Þjóðviljinn - 17.08.1939, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 17.08.1939, Blaðsíða 1
IV. ÁIiGANGUR iflUINN FIMMTUDAGUR 17. AGÚST 1939 187. TÖLUBLAÐ Hvad heftir þú geirf £11 aö úfbreíða Píódviljann 8 9 Ekkert af fullverkudum saltfískafla þessa árs hefur veríd selt ennþá Samkvæmt nýútkomnum skýrslum Hagstofunnar var fiskafli i salt samtals 35.215 smálestir af þurrkuðum fiski þann 31. júlí síð- asliðinn. A sama tíma í fyrra var saltfisksaflinn 33.205 smálestir. Samkvæmt sömu skýrslu voru fiskbirgðir í iandinu 31. júlí sl. 25.622 smálestir en birgðirnar í fyrra á sama tíma voru aðeius 15,- 682 smálestir. Þar sem munurinn á fiskbirgðum í landinu er nú svo geysi- mikill frá því i fyrra og allur í óhag hvað snertir magn óselds fiskj- ar nú, snéri blaðið sér til skrifstofu S. I. F. og fékk þar eftirfar- andi upplýsingar: Marhaðírnír hafa veríð lokaðír Orsakir þess, • hve fiskmagn er nú miklu meira í landinu en á sama tíma í fyrra, eru þessar: Um áramótin 1937—38 voru engar fiskbirgðir til í landinu og útflutningur á verkuðum fiski, er aflaðist 1938, byrjaði snemma, Um síðustu áramót voru ca. 9 þús. smálestir í landinu af óafskipuð- um birgðum frá árinu 1938 og út- flutningur á verkuðum fiski er enn ekki hafinn á þessu ári, sökum markaðsörðugleika. Þær hér um bil 10 þúsund smálestír, sem seld- Botnsdalsídir Æ. F, R, Botnsdalsför Æskulýðsfylk- ingarinnar verður, eins og áður er auglýst, um næstu helgi. — Farið verður af stað'frá Vöru- bílastöðinni kl. 4 og kl. 7 e. h, á laugardaginn og ekið sem leið liggur í Botnsdal. Verður þar slegið upp tjójdum í hinum und urfagra skógi og gist þar um nóttina. Á laugardagskvöldið verður kvöldvaka og dans í veitingaskálanum við Botnsá. En sunnudeginum verður varið til þess að skoða fossinn Glym, ganga að Hvalvatni eða á Súl- ur. Ennfremur er margt ann- að sjá þarna og náttúrufegurð er dásamleg. Þá má geta þess að nóg er þarna ai berjum fyr- ir þá, er þess óska, — Þar sem vitað er um að mjög erfitt verð ur að fá næga bíla, eru þeir. sem ætla að taka þátt í ferð- inni, beðnir að tilkynna það á skrifstofu Æ. F. R., Hafnar- stræti 21 (opin kl. 5—7), sími 4824, sem fyrst, og ekki seinna en á föstudagskvöld. — Þátt- taka er heimil öllum frjálslynd um æskulýð. Fargjald fram og aftur kostar kr. 7.00. —- Þeim sem ekki hafa tjöld, verður séð fyrir tjaldplássi, en mat og við leguútbúnað verður hver að hafa með sér. ar hafa verið úr landi af afla þessa árs, hafa allar verið seldar óverk- » aðar, enda þó að magn þeirra á skýrslunni sé miðað við þurran fisk. . Fyrsíf farmurínn brádlega. fer Annars má geta þess að lokum, að Sölusamband íslenzkra fiskfram leiðenda liefur þegar undirbúið nokkuð mikla sölu á verkuðum fiski og mun honum verða skipað út til útflutnings á næstunni. En eins og sakir standa, getum við ekki gert frekari grein fyrir þeirri sölu. Að lokum má geta þess, að þó að ástandið sé mjög slæmt í fisk- sölumálum Islendinga nú sem stendur, höfum við þó von um að hægt verði að selja fiskbirgðirnar að lokum, þó að það geti tekið langan tíma. Kolkrabbí kominn á síld armíðínn Lítíll vetðí i gasr Síldveiði var mjög lítil í gær norðaiilands, enda dimmviðri og rigning. Síhlarhrota sú, er var fyrst í vikunni, virðist nú vera lið- in lijá. Skip þau, er verið hafa að veiðum undanfarna daga, hafa orðið allmikið vör við kolkrabba. En úr því að hann er kominn til ‘sögunnar svo að um inuni, dreif- ist síldin og hættir að „vaða” í torfum. Eru litlar líkur til þess að snurpinótaveiði verði svo að um muni meðan þannig er ástatt. Enda hefur það sýnt sig undan farna .