Dagur - 01.12.1993, Blaðsíða 1

Dagur - 01.12.1993, Blaðsíða 1
76. árg. Akureyri, miðvikudagur 1. desember 1993 229. tölublað «7® Venjulegir og demantsskornir trúlofunarhringar Afgreiddir samdægurs GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI dagar til jóla Skipaafgreiðsla KEA á Akureyri lögð niður um áramót: Samskip og KEA stofna í samemingu Flutningamiðstöð Norðurlands hf. - níu starfsmönnum skipaafgreiðslunnar hefur verið sagt upp störfum Samskip og Kaupfélag Eyfirð- inga stofnuðu í gær Flutninga- miðstöð Norðurlands hf. sem tekur til starfa á Akureyri um næstu áramót. Fyrirtækið yfir- tekur þá starfsemi sem verið hefur hjá skipaafgreiðslu KEA og hjá umboðsmanni Samskipa á Akureyri. Umboðsmanni Samskipa sem og starfsmönnum skipaafgreiðslunnar var sagt upp nú um mánaðamótin en þetta fólk mun njóta forgangs um vinnu hjá nýja fyrirtækinu. Þó segja forsvarsmenn þess Ijóst að einhver fækkun verði í starfsmannahaldi frá því sem nú er. Eignarhlutföll Samskipa og KEA í nýja fyrirtækinu eru þannig að Santskip eiga 80% og KEA 20%. „Samskip hafa verió í samstarfi hér á Akureyri við Kaupfélag Ey- firðinga sem hefur rekið hér skipaafgreiðslu. Síðustu mánuði hafa staðið yfir viðræður um að Samskip kæmi inn í rekstur á skipaafgreiðslunni og niðurstaða þeirra er að stofna Flutnmgamið- stöð Noröurlands hf. sem mun hefja starfsemi strax um næstu áramót,“ sagði Baldur Guðnason, framkvæmdastjóri flutningasviðs Samskipa og stjórnarformaður hins nýja félags, í samtali við Dag í gær. Aðspurður sagði Baldur hug- myndina þá að nýja fyrirtækið verði leiðandi fyrirtæki í þjónustu vió skipaafgreiðslu og flutninga á Norðurlandi. „Samkip líta á Akur- eyri sem einn mikilvægasta hlekk- inn í þjónustuneti sínu og þetta er til að styrkja stöðu félagsins á Ak- ureyri,“ sagði Baldur. Hann sagói að meö fyrirtækinu gefist færi á aó samhæfa betur skipa- og bíla- flutninga. I fyrstunni muni starf- semin verða í áþekkum nótum og var hjá skipaafgreiðslu KEA en langtímamarkmið geri ráð fyrir öflugu þjónustufyrirtæki á Norð- urlandi hvað varðar flutninga. Sigurður Jóhannesson, aðalfull- trúi KEA og stjórnarmaður í nýja fyrirtækinu, segir horft til hagræð- ingar með stofnun þessa fyrirtæk- is. Hann segir að starfsmönnum skipaafgreiðslunnar, níu manns, hafi verið sagt upp nú um mán- aðamótin. Auglýst veróur eftir framkvæmdastjóra fyrir nýja fyrir- tækiö nú í vikunni og í kjölfarið verður skipulagt starfsmannahald hjá fyrirtækinu en aóeins er einn mánuður til stefnu þar til Flutn- ingamiðstöð Norðurlands hf. tekur til starfa. JÓH Krafa Miklalax hf. um nauðasamninga til úrskurðar nk. föstudag: Lánardrottnar fá greidd 20% af kröfum sínum frumvarps að nauðasamningi seni samþykkt var 20. október sl. Sú krafa verður tekin til úr- skurðar nk. föstudag. Lánardrottnar, sem fara með samningskröfur, fá samkvæmt nauðasamningnum greidd 20% af kröfuupphæðinni, þó þannig að að lágmarksgreiösla til hvers þeirra verður 5.000 krónur og kröfur til og með þeirri fjárhæð greiðast aó fullu. Greiðslur fara fram með þremur jöfnum afborgunum; í fyrsta skipti 15. nóvember 1994. Samhliða greiðslunum verða greiddir 5% fastir vextir og verð- trygging samkvæmt grunnvísitölu lánskjara, allt frá þeim degi er nauðasamningurinn kemst á. GG Fjórðu bckkingar í Verkmcnntaskólanum á Akureyri dimiteruðu með pompi og prakt í gær. Þeir brugðu sér í jóla- sveinabúninga og færðu öðrum ncmendum skólans ýmisicgt góðgæti. Prófin byrja á morgun en alls munu um 20 ncmcndur útskrifast þann 18. desember næstkomandi. Þeir ncmcndur sem útskrifast, eru á náttúrufræði-, uppeldis-, viöskipta-, sjúkraliða-, véistjóra- og sjókokkabraut. Mynd: Robyn Forsvarsmenn laxeldisfyrirtæk- isins Miklalax hf. á Lambanes- reykjum í Fljótum mættu sl. þriðjudag hjá Héraðsdómi Norðurlands vestra á Sauðár- króki til að æskja þess að kveð- inn yrði upp úrskurður vegna