Þjóðviljinn - 12.05.1937, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 12.05.1937, Blaðsíða 2
ÞJÖÐVILJINN Miðvikudaeinn 12. maí 1937, A að ganga i berhögg við vilja allra lýðræóissinna i Vestmannaeyjum til þess aðbjálpaJóhanniÞ. á þing? Fáj kjördæmi í þessu landi munu orðin iangþreyttari á óh stjórn íhaldsins en einmitt Vest- mannaeyjar. Fyrir tæpum 4 árum, við síð- ustu bæjarstjórnarkosningar, var þetta harðsvíraða íhald svo langt leitt, að ef tekist hefði að sameina krafta kommúnista og alþýðuflokksmanna við þær kosningar væri hin fræga end- emissaga þess á, enda og bæjar- völd verkalýðs og smáframleið- enda tekin við. Við síðusfcu Alþingiskosningar (eða fyrir 3 árum,) slefaði í,- haldsþingmaðurinn tæpum hundrað atkv. fram. yfir sam- anlögð atkvæði kommúnista og j afnaðarmanna. Engum sem til þekkir um gang mála í Eyjum á þessu tíma- bili, getur blandast hugur um að nú í dag hafa kommúnistar og jafnaðarmenn til samans lang- samlegan meiri hluta kjósenda i Vestmannaeyjum,. bæði til bæj- arstjórnar og þings. Enda haí'a ýms dæmi frá síðasta ári, þegar samfylking hefir tekist, gegn í- haldinu, staðfest þetta á hinn glæsilegasta hátt. Það væri því átakanlegt hrygðarefni öllum sönnum íhaldsandstæðingum bæjarins ef þessi eining ekki tækist, enda með öllu óskiljanlegt fyrirbæri, ef fullkomin heilindi vasru til staðar af beggja hálfu. Flokksdeild kommúnista í Vestmannaeyjum brá strax við þegar fo,ll,víst varð um Alþingis- kosninguna í sumar og sendi jafnaðarmönnum þ. 21.. apríl s.l. eftirfarandi bréf: »t tilefnl þcss að útséð er nú um að kosning-ar til nlliingis fari frain á yori komanda og að engum getur blandast hugur um að mikið yeltur nú á ]>ví fyrir al]>ýðuna, að hcuni auðnist að lialda órofnum fylklngnm sínum við l>essar kosningar, en lilns- v.egar ekki trygð þessi nauðsynlega eining nema verklýðsflokkarnir taki fullkomið tillit livor til annars og ríkjandi mcirihlutaskoðana á sér- liverjum stað, — viljum við vinsam- legast gera ykkur alþýðuflokksmönn- um í Vestmannaeyjum eftirfarandi samvinnutilboð: Flokksdeildir kommúnlsta og jafn- aðarmanna í Vestmannaeyjum beiti sér opinberlega fyrir kosningabauda- lagi þcssara flokka á laudsmæli- kvarða, sem gæti t. d. framkvæmst á eítirfarandi hátt: a) Með samkomulagi miðstjórnanna. b) Að fulltrúi þess ilokksins sem fylgissterkari er í hverjn kjör- dæmi fyrlr slg, yrðl frambjóð- andí með stuðnings liins- c) Áð prófkosning fari fram eftir núnar tilteknum reglum þar sem kraftalilutföllin eru ekki augljós og skæru úr uin inálið samkvæmt staflið b. óskum við að þið sendið fnlltrúa ykkar til móts við okkur á annun í sumrl (n. k. föstudag) að Kalmanns- tjörn, til að lýsa undlrtektum ykkar og breytingatillögum, ef uin þær yrði að ræða. Vlrðingarfylst (undirslcrift). Þessi lýðræðislega lausn á þessu jnáli liggur svo opin fyrir, að ég veifc ekki neinn svo mikinn glóp að hann, reyni að rökstyðja andmæli gegn henni. Þetta fcilboð okkar kommún- ista hefir náð svo skýlausri við- urkenningu alls fjöldans í bæn- um, að mörg hundruð manns á opnum, verklýðsfundi sem for- ingjar jafnaðarmanna boða til undir nöfnum Sjóm.fél. Jötunn og »Snótar« — samþykkja ein- um rámi (án mótatkv.) áskorun til jafnaðarmanna í Vestm.eyj- um að ganga til prófkosningar og Míta henni. — En alt kemur íyrir ekki. »Foringjarnir« fara undan i flæmingi. Flokksdeild kommúnista í Eyjum fær ekk- ert ákveðið svar. Haraldur Guð- mundsson ráðherra neitar að bera upp tillögu um, þetta á lok- uðum fundi Alþýðusambands- meðlima og svarar út í höfct eins og fáviti ítrekuðum fyrirspurn- um kommúnista ujn þetta efni, á þingmálafu,ndi daginn