Dagur - 06.10.1992, Blaðsíða 2

Dagur - 06.10.1992, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Þriðjudagur 6. október 1992 Fréttir „Ekki hlutverk náttúruvísindamaima að túlka niðurstöður eigin rannsókna á lífríki Mývatns“ segir Friðrik Sigurðsson framkvæmdastjóri Kísiliðjunnar Eins og getið var um í Degi sl. laugardag boðuðu forráða- menn Kísiliðjunnar við Mývatn til fundar sl. föstudag þar sem lýst var þungum áhyggjum af framtíð verk- smiðjunnar þar sem vinnslu- leyfi verksmiðjunnar rennur út 31. mars nk. og óvíst um fram- lengingu þess og hvort það verður til lengri eða skemmri tíma. Á næstu dögum mun bæklingur sem ber heitið „Treystum brjóstvörn byggð- ar“ koma á hvert heimili í Skútustaðahreppi. Þar eru sjónarmið forráðamanna Kísil- iðjunnar skýrð. Pétur Torfason stjórnarfor- maður Kísiliðjunnar segir að á síðustu 25 árum hafi ýmsum full- yrðingum verið haldið á lofti um áhrif verksmiðjunnar á lífríki Mývatns en rannsóknir bendi hins vegar til hins gagnstæða. Ekkert hafi komið fram sem bendi til að sveiflur í dýrstofni vatnsins megi rekja til starfsemi Kísiliðjunnar. Frá 1968 til árs- loka 1991 námu heildarútflutn- ingstekjur Kísiliðjunnar 15,6 milljörðum króna eða um 250 milljónum á hvern mann, miðað við vísitölu vöru og þjónustu. Friðrik Sigurðsson fram- kvæmdastjóri Kísiliðjunnar segir að órökstuddur málflutningur lærðra og leikra um áhrif Kísiliðj- unnar á lífríki Mývatns megi ekki verða til þess að eitt traustasta fyrirtæki landsins verði látið hætta starfsemi. 8 milljóna króna hagnaður varð af rekstri fyrir- tækisins á fyrri helmingi þessa árs. Friðrik segir að í skýrslu sér- fræðinganefndar um áhrif Kísil- iðjunnar á lífríki Mývatns sem út kom í júlímánuði 1991 komi ekk- ert fram sem bendir til tengsla milli sveiflna í lífríki vatnsins og starfsemi verksmiðjunnar og benti m.a. á að brottnám kísil- gúrs af botninum stuðli að vernd- um votlendis en ísland er aðili að Ramsarsáttmálanum um verndun votlendissvæða og það sé með haldgóðum rökum hægt að full- yrða að brottnám kísilgúrsins stuðli að því. Ennfremur taldi Friðrik það ekki hlutverk náttúruvísinda- manna eða opinberra stofnana að túlka niðurstöður eigin rann- sókna á lífríki Mývatns. Það sé umhugsunarvert að virtir náttúru- vísindamenn skuli koma fram í fjölmiðlum ár eftir ár með ósann- Pétur Torfason stjórnarformaður og Friðrik Sigurðsson framkvæmdastjóri Kísiliðjunnar við Mývatn á fundi með fréttamönnum sl. föstudag. mynd.GG aðar tilgátur og sleggjudóma um að Kísiliðjan sé allsherjar böl- valdur öllu lífríki vatnsins. Með því er hætt við að þeir hafi glatað trausti almennings sem fól þeim að gera hlutlausa úttekt á orsök- um sveiflna í lífríki Mývatns. Meðal nokkurra þátta benti Friðrik Sigurðsson á kenningu um ofveiði í silungastofninum; uppblástur og rof í gróðurþekju íslands og linnulausan sandburð í Kráká og Mývatn; kólnandi veðurfar sem hefur áhrif á alla Brynja Þorsteinsdóttir, bóndi á Brúnum í Eyjaíjarðarsveit: Gerir tilraun með að merkja lambakjötið framleiðanda Nú í vikunni verður í fyrsta sinn selt nýtt lambakjöt í versl- un hér á landi sem merkt er framleiðanda. Kjötið verður selt I Nettó á Akureyri en framleiðandinn er Brynja Þor- steinsdóttir á Brúnum í Eyja- fjarrtarsveit. Brynja segir að með þessu vilji hún koma til móts við neytendur og skapa skýrari tengsl milli fram- leiðandans og neytandans. Brynja Þorsteinsdóttir með einn af lambaskrokkuin sínum. Framleiðanda- merkin sjást á lærunum en umbúðirnar verða