milljónir, Sparisjóður Suður-Þing- eyinga með 4,3 milljónir, Spari- sjóður Þórshafnar með 3,4 milljón- ir, Sparisjóður Höfðhverfinga með 3 milljónir, Sparisjóður Hrútfirð- inga með 2,1 milljón, Sparisjóður Árskógsstrandar með 1,4 milljónir, Sparisjóður Hríseyjar með 1 millj- ón og Sparisjóður Hólahrepps með 400 þúsund krónur. Loks er Spari- sjóður Siglufjarðar með tap upp á tæpar 13 milljónir króna. Hvað varðar eiginfjárstöðu sjóð- anna er Sparisjóður Siglufjarðar sterkur því eigið fé hans nam við síðustu áramót röskum 100 millj- ónum króna. Næstir koma spari- sjóðirnir á Dalvík og Ólafsfirði með rítlega 90 milljóna króna eig- ið fé hvor. Þá koma Sparisjóður V- Húnvetninga og Sparisjóður Akur- eyrar og Amarneshrepps með um 65 milljónir í eigið fé en aðrir sjóð- ireru minni hvað þetta varðar. JÓH upp hjá þessu fyrirtæki sem ekki liafi gengið upp hjá Álafossi en skýringin liggi í því að hlutum sé stillt upp á allt annan hátt og ein- göngu með þeim fjármunum sem þurfi til að reka fyrirtækið. „Við leggjum áherslu á að við erum að stofna nýtt fyrirtæki, byggt á nýj- um forsendum og nýjum grunni en ég vil ekki segja að við séum að endurreisa gamla Álafoss.“ Halldór segir að bjartara sé yfir atvinnumálum Ákureyrar eftir þessi mánaðamót en fyrir. „Mér er vissulega léttir að þetta mál skuli vera svo gott sem kom- ið í höfn því ástæða er til að slá varnagla meðan ekki hefur verið gengið frá öllum endum. Það er ljós nú á haustdögunr að búið skuli vera að tryggja yfir 100 manns atvinnu um einhvern komandi tíma. Ég vona að fleiri ljósir punktar verði dregnir fram í atvinnumálunum áður en langt um líður,“ sagði Halldór. JÓH Vestur-Húnavatnssýsla: Sýslunámskrá samin - „einsdæmi á landimT Grunnskólarnir í Vestur- Húnavatnssýslu fengu styrk úr Þróunarsjóði Kennarasam- bands íslands í haust til að gera samræmda námskrá fyrir skól- ana alla auk Borðeyrarskóla. Mikil samvinna hefur verið undanfarin ár á milli skólanna. Skólarnir eru Laugarbakka- skóli, grunnskólinn á Hvamms- tanga, Vestur-Hópsskóli, barna- skóli Staðarhrepps og grunnskól- inn á Borðeyri. Jóhann Alberts- son, skólastjóri Laugarbakka- skóla, segir samstarfið síðustu árin hafa verið mjög náið, bæði á faglegum sem félagslegum grund- velli. M.a. hafa skólarnir samnýtt sérstaka fagstjóra sem valdir hafa verið úr hópi kcnnara á svæðinu til að samræma námsefni í ein- stökum greinum og leiðbeina öðrum kennurum. „Ég vil meina að þessi fag- stjórn okkar sé í raun og veru einsdæmi á landinu, því hún nær yfir stórt svæði og er vel skipu- lögð. Sýslunámskráin er síðan unnin út frá fagstjórninni og verður einskonar millistig grunn- skólanámskrárinnar og skóla- námskrár,“ segir Jóhann Alberts- son. Styrkurinn sem V.-Húnvetn- ingar fengu var rúmar 680 þús. krónur og á námskráin að verða tilbúin í vor. SBG Raufarhafnarprestakall: Jón Hagbarður kjörinn prestur Á fundi kjörmanna í Raufar hafnarprcstakalli sl. mánu dagskvöld var umsókn frá Jóni Hagbaröi Knútssyni, guð fræðingi, um stöðu sóknar prests samþykkt samhljóða Innan tíðar verður Jón Hag barður vígður í embættið. Að sögn sóknarnefndarmanns á Raufarhöfn nrun Ragnheiður Erla Bjarnadóttir gegna starfi sóknarprests til 15. október en Jón Hagbarður kæmi væntanlega um miðjan nóvember. Gera þarf ýmsar lagfæringar á prestsbústaðnum á Raufarhöfn og þykir sóknarnefnd tímabært að ráðast í þær áður en Jón Hag- barður kemur til starfa. SS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.