Dagur - 02.03.1995, Blaðsíða 1

Dagur - 02.03.1995, Blaðsíða 1
 78. . ■ :. Akureyrl, fimmtudagur 2. mars 1995 43. tÖlublað 4 . Venjulegir og demantsskornir É trúlofunarhringar ^ Afgreiddir samdægurs GULLSMIÐIR SiGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI Útgerðarfyrirtækið Ingimundur hf.: Hyggst láta smíða 2000 tonna rækju- togara innanlands Oskudagurinn á Akureyri Eins og venja er til á öskudaginn var iíf og fjör á Akureyri í gær. Unga kynslóðin brá sér í allskyns gervi og setti þannig heldur betur svip á bæinn, enda veitti ekki af í grámygiulegri snjókomunni. Krakkarnir létu veðrið ekkert á sig fá, skunduðu í fyrirtæki og sungu af krafti og auðvitað fengu þeir að launum sælgæti. Á meðfylgjandi mynd eru tvær hressar Línur sem að sjálfsögðu brostu sínu breiðasta til Ijósmyndarans. Mynd: Robyn. Utgerðarfyrirtækið Ingi- mundur hf., sem gerir út Helgu RE og Helgu II RE og rekur rækjuverksmiðju á Siglu- flrði, hefur látið teikna fyrir sig rækjutogara í Noregi. Útboðs- gögn hafa verið send öllum ís- lenskum skipasmíðafyrirtækjum og er skilafrestur tilboða til kiukkan 13.00 föstudaginn 10. mars og segir Ármann Ár- mannsson, framkvæmdastjóri, að þann dag liggi fyrir hvaða til- boði verði tekið. Skipið veróur um 2.000 brúttó- tonn og lengd þess 60,4 metrar og breidd 13 metrar. Skipið verður útbúió til tveggja trolla veiða á rækjunni og einnig er fyrirhugað að senda það á úthafskarfaveiðar. Ekki er ákveðið hvort skipið verði gert út frá Siglufirði en til þess að Umtalsverð hækkun á gengi hlutabréfa fjölmargra hlutafélaga: Uppsveifla hjá Þormóði ramma og Sæplasti Frá áramótum hefur orðið at- hyglisverð hækkun hluta- bréfa í Þormóði ramma hf. á Siglufirði og Sæplasti hf. Hækk- unin á bréfunum í Þormóði ramma nemur 13% og 12% í Sæplasti. Þá hefur gengi bréfa í Skagstrendingi hf. hækkað um 8%. Hins vegar hefur engin breyting átt sér stað á gengi hlutabréfa í ÚA, Hlutabréfasjóði Norðurlands og KEA. „Skýringin á þessari hækkun hlutabréfa í Þormóði ramma er fyrst og fremst hækkandi rækju- verð. Afkoman var ágæt hjá fyrir- tækinu á sl. ári og miðað við hækkandi rækjuverð hafa menn væntingar um góða afkomu á þessu ári,“ sagði Hreiðar Sigurðs- son, hjá Kaupþingi hf. Ef hins vegar er litið til hækk- unar á hlutabréfum í Sæplasti hf. segir Hreiðar að skýringin á henni sé ekki síst sú að bréf i Sæplasti hafí setið eftir þegar almenn hækkun varó á gengi hlutabréfa á markaðnum. Þetta sé nú Ieiðrétt með umtalsverðri hækkun bréf- anna. Þá beri að horfa til þess að umtalsverð veltuaukning hafi orð- ið hjá Sæplasti og horfumar á næstu mánuðum séu góðar. Allt hafí þetta áhrif til hækkunar á hlutabréfum í fyrirtækinu. Engin breyting hefur orðið á gengi hlutabréfa í ÚA. Hreiðar segist hafa merkt það að umræðan sem skapaðist um fyrirtækið vegna sölumálanna, hafi fælt fjár- festa frá ÚA. Þeir telji að á meðan Akureyrarbær eigi meirihluta í fé- laginu sé það ekki vænlegur fjár- festingarkostur. Hreiðar sagði að miðað við síð- ustu ár hafi verið óvenjulega líf- legt á hlutabréfamarkaðnum það sem af er þessu ári. Þau fyrirtæki, sem þegar eru búin að halda aðal- fundi, hafi sýnt góða afkomu. Til dæmis hafi Hampiðjan hf. skilað mjög góðri afkomu og í kjölfarið hafi gengi bréfa í fyrirtækinu hækkað vemlega, eða um 17% frá áramótum. óþh geta keypt skipið og fá „rúmmetra á móti“ veröa bæði Helga RE sem er 199 tonn að stærð og hefur að- allega verið gerð út á rækju og frystiskipið Helga II RE sem er 794 tonn og hefur verið gerð út á rækju-, bolfisk- og loðnuveiðar, seldar, væntanlega innanlands. _____________________GG Félag byggingamnna Eyjafiröi: Fjórði hver atvinnulaus - samningarnir samþykktir Félag byggingamanna Eyja- firði hélt félagsfund sl. þriðjudagskvöld þar sem kjara- smningarnir voru afgreiddir. Voru þeir