Þjóðviljinn - 13.02.1940, Síða 1

Þjóðviljinn - 13.02.1940, Síða 1
V. AKGANGUR. ÞRIÐJUDAGUE 13. FEBR. 1940. 36. TÖIUBLAÐ. — fyrír að hrífsa fil sin vald, sem ríkíssfjórnínní cínni fílheyrír, mcð hófunum erfendsríkís — fyrír að sfofna hlufleysí fandsíns og öryggí skípa vorra í hæffu, með nýfu Kópavogs^ samþykkfinní, sem hún hefur kúgad affa ínnffyfjendur og úfflyfjendur að skrifa undír Vcr skotrum á rikíssíjórnína að gcra nú þegar ráðsfafanír fil að tryggja öryggí íslenskra sjómanna svo sem framast er unnf Það sem Þjóðviljinn hefur áður sagt fyrir, er nú komið fram. Hin svokallaða „brezk-íslenzka viðsldptanefnd” er nú fullskipuð. I henni eru Björn ólafsson, Magnús Sigurðsson, Richard Thors, Jón Árnason og Haraldur Guðmundsson, — allir þeir, sem voru „senli- menn” íslenzka ríkisins hjá Bretastjórn í vetur. Þessi nefnd hefur undanfarna daga verið að vinna það starf, sem henni var ætlað af brezku ríkisstjóminni. Þjóðviljinn m'un ekki í dag skýra frá því í einstökum atriðum hvað þessi nefnö hef- ur aðhafzt. En vér tiikynnum hérmeð þelm herrum, sem þessa nefnd skipa, að Þjóðviljinn veit hvað þeir voru að aðhafast á fundi íslenzku stórkaupmannanna s.l. föstudag, með vefnaðarvömkaupmiinnum sTlT laugardag og með iðnaðarrekendum í gær. Vér vituni hvai allir innflytjendur og útflytjendur, sem nefndin hefur kallað samar, Iiafrv verið látnir undirsltrifa. Og vér vitum Iivað við þá hefur verið sagt. Og vér erum reiðnbúnir að birta það tafarlaust, ef þör; kref- ur. Og sú þörf verður fyrir hendi ef íslenzk stjóraarvöld lála það á yfirborðinu afsldptalaust, en leggja í rauninni blessun sína yíir það, sem nú er að fara hér fram. Vér ákærum, „brezk-íslenzku viðskiptanefndina” fyrir að vera að hrifsa til sín ráð yfir innflutn- ingí Islendinga. Vér ákærum hana fyrir að beita til þess hótunum, benda á byssustingi erlends stór- veldis, ef Islendingar vilji ekki láta undan, — líkt og höfuðsmað- ur einn danskur gerði í Kópavogi forðum daga. Vér ákærum brezk- islenzku viðskiptanefndina fyrir að gerast í krafti hótana Breta- veldis raunveruleg leppstjórn þess hér á Islandi, hvað snertir öll við- skipti landsmanna. Vér ákærum hana fyrir að tefla hlutleysi lands vors í voða með þessu framferði og stofna lífi sjómanna vorra á togurunum og flutningaskipinu í hættu með þessu atferli. Vér skorum á ríkisstjórn Is- lands að vera ekki lengur samsek i þessu athæfi með því að þola það, þó hún ekki leggi samþykki sitt á það. Vér skorum á ríkis- stjórn Islands til að gera nú þegar allt sem í hennar valdi stendur til að tryggja öryggi íslenzku skip anna og freista þess, hvort ekki sé hægt að komast að samkomu- lagi við Þjóðverja um að hlífa þeim. — En til þess er nauðsyn- legt að Island hafi hreinan skjöld, að það gefi ekki upp hlutleysi sitt vegna hótana Breta bak við tjöld- in, — heldur, að ef hlutleysi sé brotið, þá sé það augljóst að það sé brezka stórveldið, „verndari smáþjóðanna”, sem er að brjóta það á varnarlausu smáríki, — en undir engum kringumstæðum að lslendingar, á yfirborðinu af frjálsum vilja, gerist þátttakendur í einangrunarráðstöfunum Breta gegn Þjóðverjum. Ef nokkurt þjóðstjómarblað- anna