Þjóðviljinn - 04.09.1937, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 04.09.1937, Blaðsíða 3
PJOÐVILJINN Laugardaguiinn 4. septeuiber lí>37 þlðOVIUINII iSÉSiíasr* KojnnsauiiítafSeikl fglands. JRít*É|6lis EJnar OlReirsson. Mtifjórm Bersitaðastræti 30 Bimi 2270. AfgrelAila og anglýaíngasferlfsfc Laugavcg 83, slmi 2184. Eemnr öt alla Saga, ncnia mfinudaga. AsfcrlftnrsJalð á mánuðl: Keytjavik og nágrenni kr. 2,W AnnarsBtaBar í. iandinu kr. 1,25 J iausasölia 10 aur* eintskið. Frwntsmiftja J6ns HelgaKonar, B*rgst*öaatr»ti 27. slini 4200. Munið að Þjóðvilj- inn er blaðið ykkar Með útgáfu »Þjóóviljans« hafði Komjnúnistaflokkurinn lagt: út í stórræði semi meir en nokkru sinni fyr reyndi á póli- tískan þroska. alþýðunnar og forustuhæfni flokksins. Þeir, sem settu sér fyrir sjón- ir það tyent, að geypimikla pen- inga þarf til að halda út stóru dagblaði, svo og það hve flokk- u,r okkar er ungur, vantreystu sumir möguleikunum. fyrir þessu og þótti helst til mikið færst í fang. Þessir menn vantreystu því að íslensk alþýða gæti stað- ist þessa miklu þroskaraun, sem hinn ungi flokkur legði með þessu,, fyrir hana. »Þjó'ðviljinn« hefir nú þegar komið út sem, dagblað í. 10 mán- uói. Þar með hefir íslensk al- þýða afsannað með staðreynd- um réttmæti þessa, vanmats og staðist prófið. »Þjóðviljinn« hefir líka, þenn- an tíma á sínu sviói reynst óskabarn hennar. Frá nærstæð- ustu dægurmálu,m. til stórpóli- tískra úrlausna, hefir hann greitt fyrir skilningi alþýðunn,- ar á hinum margvíslegustui við- fangsefnum; gefið henni yfirsýn frá því staöbundna á líðandi stundu, til heildarviðhorfs og hærra takmarks, sósíalismans. »Þjóðviljinn« hefir átt þvi láni að fagna að njóta m,a,rgra bestiU ritkrafta lanidsins úr hópi listamanna, au,k þeirra hæfi- leikamanna, sem við hann starfa að staðaldri og hefir því unnið sér viðurkenningu al- menningsi, sem eitt best skrifaða og fjölskrúðugasta blað þjóðar- innar. Þó nú alþýðan verði ekki rænd þeim heiðri aó hafa bor- ió fjár.hagsle:ga uppi þetta á- gæta dagblað sitt, frá því það byrjaði að koma út, veróur þess ekki dulisfc, að betu,r má ef duga skal, — og að tiltölulega mestur þungi þessu 10 mánaðu afreks hefir hvílt á herðum þess fámenna hóps framúrskarandi dugnaðarmanna,, sem orðið hef- i,r idaglega að sjá um útkomu blaðsins. Ögleymanleg hverjum komm- únista ætti hún aði vera, sú mynd, sem félagar okkar, Þor- steinn Pétursson, og Einar 01- geirsson gáfu, á síðasta flokks- fundi, af fórnfýsi, þolgæði og afköstum einstakra manna í adglegu starfi fyrir »Þjóðvilj- ann«; þrekraunum í þágu fjöld- ans, sem hverjum einstakling Sjómannakjörm og §íld- yeiöamar. Þáííiir togarasjómannaima í sfoöpun atvmniiverd- mætanua er ©f mifoill til þess, aö þeir gaiigi mcð sfoaröastasi ItEat frá bordi. Innan skarnms er síidarvertíð- inni lokið að þessu, sinni með þeim. árangri, að síldaraflinn nemuir .að minsta kosti fullum tuttugu og tveim miljónum króna að útfluatningsverðmæti. I byrjun síldarvertíóarinnar, með- an enginn vissi, hvernig hún m.undi hepnast var hinn mesti uggur í mönnum. Fjár.hags- vandræðin, lág.u