Dagur - 24.10.1991, Blaðsíða 1

Dagur - 24.10.1991, Blaðsíða 1
74. árgangur Akureyri, fímmtudagur 24. október 1991 202. tölublað Venjulegir og demantsskornir trúlofunarhringar Afgreiddir samdægurs GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI Undirskriftir 166 Hríseyinga til kaupfélagsstjóra og stjórnar KEA: Óviðunandi að fiskur verði fluttur eftir þörfum til Hríseyjar - ekkert ákveðið um útgerð Súlnafells, segir stjórnarformaður KEA Slökkviliðsmenn slökkva eldinn í affallsgeymslunni í gær. Mynd: Goiii Eldur í sútumnni Eitt hundrað sextíu og sex Hríseyingar hafa ritað nöfn sín á undirskriftalista til stjórnar KEA og kaupfélagsstjóra KEA, þar sem þeir mótmæla því að Súlnafelli verði lagt og kvóti þess fluttur til Dalvíkur. Eins og kunnugt er hefur yfír- Á fundi í stjórn Fiskveiðasjóðs í gær var tekið jákvætt í samn- ing um sölu á nýsmíðaskipi Slippstöðvarinnar á Akureyri til Matthíasar Óskarssonar í Vestmannaeyjum. Málið var ekki afgreitt á fundinum í gær en forstjóri sjóðsins reiknar með að það fái afgreiðslu á næstu dögum þegar fáeinum formsatriðum hafí verið fullnægt. Gert er ráð fyrir að Fiskveiða- sjóður láni meirihluta kaupverðs Tveir menn brutust inn í bíla- sölu Þórshamars á Akureyri í fyrrinótt og óku á brott úr sýn- ingarsalnum á nýrri Daihatsu- fólksbifreið. Innbrotið upp- götvaðist þegar starfsmenn bflasölunnar komu til vinnu í gærmorgun. Rannsóknarlög- reglan á Akureyri hafði grun um að þarna væru á ferð sunn- anmenn sem komu til bæjarins í fyrradag og lét því boð út ganga til lögreglumanna á landinu að svipast um eftir bílnum. Upp úr hádegi í gær voru mennirnir síðan stöðvaðir af lögreglunni í Borgarnesi. Að sögn Daníels Snorrasonar, hjá rannsóknarlögreglunni á Akureyri, virðist sem mennirnir hafi farið inn um glugga á aust- urhlið bifreiðasýningarsals Þórs- hamars. Áður en þeir völdu sér bíl til suðurfararinnar spörkuðu þeir þeir upp hurð á skrifstofu bílasölunnar en stálu engu. Mennirnir höfðu hins vegar geng- ið vel um þegar þeir óku nýja bílnum burtu úr salnum því keyrsludyrum lokuðu þeir kyrfi- lega á eftir sér þannig að stund leið áður en starfsmenn uppgötv- uðu í gærmorgun að einn bílinn vantaði í salinn. Daníel segir að fleira tengist þessu máli því mennirnir hafi haft með sér stolið tékkhefti þeg- ar þeir komu til Akureyrar í mönnum á Súlnafelli verið sagt upp með þriggja mánaða fyrir- vara. Forsvarsmenn KEA segja ekki liggja fyrir endanleg ákvörðun um hvort því verði lagt. Verið sé að fara yfír útgerð og fískvinnslu Kaupfé- Iags Eyfírðinga í heild sinni. og því skiptir afstaða stjórnar sjóðsins öllu um söluna. Þrisvar áður hefur kaupsamningur um skipið strandað í stjórn Fisk- veiðasjóðs en nú stefnir í að mál- ið fái grænt ljós. „Menn eru þessu hlynntir og taka vinsamlega í þetta. Við ætl- um nú að tala við forystumenn Slippstöðvarinnar varðandi nokkur formsatriði og ljúkum þessu vonandi fljótlega," sagði Már Elísson, forstjóri Fiskveiða- sjóðs eftir fundinn í gær. JÓH fyrradag og því leiki einnig grun- ur á ávísanafalsi. Að sögn Dan- íels verða mennirnir yfirheyrðir hjá lögreglunni í Borgarnesi og þaðan verður málinu væntanlega vísað til ríkissaksóknara til með- ferðar. JÓH Hafín er atbugun á endur- vinnslu plastefna á Akureyri. Að endurvinnslunni stendur umbótahópurinn, sem saman- stendur af Hólmsteini Hólm- steinssyni, framkvæmdastjóra hjá Möl og sandi, Sveini Heið- ari Jónssyni, byggingameistara og Þórarni Kristjánssyni, framkvæmdastjóra Gúmmí- vinnslunnar auk fyrirtækisins Sagaplasts hf., sem endurunn- ið hefur fískkassa frá því síðla árs 1989. Steinar Magnússon hefur verið ráðinn starfsmaður endurvinnsluhópsins og vinnur hann nú að því að kanna alla þætti þessa máls, bæði hvað varðar tækni og möguleika til I greinargerð með undir- skriftalistanum segir að Hrísey- ingar telji óviðunandi ef kvóti Súlnafells verði færður á skip Útgerðarfélags Dalvíkinga hf. og fiskur af þeim fluttur eftir þörfum til vinnslu í Hrísey. Fram kemur að Hríseyingar óttast að kvóti verði skertur enn frekar á næstu árum. „Þá óttast Hríseyingar að verða undir þegar hagsmunir skarast við fimm sinnum fjöl- inennari byggð. Hafa ber í huga gömul sannindi, að þegar að mönnum sverfur, þá ræður frum- skógarlögmálið; sá bjargast sem meira hefur aflið.