Dagur - 25.01.1996, Blaðsíða 1

Dagur - 25.01.1996, Blaðsíða 1
79. árg. Akureyri, fímmtudagur 25. janúar 1996 17. tölublað Venjulegir og demantsskornir trúíofunarhringar Afgreiddir samdægurs GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI Mecklenburger togararnir fá andlitslyftingu Einn af togurum Mecklenbur- ger Hochseefischerei hefur heldur betur fengið andlitslyft- ingu í Slippstöðinni-Odda hf., eins og meðfylgjandi mynd sýnir sem tekin var í gær og sýnir til samanburðar annan togara fyr- irtækisins sem fær sömu með- höndlun í Slippstöðinni-Odda. Þessi „nýi“ togari Mecklenbur- ger fer á veiðar á morgun norður í Barentshafi. Fjórir af sex togurum Mecklen- burger Hochseefischerei eru mál- aðir í Slippstöðinni- Odda hf. og jafnframt er skipt um stýri þeirra. Ingi Björnsson, framkvæmdastjóri Slippstöðvarinnar, segir að þetta sé mikilvægt verkefni á þessum tíma. Hann segir að verkefnastaða fyrirtækisins sé mjög góð um þessar mundir og menn viti um næg verkefni næstu níu vikurnar og síðan muni væntanlega bætast ný verkefni við og duga fram á vor. Urn 130 manns starfa hjá Slippstöðinni þessa dagana og er auk virku daganna unnið á laugar- dögum. óþh Samstarf Umbúðamiðstöðvarinnar hf. og Vörumiða hf. á Akureyri Skapar þrjú ný störf á Akureyri Börnum og unglingum yngri en sextán ára selt tóbak í verslunum - skýlaust lagabrot, segir formaður Tóbaksvarnanefndar Ibyrjun þessarar viku hófst samstarf Umbúðamiðstöðvar- innar hf. í Reykjavík og lím- miðaprentfyrirtækisins Vöru- miða hf. á Akureyri, sem felst í því að Vörumiðar hf. annast alla límmiðaprentun fyrir Um- Guðmundur Karlsson, fram- kvæmdastjóri Umbúðamið- stöðvarinnar hf., segir ánægður með að samstarf hafi tekist við Vörumiða hf. um prentun lím- miða fyrir fyrirtækið. Ætlunin hafi verið að flytja þessa starf- semi frá Reykjavík norður til Ak- ureyrar og málum hafi verið vel fyrir komið með þessu samstarfi. Eins og fram hefur komið hefur Umbúðamiðstöðin hf. horft til þess að flytja umtalsverða starf- semi norður til Akureyrar og var málið nokkuð langt komið sl. haust og starfsfólk ráðið til starfa. Ætlunin var að Umbúðamiðstöðin hefði aðstöðu í Linduhúsinu, en nú hefur verið ákveðið að í því húsnæði verði starfsemi á vegum Nóa-Síríusar hf. Guðmundur segir að í ljósi þess hafi forsendur breyst, en hann vildi ekki tjá sig um það í gær hvað yrði ofan á. „Við erum að endurskoða stöðu Umbúðamiðstöðvarinnar, en búðamiðstöðina, sem til þessa hefur verið hluti af starfsemi hennar í Reykjavík. Þetta sam- starf er angi af „atvinnusköp- unarpakka“ Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna á Akureyri, en Umbúðamiðstöðin framleiðir niðurstöður munu liggja fyrir áður en langt um líður,“ sagði Guð- mundur. Hann upplýsti að þann 1. janúar sl. hafi Umbúðamiðstöðin hf. tekið tólf starfsmenn á Akur- eyri á launaskrá, en þeir væru hins vegar verkefnalausir, í það minnsta enn sem komið er. „Við réðum starfsmenn sl. haust til um- búðaframleiðslu, en síðast stóðust ekki áætlanir með húsnæði. Sumir þessara starfsmanna hættu f ann- arri vinnu til þess að vinna hjá Umbúðamiðstöðinni og þess vegna tók ég þá á launaskrá nú í janúar. Einn þeirra er Kristján Arnason, sem nú er kominn til starfa hjá Vörumiðum hf.,“ sagði Guðmundur. Hann ítrekaði að hann gæti ekki svarað því á þess- ari stundu hvort þessir starfsmenn komi til með að vinna við um- búðaframleiðslu á Akureyri eins og upphaflega hafi verið gert ráð fyrir, það skýrist mjög fljótlega. óþh allar umbúðir fyrir SH. Ari Karlsson, framkvæmda- stjóri Vörumiða hf., segist mjög ánægður