Dagur - 02.08.1996, Blaðsíða 1

Dagur - 02.08.1996, Blaðsíða 1
79. árg. Akureyri, föstudagur 2. ágúst 1996 145. tölublað Þrefaldur 1. vinningur Olafur Ragnar Grímsson tók við embætti forseta Islands í gær: Forsetahjónin, herra Ólafur Ragnar Grímsson og frú Guðrún Katrín Þorbergsdóttir, á svöium Alþingishússins í gær. Ljósmynd: DV Iferð okkar hjónanna um landið í aðdraganda forseta- kjörsins höfum við sannfærst um þá djúpu virðingu sem þjóð- in ber fyrir störfum forseta lýð- veldisins. Hornsteinn þeirrar farsældar sem forsetar Islands hafa notið er hlýr og góður hug- ur í garð forsetaembættisins. Fá- ir þjóðhöfðingar eiga þess kost að ræða við þorra landa sinna og kynnast hugarþeli þeirra. Þetta er á færi forseta íslands, og það er einlæg von mín að það samband sem tekist hefur milli okkar og alþýðu manna til sjáv- ar og sveita verði ekki sundur slitið,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson, fimmti forseti ís- Iands, í ávarpi sínu þegar hann var settur í embætti við hátíð- lega athöfn í gær. I upphafi innsetningarræðu sinnar sagði Ólafur Ragnar það vera mikilvæga skyldu forseta að stuðla að því að ekki rofnuðu þau Dagsprent hf.: Hlutafé aukið og ný stjórn kjörin Igær var haldinn hluthafa- fundur Dagsprents hf. Fyrir fundinum lá tillaga stjórnar um aukningu hluta- íjárog kjör nýrrar stjórnar. A fundinum var samþykkt tillaga stjórnar um hlutafjár- aukningu félagsins um rúmar 23 milljónir króna, eða í 47 milljónir. Samþykkt var að frestur til áskriftar skyldi vera tvær vikur og að hið nýja hlutafé skyldi greiðast að 1/4 hluta strax en eftirstöðvar fyrir ársíok 1996. Gengi hins nýja hlutafjár verður 1,7. Stjóm fé- lagsins er heimilt til 31. ágúst 1997 að auka hlutafé félagsins um allt að 13 milljónir með sölu nýrra hluta og eiga hlut- hafar þá forgangsrétt að þeim kaupum samkvæmt samþykkt- um félagsins. Einnig fór fram á fundinum kjör nýrrar stjórnar. Fulltrúar nýs meirihluta í nýrri stjóm Dagsprents hf skipa Sveinn M. Eyjólfsson, Eyjólfur Sveinsson og Haraldur Haraldsson en fyrir hönd minnihlutans sitja Úlfar Hauksson og Guðmund- ur Jóhannsson. Sigurður Jó- hannesson sem verið hefur stjómarformaður félagsins vík- ur úr stjórn en þar hefur hann setið frá árinu 1988. hbg bönd sem tengdu þjóðina við ávinninga fyrri alda. Mikilvægasta embættisskyldan væri þó trúnaður forseta við þjóðina sjálfa, óskir hennar og vonir á hverri tíð. Hann sagði ennfremur að allir forsetar lýðveldisins hefðu borið gæfu til þess að laga embættið og starfs- hætti þess að breyttum kröfum líð- andi stundar, - og kvaðst vonast til að svo yrði áfram. Fráfarandi for- seta, Vigdísi Finnbogadóttur, sagði Ólafur hafa bætt nýjum þátt- um í starfsvef embættisins, - og að hún hefði verið brautryðjandi í alþjóðastarfi embættisins um leið og hún hefði ræktað trú þjóðarinn- ar á landið, menninguna og þjóð- tunguna. Ölafur Ragnar Grímsson sagði að frumkvöðlar sjálfstæðisbarátt- unnar um miðja síðustu öld hefðu miðað heimsýn þeirrar tíðar til Júlímánuður var óvenju hlýr á Akureyri, hvorki