Dagur - 01.12.1995, Blaðsíða 1

Dagur - 01.12.1995, Blaðsíða 1
Launanefndir ASI og VSI sammála um aö segja ekki upp kjarasamningum: Desemberuppbót launa hækkar um sjö þúsund Verslunin í jólabúninginn Segja má að dagurinn í dag, fuliveldisdagurinn 1. desember, marki upphaf jólaverslunar og ef að líkum lætur fara nú jóla- lögin að heyrast á útvarps- stöðvunum. Verslanir eru nú óðum að taka á sig jólasvipinn með tilheyrandi skreytingum. Þessi mynd var tekin í gær í versluninni Akurliljunni við Hafnarstræti á Akureyri og sýn- ir Heiðu Kristínu Jónsdóttur vera að ganga frá jólaskreyt- ingu. Öruggt má telja að mikið verðí um að vera á öllu Norður- landi í verslun um helgina. Á morgun, laugardag, verða verslanir á Akureyri yfirleitt opnar kl. 10-16. Veðrið ætti ekki að koma í veg fyrir líflega verslun, því Veðurstofan spáir fremur hægri suðaustlægri átt í dag og á morgun og hlýnandi veðri. Fram í miðja næstu viku er síðan spáð suðvestlægri átt og úrkomulausu á Norðurlandi. Sem sagt; hið besta desember- veður og upplagt að drífa sig í jólaverslunina. óþh/Mynd: óþh Launanefndir Alþýðusam- bands íslands og Vinnuveit- endasambands íslands komust að sameiginlegu mati síðdegis í gær um forsendur launasamn- inga og verður kjarasamningum ekki sagt upp á grundvelli þess mats. Ríkisstjórnin bauð einn milljarð króna til að liðka fyrir samningum og í gær bauð VSÍ að uppbót launa í desember hækki úr 13 þúsund krónum upp í 20 þúsund krónur og des- emberuppbótin verði 24 þúsund krónur á árinu 1996. Tilboðið stendur til 8. desember nk, til samþykktar eða synjunar á fé- lagsfundum verkalýðsfélaganna. Þetta tilboð er metið á 800 millj- ónir króna. Nokkur félög, m.a. Eining í Eyjafirði, hafa sagt upp samning- um ásamt fleiri verkalýðsfélögum. Valdimar Guðmannsson, formað- ur Alþýðusambands Norðurlands, segist hafa orðið fyrir vissum von- brigðum með niðurstöðu launa- nefndarinnar, hann hefði frekar viljað að samningunum hefði ver- ið sagt upp og öll aðildarfélög Verkamannasambandsins hefðu sameinast um það. Því sé hins vegar ekki að leyna að hækkun desemberuppbótarinnar skili að- ildarfélögum Verkamannasam- bandsins nokkuð áleiðis til við- miðunar við önnur launþegasam- tök, en betur megi ef duga skal. Valdimar segir að ef Verka- mannasambandið hefði ekki hvatt aðildarfélög sín til uppsagnar samninga hefðu þau tilboð sem nú séu á borðinu ekki séð dagsins ljós. Valdimar sagðist nú hvetja öll verkalýðsfélög til að fara að huga að næstu kjarasamningum verði tilboði rikisstjórnarinnar og VSI í þessari kjarabaráttu endan- leg niðurstaða. Það líti hins vegar út fyrir að samþykki félögin ekki framkomin tilboð, beri þau alls ekkert úr býtum. GG Umferðarslys í Hrísey: Vélsleði og bifreiö skullu saman Umferðarslys varð í Hrísey skömmu eftir há- degið í gær er vélsleði og bifreið skullu sam- an á horni Norðurvegar og Skólavegar. Lögregl- an á Dalvík var kölluð á vettvang og tók hún sér far með ferjunni þangað út. Ökumaður vélsleð- ans var fluttur á Fjórðungssjúkrahúsið á Akur- eyri og lék grunur á því að hann hefði fótbrotn- að. Ökumaður bifreiðarinnar slapp ómeiddur en bæði ökutækin eru Iítið eitt skemmd. Fjórir árekstrar urðu á Akureyri í gær, nokkurt eignatjón varð en engin slys. í Ólafsfirði þurfti lög- reglan að hafa afskipti af börnum sem sköpuðu nokkra hættu með því að renna sér á sleðum ofan úr hlíðinni niður á Hornbrekkuveg. GG Sveitarfélög við utanverðan Skagafjörð í eina sæng? „Sakar ekki að menn ræði saman“ - segir Snorri Björn Sigurðsson, bæjarstjóri á Sauðárkróki Við áformum að halda fund fyrir jól og spjalla saman um hvort grundvöllur sé