einnig merktar. Mynd: jóh Skagaijörður: Tvær bflveltur og ekið á hross Á sunnudagskvöldið var ekið á hross í Blönduhlíðinni með þeim afleiðingum að hesturinn drapst og bfllinn er talinn ónýt- ur. Er þetta fyrsta óhappið af þessu tagi á þessu ári í umdæmi lögreglunnar á Sauð- árkróki. Einnig urðu tvær bfl- veltur í Skagafirði nú um helg- ina og báðir bflarnir ónýtir, en engin slys á mönnum. Ekið var á hross við Sólheima- gerði í Blönduhlíð á Norður- landsvegi. Dimmt var orðið og slysið varð með þeim hætti að tveir bílar mættust og rétt á eftir rakst annar þeirra, fólksbíll, á hross með þeim afleiðingum að það drapst. Bíllinn er ónýtur, en engin slys urðu á fólki. Að sögn lögreglu á Sauðárkróki er þetta fyrsta óhappið af þessu tagi. nú á árinu, en alltaf er hættara við þeim á þessum tíma, þegar dimma tekur. Á aðfaranótt sunnudags valt bíll við Fremri-Kot í Norðurárdal og er bíllinn ónýtur, en ökumað- ur slapp ómeiddur. Einnig valt bíll við bæinn Hofsstaðasel í Við- víkursveit á sunnudag og er sá bíll sömuleiðis talinn ónýtur, en engin slys urðu á fólki. sþ „Það er hagur bænda að gera viðskiptavini sem ánægðasta. Með því að merkja framleiðsluna getur neytandinn verið viss um hvaðan varan kemur og veit þá hvers hann á að leita ef honum líkar hún vel og að sama skapi getur hann þá snúið sér beint til framleiðandans ef honum þykir eitthvað athugavert. Ég sem framleiðandi hef þá tækifæri til að bæta honum það upp og með því að merkja kjötið og gefa upp síma þá ætlast ég til að fólk hafi samband við mig svo að ég viti hvernig neytandanum líkar,“ segir Brynja um þessa tilraun. Brynja setti þá hugmynd fram á fundi hjá sauðfjárbændum í vor að bændur tækju upp merkingu á framleiðslu sinni. Niðurstaðan varð sú að vísa hugmyndinni til stjórnar félags sauðfjárbænda en Brynja á sæti í henni. Stjórnin ákvað svo að Brynja skyldi gera tilraun með þetta í haust en kostnaður við merkinguna er greiddur af henni sjálfri. Kjötið sem boðið verður upp á verður frosið og niðursagað á mismunandi hátt. Eftir slátrun var kjötið látið hanga lengur en venja er til og er ætlunin með því að gera kjötið meyrara. En sér Brynja fyrir sér að meira verði um það í framtíðinni innan land- búnaðarins að vörurnar verði tengdar beint viðkomandi bónda. „Já, ég vona að menn fari meira út í þetta innan landbúnað- arins og að þar sjái menn sér beinlínis hag í því að gera við- skiptavini sína ánægða. Þetta ýtir á eftir því að menn bjóði aðeins fyrsta flokks vöru og það hljóta allir að standa og falla með fram- leiðslu sinni. Þetta á ekkert síður við um landbúnaðinn en aðrar greinar," sagði Brynja. JÓH í sjo sem í Laxárkvísl- fiskistofna jafnt vötnum; stíflugerð um og umbrot og landris vegna eldsumbrota við Kröflu. Friðrik Sigurðsson segir að það sé alfarið hlutverk Kísiliðjunnar og heimamanna, ekki síst bænda, að túlka niðurstöður rannsókn- anna á lífríki vatnsins en ótíma- bært sé að vera með yfirlýsingar fyrr en þær niðurstöður liggja fyrir. íbúar Mývatns hafi löngum skipst á skoðunum um orsakir á breytingum lífríkis vatnsins og þær umræður hófust löngu áður en Kísiliðjan kom til sögunnar. Á seinni árum hafi augljósum áhrif- um margvíslegra umhverfisþátta oft verið ýtt til hliðar í umræð- unni, viljandi og óviljandi. GG Akureyri: Lögreglan lýsir eftir vitnum Rannsóknarlögreglan á Akur- eyri lýsir eftir vitnum að árekstri sem varð á mótum Þórunnarstrætis og Þingvalla- strætis um kl. 13.10 föstudag- inn 2. október sl. Ökumenn greinir á um lit umferðarljósa