Dagur - 21.08.1992, Blaðsíða 1

Dagur - 21.08.1992, Blaðsíða 1
75. árgangur Akureyri, föstudagur 21. ágúst 1992 Dýpkunarframkvæmdir í Húsavíkurhöfn: Ekkert til ráða nema að sprengja - stöðug fundahöld vegna málsins Skíöakrakkarnir lögðu af stað frá Akureyri í gær og munu una sér á skíðum á Snæfellsjökli um helgina. Mynd: Goiii Skíðakrakkar frá Akureyri: Æfa á Snæfellsjökli inn helgina í gær var fundur í hafnarstjórn Húsavíkurkaupstaðar þar sem dýpkunarframkvæmdir í Húsa- víkurhöfn voru ræddar í Ijósi þeirra rannsókna er gerðar voru daginn áður. „Menn telja nú að botninn se ógræfur að stórum hluta með þeim tækj- um sem eru á staðnum og eru í eigu undirverktakans Dýpkun- ar hf. Talið er að ekkert sé annað til ráða en að sprengja til að ná því efni sem þarf að fjarlægja,“ segir Einar Njáls- son, bæjarstjóri Húsavíkur. Éinar segir að 75% af svæðinu, sem fyrirhugað var að dýpka, sé óvinnandi vegna hörku. 25% er hægt að grafa að einhverju Útgerðarfélag Akureyringa hf.: Vilhelm Þor- steinsson lætur af störfiim sem framkvæmdastjóri Vilhelm Þorsteinsson, annar framkvæmdastjóra Utgerðar- félags Akureyringa hf., lætur af störfum vegna heilsufars- ástæðna þann 1. september. Vilhelm hefur starfað hjá Ú.A. allar götur síðan í sept- ember 1947, en þá hóf hann störf sem háseti um borð í Kaldbaki EA. „Fjörutíu og fimm ár er langur starfsaldur. Arið 1950 var Vil- helm kominn yfir á Harðbak og tók við skipstjórn árið 1954. Um áramót 1964/1965 hætti Vilhelm sjósókn og réðst til starfa sem annar framkvæmdastjóra félags- ins. Þann 10. ágúst lá fyrir stjórn- arfundi uppsagnarbréf þar sem heilsufarsástæður voru tilgreind- ar. Ekkert hefur verið rætt um ráðningu nýs framkvæmdastjóra og það mál verður ekki á dagskrá stjórnar fyrr en í næsta mánuði,“ sagði Sverrir Leósson, stjórnar- formaður. ój Vilhelm Þorsteinsson. marki, en hvergi er hægt að fara niður á það dýpi sem fyrirhugað var með greftrinum. „Af skýrslum jarðfræðinga var vitað að í Húsavíkurhöfn gæti verið erfiður botn, en á óvart kemur að hörðu berglögin skuli vera svo ofarlega. í dag kl. 8,30 á ég fund með starfsmönnum Vita- og hafna- málaskrifstofu. Þar munum við fara yfir öll gögn. í framhaldi við- ræðna vænti ég þess að lagðar verði fram tillögur eða yfirlit yfir þá valkosti sem við höfum í stöð- unni. Síðar í dag mun ég kynna samgönguráðherra stöðu málsins í ljósi tillagna starfsmanna Vita- og hafnamálaskrifstofu," sagði Einar Njálsson og bætti við: „Húsvíkingar telja að upplýsing- ar um botninn hefðu getað legið fyrir fyrr, ef að þau tæki sem áttu að vinna verkið hefðu verið í lagi í upphafi verks. Ekki viljum við hleypa illsku í málið, en miklu hefði munað fyrir Húsavíkur- kaupstað, ef fengnar upplýsingar hefðu legið fyrir í júnímánuði, en ekki nú í lok ágúst. Af hálfu hafnarstjórnar er lögð mjög þung áhersla á að í haust verði haldið áfram með verkið, því dýpkun ræður úrslitum um notagildi hafnarinnar." ój Frá og með 1. september næst- komandi mun nýmjólk, sem hefur hærri frumutölu en 750 þúsund verða verðfelld til framleiðenda samkvæmt ákvæðum reglugerðar um mjólk og mjólkurvörur. Ákveðið er að þessi regla gildi í tvö ár en frá og með árinu 1994 verða viðmiðunarmörkin lækkuð í 600 þúsund. Mjólk sem hefur lægri frumutölu en 750 þúsund telst vera fyrsta flokks mjólk, mjólk með frumutölu á biíinu 750 þúsund til einnar milljónar teist annars flokks mjólk og þegar frumu- talan fer yfir eina milljón er um þriðja flokks mjólk að ræða og telst mjólkin þá ekki hæf til sölu sem neysluvara og ber að vinna úr henni þær vör- ur sem mögulegt er miðað við hráefnið. Auk verðfellingar vegna hárrar frumutölu í mjólk verður einnig tekin upp verðfelling eftir magni hitaþolinna og kuldakærra gerla í nýmjólk fyrsta september næst komandi. Ólafur Jónsson, dýra- læknir hjá Mjólkursamlagi Kaup- félags Eyfirðinga, sagði að slíkar mælingar hafi