Dagur - 13.02.1996, Blaðsíða 4

Dagur - 13.02.1996, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Þriðjudagur 13. febrúar 1996 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI, SÍMI: 462 4222 ÁSKRIFT KR. M. VSK. 1500 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125 RITSTJÓRAR: JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, (ÁBM.), ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, (ÁBM.) AÐRIR BLAÐAMENN: AUÐUR INGÓLFSDÓTTIR, GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON, SIGURÐUR BOGISÆVARSSON, FROSTI EIÐSSON (íþróttir), BLAÐAMAÐUR HÚSAVÍK- SÍMIÁ SKRIFSTOFU 464 1585, FAX 464 2285. HEIMASÍMI BLAÐAMANNS 464 3521 LJÓSMYNDARI: BJÖRN GÍSLASON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RlKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI462 5165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 462 7639 SÍMFAX AUGLÝSINGADEILDAR: 462 2087 leiðari------------------ Orð Sveinbjöms Það vakti töluverða athygli þegar Sveinbjörn I. Baldvinsson, dagskrárstjóri sjónvarpsins, sagði upp störfum á dögunum. Hann varð að lúta í lægra haldi fyrir útvarpsráði. Sveinbjörn vildi hætta við þátttöku í Júróvisjón söngvakeppninni í ár en nýta þá fjármuni sem í keppnina færu til innlendrar dagskrárgerðar. Útvarpsráð kaus að halda áfram þátttöku í Júróvisjón og sú ákvörð- un stendur. Sveinbjörn brást hins vegar þannig við að hann sagði upp störfum. Þessi ágreiningur Sveinbjörns og útvarpsráðs endurspeglar þann fjárskort sem ríkissjónvarpið býr við. Stofnunin á við fjársvelti að stríða og þegar svo er komið verða menn að taka erfiðar ákvarðanir um forgangsröð verkefna. Útvarpsráð lítur svo á að Júróvisjón sé vinsælla sjónvarps- efni en íslenskt dagskrárefni. Ekki skal lítið gert úr því að margir hafa gam- an af að horfa á Júróvisjón, en þetta mál vekur spurningar um stöðu innlendrar dagskrárgerðar á ríkissjónvarpinu. Þegar blaðað er í gegnum dagskrá sjónvarpsins fer ekkert á milli mála að sjónvarpið á við töluverða tilvistarkreppu að stríða. Umtalsverður hluti innlendrar dagskrár- gerðar felst í þættinum Dagsljósi og það má með réttu spyrja sig þeirrar spurningar hvort allt það fjármagn sem til hans rennur væri ekki betur komið í öðruvísi dagskrárgerð. Á það hefur rétti- lega verið bent að hlutur efnis af landsbyggðinni sé heldur af skornum skammti í Dagsljósi, sem er fullkomlega óeðlilegt í þætti í ríkissjónvarpi. Á sama tíma og Stöð 2 lengir útsendingartíma sinn með ódýru erlendu afþreyingarefni og nýjar sjónvarpsstöðvar hefja rekstur, er hert að rekstri ríkissjónvarpsins. Það er vissulega áhyggjuefni en alvarlegast er þó að það er eins og menn viti ekki nægilega vel hvert beri að stefna með rekst- ur ríkissjónvarpsins. Þar ræður ákveðin tilvistar- kreppa ríkjum. Áður en hægt verður að bæta dagskrá sjónvarpsins, verða ráðamenn að marka sér stefnu um til hvers þeir ætlast af stofnun- inni. Ætla þeir til dæmis að beita sjónvarpinu sem einskonar menningartæki í baráttunni gegn ofurvaldi engilsaxneskrar tungu með vaxandi holskeflu erlends sjónvarpsefnis? Ætli menn sér það, verður líka að sýna það í verki og gera stofnuninni kleift að auka framleiðslu innlends dagskrárefnis. Skólaskrifstofan Sveitarstjómarmenn hafa á undan- fömum árum sífellt talað um aukin verkefni, sveitarfélögunum til handa og tilfærlsu þeirra verkefna frá ríki. Mikil andagift hefur ríkt á fundum þar sem málin eru rædd og sannfær- ingarkrafturinn mikill. Aukið sjálf- stæði sveitarfélaga, verkefnin færð nær íbúum, sem þjónustunnar njóta og annað þar um líkt hefur verið megin innihald umræðunnar. Jafn- framt er því bætt við að tryggja verði nauðsynlega tilfærslu skatt- peninga samhliða slíkri breytingu. Þá hafa sveitarstjómarmenn líka talað um fækkun sveitarfélaga til að auðvelda tilflutning verkefna og til þess að gera sveitarfélögum kleift að glíma við ný verkefni og aukna þjónustu. Fækkun sveitarfélaga eru líka viðbrögð við fækkun íbúa