Slippstöðin-Oddi hf.; Uppsagnir taka gildi í dag Tuttugu starfsmenn SIipp- stöðvarinnar-Odda hf. á Ak- ureyri fengu uppsagnarbréf í lok ágústmánaðar sl. í tengsl- um við erfiða stöðu fyrirtæk- isins og þá greiðslustöðvun sem fyrirtækið er í og stend- ur til 22. febrúar 1994. Uppsögnin tekur gildi í dag hjá þeim sem höfðu þriggja niánaða uppsagnarfrest en nokkrir starfsmenn hafa þegar látið af störfum og eru ýmist á atvinnuleysisbótum eða fengiö annað starf. Síðasti hópurinn hefur sex mánaða uppsagnar- frest og haettir því ekki störfúm fyrren 1. mars 1994. Engin stærri vcrkefni cru í sjónmáli hjá stöóinni það sem eftir iifir ársins en að undan- förnu hefur hefur verkefnum verið að fjölga við alls kyns vióhald á skipum og í málning- arvinnu, en cngin þcssara verk- efna geta flokkast undir það aó teljast stór. Þaó mun hins ráð- ast af verkefnastöðunni hvort unnió veróur milli jóla og nýj- árs hjá Slippstöðinni-Odda hf. Útgerðarfélag Akureyringa: Engin rekstrarleg tengsl á milli félagsins og MHF Engin rekstrarleg tengsl eru á milli Utgerðarfélags Akureyr- inga og Mecklenburger Hochseefischerei (MHF) í Þýskalandi en sem kunnugt er keypti ÚA stóran hluta í hinu Þýska fyrirtæki fyrr á þessu ári. Þetta kom fram á fréttamanna- fundi sem stjórnarformaður og framkvæmdastjóri Útgerðafé- lags Akureyringa efndu til í gærkvöld. í máli Gunnars Ragnars, fram- kvæmdastjóra ÚA. kom fram að mikils misskilnings hafi gætt um resktur MHF í Þýskalandi og tengsl þess við afkomu Útgerðar- félags Akureyringa. Hann kvaó nauðsynlegt að benda á að þótt um taprekstur verði aó ræða hjá hinu þýska fyrirtæki þá snerti það rckstrarafkomu útgerðarfélagsins á engan hátt. Samkvæmt úrskurði endurskoðcnda félagsins verði ekki um svonefnt samstæðuupp- gjör að ræóa á rekstri félaganna og afkoma þýska fyrirtækisins komi þannig á engan hátt inn í rekstur Útgerðarfélags Akureyr- inga. Þótt árið sé ekki lióið og end- anlegar tölur um rekstrarafkomu MHF því ekki til er Ijóst að þá sex mánuði sem félagið hefur starfað hefur rekstur þess verið erfiöur og um allverulegt tap er aó ræða eóa eins og Gunnar Ragnars tók til orða, „að áætlanir hafi ekki geng ið eftir.“ Egið fé í MHF er 30 milljónir marka og sagði Gunnar Ragnars að í hluthafasamkomu- lagi ÚA og annarra hluthafa í fé- laginu væru ákvæði um að slíta mætti því ef eigi fé lækkaði um átta milljónir - í 22 milljónir marka - til að koma í veg fyrir að kaupverð hlutabréfa í því tapist. Næstkomandi mánudag er áformaður fundur forsvarsmanna ÚA, MHF og hins þýska einka- væðingarfyrirtækis er annaðist sölu hluta MHF til ÚA, þar sem erfiðleikar í rekstri MHF veróa ræddir. Að sögn forsvarsmanna Útgerðarfélags Akureyringa er þó ekki ætlunin að nýta riftunarheim- ildina á þessu stigi málsins heldur fara yfir reksturinn og kanna leiðir til úrbóta. ÞI Fóðurverksmiðjan Laxá hf.: Breytt í almennmgshlutafélag A hluthafafundi í Laxá hf. í gær voru gerðar þær breytingar á samþykktum félagsins sem þarf til að uppfylla skilyrði skattayf- irvalda um almenningshlutafé- lög. Framkvæmdastjóri félags- ins væntir þess að hægt verði að selja hlutabréf í félaginu fyrir áramót og njóta um leið þess skattaafsláttar sem í gildi er í lögum. Guðmundur Stefánsson, fram- kvæmdastjóri Laxár, sagði breyt- inguna hafa verið meginefni hlut- hafafundarins í gær. „Við erum að gera okkur ákveðnar vonir um að í kjölfar þeirra samninga sem standa yfir varðandi útflutning þá verði að- gengilegra fyrir menn að kaupa hlutafé í félaginu. Reyridar eru alltaf að koma inn nýir aðilar en ég held aö þetta verði ekki síóur áhugaveróur kostur en margt ann- að sem er á markaðnum,“ sagði Guðmundur. Þær vióræður sem um ræðir eru við Skretting í Nor- egi og sagði Guómundur að ef af yrói þá auki þeir verkefni hjá Laxá sem aftur skili sér í bættri af- komu. JOH

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.