verið gerðar á mjólk hjá mjólkursamlaginu Það eru kannski ekki margir sem eru með hugann við skíði þessa stundina þó svo að farið sé að halla í haustið. í gær lagði þó 40-50 manna hópur af stað á Snæfellsnes með það fyrir augum að fara á skíði á Snæfellsjökli. undanfarin sjö ár þótt verðfelling hafi ekki komið til framkvæmda fyrr en nú og séu bændur á fram- leiðslusvæði þess því vel kunnug- ir niðurstöðum þeirra mælinga. Hvað verðfellingu af völdum frumutölu varðar sagði Ólafur Jónsson að bændur væru einnig vel undirbúnir að takast á við það viðfangsefni. Að undanförnu hefði verið unnið af hálfu mjólk- ursamlagsins að úrbótum með þeim framleiðendum, sem átt hefðu í erfiðleikum vegna hárrar frumutölu í mjólk og nú væru aðeins um 4% framleiðenda á framleiðslusvæði mjólkursam- lagsins með of háa frumutölu og væri framleiðslumagn þeirra aðeins um 2% af heildarfram- leiðslunni. Ólafur Jónsson kvaðst gera ráð fyrir að unnt yrði að lækka frumutöluna hjá fleiri bændum og með góðu eftirliti mætti halda henni innan viðmið- unarmarka hjá flestum fram- leiðendum. Meðaltal frumutölu í nýmjólk á samlagssvæði Kaupfé- lags Eyfirðinga hefur fallið um 11% á síðustu sjö mánuðum og ef síðastliðnir þrír mánuðir eru athugaðir þá hefur meðaltals frumutalan lækkað um allt að 21%. Frumutala í nýmjólk er í raun fjöldi hvítra blóðkorna í mjólk- Hópurinn sem um er að ræða er á vegum Skíðaráðs Akureyrar en 24 krakkar 13 ára og eldri ætla að renna sér á skíðum um helg- ina. „Ætli þetta verði ekki sam- tals á bilinu 40-50 manns. Við för- um á einkabílum o^það eru for- eldrar og aðrir aðstandendur ásamt nokkrum skíðaráðsmönn- um sem að fylgja krökkunum," inni og stafar óeðlilegur fjöldi þeirra fyrst og fremst af júgur- bólgu sem oft getur verið dulin. Ólafur Jónsson sagði að lands- meðaltal frumutölu í nýmjólk sé um 470 þúsund hér á landi sem sé nokkuð hátt hlutfall. Ástæður þess séu ekki að öllu leyti kunnar en að einhverjum hluta megi rekja þær til íslenska kúakynsins. Samkvæmt mjólkurreglugerð- Aðalfundur Landssambands sauðfjárbænda verður haldinn á Flúðum dagana 24.-25. ágúst næstkomandi. Efst á baugi verða sölu- og markaðsmál í ljósi breyttra skilyrða sem hinn nýi búvörusamningur hefur í för með sér. Sauðfjárbændur verða nú sjálfír að taka ábyrgð á birgða- og sölumálum fram- leiðslunnar. Afnám útflutningsbóta og sam- dráttur í framleiðslu verða í brennidepli ásamt minnkandi sölu á lambakjöti síðustu mán- uði. sagði Magnús Gíslason einn þriggja fararstjóra. Ætlunin er að krakkarnir æfi sig í þrjá daga á jöklinum. Fyrr í sumar var sett upp lítil lyfta fyrir skíðafólk en einnig verður notast við vélsleða. „Ef við verðum þokkalega heppin með veður get- ur þetta orðið stórkostleg ferð,“ sagði Magnús. KR inni ber að líta á næstu mjólkur- sendingar frá framleiðanda sem lent hefur með framleiðslu sína í öðrum eða þriðja flokki sem var- hugaverðar og flokka þær sam- kvæmt því þar til mjólkin upp- fyllir á ný kröfur um fyrsta flokks mjólk. Verðfall vegna of hárrar frumutölu getur hæst orðið 32% eða því sem svarar til launaliðar bóndans. ÞI Einnig verður greint frá athug- un á heimsmarkaðsverði á gærum og það borið saman við það verð sem íslenskir bændur hafa fengið fyrir sínar gærur. Unnið hefur verið að endur- skoðun samstarfssamnings Fram- leiðsluráðs og Landssamtaka sláturleyfishafa um verkaskipt- ingu milli sláturleyfishafa og ýms- ar vinnureglur vegna slátrunar. Einnig er verið að undirbúa sam- starf afurðastöðva og bænda um útflutning á dilkakjöti. Þessi mál munu koma til umræðu á fundin- um. SS Breytingar á mjólkurreglugerð 1. september: Verðfelling vegna of hárrar frumutölu í mjólk - eyfirskir bændur vel undir þetta búnir, segir Ólafur Jónsson, dýralæknir Landssamband sauðprbænda: Heit mál á aðalfimdi - samdráttur og afnám útflutningsbóta

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.