eins og mara á þjóðinni og sumir voru jafn- vel byrjaðir a,ð spá ,ríkisgjald- þroti. Ef síldveiðarnar hepnuðust, ill,a„ vildi Jónas frá Iiriflu mynda »Þjóð,sbjórn« að enskum sið eða eins og stundum var tíðkað í ófriðarlöndum. Þetta, sýnir gjörla, hve mikið var kom- ið undir gangi þessarar atvinnu- greinar. En síldveiðarnar hafa hepn- ast betur en, þeiir djörfustu létu sig dreyma um í vor. Alla,r bollaleggingar um »Þjóðstjórn«, ríkisgjaldþrot, og önnur vand- ræði hurfu eins og dögg fyrit sólu. Menn fyltust nýjum kjarki og horfðu vongóðir 4 móti fram- tíðinni,. En í öll.um þessum ys og þys síldveiðanna og síldargróðans gleymdist einn þýðingarmesti liðurinn. Sjómennirnir, þeirra var aó litlu eða engu getið í bollaleggingum, manna, um síld- ina, og framtíðina. Og þó vita allir að þeir sótbui síldina, á fiski- miðin, sköpuðu þann auð, með eJgin höndum, sem ölf þjóðin nýtur góðs af, þó að stóra-bróð- ur-'hluitinn lendi að vanda hjá útgerðar mönnunum. AUir, sem nokkuð þekkja til sjómensku vita, hve slítandi og lýjandi æfi qg starf sjómann- anna er. Vinnuitíminn er svo langur að en,gu tali tekur, við síldveiöarnar, fyrst á sjónurn og síðar við löndun síldar- innar. Að vísut eru nokkrar undantekningar á löndunarerf- iðleikunum. nú síðustiui árin með batnandi tækni. Að vísu verður því ekki neit- að, að sjómenn hafi fengið hljóta. að verða ofvaxnar er til lengdar lætiur. Þessi staóreynd veröur að glöggva skilning flokksfélaga okkar alment á því hyersu mikið er í húfi með því að ofbjóða daglegum forustu- kröftum okkar ágæta dagblaðs, jafnframt því hversu, verk þetta ynnist miklu léttar og betur, ef allir flokksfélaga.r, — hver ein- asti — legðist á sama reípið um að tryggja, f járhagslegt, gengi »Þjóðviljans«. — Og víst er wm það, að íslensk alþýða mun ekki láta á sér standa ef alvarlega er til hennar leitað. En þá kemur til ka,sta okkar kommúnistanna, hvers einasta. Jón Rafnsson. nokkurn hluta þeirra verðmæta, sem þeir öfluðu. Tekjur sjó- manna, sem vinna á línugufu- skipum hafa til dæmis verið góðar, eftir því, sem sjómenn eiga, ,a,ð venjast, Stórfeldustu auðsköpunar- tæki, sem þetta, land hefir nokk- urn tíma, eignast eru togararnir. Með þeim er hægt að afla þess fiskjar á skömmum tíma, sem áður þurfti vikur o,g mánuði til þess að veióa. Og enn í sumar hefir það reyn&t svo, að togar- arnir hafa, orðið hlutskarpastir í leitinni að síldinni. En sjómennirnir, sem vinna á togurunum. hafa ekki borið slíkan hlut frá borði. Þeir hafa crðið hlutskiftastir allra, þega.r til skiftanna kom. Gamlir kaup- samningar, sem. voru geiróir við alt önnur skilyrði gera það að verkum, að tekjur togarasjó- manna, verða, nú nálega helm- ingi minni en tekjur annara, sjó- m.ann.a, eða þeirra, sem, vinna á línugufuskipum og mótorskip- um, Það erui þeirra l.aun fyrir að hafa, dregið hlutfallslega stærstan hluta í þjóðarbúið, og dettur þó engum í hug* að tekj- ur annara, sjómanna, séu of há- ar eða ósanngjarnar. En togarasjómönnum er það fullljóst, að slí.kt ófremdará- stand, s,em þetta getur ekki haidisti lengur. Kjör þeirra verða að breytast og komast