Dagur - 14.04.1994, Blaðsíða 1

Dagur - 14.04.1994, Blaðsíða 1
Venjulegir og demantsskornir trúlofunarhringar Afgreiddir samdægurs GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI Hagnaður fyrstu þrjá rekstrarmánuði Skinnaiðnaðar hf.: Gert ráð fyrir rekstrarhagnaði á þessu ári - segir Ásgeir Magnússon, stjórnarformaður Skinnaiðnaðar hf. Eyjaíjörður: Iifleg viðskipti með greiðslumark mjólkur Líflegt hefur verið um sölu á greiðslumarki vegna framleiðslu mjólkur á Eyjafjarðarsvæðinu að undanförnu. Eftirspurn eftir framleiðsluheimildum er mikil og hefur hluti þess greiðslu- marks, sem skipt hefur um eig- endur, verið selt til annarra landssvæða. Meðalverð fyrir greiðslumark hefur verið um 100 til 110 krónur fyrir lítrann og heyrst hafa tölur um hærra verð eða allt að 120 krónur fyrir heimild til framleiöslu hvers mjólkurlítra. Guðmundur Stcindórsson, ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar, sagói í samtali við Dag að talsvcrt framboó hall verið á grciðslumarki vegna framleiðslu mjólkur að undanförnu. Eftirspurn væri hins vegar mciri cn framboð þannig að allt grciðslumark seldist nær samstundis og verð væri í hærri kantinum, eða 100 til 110 krónur fyrir hvcrn lítra, og væri greiðslumarkið greitt á skömmum tíma eöa jafnvel staðgrcitt. Dærni væru um hærra vcrð fyrir greiðslumark en það teldist þó til undantckninga. Guðmundur sagði aö nokkur tilboö hafi borist í greiðslumark úr öðrum héruðum, cn í gildi cr ákvcðið forkaupsrctt- arákvæði þannig að bændur á sama framlciðslusvæði gcta gcng- ió inn í tilboð scm koma annars staðar frá. Þrátt fyrir það hafi nokkuð af grciðslumarki verió sclt frá svæðinu að undanförnu. Astæður framboðs á greiðslu- marki kvað Guðmundur vera þær að cinstakir bændur hafi hætt mjólkurframleiðslu, en minna væri um að bændur fækkuðu grip- um og drægju framleiðslu saman. A sama hátt væru þeir bændur, scnt nú væru að kaupa greiðslu- mark, að auka við framleiðslu- möguleika á búum sínum en hann kvaðst ekki vita nein dæmi um bændur scm væru að hefja kúabú- skap frá grunni. ÞI Bjartarí tímar Eftir crfiðlcika í skinnaiðnaðinum á Akurcyri á síðasta ári hcfur dæmið snúist við og gcra forsvarsmcnn Skinnaiðn- aðar hf. ráð fyrir hagnaði af rckstri fyrirtækisins á fyrsta hcila starfsári þess. Mynd: Robyn. Vaktavinna hefst hjá Strýtu hf. í næstu viku: " Um 30 starfsmenn hafa verið ráðnir til viðbótar - rekstur fyrirtækisins hefur gengið vel Hjá Strýtu hf. á Akureyri er verið að vinna rækju fyrir Evr- ópumarkað og á niánudaginn hefst vaktavinna hjá fyrirtæk- inu. Að sögn Aðalsteins Helga- sonar, framkvæmdastjóra, hafa þegar verið ráðnir um 30 starfs- menn til viðbótar vegna þessa. „Það vcrður unnió á tvískiptum vöktum, frá kl. 06-14 og frá kl. 14-22 og verða um 35 manns á hvorri vakt. Við reiknum með að unnið verði á vöktum þar til í lok sumars." Fyrirtækinu hefur gengið vel að alla hráefnis, bæði frá frysti- Slippstöðin-Oddi hf.: Smíðar lausfrysta fyrir Þormóð ramma og Samheqa Slippstöðin-Oddi hf. á Akureyri er að smíða lausfrysti fyrir rækjuverksmiðju Þormóðs ramma hf. á Siglufirði og einnig í frystitogarann Baldvin Þor- steinsson EA-10, vegna flaka- frystingar. Brynjólfur Tryggva- son, yfirverkstjóri, segir að inni- verur skipsins séu notaðar í uppsetningu og reynt að tefja skipið sem minnst frá veiðum. Engin stærri verkefni eru fram- undan hjá Slippstöðinni-Odda eins og er, en Brynjólfur segir að aðal- álagstímar í stöðinni vegna minni háttar viðgerða og málningar séu þrír, um jólin, kringum sjómanna- daginn og að afloknu fiskveiðiári, þá vcnjulegast í