Dagur - 03.03.1994, Blaðsíða 14

Dagur - 03.03.1994, Blaðsíða 14
14 - DAGUR - Fimmtudagur 3. mars 1994 MINNIN Cm 'jj* Elínrós Sigmundsdóttír Fædd 16. júní 1901 - Dáin 19. febrúar 1994 Ó,faðir gjör mig lítið Ijós unt lífs míns stutta skeið til hjúlpar hverjum hal og drós sem hefur villst afleið. 0 faðir gjör mig blómstur blítt sem brosir öllum mót og kvíðalaust við kalt og hlýtt er kyrrt á sinni rót. 0 faðir gjör mig Ijúflingslag sem lífgar hug og sál sem vekur sól og sumardag en svœfir storm og bál. 0 faðir gjör mig styrkan staf að styðja hvern sem þarf uns allt það pund sem guð mér gaf ég gefsem bróðurarf. 0 faðir gjör mig sigursálm eitt signað trúarlag sem afli blœs í brotinn hálm og breytir nótt í dag. .........(Matthías Jik- humsson.) I dag, fimmtudaginn 3. mars 1994, veróur jarðsett frá Akureyr- arkirkju afasystir okkar, Elínrós Sigmundsdóttir frá Ytra-Hóli, en hún lést í hárri elli eftir stutt veik- indi, aðfaranótt laugardagsins 19. febrúar sl. Ella frænka, eins og við kölluð- um hana alltaf, fæddist að Ytra- Hóli í Kaupangssveit þann 16. júní 1901. Foreldrar hennar voru þau Friðdóra Guðlaugsdóttir og Sigmundur Björnsson. Ella var fimmta í röðinni af systkinunum sjö; elstur var Guólaugur póstur, Björn afi okkar var næstur, þá Finnur landsbókavörður, Tryggvi bóndi á Ytra-Hóli, þá Ella, Sigur- lína systir hennar og að lokum Kristinn, fyrrverandi oddviti á Arnarhóli, sem er einn á lífi af systkinunum. Ella sleit barnsskónum í Kaup- angssveitinni sinni en sveitin var henni alltaf afar kær. Svo kom að því að Ella fór til Isafjarðar og var þar í vist hjá Jónasi Tómassyni í eitt ár. Þegar mamma hennar lést, árið 1928, fór hún að Ytra-Hóli og var ráðskona á heimilinu, hjá föð- ur sínum og Tryggva bróöur sín- um, allt þar til Tryggvi giftist árið 1933. Einum vetri eyddi hún þó í Reykjavík hjá Finni bróður sínum. Ella frænka giftist aldrei, né eignaðist börn en okkur öllum var hún góð frænka sem okkur var hlýtt til allt til loka. Árið 1936 fluttist Ella til Akur- eyrar og fór að vinna við sútun en á þeim árum bjó hún hjá afa okkar og ömmu í Munkaþverárstræti 4. Seinna leigði hún sér herbergi út í bæ en kom þó aftur í Munkann og var þar allt til ársins 1989, þegar hún fluttist á Dvalarheimilið Hlíö, þar sem hún var allt til dauðadags. Þegar saumastofan Hekla tók til starfa fór Ella að vinna þar við viðgerðir á fatnaði. Þar vann hún allt til 72 ára aldurs. Eftir að Ella hætti á Heklu fékk hún sendar heim flíkur til viðgerðar, svo ómissandi var hún við viðgerðim- ar. Ella var alltaf mjög vandvirk og mikil hannyrðakona og cru þær ófáar útsaumaðar myndirnar sem til eru eftir hana, margar hverjar listaverki líkastar. Ella var trygg kona með ein- dæmum, hún var afar góðhjörtuö, hlédræg og látlaus. Hún átti þaó nú samt til að vera stíflynd í skapi. Hún bar skoðanir sínar ekki á torg og hefur eflaust þótt ungdómurinn uppvöóslu- og hávaðasamur. Ella var sátt við sjálfsmynd sína, - hún undi sátt við sitt. Efnishyggja var ekki hennar kjörorð. Ella var mjög trúrækin og fór mikið í kirkju á meðan hún treysti sér til og hún átti sér sitt fasta sæti í Akureyrarkirkju. Hún hafði mjög gaman af aó fara í leikhús hér áð- ur fyrr og átti alltaf miða á frum- sýningar Leikfélags Akurcyrar. Á meðan Ella bjó í Munka 4 eyddi hún oftast meó okkur jólun- urn yfir í Munka 2. Þá fórum við alltaf heim til hennar rétt fyrir kl. 6 og leiddum hana svo yfir til okkar. Það var tómlegt fyrstu jólin sem hún var ekki hjá okkur, við söknuðum öll nærveru hennar. Frá því að afi dó má segja að pabbi, Víkingur Björnsson, hafi verió stoð Ellu og stytta. Hann sá um öll hennar mál og á þakkir skyldar fyrir það. Elsku Ella okkar, vió söknum þín öll. Það verður skrítið að fara ekki lengur í heimsókn upp á