meira né minna en 1,4 gráðum yfir meðal- tali áranna 1961-1990. Meðalhit- inn í mánuðinum mældist 11,9 gráður á Akureyri. Fara þarf aft- annarra íslendinga. Mitt í fátækt og réttleysi hefði Jón Sigurðsson forseti sett sjálfstæðisbaráttunni markmið í stjómmálum, viðskipt- um og verklegum efnum og stutt kröfur landsmanna sögulegum rökum. „Athyglisvert er að það var ungt fólk sem stóð í framvarða- sveit sjálfstæðisbaráttunnar. Og enn hljótum við að setja traust okkar á unga fólkið. Við hin eig- um einnig skyldur okkar við það. Sú kynslóð karla og kvenna sem nú er að útskrifast úr skólum er hin fyrsta á Islandi sem hefur heiminn allan að vinnusvæði. Hana skortir hvorki þjóðemisvit- und, virðingu fyrir íslenskri menn- ingu né ást á náttúru landsins, en hún er einnig raunsæ og kröfu- hörð. Þá vaknar sú spurning hvort okkur tekst að sigra í hinni alþjóð- ur til 1991 til að finna ívið hærri hitatölu á Akureyri í júlí. „Þetta er vissulega með betri júlímánuðum á Akureyri, eins og þeir verða bestir,“ sagði Einar Sveinbjömsson, veðurfræðingur á legu samkeppni um unga fólkið á Islandi," sagði Ólafur Ragnar. Hann sagði að í þessu tilliti væri mikilvægt fyrir þjóðina að nýta allar sínar auðlindir, sama af hvaða meiði þær væru. - Hann nefndi einnig að jafnvægi hefði nú náðst í efnahagslífi og atvinnu- skipan landsins, „ ... en heimilin eru þó ærið mörg skuldsett meira en góðu hófi gegnir og ýmsir sam- félagshópar bera skarðari hlut frá borði en réttlætiskennd okkar þol- ir.“ Um samskipti íslands við er- lendar þjóðir sagði Ólafur Ragnar Grímsson að íslendingar ættu að vera bjartsýnir þegar þeir huguðu að möguleikum sínum sem þjóðar í náinni framtíð. Þróun heims- mála, tækni og vísinda væri þjóð- inni að mörgu leyti hagfelld og nú blasti við ný veröld sem ein- Veðurstofu íslands. Hann sagði að hitinn í Reykjavík hefði verið einni gráðu lægri í júlí en hér nyrðra. Einar sagði að skýringin á þessari hitatölu væri fyrst og fremst sú að sunnanáttir hefðu kenndist af opnum samskiptum, fremur en lokuðum valdakerfum. „Hæfni og hugvit skipta meira máli en stærð og styrkleiki. Hinn smái getur haft til að bera snerpu og knáleik, sem oft dugar ekki síður en afl risans við að nýta tækni nútímans.“ „Að rækja starf forseta íslands er fyrst og fremst þjónusta við þjóðina. Einungis dómgreind, lífs- reynsla og lifandi tengsl við fólkið í landinu geta vísað forseta rétta leið í starfi. Við þessi kaflaskipti í mínu lífi minnist ég allra þeirra sem mig hafa mótað, einkum móður minnar og föður, ömmu minnar og afa fyrir vestan, sem veittu mér í æsku það veganesti sym ég tel mest um vert,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson, fimmti forseti Islands, í niðurlagi innsetn- ingarræðu sinnar í gær. -sbs. verið ríkjandi og aldrei hafi komið samfellt tímabil norðankulda. Einar var í gær ekki með tölur um úrkomu á Akureyri í júlí, en ljóst væri að mánuðurinn hefði verið fremur þurrviðrasamur. óþh Óvenju hlýr júlí á Akureyri

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.