Tmarit.is
Leita | Tittul | Articles | Um | FAQ |
rita inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagur

og  
M T M H F L S
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
lat upp nggjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Vertical fit


Din browser understtter ikke PDF-filer
Klik her for at se siden som JPG
Dagur

						75. árgangur
Akureyri, þriðjudagur 31. mars 1992
63. tölublað

HERRADEILD
Gránufélagsgötu 4
Akureyri • Sími 23599
Tilkynning send út til bænda
um greiðslumark lögbýla:
Margir eyfirsldr bændur
ósáttír við sinn hlut
Þessa dagana eru bændur aö fá í
hendur bréf með tilkynningu um
greiðslumark lögbýlis, sem sam-
kvæmt breytingu á búvörulög-
unum frá 1985 kemur í stað full-
virðisréttar. Það má orða það svo
að greiðslumark veiti lögbýlum
rétt til beinnar greiðslu úr ríkis-
sjóði gegn framleiðslu á tilteknu
magni af kindakjöti. Bændur
hafa hálfsmánaðar frest frá dag-
setningu tilkynningar til að gera
athugasemdir við úthlutað
greiðslumark.
Ólafur G. Vagnsson, ráðunautur
hjá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar,
segist hafa heyrt óánægjuraddir
bænda á sambandssvæðinu með
úthlutað greiðslumark. Hann segist
fastlega gera ráð fyrir að þetta mál
fái ítarlega umfjöllun á aðalfundi
Búnaðarsambands Eyjafjarðar,
sem verður á Dalvík í dag.
„Bændur hér eru ósáttir við að
þegar kaup ríkisins á fullvirðisrétti
í fyrrasumar voru kynnt, hafi verið
Veðrið:
Vorblíðan
ræður ríkjum
í dag spá veðurfræðingar aust-
lægri átt á landinu, golu eða
kalda. Skýjað verður með strönd-
inni norðaustanlands en úr-
komulítið og víðast bjart í öðrum
landshlutum. Hiti breytist Iítið og
verður 2-6 stig yfir daginn.
Á miðvikudag gerir Veðurstof-
an ráð fyrir hægri breytilegri átt
eða norðvestan golu og kólnandi
veðri. Einhver éljagangur verður
um norðanvert landið. Á fimmtu-
dag er síðan búist við suðvestan átt.
Þurrt verður norðanlands og hiti
nálægt frostmarki.
sagt að þar sem tækist að selja 12
prósent af fullvirðisrétti út af svæð-
unum, myndu bændur sleppa við
frekari skerðingu fyrsta árið. Síð-
an kemur í ljós að menn fá á sig
skerðingu. Þetta svíður bændum
hér á svæðinu, ekki síst vegna þess
að þeir voru mjög duglegir að selja
fullvirðisrétt á síðasta ári. Það er
að vísu boðað að þeir njóti þess við
svokallaða seinni niðurfærslu í
haust, þegar framleiðsluréttur
haustsins 1993 verður ákveðinn, að
hafa selt umfram 12 prósentin í
fyrra," sagði Ólafur.
Með greiðslumarki verða felld-
ar niður niðurgreiðslur til afurða-
stöðva og teknar upp beinar
greiðslur í stað þeirra. Beinu
greiðslumar svara til helmings af
framleiðslukostnaðarverði dilka-
kjöts og berast framleiðendum í
samræmi við greiðslumark lögbýl-
isins. Þær verða greiddar út mán-
aðarlega á almanaksárinu frá mars
til desember fyrir það verðlagsár
sem hefst 1. september og lýkur
31. ágúst á næsta almanaksári. Af-
urðastöðvarnar greiða það sem upp