(faga, að nálega öll sú síld, er veiðst hefur, var veidd í reknet. Nokkur skip komu til Siglufjarð ar í gær með lítinp afla, sem allur fór til söltunar. Engin síld kom til verksmiðjanna og hefur ekki kom- ið til þeirra síðan fyrir helgi. Veður var betra fyrir Vestfjörð- um og á Húnaflóa og leituðu veiði- skipin þangað. Fóru þau með afla sinn einkum til Hólmavíkur, en þar hafa verið saltaðar um 4 þús- und tunnur síðustu dagana, Rússneskir riddaraliðar við heræfingar. Frakkar framselja Franco 50 pús. spánskra flóttamanna Franco fær aÖ latsnum gull það cr fluffísf fíl Frakkfands, í sfríðinu Vaxandi viðsjár ierj» og Engar nýjar tílL i Danzígdeíliinní EINKASKEYTI TIL ÞJÖÐVILJANS, KAUPMANNAH. I GÆRKV. I gær gætti vaxandi óeirða í garð Pólverja í Þýzkalandi. — Fjölda pólskra búða í Slésíu var lokað og samgöngur voru hindrað- ar yfir pólsk-þýzku landamærin á stórum svæðum. Laiulamæravörð- ur í Danzig skaut pólskan landamæravörð til bana. I London cr því mótmælt að nokkrar nýjar tillögur liggi fyr- ir varðandi lausn Danzig-deilunnar. Ofsóknivnar gcgn Pól- |----------------—------------ vcríum mínna á Gyð- íngaofsóknírnar. Þjóðverjar heroa nú taugastrið- ið gegn Pólverjum sem ákafast. Pólverjar í Þýzkalandi verða fyr- . ir margháttuðum ofsóknum, sem minna helzt á Gyðingaofsóknir nazista. Jafnframt ráðast þýzk blöð heiftarlega á Pólverja, bera þeirn á brýn ofsóknir gegn Þjóð- verjum og að þeir séu stríðsæsinga þjóð, sem stefni að því að steypa Evrópu út í ófrið. j Því er^nótmælt, bæði í enskum og frönskum blöðum, að nokkrar nýjar tillögur li£gi fyrir um lausn Danzig-deilunnar. Frönsk blöð leggja á það ríka áherzlu, að Frakkar muni engan bilbug láta á sér finna. þeir muni standa við hlið Póllands, hvað sem á dynur. í enskum blöðum kveður við líkan tón, er þar lögð áherzla á, að brezka stjórnin hafi alltaf viljað ræða um friðsamlega lausn Danzig deilunnar. EINKASKEYTI TIL ÞJÓÐI ILJA KAUPMANNAHÖFN 1 GÆRKV, Frétt frá Frakklandi hermir að franska stjórnin sé að semja við 'Franco um að senda til Spánar allt það gull, er var iagt inn í franska banka meðan á styrjöldinni stóð. Jafnframt fara fram samningar um það milli frönskn stjórnarinn- ar og Francos, að 50 þúsund spænskra flóttamanna, er flúðu til Frakklands í lok borgarastyrjald- arinnar, verði fluttir heim til Spán ar. Verða þeir sendir einhvern næstu daga yfir landamærin í 2500 manna hópum. Er talið að fram- sal flóttamannamia standi í sam- bandi við afhendingu gullsins og Framhald á 4. síðu Spanskir nóllamenn koma > ílr iii ..... bmds eflir fall Kataloníu. Dönsku blaða mennirnir komu iil Ak ureyrar í gœr Dönsku blaðameimiriiir fóru af stað héðan úr bænum í fyrramorg uní í hina fyrirliuguðu för sína til Norðurlandsins. Með þeim fóru nokkrir blaðamenn héðan úr bæu- um. Blaðamennirnir fóru með Lax- fossi upp í Borgarnes og þaðan upp að Hvítárbrú, en þar var snæddur árdegisverður. Síðan var förinni haldið áfram norður yfir Holtavörðuheiði og gist í fyrri- nótt á Blönduósi. Bauð Páll Kolka héraðslæknir blaðamennina vel- komna, en Gunnar Nielsen þakk- aði, Snæddu þeir þar kvöldverð í boði sýslumannsins, læknisins og sóknarprestsins. Veður var ágætt í fyrradag og létu blaðamennirnir Jiið bezta yfir förinni. I gær var förinni haldið áfram og lagt af stað frá Blönduósi árla dags, kl. tæplega 8 og hádegis- verður snæddur að Víðivöllum \ Skagafirði. Var ferðinni svo haldið áfram til Akureyrar og komið þangað nokkru eftir kl. 4 síðdegis. Þegar til Akureyrar kom, var tekið á móti gestunum af blaða- mönnunum á Akureyri. 1 gær- kveldi sátu þeir svo boð bæjar- stjórnar Akureyrar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.