Þjóðviljinn - 27.10.1940, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 27.10.1940, Blaðsíða 1
V. ABGANGTJB. SUNNUDAGUR 27. OKT. 1940. 245. TÖLUBLAÐ „Andarniif" voru $ömul slæðudula drcgin ú! úr leyníhólfí i slólnum sem míðillínn saí á. Þúsundír manna hafa med þessum brögðum veríð blekkíír til trúar á hindurvítní UgFeglnraiistlm Mr liris tran i Menl Bh ig hSn isial S slo sullln Verkamenn! Allír á Dags~ brúnarfnnd- ínn I dag! Fundur Dagsbrúnar hefst kl. S í dag í Iðnó. Á þessum fundi verður tekin ákvörðun um uppsögn samninga og kosin nefnd til að annast nýja samningagerð. Kosnir verða menn til þess að gera uppástungur um skipun stjómar félagsins á kom- andi ári. Rætt verður um Breta- vinnuna, þar á meðal starf aug- lýsingastjóra Alþýðublaðsins við útborgun launanna. Auk þess verða rædd ýms félagsmál. AHt eru þetta mál sem hvem einasta Dagsbrúnarmann varðar, allt em þetta hagsmunamál sem snerta tþá alla jafnt, hvað sem líður stjómmálaskoðun þeirra, þessvegna eiga verkamenn að koma fram sem einn maður á x fundi læssum, en eltki berjast sem stjórmnálaflokkar eins og Vísir ráðleggur í leiðara sínum í gær. Um langt árabil hefur Lára nokkur Ágústsdóttir haldið bér svokallaða „miðilsfundi”. Hafa þúsundir manna sótt fundi þessa og f jöldi þeirra trúað því að á þeim kæmust þeir í „samband” við framliðna vini og ættingja. Margir hafa litið á fundi þessa sem kukl af versta tagi, en aðrir hafa haldið verndarhendi sinni yfir starfsemi þessari Nú hefur það verið upplýst, að þessi „miðilsstarfsemi” hafa verið hin verstu svik, hagnýting á trúgirni og viðkvæmni fólks í ágóðaskyni. Síðastiðinn þriðjudag, 22. okt., var Lára þessi tekin föst og hefur verið í gæzluvarðhaldi síðan. Einnig hafa verið í gæzluvarð- haldi 2 menn af þremur, sem hún kvað hafa aðstoðað sig við svik þessi. Tildrögin til þess að þessi svik komust endanlega upp og sönnun fékkst á máli þessu eru þau, sem nú skal greina: Sigurður Magnússon löggæzlu- maður hafði lengi haft grun um að eldd væri allt með felldu í starf semi Láru. Þegar honum barst það til eyrna að á fundum Láru væri kona lians, Anna Guðmunds- dóttir, sem látin er fyrir um ári síðan, farin að ganga Ijósiun log- um, ákvað hann að láta til skarar skriða um að komast til botns í þessu máli. En svo er mál með vexti að Anna var mikill andstæð- ingur kukls þess, er Lára hafði með höndum, og hafði á sínum tima (1935) átt þátt í að ráðizt var þá á athæfi hennar opinber- lega. Fór Sigurður nú að sækja fundi hjá Láru í þeim tilgangi að koma upp um svikin, er hann áleit vera í tafli Föstudagskvöldið 18. þ. m. kom hann sem oftar á fund þar og komst þá inn svo snemma að hann gat athugað herbergið nokkuð án þess Lára væri inni. Sá hann þá að pakki var þar undir skáp ein- um, skammt frá stól þeim, er Lára venjulega sat í. Tók hann pakkann og opnaði hann í viður- vist þriggja fundarmanna og bað þá setja vel á minni umbúnað og innihald pakkans. I pakkanum var slæða, vafin inn í gardínuefni. Lét Sigurður pakkann á sama stað aftur, er gengið hafði verið úr skugga um innihald hans. Er fundi þessum var lokið, og flestir fundargestir fandr, tók Sig urður svo aftur pakkann undan skápnum í viðunrvist Láru og nokk urra fundargesta. Hafði pakkinn þá færzt úr stað. Og er hann var opnaður kom það í ljós, að nú var slæðan vafin utan um gardínu efnið. En einmitt þessi slæða var tæki .það, er Lára lét vera ,,lík- amninga” á fundum sínum. Sigúrður gaf svo skýrslu eftir fund þennan til sakadómara og krafðist rannsóknar á starfsemi Láru. Þriðjudagiim 22. þ. m. var svo Lára ásamt þeim Þorbergi Gunn- arssyni og Kristjáni Ingvar Kristj ánssyni tekin í gæzluvarðhald, en þriðji maðurinn, Óskar I>. Guð- mundsson, tvítugur piltur, sem Lára segir og að hafi aðstoðað sig, var hinsvegar ekki settur I gæzluvarðliald. Virðist það benda til þess að hann hafi verið lögregl unni eitthvað innan handar við að koma upp um svikin, án þess þó að lögreglan hafi sagt blaðinu nokkuð frá slíku. I>að er vel farið að þessi svik eru endanlega sönnuð. Er þess að vænta að héðan af dragi úr slíku kukli, sem þetta hefur verið, hér í bæ. Hér fer á eftir skýrsla fulltrúa sakadómara, Valdimars Stefáns- sonar, um rannsóknina. Skýrsla fullfrúa sakadómara Undanfarna daga síðan þriðju- dag hefur rannisókn staðið yfir á starfsemi Ingibiargar Láru Ágústs dóttur, Hverfisgötu 83, út af miðils fundum, sem hún hefur haldið hér í Reykjavik og ánnarsstaðar á landinu undanfarin ár. , Lára er fædd 1899. Segist hún 18 ára hafa byrjað á miðilsstarfsemi. 