ávantar.__________________óþh
Haukur Valtýsson, fyrirliði KA, hampar bikarnum eftirsótta annað árið í röð.
Mynd: KL
Bikarkeppni karla í blaki:
Bikarinn áfram á Akureyri
- stelpurnar urðu í 2. sæti
KA tryggði sér bikarmeistaratit-
ilinn í blaki karla þegar liðið sigr-
aði Þrótt Reykjavík 3:2 í úrslita-
leik á laugardag. KA lék einnig
til úrslita í kvennaflokki en tap-
aði 0:3 fyrir ÍS.
Þetta er annað árið í röð sem
KA vinnur keppnina í karlaflokki
og þriðja árið í röð sem liðið leikur
til úrslita. Leikurinn var tvísýnn,
KA komst í 2;0 en Þróttarar jöfn-
uðu þannig að KA-menn þurftu
oddalotu til að knýja fram úrslitin.
KA-stúlkumar íéku til úrslita í
fyrsta sinn og var leikurinn jafnari
en lokatölumar gefa til kynna. ÍS á
góða möguleika á að vinna einnig
Islandsmeistaratitilinn.
Sjá nánar um leikina á íþrótta-
síðum.
Formaður Alþýðusambands Norðurlands um viðræðuslit aðila vinnumarkaðarins:
Þýðir ef tilvill endalok þessarar
miklu miðstýringar í samningsgerð
- verkalýðsfélög á Norðurlandi meta stöðuna á fundum í þessari viku
Kári Arnór Kárason, formaður
Alþýðusambands Norðurlands,
er svartsýnn á að viðræður um
nýjan kjarasamning fari aftur af
Loðnuvertíðinni að ljúka:
Rúm 100 þúsund tonn
eftirafkvóta
- „ég hefði viljað sjá einhverja þrauka
fram í apríl"
Loðnuvertíðinni er nú að Ijúka.
Mikið hefur dregið úr veiðinni síð-
ustu dagana en enn voru nokkrir
bátar að við Snæfellsnes í gær.
Jón Ólafsson hjá Félagi íslenskra
fískmjölsframleiðenda segist
reikna með að nú um mánaðamót-
in hætti flestir þeir hátar sem
enn eru við veiðar.
Heildarveiðin á vertíðinni er
orðin 626 þúsund tonn og enn eru
eftir 125 þúsund tonn af loðnu-
kvótanum. Frá áramótum hafa
veiðst 570 þúsund tonn en 56 þús-
und tonn komu á land fyrir áramót.
Undir lok loðnuvertíðarinnar
jók sjávarútvegsráðuneytið loðnu-
kvótann um 50 þúsund tonn að til-
lögu     Hafrannsóknastofnunar.
Stofnunin gerði þessa aukningu að
tillögu sinni þar sem mælst hafði
loðna djúpt út af Vesturlandi og
var gert ráð fyrir að hún gengi inn
að landinu en svo virðist sem þessi
ganga hafa ekki skilað sér.
„Því miður hef ég grun um að
nú um mánaðamótin detti veiðarn-
ar alveg niður. Ég hefði viljað sjá
einhverja þrauka fram í apríl til að
sjá betur hvernig hegðunin hjá
loðnunni er á þessum tíma en þetta
er ekki nógu mikil veiði til að
menn haldi skipunum úti," sagði
Jón.                   JOH
stað fyrr en í fyrsta lagi eftir
páska. Kjaraviðræður aðila
vinnumarkaðarins sigldu í
strand um helgina og næstu daga
verður boðað til funda hjá verka-
lýðsfélögum víða um land til þess
að meta stöðuna. Mið- og sam-
bandsstjórn Alþýðusambands
Norðurlands og formenn allra
verkalýðsfélaga á Norðurlandi
hafa verið boðaðir til fundar á
Akureyri nk. föstudag og í næstu
viku er gert ráð fyrir fundum hjá
Verkamannasambandinu og Al-
þýðusambandinu, þar sem niður-
stöður fundanna í þessari viku
verða kynntar.