og fólksflótta á suðvesturhomið. Allt eru þetta göfug og lofsverð markmið, sem auðvelt er að taka undir og veita stuðning. Tilflutning- ur verkefna, frá ríki til sveitarfélaga, stefnir í rétta átt og framundan eru vonandi vemlegar breytingar í þá vem. Framselt vald til nefnda og ráða En hvemig bregðast svo sveitar- stjómarmenn, fomstumenn byggðar- laga, við þessum breytingum og hveming bregðast þeir við breyting- um í búsetu, stækkun atvinnusvæða og bættum samgöngum? Á nokkmm stöðum hafa menn haft víðsýni til að bera og staðið fyrir fækkun sveitar- félaga með sammna. Þar hafa verið stigin mikilvæg skref í rétta átt. Sveitarfélögum hefur fækkað frá ár- inu 1993 um tæp þrjátíu og em nú um 170 og enn er meira en helming- ur þeirra með innan við 300 íbúa. Víðast hafa þó viðbrögðin verið þau að bregðast við nýjum verkefn- um með auku samstarfi í formi byggðasamlaga, eða með auknu starfi hérðasnefnda og landshluta- samtaka sveitarfélaga. Með því fyr- irkomulagi hafa sveitarstjómarmenn valið þann kostinn að fela nýjum stjómunareiningum verkefnin og á þann hátt framselt umboð sitt. Af reynslu liðinna ára má það öllum ljóst vera að slík aðferð leiðir til þess að sífellt fleiri verkefni færast á þennan hátt frá sveitarstjómum til nefnda og ráða sem eru jafnvel ekki lengur skipaðar eða skipuð kjömum fulltrúum sveitarfélaga, en í þeirra stað embættismönnum í umboði þeirra. Stjómkerfið verður flókið, ákvörðunartökur seinvirkar og auk- inn stofnanablær ríkir í samskiptum við íbúana. Krafan í nútíma þjóðfélagi snýst um skilvirkni í vinnubrögðum, skjótvirka afgreiðslu mála og hag- ræðingu í rekstri. Samhliða því er upplýsingaskylda opinberra aðila meiri og íbúar krefjast jafnari gæða í þjónustu óháð því hvar þeir búa. Akureyri er sveitarfélag af þeirri stærð að íbúamir eiga möguleika á fjölþættri og góðri þjónustu á mörg- um sviðum og þarf Akureyrarbær ekki að leita eftir samstarfi við önn- ur sveitarfélög til þess að ná slíkum árangri. Tilhneiging hefur hinsvegar verið til að líta á Eyjafjörð, sem eitt athafnasvæði og samstarf hefur orð- ið um fjölmörg verkefni, sem lúta að sameiginlegum verkefnum íbúa svæðisins. Annmarka slíkst samstafs hef ég reynt að sýna fram á hér á undan. Sigurður J. Sigurðsson. „Eyþing átti að vera samstarfsvettvangur sveitarstjórnarmanna í Norðurlandi eystra, en starfsemi þess lág- mörkuð. Hugmyndin var aldrei sú að Eyþing tæki að sér rekstur af hálfu sveitarfélaganna. Hér er um grundvallar- breytingu að ræða, sem engin ástæða var fyrir Akureyri að sam- þykkja.“ Skólaþjónusta Eyþings Nú nýverið kom hinsvegar upp nýtt sjónarmið, þegar að því kom að skipuleggja þann þátt grunnskóla- starfsins, sem færist til sveitarfélag- anna frá fræðslukrifstofu og mennta- málaráðuneytinu við yfirfærslu grunnskólans. Skrifstofa fræðslu- mála fyrir þetta kjördæmi hefur ver- ið á Ákureyri og verkefnum sinnt þaðan. Eyþing, sem eru samstarfs- samtök sveitarfélaga í kjördæminu, tók málið til skoðunar og komst að þeirri niðurstöðu að skynsamlegast væri að Skólaþjónusta Eyþings yrði stofnsett og á þann hátt yrðu þessi verkefni yfirtekin fyrir kjördæmið í heild. Gert er ráð fyrir að 9 stöðugild- um í upphafi, en verði 10,5 í ársbyrj- un 1997. Verkefnið verði: Almenn kennsluráðgjöf, sérkennsluráðgjöf, námsráðgjöf og sálfræðiþjónusta. Þá er gert ráð fyrir því að skólaþjónust- an annist (frá 1997) sálfræðiþjón- ustu og sérkennsluráðgjöf fyrir leik- skóla. Þá á skólaþjónustan að að- stoða við þróun og nýbreytni í skólastarfi og endurmenntun kenn- ara. Skólaþjónustan á einnig að annst ýmiskonar skýrslugerð og upplýsingagjöf. Hér er ekki um neina tæmandi lýsingu að ræða, en minnst á helstu verkefni skrifstof- unnar. Allt eru þetta nauðsynlegir þættir í fræðslumálum, sem þarf að skipuleggja á nýjan hátt við þá breytingu að grunnskólinn færist til sveitarfélaganna. Það stjómkerfi sem hinsvegar er byggt upp í kring- um þessa verkþætti er hinsvegar táknrænt