Þjóðviljinn - 12.11.1940, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 12.11.1940, Blaðsíða 4
þJÓÐVILJINN DagsbrnmarKnndnrinn Or bopgtnnl, Nœturlœkitir í nótt: Halldór Stef- ánsson, Ránarg. 12, sími 2234. Nceturvörðw er þessa viku í Reykjavíkurapóteki og Lyfjabúðinni Iðoinni. 'Jóhannes Björjisson lceknir veitir sjúklingum inóttöku á lækni'ngastofu sinni í Uppsölum. Viðtalstími kl. 121/2—2 daglega. Fólacf til hjálpar löimðu fólki verður stofnað í kvöld með fundi i Kaupþingssalnum, sem liefst kl. 81/2* Er hér um gott ínálefni að ræða, og ættu sem flestir að gerast meðlimir félagsins eða leggja því lið á annan hátt. ölafur Jóhannsspn lœknir tekur á móti sjúklingum í lækniingastof- íunni í Kirkjustræti 10. Viðtalstími kl. 5—6 siðdegis. ptixirpið dag: 12,00 Hádegisútvarp. • 15,30 Miðdegisútvarp. 19,25 Hljómplötur: Norsk þjóðlög. 19,50 Auglýsingar. 20,00 Fréttir. 20,30 Kvöldvaka: 2150 Fréttir. a) Knútur Arngrimsson kennari: Borgir á miðöldum. Erindi. h) 21,15 Frú Elinborg Lárusdóttir: Upplestur úr „Förumönnum“ 3. bindi. d) 21,35 Sigurður Einarsson dós ent: „Fyrstu árin“. Kafli úr bók Guðrúnar Jónsdóttur frá Prests bakka. e) íslenzk sönglög. Brezkir hermenn björguða ixirni frá drukknun s. 1. sunnudag. Var margt manna á skautum á tjörr,- inni, en ísinn veikur. Datt barn nið ur um hann og við björgunartil- raunir brotnaði ísiinn meira og 'meira í kring neiir og meir. Fleygðu brezkir hermenn, er þarna voru, Sér á ísinn til að skríða í áttina til barnsins, en ísinn brotnaði. Fóru þeir fyrst í :kaf, en tókst síðan að bjarga barninu og sýndu við það snarræði og fórnfýsi, sem þakka ber. Ármenningar: Fim leik a æ fin gar verða í kvöld hjá eftirtöldum flokk wnl í Iþróttahúsinu: Niðri: kl. 7—8 handknattleikur kvenna; kl. 8—9 skiðaleikfimi og frjálsar iþróttir; 9—10 Old Boys. Uppi: kl. 8-9 I. fl. karla, 9-10 2. fl. karla. NEesti skemmtifundur félagsins verður á miðvikudag í Oddfellow húsinu. Slysfadrnar um helgína Framhald af'1. sfðu. hefði lent á boðumf í Húnaflóa, en þeir eru margir og ekki allir merkt ir á kortinu. Súðin og Óðinn lágu bæði á Horn vik þessa óveðursnótt og hófu þau þegar leit að bátnum, ennfremur tók Ægir þátt i leitmni. Framhald af 1. síðu. sem ásamt félagsstjórn undir- byggi grundvöll aö kaupkröf- um fyrir Dagsbrún, en legði svo þennan grundvöll fyrir Dagsbrúnarfund, sem tæki á- kvörðun í málinu og kysi sér samninganefnd. Um tillögu stjórnarinnar er þaö aö segja, aö hún var fyrir- fram dauðadæmd eins og hver önnur vitleysa. Á tillögu GuÖ- mundar Ó, var sá ljóður, að hún lagði of mikið vald í hend ur nefndarinnar aö svo komnu máli og vitað var, aö hann hafði samið við stjórnina um að tryggja henni meirihluta í nefndinni með kosningabanda lagi. Tillaga Hallgríms Hallgríms sonar fjallaði aðeins um und- nefndin gat notiö aögangs aö irbúning málsins, þar sem ýmsum nauösynlegum gögn- um stjórnarinnar í starfi sínu; greiðfær og rökrétt afgreiðsla málsins, í staö þess að blanda saman samningaþófi viö at- vinnurekendur og rannsókn, sem afstaða væntanlegrar samninganefndar átti að byggjast á. Tillaga þessi hlaut því að ná samþykki fundarmanna, ef fundurinn hefði fengið aö ganga sinn eðlilega gang. En hinn kjörni stjórnarand- stæöingur, Gvendur Ó, hafði allt í einu séö sig um hönd, og lýsti því yfir, að hann tæki sína fyrri tillögu aftur. Bar hann fram nýja tillögu þess efnis, aö sett yrði á laggirnar 5 manna samninganefnd, 3 þessara nefndarmanna yrðu skipaðir af félagsstjórn, en 2 kosnir af fundinum. — Leyndi það sér ekki á hljóðinu 1 stjórn arliðinu að samkomulag hafði náðst við Gvend, enda dróg stjórnin hina fyrri tillögu sína til baka. Eftir venjulegum fundar- reglum átti tillaga