Um miðnætti sl. laugardags-
kvöld sigldu kjaraviðræðurnar í
strand. Hyldýpi var þá á milli
samningsaðila og ljóst að ekki væri
unnt að brúa bilið að svo komnu
máli.
Kári Amór Kárason sagði í gær
að verkalýðshreyfingin hafi ekki
viljað fallast á að skrifa upp á nýj-
an kjarasamning um engar kaup-
hækkanir. „Við vorum tilbúnir að
fallast á nokkum veginn þann
kaupmátt sem fólk býr við í dag, en
í staðinn kæmi ríkið til móts við
okkur í ýmsum velferðarmálum,
t.d. varðandi heilbrigðiskerfið,
bamabætur o.fl. Ríkið bauð 150
milljónir, en ekki var unnt að fá
loforð frá heilbrigðisráðherra um
að gripið yrði til frekari hækkana á
þjónustugjöldum eða tekin upp ný
gjöld. Það mátti reyndar skilja á
honum að það gerði ekkert til þótt
við fengjum þessar 150 milljónir,
hann myndi ná þeim annars staðar.
Við þessar aðstæður var mat flestra
að það væri enginn samningur í
augsýn," sagði Kári Amór.
Hann sagði erfitt að meta hvort
kæmi til harkalegra átaka á vinnu-
markaði í kjölfar viðræðuslita um
helgina. „Það er mjög erfitt að
meta það á þessari stundu, en mér
þykir ekki ólíklegt að það verði
einhver átök. Ekki er ólíklegt að
einhverjir hópar fari út í átök,"
sagði Kári Arnór og bætti við að
hann ætti ekki von á að samflot
ASÍ, BSRB og Kennarasambands-
ins héldi áfram.
Formaður Alþýðusambands
Norðurlands taldi að viðræðuslit
um helgina markaði ákveðin tíma-
mót í kjaraviðræðum hér á landi.
„Þetta þýðir ef til vill endalok þess
samningakerfis sem við höfum
haft, þessarar miklu miðstýringar í
samningsgerð. Þetta kerfi er mjög
þungt og erfitt."
Valdimar Guðmannsson, for-
maður Verkalýðsfélags Austur-
Húnvetninga, segist ósáttur við
áherslur verkalýðshreyfingarinnar
í viðræðum við atvinnurekendur að
undanfömu. Ekki hati nægilega
mikið verið lagt upp úr kjarabótum
fyrir lægst launaða fólkið, en það
atriði hafi Verkalýðsfélag Austur-
Húnvetninga alltaf sett á oddinn.
„Ég er óhress með hvernig þetta
hefur verið rekið. Láglaunabætur
sem menn hafa verið að tala um er
ekki til að hrópa húrra fyrir. Það
verður að segjast að þetta samflot
er að mörgu leyti mjög erfitt. Þó að
menn geti sameinast um margt, þá
er í mörgu dálítið langt á milli
manna," sagði Valdimar.     óþh
|
Skagafjörður:    i
Bflslys á
Höfðaströnd
Bílslys varð í Skagafirði um
helgina og lærbrotnaði öku-
maður bfls sem fór út af Siglu-
fjarðarvegi, en farþegi slapp
ómeiddur.
Slysið varð skammt frá bæn-
um Höfða á Höfðaströnd. öku-
maður missti stjóm á bflnum
með þeim afleiðingum að hann
lenti út af veginum og hafnaði í
árbakka á svonefndri Höfðaá.
Við útafaksturinn lærbrotnaði
ökumaður bifreiðarinnar, en
farþegi sem var í bflnum slapp
svo til ómeiddur. Bfllinn er mjög
illa farinn.             SBG
					
Hide thumbnails
Sa 1
Sa 1
Sa 2
Sa 2
Sa 3
Sa 3
Sa 4
Sa 4
Sa 5
Sa 5
Sa 6
Sa 6
Sa 7
Sa 7
Sa 8
Sa 8
Sa 9
Sa 9
Sa 10
Sa 10
Sa 11
Sa 11
Sa 12
Sa 12
Sa 13
Sa 13
Sa 14
Sa 14
Sa 15
Sa 15
Sa 16
Sa 16