Dagur - 27.11.1993, Blaðsíða 6

Dagur - 27.11.1993, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Laugardagur 27. nóvember 1993 Ætlaði alltaf að verða rithöfimdur Aðalheiður Karlsdóttir frá Garði í Ólafsflrði er í hópi höf- unda sem eiga „afkvæmi“ á jólabókamarkaðnum í ár. Aðal- heiður hefur áður sent frá sér nokkrar skáldsögur þar sem rómantíkin er aldrei langt und- an, en bókin sem kemur út eftir hana að þessu sinni er af allt öðrum toga. Á vit ævintýranna „Meðal Grímseyinga - skin og skúrir við nyrsta haf „ er titill bók- ar Aðalheióar og þar segir hún frá dvöl sinni í Grímsey frá 1937 og fram undir miðja öldina. Frásögn- in er leiftrandi og gefur góða inn- sýn í mannlíf í Grímsey á þessum árum. I upphafi bókarinnar segir Að- alheiður frá kynnum sínum af Þór- leifi Sigurbjömssyni frá Grímsey, sem síðar átti eftir að veróa lífs- förunautur hennar. I ævintýrunum gerist alltaf eitthvað óvænt og Að- alheiður stóð allt í einu andspænis því ævintýri að hefja búskap í Grímsey. Nýlega flutt í Hornbrekku Blaðamaður heimsótti Aóalheiði frá Garði, eða Ollu eins og Olafs- firðingar kalla hana oftast. Hún býr nú á Hornbrekku - dvalar- heimili aldraóra í Olafsfirði, er nýlega flutt þangaó úr íbúóinni við Olafsveg 20, þar sem hún hef- ur lengst af búið. „Jú, ég verð að viðurkenna að ég sakna íbúðarinn- ar við Olafsveginn. En hérna á Hornbrekku er mjög gott að vera og útsýnió er alveg einstakt,“ sagði Aóalheiður, sem er 79 ára að aldri. Þórleifur, eiginmaóur hennar, lést fyrir sjö árum. Þegar blaðamaður heimsótti Aðalheiói fyrr í þessurn mánuði Víst er að nýja bókin hennar Aðalheiðar frá Garði gefúr góða innsýn í lífíð í Grínisey á þessum árum. Til gamans er hér gripið niður í hana á nokkr- um stöðum. Millifyrirsagnir eru blaðsins. Bjargsig „Aldnir sem yngri fara upp á eyju, þegar verió er að síga í björgin eftir eggjum. Þá er mikió um aó vera. Það var ný sjón fyrir mig að sjá magar fötur fullar af bjargeggjum. Þá var það oftast Oli Bjamason, mágur mannsins míns, sem seig í björgin. Fleiri sigamenn munu þó hafa verið við þaó vcrk á meðan við hjónin vor- var hún nýlega komin heim eftir nokkurra daga legu á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri. Hún sagðist ekki vera alveg nógu styrk, eiginlega hálf „drusluleg“, en hún gæti að minnsta kosti tal- að. Við settumst niður og spjöll- uðum. Þaö lá beint við að spyrja um nýju Grímseyjar-bókina. í tíu ár í Grímsey „Ég var i tíu ár í Grímsey. Fólki - segir Aðal- heiður Karls- dóttir, höf- undur bók- arinnar „Meðal Grímsey- inga - skin og skúrir við nyrsta haf6, sem kom út á dög- unum um í Grímsey. Útbúnaðurinn á sigamanni fannst mér alveg furóulegur. Fyrst fór sigamaður í stóra hempu. Á baki hcmpunnar var góóur útbúnaður, strigapoki stoppaöur upp með heyi til að verja bakið á sigamanni. Utan um sigamann var svo bundinn kaðall, sem lá upp á bjargbrúnina. Var hann um 60 mctra langur, vafinn upp á tréhæl á bjargbrúninni og geíið eftir því sem sigamaður sagði til. Vanalega voru 6-8 menn á bjargbrúninni, sem drógu