dirfist að bera á móti því, hver hætta sé á ferðinni, sökum skiptanefndarinnar, þí mu;u m vér skiptanefndarinnar, þá munurn við skýra nákvæmlega frá etferli hennar. Það er krafa þjóðarinnar að tek ið sé á þessum málum af alvöru og festu, en ekki látið reka á reið- anum, eftir því sem vindurinn blæs frá London. Það er líf og vel- ferð hundraða af Islendingum í veði. Það er um hlutleysi og raun- verulegt sjálfstæði lands vors að tefla. Þjóðin á heimtingu á að ís- lenzka ríkisstjórnin geri nú þegar allar ráðstafanir, til að bjarga hlutleysi landsins og öryggi lands- manna, — og láti þjóðina sjálfa og aðrar þjóðir vita sannleikann í þessu máli. Það er eina vörn vor, sem enga vopnavöm eigum. — En ef við beygjum okkur í auðmýkt og þegjandi fyrir skipúnum stríðs- aðilja, þá fyrst hlöðum við sekt á höfuð okkar. Finnskar skíðaliðssveitir á vígstöðvunum í Finnlandi, Fínnskar og riíss- neskar skiðasveíf ír eígasf víö Eftirfarandi fregn frá Narvíli, í Norður-Noregi birtist í Arbeid- eren 25. jan. s.l. „Fyrir hálfum mánuði síðan lenti i bardaga milli skíðaflokka úr Mannerheim hernum og Rauða hernum á hæð einni v'ið Lenila, milli Grensefoss og Rovaniemi. Finnski skíðaflokkurinn, 25 manns Framhaid á 4. siðu i Hn m í sifl Bardagar sfanda eínníg yfír norðan víd Ladoga Aðalfundur félags járniðnaðar- manna var haldinn á sunnudaginn Aðalatriði fundarins var stjórnar- kosning og fór hún sem hér segir: I formannssæti var stungið upp á þrem mönnum. 1 fyrstu umferð fekk Sveinn Ólafsson, sem er sósí- alisti, 27 atkvæði, Þorvaldur Brynjólfsson, sem verið hefur for- maður síðasta ár og er Alþýðu- flokksmaður, 26 atkvæði, en Sig- urjón Jónsson (Sjálfsjæðismaður) 17 atkv. Þar sem meirihluta at- kvæða þarf, svo kosnings sé gild, var kosið aftur og nú milli Sveins og Þorvaldar. Var Þorvaldur þá kosinn með 37 atkv., en Sveinn fekk 32. En Sósíalistaflokkurinn hafði með þessari kosningu sýnt sig að vera sterkasti flokkurinn í félaginu. FRAMHALD Á 4. SIÐU EINKASKEYTI TIL ÞJÓÐVILJ MOSKVA 1 GAIRKVÖLD 1 hernaðartilkynningu foringja- ráðs Leningrad-hernaðarsvæðis um daginn í gær, 11, febr., var þann dag allmikið um starfsemi njósnarflokka, og stórskotaliðsað- gerðir talsvert víða á vígstöðvun- um í Finnlandi. Norðan við Ladogavatn héldu á- fram bardagar milli litilla fót- gönguliðshópa. Á vígstöðvunum á Kyrjálaeiði var haldið uppi stórskotahríð og urðu þar bardagar milli fótgöngu- liðs, er lauk svo að Mannerheim- herinn varð að hörfa undan og tóku framsveitir Rauða hersins á vald sitt 16 virki, ramlega víggirt, þar af 8 stórskotaliðsvirki úr járn bentri steinsteypu. Sovétflugvélar fóru könnunar- flug og gerðu sprengjuárás á hern aðarlega þýðingarmikla staði. Fréttaritari”. Stjómackosn íng í verka- lýðsfélagínu á Nordftrðí EINKASKEYTI TIL ÞJÓÐVILJ. NORÐFIRÐI 1 GÆRKVÖLD. Aðalfundur Verkalýðsfélagsins var haldinn í gær, og var ágæt- lega sóttur. 1 stjóm voru kosnir: Bjarni Þórðarson, formaður. Sigurjón Ásmundss., varaform. Páll Sigurðsson, ritari. ðlafur Ingvarsson, gjaldkeri. Ární Haraldsson, meðstjómandi Voru allir stjórnarmeðlimimir kosnír mótatkvæðalaust.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.