Dagur - 07.06.1995, Blaðsíða 1

Dagur - 07.06.1995, Blaðsíða 1
Akureyri, miðvikudagur 7. júní 1995 106, töiublað - 60 teknir fyrir hraöakstur í Húnavatnssýslum Hvítasunnuhelgin var óvenjulega róleg og átti kait veður ef tii vill einhvern þátt í því. Um tuttugu manns voru teknir Jakob í stjórn Landsvirkjunnar Jakob Björnsson, bæjarstjóri, verður fulltrúi Akureyrar í stjón Landsvirkjunnar, en stjórnarskipti verða síðar í sum- ar. Varamaður verður Sigurður J. Sigurðsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Níu manns sitja í stjóm Lands- virkjunnar, sem er í eigu ríkisins, Reykjavíkurborgar og Akureyrar- bæjar. Alþingi kýs fjóra fulltrúa í stjóm, Reykjavíkurborg þrjá og Akureyrarbær einn. Níundi mað- urinn er stjórnarformaðurinn sem iðnaðarráðherra skipar. Ef ekki næst samstaða um hver skal vera stjómarformaður er hann skipaður af Hæstarétti. Jóhannes Norðdal, fyrrv. seóla- bankastjóri, er núverandi stjómar- formaður og hefur verió í áratugi. Nú er nokkuð rætt um að Jóhann- es láti af stjórnarformennsku og nýr og yngri maður taki við. Ef sú verður niðurstaðan er ekki talið ósennilegt að þar verði framsókn- armaður fyrir valinu og vitað er að framsóknarmenn hafa á því fullan áhuga. Flokkurinn er í meirihluta bæði í Reykjavík og á Akureyri auk þess að sitja í ríkisstjóm og ráða iðnaöarráðuneytinu. Hefur nafn Guðmundar G. Þórarinsson- ar, fyrrv. alþingismanns, m.a. ver- ið nefnt í þessu sambandi. HA fyrir of hraðan akstur um helgina á Akureyri og í nágrenni bæjarins, en aðeins einn sviptur ökuleyfi, fyrir að aka á 115 km hraða eftir Hörgárbrautinni. A föstudag varð harður árekstur á Þelamörk og á föstudagskvöld á Arskógsströnd. Tvö umferðaróhöpp uröu á sunnu- dag á Akureyri, bæði af völdum unglinga sem ekki höfðu ökurétt- indi. Stúlka tók málningarbil ófrjálsri hendi og ók á Isbúðina í Kaupvangsstræti með þeim alleið- ingum að skemmdir urðu bæði á bíi og húsi auk þess sem tæplega þrjátíu lítrar af málningu helltust niður. Drengur á fjórhjóli ók á ljósastaur í Miósíðu. Hann kvart- aði undan eymslum í fæti og var íluttur á sjúkrahús. Annars staðar á Norðurlandi var helgin róleg. Lögreglan í Húnavatnssýslu tók um 60 manns fyrir of hraðan akstur en enginn var sviptur ökuleyfi. shv Málningin út um allan bíl Hún var frekar Ijót aðkoman að umfcrðaróhappinu sem varð í Kaupvangsstræti á Akureyri á sunnudags- morgun. Ung réttindalaus stúlka tók þá þessa bifreið, scm í var mikið af málningu, ófrjáisri hendi og ók henni á Isbúðina í Kaupvangsstræti. Urðu skemmdir bæði á bíl og húsi, auk þcss scm málning slettist um allan bíl og fckk ökumaðurinn ungi sinn skammt af gusunni. Allir þeir sem að komu urðu cinnig útataðir í máiningu. Stúlkan, sem slapp að mcstu við mciðsl, var þó flutt til aðhlynningar á FSA en hún var grunuð um Ölvun. Myndir: Robyn Bráöabirgðauppgjör fyrir rekstur Mecklenburger Hochseefischerei fyrstu fimm mánuði ársins: Líkur á rekstrarhagnaði í ár Rekstur Mecklenburger Hochseefischerei (MHF), dótturfyrirtækis Útgerðarfélags Akureyringa hf. í Þýskalandi, hef- ur batnað verulega að undan- fórnu og væntir Ingi Björnsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Mecklenburger, þess að rekstur þessa árs verði réttum megin við núllið. Ingi Bjömsson lét af störfum hjá Mecklenburger um síðustu mánaða- mót en þá lá fyrir bráðabirgðaupp- Islandsmet í einingafjölda Muggur Matthíasson, sem sést með blómvönd í hendi á meðfylgjandi mynd hlaut sér- staka viðurkenningu fyrir það á útskriftarhátíð Verkmenntaskól- ans á Akureyri á annan í hvíta- sunnu, að hafa lokið 282 eining- um frá skólanum. Að sögn Bern- harðs Haraldssonar, skólameist- ara VMA, er þetta staðfest fs- landsmet í einingafjölda í hér- lendum framhaldsskólum. Aö þessu sinni brautskráðist Muggur af 2. og 3. stigi vélstjórn- ar en áöur hefur hann lokið eftir- töldum námsgreinum: 1990 vél- virkjun, 1993 vélavörður, 1994 stúdentspróf af tæknisviði, 1994 meistaraskóli fyrir vélvirkja. Bemharó Haraldsson afhenti honum blómvönd, þakkaði honum tryggðina og benti honum á, „að hann á t.d. alveg eftir nám á sjúkraliðabraut og á hússtjómar- sviði. Þangað er hann auðvitað velkominn, strax næsta haust eða síðar ef honum hentar það betur.