sigamann upp, þegar hann gcrði aðvart um að svo ætti að vcra. En á meðan hann seig í bjargið, þurfti hann aó færa sig til að tína upp eggin í poka, sem var á þar kom ósköp vel saman og oft var líf og fjör. I vondum veðrum lágu kannski 60-70 skip frá mörg- um löndum við eyna. Til dæmis var mikið um færeysk skip og því náði ég ágætum tökum á fær- eysku. í bókinni segi ég frá fólki í Grímsey í bæði gleði og sorg. Síð- ari heimsstyrjöldin kemur vió sögu. Við eyna var skotin niöur þýsk flugvél og þar voru enskir hempunni, gaf hann þá frá sér hróp eftir því sem vió átti á með- an hann var að færa sig til og koma sér á þá staði í bjarginu, þar sem mest var af eggjum. Til þesss að þurfa ekki alltaf aó vera að færa sig, hafói sigamaður með- feróis ausu á löngu skafti, sem hann sveiflaði í kringum sig til að ná sem best til eggjanna án þcss aó færa sig.“ Skemmtanir „Skemmtanir í Grímsey voru oft- ast þannig, aö fjölskyldan var öll með. Það varó til þess að börn og unglingar stigu snemma dans- spor. Sérstaklega var þaó yfir vet- urinn, sem þessir fjölskyldudans- leikir voru, til dæmis um jólin, þegar jólatrésskemmtun var hald- in. Oft voru stuttir sjónleikir sýndir aó vetrinum og var þá oft- ast dansleikur á eftir. Þannig liðu veturnir í Grímscy, oftast var eitt- hvað reynt aó gera sér til skemmtunar, þegar timi gafst og tyllidagar fóru í hönd. Aldrei brást, að haldið væri upp á af- mæli Fiskc og cins að jólatrós- skemmtun færí fram, mun svo vera enn. Einir tveir eða þrír harmoniku- leikarar voru t Grímsey á meðan ég var þar. Að sjálfsögðu áttu þcir sín hljóðfæri til aó lcika á. Var því harmonikumúsík mikió menn með leynistöð.“ Aóalheiður sagöi aó á þessum árum hafi um hundraó manns búiö í Grímsey. Hún sagði að sér hafi verið ákaflega vel tekið og þaö hafi létt róðurinn, en því sé ekki að neita að það hafi verió töluverð viðbrigði að flytja í einangrunina norður í Grímsey. „En ég get ekki sagt annað en aö þetta hafi verið góó ár. Það var mikið um fugl og bjargsig og fólk notuð, má segja nær eingöngu. Enda nægði það. Þannig músík met ég mest, ekki síst ef tvcir sternma saman.“ Óhapp „Svo illa vildi til eitt sinn, að skot hljóp úr byssu og lcnti í handlcgg á pilti. Tættist handleggurinn illa og höglin sátu í tættum vöðvan- um. Pilturinn leið ógharlegar kvalir, svo hann bar ekki af sér. Var nú leitað til Siglufjarðar í gegnum talstöðina í Grínrscy, cn fyrst þurfti þó að ná til Húsavíkur og koma boðum þaöan. Bátur var fenginn frá Siglufirði til að ná í sjúklinginn og lagói hann fljót- lega af staö. Veðurlag til sjós var þá allsæmilcgt. En þcgar um vcikindi cóa slys var að ræða, var ekki alltaf verið að setja fyrir sig, þó ekki væri sem best í sjóinn. Þegar sást til bátsins, hafói veður- átt brcyst til hins vcrra, komin var hvöss vestanátt og ógjörningur að fara meó manninn um borð, enda lá báturinn langt úti fyrir. Fólki leið illa. Við áttum von á, aö þá og þegar myndi báturinn snúa við til Siglufjarðar, þegar sjáanlegt var, að ckki var hægt að athafna sig við hann. En bíðum við, hann leggur fyrir bárufaldinn og fer austur fyrir eyjuna. Þar var lygn- ari sjór og oft fiúið þangað, er var duglegt að afla sér lífsviður- væris.