“ Þess er krafist að Kaupfélag Eyfirðinga virði fleira en arðsem- issjónarmið í þessu sambandi. „Það verður einnig að virða það vinnuafl sem fram til þessa hefur skapað arðinn. Ef engin leið finnst til að virða hvort tveggja, vaknar sú spurning hvort ekki sé um stjórnunarlegan veikleika að ræða.“ Ennfremur segir í greinargerð- inni: „Það líkist feigðarmerkjum stærsta samvinnufyrirtækis lands- ins að það tekur nú ákvörðun, trúlega örvæntingarfulla, sem augljóslega mun grafa undan traustri byggð staðar sem er á starfssvæði þess. Hugtakið „sam- vinnuhugsjón“ fer að verða harla léttvægt, a.m.k. í huga Hrísey- inga.“ Jóhannes Sigvaldason, for- maður stjórnar KEA, segir að starfshópur á vegum félagsins hafi að undanförnu skoðað útgerð og fiskvinnslu hjá KEA í heild sinni og álit hans verði trú- lega lagt fyrir næsta stjórnarfund, sem verði á næstu dögum. Engar endanlegar ákvarðanir um útgerð Súlnafellsins hafi því enn verið teknar. óþh cndurvinnslu hinna ýmsu plast- efna auk þess að huga að mark- aðsmálum fyrir afurðir endur- vinnslunnar. Steinar sagði að Sagaplast hefði unnið ónothæfa fiskkassa og ýmiskonar plastúrgang frá frystihúsum og fiskvinnslustöðv- um frá því að fyrirtækið var stofnað á síðari hluta ársins 1989. Fyrirtækið hefði komið sér upp bifreið með mölunarbúnaði og hefðu starfsmenn þess síðan farið um landið og malað ónýta plast- hluti. Á síðastliðnu sumri hefðu félagarnir í umbótahópnum farið að kanna möguleika á endur- vinnslu plastefna og eftir það Slökkvilið Akureyrar var kvatt að gömlu sútuninni á Akureyri í gær þar sem kviknaði eldur í affallsgeymslu. Að sögn Gísla Kr. Lórenzsonar, slökkviliðs- stjóra, kviknaði eldurinn út frá neista þegar hnífar í skinnaverk- unarvél voru brýndir. Gísli segir að slökkviliðið hafi áður verið kallað út í sams konar tilviki. Að þessu sinni hafi skemmdir orðið litlar og starfsmenn verið langt komnir með að ráða niðurlögum hefði komið til samstarfs þeirra og Sagaplasts. Steinar sagði að nú væri unnið að athugunum á því hvaða tækni- búnaður væri nauðsynlegur og í hvað miklar fjárfestingar yrði að leggja. Ýmsar gerðir af plastefn- um væru notaðar og mögulegt sé að þurfi að viðhafa mismunandi aðferðir við endurvinnslu þeirra. Nú stendur yfir athugun í samráði við Stéttarsamband bænda og Hollustuvernd varðandi endurvinnslu á plastfilmu, sem notuð er til að pakka heyrúllum en með aukinni rúllubindingu á heyi er ljóst að töluverl magn af plasti fellur til sem erfitt er að losna við eða eyða nema með eldsins þegar slökkvilið kom á vettvang. Á sama tíma og slökkviliðið geystist að sútuninni fór viðvör- unarkerfi Gagnfræðaskóla Akur- eyrar í gang. Þar var um að ræða fyrirvaralausa æfingu á bruna- varnakerfi skólans. Aðeins skóla- stjóri og slökkviliðsmenn vissu um æfinguna og var skólinn tæmdur á innan við tveimur mínútum. JÓH endurvinnslu. Talið er að um 750 til 800 tonn falli til af plasti í sveitum landsins á hverju ári þeg- ar öll plastefni eru talin. Auk þess sem athuganir standa nú yfir á endurvinnslumöguleik- um plastefna er verið að kanna hvaða markaðsmöguleikar eru fyrir hendi. Ljóst er að ekki er markaður fyrir framleiðslu slíkr- ar endurvinnslu hér á landi sem stendur og því yrði um útflutn- ingsstarfsemi að ræða, að minnsta kosti fyrst um sinn en Steinar Magnússon sagði að þeg- ar endurvinnslan verði komin vel af stað sé eðlilegt að huga að framleiðsluþáttum úr því hráefni sem hún skapaði. ÞI Nýsmíðaskip Slippstöðvarinnar: Sölunni vel tekið 1 • / r<* 1 • X • / x» nja Fiskveiðasjoði Akureyri: Stálu bíl úr sýningarsal og óku suður yfir heiðar Endurvinnsla á plastefnum á Akureyri: „Athugun hafin á tæknimöguleikum, fjárfestingarþörf og markaðsmálum“ - segir Steinar Magnússon, starfsmaður áhugamannahóps um endurvinnsluna

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.