er óhappið varð. Málsatvik voru með þeim hætti að bifreiðarnar GZ-024, sem var ekið vestur Þingvallastræti, og R- 12752, sem var ekið norður Þór- unnarstræti, skullu saman á gatnamótunum. Þeir sem geta gefið einhverjar upplýsingar um óhapp þetta eru beðnir að hafa samband við lögregluna. SS Hreftiuhræ á Eyjafirði - Varðskipið Ægir mun Qarlægja skepnuna Vart varð við hrefnuhræ í gær um mflu undan landi hjá bæn- um Syðri-Haga á Arskógs- strönd og virðist skepnan hafa flækt sig í trollvír og er föst við botninn en töluvert dýpi er á þessum slóðum. Hér er um 12 til 15 metra langa hrefnu að ræða og þar sem skepnan er á siglingaleið hefur verið beðið um aðstoð Landhelg- isgæslunnar til að fjarlægja hræið. Varðskipið Ægir er vænt- anlegt til Eyjafjarðar í fyrramálið til að fjarlægja hrefnuna með ein- um eða öðrum hætti. GG Akureyri: Bæjarmála- puiktar ■ Bæjarráð hefur hafnað erindi frá Bifreiðastöð Norðurlands, þar sem leitað er eftir viðbótarstyrk úr Bæjar- sjóði á þessu ári til reksturs upplýsingamiðstöðvar fyrir ferðamenn. ■ Bæjarráð hefur að gefnu tilefni óskað eftir því við atvinnumálanefnd að hún fjalli um rekstur upplýsinga- miðstöðvar fyrir ferðamenn á Akureyri, ■ Bæjarráð hefur hafnað erindi frá KA, þar sem farið er þess á leit að fellt verði niður ábyrgðargjald yegna bæjar- ábyrgðar á láni til félagsins frá Ferðamálasjóði. ■ Bæjarráð hefur hafnað erindi frá Elfu Ágústsdóttur, dýralækni, þar sem hún sækir um styrk úr Bæjarsjóði til tækjakaupa í dýraspítala, sem hún er að byggja í Lög- mannshlíðarhverfi. ■ Atvinnumálanefnd sam- þykkti samhljóða á fundi sfn- um nýlega, fjárlagabeiðni nelndarinnar fyrir árið 1993. Hún hljóöar upp á kr. 17.792.000 sem er 4,5% hækk- un frá síðasta ári. Auk hefð- bundinnar starfsemi eru meg- ináherslur lagðar á kynning- armál, til kaupa á sérfræði- þjónustu. ■ Atvinnumálanefnd hefur samþykkt beiðni frá Úrbót- armönnum hf., þar sem farið er fram á styrk að upphæð kr. 250.000 til að standa straum af kostnaði vegna undirbúnings við stofnun endurvinnslufyr- irtækis á Akureyri. Jafnframt óskaði nefndin eftir að fylgjast með framgangi málsins. ■ Húsnæðisnel'nd helur lagt til við bæjarráð að sótt verði um til Húsnæðisstofnunar ríkisins heimild til byggingar og kaupa á 25 félagslegum kaupleiguíbúðum, 20 félags- legum eignaríbúðum og 15 félagslegum leiguíbúðum. Bæjarráð hefur falið bæjar- stjóra að sækja um lán til byggingar og kaupa á 25 félagslegum kaupleiguibúð- um, 25 félagslegum eignar- íbúðum og 10 félagslegum leiguíbúðum á árinu 1993, samtais 60 íbúðum. ■ Jafnréttisnefnd hefur sam- þykkt samhljóða fjárhagsáætl- un fyrir nefndina árið 1993 og hljöðar hún upp á kr. 3.300.000. ■ Bæjarlögmaður lagði fram álitsgerð á fundi bygginga- nefndar nýlega, um réttindi iðnmeistara og hönnuða við gjaldþrot. í áliti lögmannsins kemur fram að samkvæmt iðn- aðarlögum missir iðnmeístari meistararéttindi sín og löggild- ingu ef bú hans er undir gjald- þrotaskiptum. Sama gildir um fyrirtæki hafi framkvæmda- stjóri þess ekki forræði á búi sínu. Þá kemur fram í álitinu að framkvæmdastjórar og stjórnarmenn hlutafélaga verða að vera fjár síns ráðandi að skilningi laga um hlutafé- lög. ■ Hafnarstjórn hefur borist erindi frá sveitarstjóranum í Hrísey, þar sem farið er fram á afslátt af hafnargjöldum fyrir ferjuna Sæfara. Samþykkt var að fela hafnarstjóra að afla frekari gagna um viðskipti ferjunnar við Akureyrarhöfn og leggja fyrir næsta fund.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.