Dagur - 02.06.1992, Blaðsíða 1

Dagur - 02.06.1992, Blaðsíða 1
LACOSTE Peysur • Bolir HERRADEILD Gránutelagsgötu 4 Akureyri ■ Sími 23599 Reyklaus dagur í gær? Gærdagurinn var af Tóbaks- varnanefnd lýstur reyklaus og var athyglinni að þessu sinni beint að vinnustöðum. Dagur leitaði upplýsinga um hvernig gengið hefði að halda vinnu- stöðum reyklausum. Víða voru svörin þau að vinnustaðurinn eða hluti hans væri þegar reyk- laus og annars staðar hefur sá háttur verið á að reykinga- menn fara afsíðis til að reykja svo samstarfsmenn beri ekki skaða af. Víða var pottur brotinn í reyk- leysisátaki og sá blaðamaður Dags suma samstarfsmenn sína reykja eins og ekkert hefði í skorist þótt aðrir virtu tilmæli Tóbaksvarnanefndar. Starfs- menn í fyrirtækjum sem Dagur hafði samband við sögðu að uppi væru spjöld sem minntu á reyk- leysi. Allt að einu heyrðust víða raddir um að í gær hefði verið reykt sem endranær á fisk- vinnslustöðvum, skinnaiðnaði, á bæjarskrifstofum lögmannsskrif- stofum og meira að segja á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri var reykt - á afviknum stöðum þó. Blaðamaður Dags fór í kringum tilmælin og tók einfaldlega í nefið. GT Nýtt landnám í Eyjafirði: Helgi magri væntanlegur Samvinna um soðið. Mynd: Goiii Helgi magri brá sér í víking til Englands í vetur en hann mun væntanlega nema land í Eyja- firöi öðru sinni á næstu vikum. Eins og Dagur hefur greint frá var Helgi fjarlægður og settur í þurrk fyrir nokkrum árum en hann reyndist iila á sig kominn og var ákveðið að senda hann til frekari meðferðar í Eng- landi. Hér er að sjálfsögðu verið að ræða um styttu Jónasar S. Jakobs- sonar af landnemunum Helga magra og Þórunni hyrnu. Hún var illa leikin af veðri og vindum og var Bryndís Kristinsdóttir fengin til að lagfæra skemmdirn- ar. í vetur var styttan síðan flutt til Englands og þar var hún steypt í brons. Að sögn Ingólfs Ármannsson- ar, skóla- og menningarfulltrúa Akureyrarbæjar, átti styttan að fara í skip nú um mánaðamótin og er því væntanleg til Akureyrar innan tíðar. Hann bjóst við að hún yrði fljótlega sett aftur á sinn gamla stað á klöppunum norðan og ofan við íþróttavöllinn. SS Frægur graðfoli fannst dauður á föstudag Sex vetra graðfoli, Hóseas frá Kvíabekk í Ólafsfirði undan Höfða-Gusti frá Höfða í Þver- árhlíð í Borgarfirði og Skerpu frá Kvíabekk, fannst dauður í hesthúsinu að Bringu í Eyja- fjarðarsveit á föstudagsmorg- un. Talið er að folinn hafi fest sig undir jötu og hálsbrotnað. Hóseas hafði verið notaður að Bringu fram til 20. maí sl. en beið eftir flutningi suður. Hóseas hafði fengið viður- kenningar fyrir skapprýði og byggingu en hann var alinn upp á Stóðhestastöðinni að Gunnars- holti. Hér er um umtaslvert tjón að ræða fyrir eigandann, jafnvel talið í milljónum, því bæði hafði folinn verið leigður út í sumar fyrir hartnær eina milljón króna og svo er slík skepna ekki föl fyrir neina smápeninga. Þetta var fyrsta sumarið sem eigandinn, Kristín Sigurðardóttir frá Kvía- bekk, hafði einhverjar tekjur af Hóseasi, því hann kom ekki norður frá stóðhestastöðinni fyrr en í fyrrahaust. GG Silfurstjarnan hf.: Fóðurstöðin í startholunum - fiskeldið gengur vel og litlar verðsveiflur Fóðurstöð Silfurstjörnunnar hf. í Núpsmýri er nú fullbyggð og að mestu tilbúin. Norðmað- ur er væntanlegur í næstu viku til aðstoðar og ráðgjafar en Björn Benediktsson, fram- kvæmdastjóri Silfurstjörnunn- ar, vonast til að stöðin komist í gagnið innan fárra vikna. Á meðan mun Silfurstjarnan halda áfram að kaupa fóður fyrir eldisfiskinn en í sumar á stöðin að verða sjálfri sér næg að þessu leyti. Skakkaföllin í fiskeldinu virð- ast ekki enn að baki eins og sjá má af fréttum um óvissu í rekstri fiskeldisstöðva íslandslax og Lindalax. Björn segir að rekstur