samþykktir með tals- verðum mun. Alls voru 21 sem greiddi at- kvæói. Já sögðu tólf, einn sagði nei en átta sátu hjá. Að sögn Guð- mundar Ómars Guðmundssonar, formanns félagsins, er mikið at- vinnuleysi meðal félagsmanna hans eóa 25%, sem þýðir að fjórði hver er án atvinnu. Er þetta svipað hlutfall og á sama tíma fyrir ári síðan. HA Áta gerir loðnuna óhæfa til frystingar: Aðeins fryst upp í helm- ing samninga til Japans Frystitogararnir hætta loðnufrystingu: Stakfell á rækjuveiðar Stakfell ÞH-360, togari Hrað- frystistöðvar Þórshafnar hf., kemur til Þórshafnar í dag eftir að hafa verið á loðnumiðunum og fryst um 180 tonn af kven- loðnu á Japansmarkað. Togar- inn hefur ekki áður fylgt loðnu- flotanum og tekið loðnu til fryst- ingar frekar en margir aðrir ís- lenskir frystitogarar. Togarinn fer nú á rækjuveiðar og verður að öllum líkindum hald- ið vestur á Dohmbanka, en veðrið hefur verið þar mjög rysjótt og hafa rækjutogararnir þurft að leita vars við Vestfirðina öðru hverju. Ágætis veiði hefur verið þegar gefið hefur. Togarar Sigfírðings hf. á Siglu- ur sunnan firði, Siglir SI-250 og Siglfirðing- SI-150, hafa báðir verið fyrir land á loónufrystingu. Siglfirðingur SI kom til Reykja- víkur í gær með 70 tonn af frystri loónu, og mun síðan halda á blandað fiskerí, aðallega ýsu og karfa. Siglir SI er enn á loðnumið- unum og bíður átekta, en vegna mikillar átu í loðnunni hentar hún ekki orðið eins vel til frystingar. í gær var búið að frysta um 270 tonn af loðnu um borð í Sigli, þar af um 40 tonn af blandaðri loónu, þ.e. bæði karl- og kvenloónu, og mjölframleiðslan var orðinn 70 tonn. Erfiðlega hefur gengið að bræða, og er orsakarinnar að leita í því hversu ný loðnan er þegar hún kemur til bræðslu. GG Agæt loðnuveiði var í fyrri- nótt á Selvogi en töluverð áta er í Ioðnunni sem gerir hana óhæfa til frystingar en hún er stór og góð og full af hrognum, eða um 22%. Mjög algengt er að áta sé í loðnunni þegar gangan fer vestur með suðurströndinni framhjá Vestmannaeyjum, en það vekur meiri athygli nú en undanfarin ár þegar svo stór hluti loðnuaflans er frystur á kostnað bræðslunnar. Heildaraflinn var í gær orðinn 188 þúsund tonn og hafði mestu magni verið landað í Vestmanna- eyjum, 37 þúsund tonnum, og er sú höfn þar með orðin aflahæst í fyrsta skipti á vertíðinni. Á Seyð- isfirði var búið að landa 36 þús- und tonnum, á Eskifirði 29 þús- und tonnum og í Neskaupstað 20 þúsund tonnum. Á Norðurlandi hafa 6.816 tonn borist til Raufarhafnar, 6.279 tonn til Þórshafnar og 4.016 tonn til Krossanesverksmiðjunnar. Búið er aó frysta tæplega 19.000 þúsund tonn af loðnu í febrúarmánuði, sem er nokkuð minna magn en í fyrra og nær helmingi minna magn en samið var um sölu á til Japans. Söluverð- mætið er um 1,6 milljarður króna sem er 73% af söluverðmæti frystrar loðnu á sl. ári, en um nokkra verðlækkun er einnig að ræða, allt upp í 15% eftir stærðar- flokkum. Tveir bátar, Svanur RE og Jóna Eðvalds SF, fundu loðnu á Hroll- augseyjasvæðinu í fyrradag og var í fyrstu talió að um nýja loðnugöngu væri að ræða en lík- legra er talið að dreifð loðna hafi þétt sig í veiðanlegar torfur. Loðn- an dreifói sér svo í myrkrinu og í gærmorgun höfðu Jón Kjartansson SU og Beitir NK fengið nokkum afla á þessum slóðum en það ríkti ekki mikil bjartsýni um framhald- ið. Blíðuveður var á þessum slóð- um í gærdag, norðan andvari og sólskin. Bátar Langaness hf„ Björg Jónsdóttir ÞH og Björg Jónsdóttir II ÞH, vom í gærdag á leió austur á Reyðarfjörð eða Seyðisfjörð til löndunar með fullfermi. Afli Bjargar Jónsdóttur ÞH er oróinn um 5 þúsund tonn frá því veiðar bátsins hófust 10. febrúar. GG Afli Bjargar Jónsdóttur ÞH er orðinn um 5 hófust 10. febrúar sl. þúsund tonn frá því veiðar Mynd: IM

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.