fyrir frekari viðræðum um sameiningu sveitarfélaga. Sumir bera því við að óhentugt sé að halda fund rétt fyrir jólin - en ég held að ef út í það er farið séu allir tímar slæmir til fundahalda,“ sagði Snorri Björn Sigurðsson, bæjarstjóri á Sauðárkróki, í samtali við Dag. Viðræður um sameiningu sveitarfélaga við utan- verðan Skagafjörð hafa legið niðri um hríð, en nú áforma menn að taka upp þráðinn; eða kanna að minnsta kosti grundvöll fyrir áframhaldandi viðræð- um. Jón Guðmundsson, oddviti Hofshrepps, sem var hvatamaður í sameiningarmálum þessum, hefur hætt afskiptum af sveitarstjómarmálum vegna veikinda, en menn vilja þó halda verkinu áfram. Að sögn Snorra Björns verða boðaðir til fundar forystumenn þeirra sveitarfélaga þar sem sameining var samþykkt í kosningum fyrir tveimur árum. Það eru Skefilsstaða-, Staðar-, Hofs-, Viðvfkur- og Hóla- hreppur auk Sauðárkróksbæjar. Þá hafa forystumenn Fljótahrepps óskað eftir því að vera með í viðræðun- um. Halda átti fund um sameiningarmál þessara sveitarfélaga síðastliðið vor, en hann var aldrei hald- inn. En nú á að fara af stað aftur. „Ef ég tala fynr sjálfan mig hef ég alltaf verið tals- maður sameiningar sveitarfélaga. Þó er vitað mál að um þetta eru afar skiptar skoðanir eins og til dæmis hér á Sauðárkróki. Umboðið sem fékkst í sameining- arkosningum fyrir tveimur árum gildir ekki lengur, heldur er það viljayfirlýsing frá liðnum tíma. En ég held að ekkert saki að menn komi saman og ræði málin og athugi hvort grundvöllur er fyrir fyrir frek- ari viðræðum,“ sagði Snorri Bjöm. -sbs. Eining hefur sagt samningum upp: Einfaldlega mjög margir óánægðir - segir Björn Snæbjörnsson rátt fyrir að fulltrúar Alþýðu- sambands íslands í launa- nefnd hafi komist að þeirri nið- urstöðu að segja ekki upp samn- ingum, hafa mörg verkalýðsfélög tilkynnt vinnuveitendum að þau ætli að segja samningum upp. Eftir á að reyna á hvort þetta er löglegt. Um það mun félagsdóm- ur væntanlega taka afstöðu á næstu dögum en í gangi er nokk- urs konar prófmál í sambandi við uppsögn Verkalýðsfélagsins Baldurs á ísafirði. Verkalýðsfé- lagið Eining í Eyjafirði er eitt þeirra félaga sem sagt hafa upp samningum og Björn Snæbjörns- son, formaður þess, sagist ótví- rætt telja að einstök félög geti losað sig undan samningum. „Það eru einfaldlega mjög margir sem eru mjög óánægðir með þetta, því jafnlaunastefnan og annað sem byggt var á í vor er far- ið út í hafsauga. Við erum tilbúin að takast á við það sem er fram- undan. Þessi félög sem sagt hafa upp munu væntanlega tala sig saman núna upp úr helginni og fara í það saman að semja við vinnuveitendur. Ég á hins vegar ekki von á að þeir vilji mikið við okkur tala fyrr en skorið hefur verið úr því hvort þetta er lög- legt,“ sagði Björn. Ljóst er að ef uppsögn er lög- leg mun fóik í þeim félögum sem sagt hafa upp samningum ekki fá það sem ríkisstjómin og VSÍ buðu til að koma í veg fyrir uppsögn, m.a. hækkun desemberuppbótar í 20 þúsund krónur fyrir þessi jól. Þá mun það fólk ekki heldur fá þá hækkun sem átti að verða á samn- ingurn um áramót. Bjöm segir menn einfaldlega verða að sækja þessa hluti til baka í nýjum samn- ingum ásamt því sem menn vilja fá í viðbót. Varðandi tilboð ríkisstjómar- innar segir Björn að aðeins sé ver- ið að plástra upp í þau loforð sem gefin voru sl. vor. Verið sé að fá fólk til að kaupa aftur það sem keypt var þá. Um hækkun á des- emberuppbót sagði liann að menn vilji rniklu frekar sjá þessa pen- inga inn í launatöxtunum. Éftir sem áður verði lægstu taxtar rúm- ar 46.800 krónur á mánuði. HA

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.