“ Sjö skáldsögur Eins og áöur segir hefur Aðalheið- ur Karlsdóttir sent frá sér nokkrar skáldsögur. „Jú, þaó alveg rétt, ég var orðin fullorðin þegar ég byrj- aói að skrifa. Sem barn ætlaði ég alltaf aó verða rithöfundur, en fá- tæktin kom í veg fyrir að ég gæti látió þennan draum rætast fyrr en ég var orðin fullorðin." Eftir að Aóalheiður hætti að vinna í frystihúsinu í Ólafsfirði og börn hennar voru uppkomin, hafði hún meiri tíma fyrir skriftirnar. Fyrsta bókin, Þórdís á Hrauná, kom út árið 1979 og eftir þaó komu skáldsögurnar ein af ann- arri, sjö talsins. Aðalheiður dreif sig á námskeið í íslensku og vél- ritun í fullorðinsfræðslunni í Gagnfræóaskólanum í Ólafsfirói og aflaði sér nauósynlegrar þekk- ingar til þess aö skrifa. „Veistu það, aó söguþráður bókanna hefur oróió til jafnóðum og ég skrifaði þær,“ sagði Aðal- heiður og brosti. Hún sagóist ekki gera ráð lyrir að bækurnar yrðu fleiri, en þrátt fyrir það væri hún alltaf annað slagið að skrifa. Aóalheiður sýndi blaðamanni handrit að smásögum og ljóðmælum, sem hún sagðist dunda sér við að sctja á blað. Það væri svo annað mál hvort þetta kæmist nokkurn tímann á prent. óþh „Veistu það, að söguþráður bók- anna hefur orðið til jafnóðum og ég skrifaði þær,“ segir Aðalhciður frá Garði. Þessi mynd var tekin í her- bergi hennar í Hornbrckku í Olafs- firði. Á hnjám Aðalheiðar eru nokkrar af skáldsögunum sem hún hefur skrifað. Mynd: óþh vestanátt var á. Öllum var nú Ijóst, að báturinn ætlaði aó doka viö fyrir austan, liggja undir björgum og btða í von urn að vestanáttina lægði. Má nærri gcta, hvernig fólki lció, cr herti á veöurofsanum um kvöldið og vestanáttin braut upp á bakka. Sjúklingurinn bar ekki af sér, og allir tóku þátt í kvölum hans.“ Bardagi Breta og Þjóðverja „Það var þennan dag seinnipart suntars 1943, að viö horfðum á þennan ógurlcga loltbardaga í Grímsey. Óskaplega stór þýsk flugvél kom norðan yfir eyna. Líklega hafa þeir menn, sem staósettir voru á eynni, látió vita til lands gegnum lcynistöðina, því fljótlega koma fjórar brcskar flugvélar frá landi og gera sant- stundis árás á þýsku vélina, sem var mikið ferlíki aö sjá. í fyrstu sýndist þýska flugvélin vera yfir eynni, en bresku flugvélarnar hröktu hana suður yfir cy. Fyrst reyndi þýska llugvélin aó verjast, hún snéri við, en hinar voru litlar og liprar og gátu snúist í kringum hana. En Þjóöverjarnir reyndu hvað þeir gátu og skutu cins og fallbyssuskotum að litlu brcsku vélunum. Miklar voru drunurnar. En svo leggur þýska vélin á flótta og stendur reýkjarmökkurinn aft- ur úr henni. Hún lækkar flugið, cn rétt áður en hún skellur í sjó- inn springur hún í sundur svo cld- glæringamar standa hátt í loft, og ljótur var mökkurinn er steig upp.“ Ógurlegur loftbardagi yfirGrímsey - gluggað í „Meðal Grímseyinga - skin og skúrir við nyrsta haf ‘

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.