“ Sjá umfjöllun um útskrift VMA á blaðsíðu 4. Óþh/Mynd: Robyn. gjör fyrir fyrstu fimm mánuði þessa árs. Þar kemur fram aö verulegur rekstrarbati hefur orðið á síðustu missemm. Fyrstu fimm mánuði þessa árs er rekstrartapið á bilinu 0- 20 milljónir króna. Sömu mánuði á sl. ári var tapið 350 milljónir króna. Að teknu tilliti til hagnaðar af sölu eins skipa félagsins, Cetus, í síðasta mánuði til argentínsks útgerðarað- ila, er hagnaður af rekstri Mecklen- burger Hochseefischerei fyrstu fimm mánuði ársins 55-75 milljónir króna. Með sölu á þessu skipi eru nú sex skip í rekstri hjá MHF, en þegar Útgerðarfélag Akureyringa hf. kom að rekstri Mccklenburger voru gerð út átta skip. A síðasta ári var selt síldar- og makrílskip MHF til hollensks aðila. Ingi Bjömsson segir ánægjulegt að tekist hafi að snúa rekstrardæm- inu við, fyrir því séu ýmsar ástæð- ur. I fyrsta lagi hafi með sölu á tveim skipum félagsins verið fækk- að starfsfólki um 130 manns, úr 370 í 240. I öðru lagi séu verð fyrir afurðir félagsins nú betri en á síðasta ári. Minna framboð sé á markaðnum frá öðrum framleiðendum auk þess sem Mecklenburger hafi dreift framleiöslu sinni á fleiri markaði en áður. Mikilvægt sé í þessu sam- bandi að MHF hafi náð fótfestu á Bandaríkjamarkaði, Bretlandsmark- aði og Frakklandsmarkaði auk heimamarkaðar í Þýskalandi. í þriðja lagi nefnir Ingi að mark- visst hafi verið unnið að fram- leiðslustýringu um borð í togumm Mecklenburger og tengja fram- leiðsluna betur við markaðinn á hverjum tíma. Ingi segir að mióað við fast verð hafi bætt framleiðslu- stýring gefið allt að 20% hærra meðalverð á einstökum skipum fé- lagsins. Þá segir hann að þessi breyting hafi skilað því að nú séu engar birgðir hjá MHF, en 1993 var við mikinn birgðavanda að glíma vegna þess að ekki voru nægilega mikil tengsl milli annars vegar framleiðslunnar og hins vegar birgðahalds. I fjórða lagi vill Ingi nefna kostnaðaraðhald á öllum sviðum og að allir samningar um stærri inn- kaup hafi verið endurskoðaðir. I fimmta lagi nefnir Ingi að fjár- festingar og öll meiriháttar við- haldsverkefni séu nú boðin út á al- mennum tilboðsmarkaði, en áður sat Rostockhöfn fyrir með viðhalds- verkefni. I sjötta lagi nefnir Ingi bætt upp- lýsingakerfi og breytt skipulag inn- an fyrirtækisins. Fjárhagsleg endurskipulagning Eins og komið hefur fram hefur verið unnið markvisst að fjárhags- legri endurskipulagningu á Meck- lenburger Hochseefischerei. Ingi Bjömsson segir að hún muni á síð- ari hluta þessa árs leiða til þess að fjármagnskostnaður lækki umtals- vert og einnig hafi sitt að segja að nýir kjarasamningar komi til fram- kvæmda á haustdögum, en þeir fela það í sér að sjómenn fara af launa- skrá hjá MHF og á atvinnuleysis- bætur yfir vetrartímann. Þar með telur Ingi að ekki verði umtalsverð hætta á því að félagið lendi í taprekstri yfir þann tíma sem skipin eru ekki að veiðum. Eins og áður segir eru horfur á einhverjum hagnaði af rekstri MHF þegar upp verður staðið um áramót. Það er mikill viðsnúningur í rekstri, því að á síðasta ári er áætlað rekstr- arlegt tap um 500 milljónir króna og áriö 1993 var tapið sem næst 750 milljónum króna. óþh Fiskiðjusamlag Húsavíkur: Vinnsla stöðvast ekki - hráefni til nokkurra vikna fyrirliggjandi Fiskvinnsla og rækjuvinnsla hjá Fiskiðjusamlagi Húsa- víkur stöðvast ekki næstu vik- urnar þrátt fyrir verkfall sjó- manna. Frosið hráefni, bæði bol- fiskur og rækja, er til staðar svo hægt er að halda áfram vinnslu. „Hráefnið endist ekki fram á haust, en næstu vikumar. Við ger- um ekki ráð fyrir aó þurfa að stöðva vinnsluna, en það kemur að því á endanum ef verkfallið leysist ekki,“ sagði Tryggvi Finns- son, aðspurður um hráefnisstöð- una. Hann sagði að þaó ylli vand- ræðum að hafa skipin bundin við bryggju þar sem engin innkoma væri af þeim á meðan. En hvað vinnsluna varðar getur hún haldið áfram í nokkrar vikur og er ekkert að stöðvast. IM Maímánuður langt undir meðallagi Nýliðinn mánuður var kaldur og vætusamur um norðan- og austanvert landið. A Akureyri var meðalhitinn 3,4 sem er 2,6 undir meðallagi. Þar mældist rúmlega tvöföld meðalúr- koma 44 mm og sólskinsstundir voru 117 sem er 57 stundum færri en venja er. Mjög svipað tíðarfar var á Akureyri í maí 1986. shv Hvítasunnuhelgin stórslysalaus: Nokkuð um hrað- akstur og óhöpp

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.