eftir. Sama dag tilkynnir Alþýðublað- ið i Reykjavík framboð Páls Þor- bjarnarsonar í Vestmannaeyj- nm, eins og svar við spurningu alþýðunnar í Eyjum: Fæ ég sjálf að ráða hverjum ég fd þingmensku eða á að skaffa mér Jóhann einu sinni enn hvort sem mér er það Ijúft eða leátf? Alþýða Eyjanna á þó eftir að krefja foringja jafnaðarmanna ennþá svars við þessari sömu spumingu og mun áreiðanlega grípa til sinna ráða ef því ekki verður breytt. Fulltrúi Vestmannaeyjadeild- ar K. F.. I. sem þegar hefir lagt fram framboð sitt fél. lsleifu,r Högnason, mun, fús hér eftir sem hingað til, hlýta áður boðinni prófkosningu og bíða hennar frami tál elleftu stundar vegna al- þýðunnar, treystandi því að hún dæmi rétt í þessu, máli. Jón Rafnsson. Búsáhöld í miklu tarvali Sérdeild P. V. R Frosið kjöt if ▼ænu rosknu fé seljum við i heildsölu. Kjötiö er ágætt og mjög ódýrt samanboriö ▼ið aðrar matvörnr. fshúsið Herðnbreið Sfmi 2678. Af staða og horfur í bor g. arastyrjöldinni áSpáni Erlend yíirlit. Á flestum, vígstöðvunum hefir styrjöldin færst í aukana með vorbyrjun. En andstætt því sem var sujuarið 1936 er það nú stjórnarherinn sem víðast er í sóknaraðstöðu. Nú er ekki ein- ungis um að ræða ágæta vörn af hálfu stjórnarsinna, og smá- gagnsóknir eins og t. d.. í bar- dögunum við Madrid. Stjómar- herinn hefir nú trygt svo lið sitt að hann er undirbúinn undir almenna sókn. Það sérkennilega við styrjöld- ina í vor er það, að sfcjórnarher- inn hefir nú nýja andstæðinga að berjast við. Það eru ekki lengur Marokkómennirnir, ekki heldur málalið útlendingaher- sveitarinnar, og ekki einu sinni spánskur uppreisnarher, heldur fyrst og fremst æffc heriið er- lendu, innrásarríkjanna, búið öll- um hugsanlegum gögnum nýj- ustu hernaðartækni. Franco er búinn að vera. I stað hans kemur nú skýrar fram á sjónarsviðið erlenda herstjórn- in, sem. er sameiginleg ítalska og þýska innrásarhemujnv með sendiherra Þjóðverja hjá Franco, Faupel hershöfðingja í fararbroddi. Ennþá eru Miðvígstöðvarnar (í norður, vestur, suður og norö- austur frá Madrid) þær þýðing- armestu í öllu, landinu. Þar eru aðalherstyrkir stjórnarinnar og innrásaraflanna settir. Einmitt þessvegna hafa fasistarnir beitt öllum kröftum sínum til að sigra þar. Franco hefir nú í þrjá mán- uði sófcfc að Madrid frá suðvestri vestri og norðaustri. Á suðvestur víglínúnni hefir honum ekkert orðið ágengt, á vesturlínunni hepnaðist honurrí að ná á sitt vald hluta af háskólahverfinu. En nú fyrir skömmu tókst stjómarhernum að umkringja lið uppreisnarmanna þar, og virðist það aðeins vera tím.a- spursmál hvenær það neyðist til að gefasfc upp. 'Á norðurlínunni hóf uppreisn- arherinn .mikla, sókn í janúar með aðstoð þýsks herfylkis undir forustu Sperls hershöfðingja, og tókst í fyrstu, að rjúfa herlínuna við Las Rozas. En gagnsókn frá. stjórnarhernum rétti við aðstöð- una,. 1 febrúar réðu hinir erlendu hernaðarsérfræðingar Francos honum til þess að einbeita sókn- inni sunnan að Madrid. Eftir töku, Malaga var safnað þar sam- an innrásarherliði, sem taldi um 20 þús. manns, og sóknin mikla við Jararna hófst. Eftir að orust- ur höfðu staðið látlaust i 20 daga (frá 6.—26. febr.) stóð sfcjórn- arherinn jafnréttur eftir, og ekki nóg með það, heldur hafði hann þá tekið aftur þýðingar- mikla staði, sem fasistamir höfðu, náð í upphafi sóknarinn- ar. Þessi geysilega sókn hafði einnig mistekist. Erlenda herstjórnin hafði nu rekið sig á það, að ekkert lá,t var á vöm Madridborgar hvorki að sunnan eða norðan, Og nú var ákveðið að reyna úrslitasóknina úr norðaustri. 