Silfurstjörnunnar gangi hins veg- ar þolanlega. „Ég var nú að lesa það að íslandslax væri að hætta af því að verðið væri enn að lækka en mín reynsla er sú að verðið hefur mjakast upp á við. Ég veit ekki hvernig stendur á þessu misræmi en við höfum verið að seilast í kröfuharðari hluta markaðarins og þar eru ekki miklar verðsveifl- ur,“ sagði Björn. Einnig hefur verið bent á að Chile-menn hafa verið að dæla mjög ódýrum laxi inn á markað- inn og skemmt þannig fyrir öðrum, en Björn sagði að þeir í Chile hefðu nú orðið fyrir áfalli. Einhver baktería sem væri þekkt úr húsdýrum hefði komist í fisk- inn og þetta gæti haft mikil áhrif á þróunina. „Annars finnst mér einkenni- legt að þótt Chile-menn hafi dælt inn á Bandaríkjamarkað ógrynni af fiski á mjög lágu verði þá hafði aðilinn sem kaupir af okkur þar ekki heyrt um þetta. Hann var að biðja okkur um upplýsingar, sjálfsagt til að nota sér til fram- dráttar," sagði Björn. SS Graðfolinn Hóseas fannst dauður á föstudagsmorgun - sex vetra gamall. Akureyri: Mikil ölvun á föstudagskvöld Helgin var fremur róleg aö sögn lögreglunnar þótt ölvun heföi verið töluverð í miðbæ Akureyrar á föstudagskvöld. Nokkuð var um brot á umferð- arlögum og gangandi maður slasaðist lítillega þegar ekið var á hann. Að sögn lögreglunnar á Akur- eyri var mikil ölvun í miðbænum á föstudagskvöld. Mikill mann- fjöldi var þar saman kominn og stóð gamanið til klukkan sex næsta morgun enda var prófum lokið hjá skólanemum. Állt fór þó vel fram og að kvöldi laugar- dags var meiri ró yfir miðbænum. Fimm manns gistu fangageymslur lögreglunnar um helgina. Lögreglan stöðvaði sex öku- menn fyrir of hraðan akstur og einn fyrir ölvunarakstur um helg- ina auk þess sem þrír árekstrar voru skráðir. Vegfarandi skaddaðist þegar ekið var á hann á Leiruvegi síðdegis á laugardag en ekki var talið að alvarleg meiðsl hefðu orðið. Tvö pör hjólkoppaþjófa náð- ust við iðju sína aðfararnótt laug- ardags og eru brot þessara aðkomumanna upplýst. Sjúkrabílar á Akureyri sinntu fjórum bráðatilfellum en að öðru Ieyti var helgin róleg á Slökkvi- stöðinni. Sama má segja um kaupstaðina norðan Akureyrar þar sem helgin var róleg og fín að sögn lögreglu. Að sögn lögreglunnar á Sauð- árkróki voru allnokkrir ökumenn teknir fyrir of hraðan akstur en ölvun var ekki framar venju. Að frátöldum nokkrum pústrum á dansleik í Miðgarði var helgin annars róleg fyrir vestan. GT Húsavíkurkirkja: Sóðaleg umgengni við Guðshúsið Sóöalegur umgangur var á og við tröppur Húsavíkurkirkju aöfaranótt sunnudags. Lög- reglan hafði afskipti af ung- mennum sem fóru inn í kirkj- una um nóttina, en dyr hennar voru óvart ólæstar. Ekki varð þess vart að unglingarnir yllu skemmdum í kirkjunni. Hjörtur Tryggvason, með- hjálpari, sagði að aðkoman að kirkjunni á sunnudagsmorgun liefði ekki verið til fyrirmyndar og ekki væri nógu sniðugt að vera með partýhald á tröppum Guðs- hússins. Sóðaleg umgengni hefði verið við kirkjuna, rusl, tómar flöskur og brotnar flöskur á víð og dreif. Dansleikur var haldinn að Ýdölum á laugardagskvöld og fór hann nokkuð vel fram að sögn lögreglu. Eitthvað var um að rnenn ækju bifreiðum sínum full- hratt um helgina. IM Veðrið norðanlands á morgun: Sunnangola Að sögn Veðurstofu íslands mun heldur kólna á Norður- landi í dag og er von á þoku- lofti og dálítilli rigningu. Hit- inn verður mestur um 15 stig og verður hlýjast inn til landsins. Von er á þokulofti og dálítilli súld með sunnangolu og skýja- veðri vestan til á morgun en spáð er suðaustankalda og mistri á Norðausturlandi. Suðvestur af landinu er lægð sem þokast norð- vestur en norðaustan við landið er hæð. Lítilsháttar mun kólna auk þess sem eitthvað rignir með morgninum. GT

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.