clli- heimili. En lífið heldur áfram og við vitum að þú ert á góðum stað, að vel fer um þig og aó vel hefur verið tekió á móti þér á æóri stöð- um. Þaó er fyrir öllu. Viö þökkum allar samverustundirnar og hlýtt viðmót í okkar garð alla tíð. Guð blessi minningu þína. Fyrir hönd afkomenda Björns og Guðrúnar, BHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHH E E E E E E E E E E E E E E E E E E E E E E E E E E E E E E E E E E E E E E E E E E E E E E E E E E E E E E E E E E E E E E E E E E E E E Smásagnasamkeppni Dags og MENOR Menningarsamtök Norðlendínga 05 dagbiaðíð Dagur efna til samkeppni um besfu frumsömdu smásöguna. Höfundur sögunnar, sem dómnefnd metur besta, hlýtur að launum hið glæsilega þriggja binda ritverk „íslenskur söguatlas“, ásamt sérstöku sögukorti. Höfundur sögunnar, sem dómnefnd metur næstbesta, hlýtur að launum ritverkið Jónas Hallgrímsson - kvæði og laust mál“. Þær sögur sem verðlaun hljóta verða birtar í Degi og ef til vill einnig í riti á vegum MENOR. Sögur í keppninni mega að hámarki vera 6-7 síður í A-4 stærð, vélritaðar í aðra hverja línu. Sögurnar skal senda undir dulnefni en með skal fylgja rétt nafn, heimilisfang og símanúmer í lokuðu umslagi, auðkenndu dulnefninu. Skilafrestur smásagna í keppnina er til 7. apríl nk., sem er síðasti póstlagningardagur. Utanáskriftin er: Menningarsamtök Norðlendinga b/t Sigríðar Steinbjörnsdóttur Bjarmastíg 13 600 Akureyri íslenskur söguatlas er glæsilegt, þriggja binda verk, sem sameinar kosti handbókar og yfírlitsrits um Islandssöguna. I bókunum er sögð saga lands og þjóðar frá landnámi til ársins 1992. I stuttum textaköflum og ríkulegu myndefni er þjóðarsögunni miðlað á þann hátt sem best hæfír nú- tímafólki. Aðalritstjórar og höfundar bókanna eru sagn- fræðingarnir Árni Daníel Júlíusson ogjón Olafur Isberg. Sögukort, eftir Gunnar Karlsson, myndlistarmann, fylgir bókunum. Utgefandi er Iðunn. a n a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a ,Jónas Hallgrímsson - kvæði og laust mál“, er ný, tveggja binda útgáfa með skáldskap Jónasar Hallgrímssonar, auk tveggja ritgerða og inngangs um líf og list Jónasar, eftir Hauk Hannesson. Útgefandi er Iðunn. ennm. a n n n n n n n n n n n n BBHQBBHHQBBHHHQQHHBHBHBHBHBHHBQHHHHBBHBHHHBBBHHHBHBHHHQHHa Höfum við efniá þessu? Sex heimsþekktir vísindamenn, tveir sænskir og einn frá hverju eftirtalinna landa, Bandaríkjun- um, Kanada, Finnlandi og Nor- egi, hafa kannað hverjar afleið- ingar það hefði ef ríkiseinkasala á smásölu áfengis í Svíþjóð yrði einkavædd og færð inn í venju- legar matvöfuverslanir og verð lækkað til samræmis við það sem tíðkast innan Evrópusam- bandsins. Skýrsla þeirra er 68 blaðsíður auk tilvísana. Helstu niöurstöður: Ohjákvæmilegt er að neysla og tjón af hennar völdunt eykst hvernig sem að breytingum yrði staðió. El' miðað er viö að vcrðlag yrði svipað og í fjölmennasta ríki Evr- ópusambandsins, Þýskalandi, fjölgaði dauðsföllum af völdum áfengisneyslu um 4.000 og of- beldisverkum, sem ekki leiddu til dauða, um 22.000. Ef slíkt gerðist á Islandi hefði það þannig í för með sér að dauðs- föllurn af völdum áfengisneyslu fjölgaði um 110-120 og ofbeldis- árásuin um 600-700 á ári. Spurningin cr: Höl'um viö cfni á að lbrna 110-120 mönnum ár- lcga á altari þcirra sem hagnast á einkavæðingu áfengissölunnar? Er ástæða til að fjölga fórnar- lömbum ölvaðra olbcldismanna um 600-700? (Heimild CAN, Centralförbundel för Alkohol - och Narkotikaupplysning). Svar við „Hver er maðurínn" 'T6Z.T Qu? Jaquiasap ■g uuecj is?i snapeuiv guegjio/vy ■Qipueid jba suetj epnep jpja QiQoq -ddn qia uuun)n[q iisbjAq Z8L\ Q! -jp jaqa/ft azueisuo^ jsijjiS uuey '9SAI QU? gjnqzjes 1 tsippaej yezoj^ snapeuiv guegjio/w

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.