fyrir það umhverfi sem ég hef hér gert að umtalsefni. Æðsta vald í þessum málefnum grunnskól- ans á að vera aðalfundur Eyþings og stjóm Eyþings ræður forstöðumann, að fenginni umsögn skólaráðs. Skólaráð skal skipað fimm mönnum og kosið á aðalfundi Eyþings og það á að veita skólaþjónustunni faglega forstöðu. Kostnaður greiðist af sveit- arfélögum í samræmi við hlutfall bama á aldrinum 2-16 ára. Af áætl- uðum rekstarkostnaði upp á kr. 32.800.000 er gert ráð fyrir að Akur- eyri greiði kr. 17.917.845. Skynsamlegra fyrir Akureyri að annast skólaþjónustuna Bæjarstjóm Ákureyrar samþykkti aðild sína að slíku samstarfi nú fyrir skömmu gegn atkvæðum bæjar- fullrúa Sjálfstæðisflokkins. Það er okkar mat að mun skynsamlegra hefði verið fyrir Akureyri að annast þetta verkefni, sem hluta af okkar fræðslustarfi og að skólaskrifstofan yrði hluti félags- og fræðslusviðs. Við sjáum ekkert því til fyrirstöðu að veita öðrum sveitarfélögum þjón- ustu á þessu sviði með þjónustu- samningum, en teljum varhugvert að afsala sér þessu verkefni með þess- um hætti þegar loksins allt starf grunnskólanna er að færast á okkar hendur. Það sem ekki síst mótar andstöðu okkar við þetta vinnulag er sú stað- reynd að með þessu er verið að gera Eyþing að nýju stjómkerfi, en þátt- taka okkar í stofnun þeirra samtaka á sínum tíma miðaðist síst af öllu við það. Eyþing var stofnað eftir að aðil- ar vom sammála um að leggja niður Fjórðungssamband Norðlendinga. Eyþing átti að vera samstarfsvett- vangur sveitarstjómarmanna í Norð- urlandi eystra, en starfsemi þess lág- mörkuð. Hugmyndin var aldrei sú að Eyþing tæki að sér rekstur af hálfu sveitarfélaganna. Hér er um grundvallarbreytingu að ræða, sem engin ástæða var fyrir Akureyri að samþykkja. Því miður valdi meiri- hlutinn fyrirhafnarminnstu leiðina í stað þess að nýta sér þetta tækifæri til að efla og bæta þjónustu við grunnskólanemendur, starfsmenn og foreldra. Enn er verið að gera sveit- arstjómarstigið flóknara og dregið úr áhuga til fækkunar og stækkunar sveitarfélaga, en í þess stað er verið að búa til nýjar samskiptareglur, sem eru síst til þess fallnar að bæta þjón- ustu og auka á skilvirkni. f stað ein- földunar er vakið upp nýtt stjómstig. Sigurður J. Sigurðsson. Höfundur er bæjarfulltnji Sjálfstæðisflokks á Ak- ureyri. Millifyrirsagnir eru blaðsins. LESEN DAHORN l€> Af hverju dulbýr löggan sig ekki? Kvenkyns ökumaður hringdi og vildi koma á framfæri athugasemd við hvemig lögreglan á Akureyri vinni að því að fylgjast með því við gatnamót hvort fólk fari yfir á rauðu. „Kunningjar mínir í Reykjavík supu hveljur hér á dögunum yfir því hversu löghlýðnir Akureyring- ar eru. Þeir höfðu heyrt í útvarp- inu niðurstöður könnunar lögregl- unnar á Akureyri þess efnis að á Akureyri færi nánast enginn yfir á rauðu ljósi. Eg er ekki sammála þessu. Eg varð vitni að því í dag (föstudaginn 9. febrúar) að þegar ég kom að gatnamótum Hörgár- brautar, Glerárgötu og Tryggva- braut, lúrði löggubíllinn þar og vafalaust voru lögreglumennirnir að fylgjast með því hvort öku- menn færu yfir á rauðu ljósi. En ég spyr - hver fer yfir á rauðu ljósi beint fyrir framan lögreglubílinn? Af hverju dulbýr lögreglan sig ekki og fylgist þannig með hvort ökumenn fari að settum reglum við gatnamót?“ Víðilundurínn afgangsstærð? Ibúi í Víðilundi 20 á Akureyri hringdi í tilefni af frétt Dags um spamað Akureyrarbæjar það sem af er þessu ári við snjómokstur, og vildi koma því á framfæri að bæj- arstarfsmenn væru ekkert of liprir við hálkueyðingu og snjómokstur fyrir framan fjölbýlishús fyrir eldri borgara við Víðilund. Sagði liann íbúa vera orðna þreytta á þessu og hafa fengið einkaaðila til þess að sandbera fyrir framan blokkimar og greitt þeim úr sínum sjóðum. „Mér finnst að snjómokstur héma í Víðilundinum sæti alltaf afgangi og það sama gildir um hálkueyðinguna. Það er afleitt því hér býr margt gamalt fólk.“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.