1 þessu skyni voru fjögur í- tölsk herfylki flutt til Siguenza- héraðsins, og hófu þau sókn 8. mars, meðfram akveginum frá, Saragossa til Madrid. Þeim tókst að sækja fram alfc til bæjarins Torija og talsvert í áttina til Guadalajara. En gagnsóknin. sem feykti ítalska fasistaliðinu til baka, var stærsta og voldug- asta sókn Madridliðsins, og sýndi glögglega hve öflugum her er orðið þarna, á að skipa. Það vakti athygli um allan heim, hve vel stjórnarhernum tókst að láta hinar ýmsu sveitir hersins vinna saman, fótgöngulið, stórskotalið, skriðdreka og flugvélar. 1 Astúríu á Norður-Spáni hóf stjórnarherinn sókn 21. febr., er hafði það markmið að ná borg- inni Oviedo. Þrátt fyrir nokkra sigra. á þessurn vígstöðvumi hafa uppreisnarmenn enn óskorað vald yfir Naronzo-hæðunum, en þaðan geta þeir haft alt um- hverfi Oviedo á, valdi sínu. Á Baskavigstöðvunum hafa nú um. nokkurn tíma staðið hörðustu bardagarnir. Stjórnarherinn hóf þar fyrir nokkru sókn í áttina til Burgos, en uppeisnarmenn svöruðu með gífurlegri sókn á austurhluta Baskalandsins. Með hafnbanni og óskaplegum hryðjuverkum, svo sem eyðilegg- ingu borgarinnar Guernica hefir verið reynt að brjóta mótstöðu- afl Baskastjórnarinnar og hers hennar. En hin hetjulega vörn Baskanna hefir vakið aðdáun alls heimsins, þeim, tókst að r júfa hafnbannið og halda sókn upp- reisnarrnanna í skefjum enn sem komið er. Einstök atriði úr þess- um þætti styrjaldarinnar, svo sem það er flugmenn Baska söktu, orustuskipi uppreisnar- manna, Espana, verða lengi í minnu,m höfð. En þess er ekki að dyljast, að þama er einn veik- asti hlekkurinn í víglínu, lýðveld- issinna, og veldur þar einangrun landsins frá þýðingarmestu stjórnarhéruðunum. En spá,nska stjómin hefir veitt Baskastjórn allan hugsanlegan styrk í þess- ari eldraun, sem enn er óséð hvemig lýku,r. Á Arragóníuvigatöðvunum hafa miög litlar breytingar orðið á af- stöðu .herjanna. Um mánaðar- mótin febrúar—mars hófu, upp- reisnarmenn sókn á þessum víg- stöðvum í Temel-héraðinu. Þeir unnu þar talsverða sigra á her Kataloníumanna og náðu á sitt vald borginni Calamocha 1. mars. En upp frá því hefir her Kata- loníumanna ekki þokað og reynst vörninni vaxinn, og stöðvað sókn uppreisnarmanna í norður- hlíðum f jallsins Sierra Polomera. Fyrirætlun uppreisnarhersins var sú, að styrkja aðstööu sína í Teruel-héraðinu, og geta svo þaðan gert ótryggar leiðirnar milli Barcelona og Val- encia. Þaðan gat einnig Mont- albanhéraðið verið i liættu, en þar eru kolanámurnar,. sem birgja Barcelona að kolum. En einnig þarna hafa uppreisnar- menn verið stöðvaðir, Fall Malaga var ekki fyrst og fremst að þakka styrkleika upp- reisnarhersins og erlendu lið- sveitanna, heldur var vörnin þar frámunalega illa skipulögð. Þó tókst ekki að vinna þar neinn verujegan sigur á stjórnarliðs- sveitunum. Einnig þar snerist. undanhaldið upp í gagnsókn, og de Llano varð að »fresta« því að taka Almeria og færa sig lengra austu,r á bóginn. Á Cordobavígstöðvunum hófu, uppreisnarmenn sókn seinni helminginn af mars, í áttina til Pozoblanco, og stóðu einkum að henni ítölsku herdeildirnar. Þar var tilætju,nin að komast yfir skörðin í Sierra Morena og eiga svo opna leið niður á, sléttur fylk- ins Ciudad Real. Þarna reyndu uppreisnarmenn einnig að ná á vald sitt þýðingarmiklu,m; kvika- silfursnámum. 1 fyrstu virtist sókn þessi ætla að hepnast, en stjórnin dró þá saman mikið lið að þessum víg- stöðvum, og tókst lýðveldishern- u,m, ekki einungis að stöðva framsókn fasistanna, heldur varð gagnsóknin svo öflug, að fasistaherirnir .hafa síðan verið á stöðugu, undanhaldi og stjórn- arherinn vinnur þar á til vesturs FRAn.H. Á 3. SjDU-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.