1927 giftist hún .Þorbergi Gunnars- syni, Tjamargötu 3 A. Bjó með honum í 10 ár. Undanfarin 2 ár hef- ur liún búið með Óskari Þóri Guð- mundssyni, Bergstaðastræti 21 B. — Síðan hún byrjaði á miðilsstarf semi hefur hún haldið henni áfram óslitið. Segir hún svo frá að hin „dular- fullu fyrirbrigði”, er gerzt hafi á fundum hjá sér, væri bæði sýnileg og heyranleg. Hin sýnilegu séu l'kamn ingar, útfrymi og afholdgunarfyriT- brigði. (Hin síðastnefndu komi fram í því að andlit breytizt,, fingur hnýf ist, hlulir af útlimum hverfi o. s. frv.) — Hin heyranlegu fyrirbrigði séu ýmsar raddir fólks af báðum Tvær myndir sem teknar voru á miðilsfundum Iieima hjá Láru og minnzt er á í greininni. Mynd- imar voru teknar sem áróðurs- og sönnunargögn fyrir miðilsstarfsemi frúarinnar. Pjódveiríar og Ifaltr spá „óvænfum afburdum" í náínní framfíð Effír för Híflers fll Frakklands og Spánar er eín- angrun Bretlands fullknmnuð, segja ífölsk blöd Þýzk og ítölsk blöð kepptust um að lýsa því yfir í gær að von vajri „mikilla óvæntra atburða” næstu daga í sambandi við við- ræður Hitlers og franskra og spanskra stjórnmálamanna. Völkischer Beobachter lét svo um mælt að nú væri skapað ó- rjúfandi bandalag Evrópnríkja,allt frá Norðurlöndum til Spánar, og sé nú ekkert framar til fyrirstöðu því, að framkvæmd verði hin nýja skipun í Evrópu. Stölsk blöð telja að ferðir Hitlers hafi rekið smiðshöggið á sig- ur Möndulveldanna á meginlandi Evrópu. Ný Evrópa sé í 'þann veg inn að skapast undir forystu Þýzkalands og ftalín. Einangrun Bret- lands sé nú fullkomnuð, og megi Bretar vænta „óþægilegra at- burða” í náinni framtíð. . kynjum og á öl’um aldri, jafnvel hjal ómálga barna, og eru persónur þær, sem „birtast” nefndar ýmsum nöfnuin, útlendum og innlendum. — Auk þess kveðst Lára skyggn og hafa lýst sýnum. Lára hefur játað það, að hafa meðan hún og Þ-orbergur bjuggu saman, byrjað að beita brögðum hvað sýnilegu fyrirbrigðin snertir. Notaði hún til þess þunna hvíta slæðu og andlitslíkön eða grímur • og kom því þainnig fyrir að þetta sýndust vera verur. Kveðst hún hafa gert töluvert að þessu meðan hún bjó með Þorbergi og einnig síðar, en þó hafi lang mest kveðið að því síðusiu árin, er hún bjó með Óskari. f . Fundir þeir, sem Lára hefur hald- ið. hafa verið injög tíðir, stundum bft í vjku. Hefur hún selt aðgang að þeim flestum. Hafa fundargest- ir verið 10—20 á fundi hverjum. Aðgangur hefur verið seldur á 3 kr. á inann á „líkainningafundina”, en 2 kr. á skyggnifundina. Hausiið 1937 fór Lára til London | á vegum Alþjóða-Sálarrannsóknafé- lagsins. Var hún þar á 6 fundum. Hefur hún viðurkennt að hafa beitt .« Frh. á 4. síðlUi. Vichy-stjómin kom saman á fiand í gærmorgun, og var Pétain í forsæti fundarins. Fundinum var haldið áfram síðdegis í gær, og • talið að þar muni hafa verið tekn- ar endanlegar ákvarðanir um þau mál, sem Pétain og Laval ræddu við Hitler. Brezk blöð telja að Hitler ætli að hefja nýja „friðarsókn” í sam- bandi við samningana við Frakk- land og Spán, og reyna að leggja ábyrgðina á framhaldi styrjald- ' arinnar á herðar Bretum. Hugs- anlegt sé að Frakkland og Spánn verði neydd til styrjaldarþátttöku, ef Bretar virði að engu „friðarvið- leitni” Hitlers. Aðrir telja líklegra, að Möndul- veldin láti sér nægja að fá flota og flugstöðvar í frönskum og spönskum löndum við Miðjarðar- haf. Talið er að þeir „óvænt” atburð ír” sem blöð Möndulvevi',,'">a era að ympra á, muni gerast áður en forsetakosningamar ;i Bandarlkj- unum fari fram. Cordel Hull, utanríkisráðherra Framb. á 3. síðu. V

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.