októbcrmánuói. Slippstöðin gerði tilboð í endur- bætur á UA-togaranum Kaldbaki EA-301, en þeim framkvæmdum hefur vcrið frestað til haustsins til þess að halda skipinu á veiöum vegna hráefnisöflunar fyrir fisk- vinnsluna. GG skipum og úthafsrækjuskipum. Nú síðast bættust loðnuskipin Þórður Jónasson EA og Guómundur Ól- afur ÓF í viðskipti en þau er kom- in á rækjuveiðar. Strýta tók til starfa um miðjan mars á síóasta ári og segir Aðal- steinn að reksturinn hafi gengið nokkuð vel þetta fyrsta ár. „Við höfum selt vörur fyrir um 800 milljónir króna á þessum tíma og reksturinn er réttu megin við núllið. Þannig að ég er þokkalega ánægóur. Hins vegar er afuróa- verö á rækju nokkuð lágt um þess- ar mundir.“ Á haustin hefur fyrirtækiö unn- iö kavíar úr grásleppuhrognum, sem fer á markað í Evrópu og hef- ur þegar verið samið um kaup á miklu magni af grásleppuhrognum til vinnslu. „Við höfum fengið fleiri menn á Norðausturhorninu í viðskipti en í fyrra og erum mjög ánægðir mcð samskiptin við trillu- karlana.“ KK Ásgeir Magnússon, stjórnarfor- maður Skinnaiðnaðar hf. á Ak- ureyri, segir að fyrstu þrjá rekstrarmánuðina hafi rekstur fyrirtækisins gengið betur en menn hafi þorað að vona og allt bendi til þess að hagnaður verði af rekstrinum á þessu ári. Eins og kunnugt cr varö Is- lenskur skinnaiðnaóur hf. gjald- þrota á síðasta ári og var fyrirtæk- ið cndurreist á haustdögum undir nafninu Skinnaiónaóur hf. Á fyrsta aðalfundi félagsins í gær kom fram að rekstrartckjur þessa þrjá fyrstu mánuði fyrirtækisins, október, nóvember og dcscmbcr á síðasta ári, hafi verið 81,5 millj- ónir króna en rckstrargjöld 78,8 milljónir. Rekstrarhagnaður varð því 2,7 milljónir króna. Að teknu tilliti til fjármagnsgjalda upp á 2,4 milljónir króna varó hagnaður því um 250 þúsund krónur. Nióur- stöðutala efnahagsrciknings varð tæpar 234 milljónir króna. „Þetta hcl'ur gengið betur en við gerðum ráó fyrir. Við fengum góðan stuðning í upphafi og það hefur líka mikið að segja að þeir scm spáöu því að markaðurinn myndi taka viö sér á þessu ári, „Við erum ánægðir með þessa niðurstöðu, í áætlunum okkar gcrðum við ráð fyrir tapi þcssa fyrstu þrjá rnánuði í rekstri fyrir- tækisins. Sölumálin ganga betur lyrir sig cn við gerðum ráð fyrir,“ sagði Asgeir. Hann sagði að á síð- ustu árum hafi helsti markaðurinn fyrir skinnavörur vcrið Italía, cn markaðir á Noróurlöndum og í Bretlandi hafi tekið við sér á und- anförnum misscrum. Þá ncfndi Ásgeir að Asíumarkaöurinn hafi verió að styrkjast að undanförnu. „Þaó scm skiptir máli er að við höldum vöku okkar varðandi vöruþróunina og markaðsmál tii þess að við getum staðist harða samkeppni á okkar helstu mörk- uðum,“ sagði Ásgcir. hafa haft rétt fyrir sér. Útlitió er óneitanlega bjart." Starfsmenn Skinnaiðnaðar hf. eru núna 135 en í upphafi var reiknað meó 100 manna fyrirtæki. Ásgeir sagði að þessi fjölgun starfsfólks væri væntanlcga tíma- bundin scm kæmi til al' því að pantanir væru fyrr á ferðinni en reiknað hafi verið með. Um yfirstandandi ár, fyrsta heila rckstrarár Skinnaiðnaðar hf., sagði Ásgcir að rciknað væri mcð hagnaði af rekstri. „Þaó bcndir allt til þcss að dæmið garigi upp og hagnaóur vcröi í ár. Eg hcf l’ulla trú á því að þetta sé allt á réttri lcið. Hins vcgar vil ég taka fram aö þessir fyrstu þrír mánuðir í rekstri fyrirtækisins segja ósköp lítið um framtíðina. Aðalatriðið er að við þurl'um að byggja upp fyr- irtæki sem getur þolað einhvcr áföll, sem upp kunna að koma. Það gerum vió mcð því að reka fyrirtækið mcð hagnaði,“ sagði Ásgcir. óþh

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.