í meira samræmi við núverandi aðstæður. I sumar var hafin atkvæða- greiðsla meðal sjómanna á tog- uj’um, ,hvert, ekki væri kominn tími tii þess að endurskoða samningana og fá mestu mis- fellum þeirra kipt í lag. Þessari atkvæðagreiðslu mun nú að mestu lokið, og leikur eng- inn vafi á því hvernig hún fer, svo almenn er óánægjan orðin í hópi sjómanna með hina eldri samninga og svo mikill er hug- ur þeirra fyrir að bæta kjör sín. Krafa, þessi á óskert fylgi alls almennings og það svo að blöo íhaldsins hafa ekki séð sér fært að mæla á, móti henni og ber það þó sjaldan við, að þau treysfci sér ekki til þess að taka upp baráttuna gegn verkalýðnuim. Jafnvel sumir af forustumönn- um, íhaldsins hafa við sum tæki- færi þóttst þessui fylgjandi. Síldveiðarnar í sumar hljóta að hafa. sín áhrif í þá átt að létta sjómönnum þessa sókn. Hlut.ur þeirra í öflun þeirra verðmæta,, sem þjóðarbúskap- urinn byggist nú fyrst og fremst; á er svo mikill, að það verður erfiðara fyrir útgeróar- valdið að skella skollaeyrunum vió kröfum. sjómanna um smá,- vegis kjarabætur, í. stað þess ó- fremdarástands, sem verið kef- ír. — §Img mit leyfi íil bamafoeisslii o. fl. Samkvæmt, lögum um varnir gegn berklaveiki, má enginn taka, börn til, kenslu, nema hann ha.fi fengið til þess skriflegt leyfi frá yfirvaldi, enda sanni hann með læknisvottorði, að hann ha.fi ekki .smitandi berklaveiki. Allir þeir hér í bæ, sem hafa í hyggju að taka börn tiil, kenslu, aðvarast því, hér með um að fá slíkt leyfi hjá lögreglustjóran- um í Reykjavík. 1 umsókninni um kensluleyfi skal ennfremur getið um kenslustaðinn, stærð herbergja og væntanlegan fjölda nemenda. Þetta gildir einnig um. þá,-s.em síðastliðió ár fengui kenslu- leyfi. Jafnframt skal athygli vakin á því, að engan nemanda má taka í skóla og engin börn til kenslu, nema hann eða þau, sanni með l.æknisvottorði, að þau, hafi ekki smitandi berklaveiki. Að gefnu tilefni skal á það bent, að þetta gildir einnlg um íþrótta- og danssikóla og aðra þessháttar kenslu. Lögreglustjórinn í Reykjavík, 3. sept. 1937. Jóxiatan Mailvardsson settur. / i m Nýja* dagblaðið ávitar Mogg- ann og Vísi fyrir það í gœr atí þeir láti bera of mikið á hræðslu sinni við Kommúnistaflokkinn og stívaxandi álvrif hans á hugí alþýðufólks í landinu, M.á skilja á blaðinu, að hollara mundi i- haldinu að taka upp Mna »gáfu- legu« aðferð Hriflu-Jónasar, að láta ekki hræðshi sína í Ijós, tala digurbarkalega, hfa pví t. upp á æru sína og trú fyrir ári síðan að hér í landi skyldu kommúnistar aldrei fá þingfull- tríia, fylgi þeirra færi stöðugt mánkandi, allir vceru hættir að taka mark á þeim og þar fram eftir götunum. Jónas Jvefir nú orðið að bita í það súra epli að attir hans spádómar um komm- únista, innan lands og utan, hafa reynst örgrntu kerlinga- bœkur og falsspádómar, svo að ihaldinu er vorkunn þó að því finnist ekki baráttuaðferð lians glœsileg fyrirmynd, Nýíí nauíakjöt og nýtt grænmeti Yersl. Kjöt i Miir Sírni 3828 og 4764. af dd Hangikjöt og alstonar grænmeti Kjötdeild Vesturgötu 16 Sími 4769

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.