með að þetta samstarf hafi tekist, enda skjóti það traust- ari stoðum undir rekstur fyrirtæk- isins. Hann segir þetta þýða um- talsverða aukningu í límmiða- prentun Vörumiða hf., ákveðið sé að flytja tækjabúnað Umbúðamið- stöðvarinnar til límmiðaprentunar norður og hluti hans komi væntan- lega um helgina. Vörumiðar hf. hafa þegar ráðið til starfa Kristján Arnason, sem áður starfaði hjá Petit hf., en Ari segir ákveðið að ráða annan starfsmann fljótlega og unnið verði að því að ráða í þriðja starfið síðar á árinu. „Það má segja að Umbúðamið- stöðin sé þarna að skapa ný störf hjá mér með því að fara í þetta samstarf," sagði Ari. Um er að ræða prentun á öllum h'mmiðum sem settir eru á ytri umbúðir fiskafurða fyrirtækja inn- an Sölumiðstöðvar hraðfrystihús- anna. Ari sagði að þetta samstarf væri búið að vera lengi uppi á borðinu, en málið hafi komið al- varlega til umræðu skömmu fyrir jól og niðurstaðan sé nú fengin. „Að sjálfsögðu skiptir þetta miklu fyrir þetta fyrirtæki og ég lít á það sem góða viðurkenningu á okkar vinnu að slíkur aðili skuli sækja eftir samstarfi við okkur. Ég er vissulega mjög ánægður með að þetta er gengið í gegn og get ekki annað sagt en að það er gam- an að eiga hlut að atvinnuupp- byggingu á Akureyri", sagði Ari. óþh Halldóra Bjarnadóttir, for- maður Tóbaksvarna- nefndar, segir því miður mörg dæmi þess að unglingum yngri en sextán ára sé selt tóbak í verslunum. Halldóra sagðist vita dæmi um þetta allt niður í 8 ára aldur. í gær ræddi blaðamaður við móður þrettán ára drengs á Ak- ureyri sem upplýsti að sonur hennar og kunningjar hans, verði sér auðveldlega úti um fínkorna neftóbak, sem ber nafnið 99, í verslunum á Akur- eyri. Móðirin sagði að drengirn- ir væru orðnir háðir þessu efni, sem væri mjög sterkt og skað- legt. Hún sagðist hafa hringt í verslunareiganda og kvartað yf- ir því að svo ungum börnum væri athugasemdalaust selt þetta efni, í lögum væri greini- lega tekið fram að ekki mætti selja tóbak til unglinga undir sextán ára aldri. Móðirin tók Eldur kom upp í fyrranótt í þýska togaranum Mainz, þar sem hann liggur við bryggju í Cuxhaven í Þýskalandi. Ljóst er að tjón er mikið og þegar blaðið fór í prentun í gærkvöld hafði enn ekki tekist að ráða niðurlögum eldsins. „Það er ljóst að skipið er veru- lega illa farið og tjónið er mikið. fram að hún teldi fulla ástæðu til að vekja máls á þeim lög- brotum sem afgreiðslumenn í sumum verslunum stunduðu í þessum efnum, hér væri um al- varlegt mál að ræða sem ekki væri víst að fólk gerði sér al- mennt grein fyrir. „Þetta til- tekna fínkorna neftóbak er mjög sterkt og ég veit til þess að krakkarnir sjúga þetta upp í nef- ið með fyllingalausum penn- um,“ sagði móðirin. Formaður Tóbaksvama- nefndar segist líta það mög al- varlegum augum að verslunar- menn séu að selja börnum og unglingum undir 16 ára aldri tóbak. Einu gildi hvort um sé að ræða sígarettur eða fínkorna tóbak. Hún sagðist hafa fengið upplýsingar um nokkur slík til- vik. Halldóra tók undir með móðurinni, sem Dagur ræddi við í gær, að fínkoma tóbak sé skaðlegt og geti verið stór- hættulegt. óþh Það er viðbúið að þetta breytir rekstrarforsendum eitthvað," sagði Kristján Vilhelmsson hjá Sam- herja í samtali við Dag í gær- kvöldi. Félagar hans, þeir Þor- steinn Vilhelmsson og Þorsteinn Már Baldvinsson, flugu utan til Þýskalands í gærdag að kanna skemmdir og frekari málavexti. -sbs. Umbúöamiöstööin hf.: Starfsmenn á Akureyri á launaskrá en engin verkefni Samherji: Togari brennur í Þýskalandi

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.