Hallgríms, sem fyrir lá og engin önnur frá fyrri hluta fundarins, að berast upp fyrst, en fundar- stjóri sinnti því engu þrátt fyrir athugasemdir og mót- mæli fundarmanna og bar upp tillögu Gvendar og Co. á und- an tillögu Hallgríms. Fylgdist hér aö allt í senn: leikni þingforsetans sem at- vinnumanns í því að villa mönnum sýn og flækja mál, blygðunarlaus óskammfeilni í óleyfilegum fundarbrögðum ásamt fullkominni einingu afturhaldsaflanna og Héðins- klíkunnar, sem varð þess valdandi að fundarstjórinn úr- skurðaöi tillögu Gvendar og Co. samþykkta eftir að óljós og hikkennd atkvæðagreiðsla hafði farið fram. Svo mikill uggur var þó l þessari nýju þjóðstjórnarsam- steypu við vinstri öflin á þess- um fundi, aö þeir treystust ekki til annars en að stinga upp á sósíalistanum Sigurði Guðnasyni, sem öðrum þess- ara tveggja manna, sem firnd- urinn átti að kjósa í nefndina. Varö hann sjálfkjörinn þar eð vinstri menn höfðu einnig stungið upp á honum. Kosn- ing fór fram á milli Jóns Rafnssonar sem vinstri menn stilltu upp og Jóns Guðlaugs- sonar, sem hiö sameinaða aft- urhald stillti upp til að veiða atkvæði vinstri manna, en tókst það þó ekki betur en svo, að listi hins sameinaða aftur- halds fékk 18l atkv. gegn 159 atkv. þ. e. sigraði með aðeins 22 atkvæðum. Á bátnuin voru 5 menn, þar á meðal J6n Sigurðsson frá Hr.'sey vélstjóri, en hann hafði áður átt bátinn en selt hann tíl Hafnarfjarð arr, og var iiaim á leið ineð hann til hinna nýju eigenda. Þegar hér var komiö sögu lýsti fundarstjórinn því yfir aö hann mundi taka fyrir félags- málin, í stað þess að taka fyr- ir næsta mál, sem var Breta- vinnan. Frá félagsmálunum var horfið á fyrri hluta fund- arins, 27. okt. sl. — með þeim hætti að Jón Rafnsson lagði til að málinu um sjóðþurröina og önnur mestu hneykslismál félagsstjórnarinnar yrði frest- að þar til fundurinn hefði af- greitt hin mest aðkallandi úr- lausnarefni félagsins, svo sem kaupgjaldsmáliö o. fl. — Tví- mælalaust er það þessari lausn að þakka, að samningum er nú búið að segja upp fyrir lög- ákveðinn tíma og Dagsbrún sat ekki uppi með sinn gamla taxta (kr. 1,45) 1 það minnsta þrem mánuðum lengur en flest önnur verklýösfélög lands ins og varð ekki eftirbátur ann arra félaga. En þetta vakti fyrir fulltrúum atvinnurekend anna með því að farið yrði að rótast í hinu botnlausa spill- ingarfeni félagsstjórnarinnar í stað þess að afgreiða kaup- gjaldsmálin fyrir 1. nóv. — En Guðm. Ó. var einn þeirra manna, sem tók þessa afstöðu með fulltrúum atvinnurek- enda. En nú brá svo við undir dag skrárliðnum félagsmál, er ræöa skyldi tillögu frá Egg- ert Þorbjarnarsyni um að fé- lagið héldi sér við samþykkt sína um að félagiö héldi sér við samþykkt sína um brott- vikningu sexmenninganna frægu, 11. nóv. 1938, sem Guð- mundur sjálfur sótti manna fastast að fá út úr félaginu þá, að þessi sami maöur rauk upp með tillögu þess efnis, að til- lögu Eggerts yrði vísaö frá án umræðu. Héldust nú aftur í hendur óskammfeilni fundarstjóra og samheldni stjórnarklíkunnar um tillögu Gvendar. Þrátt fyr- ir eindregin mótmæli fjölda fundarmanna, er skildu hvað hér var á feröinni, bannaði Haraldur umræður um máliö. — í þessu glundroöa ástandi bar hann upp tillöguna, At- | kvæöagreiðsla var strjál og hikandi, en þó sýnilegur mun- ur tillögunni í óhag. — Nokk- ur orð hrutu enn af vörum fundarstjóra til aö rugla fund- armenn og síðan kom skipun um að telja atkvæði. Talninga menn, sem undir svona kring- umstæðum gátu naumast rækt starf sitt, þó samvizku- samur vilji hefði verið fyrir hendi, gáfu upp einhverjar álíka háar tölur, sem Haraldur hikaði ekki við að úrskurða Gvend, stjórninni og sexmenn- ingunum í vil.- Á meðan þessu íór fram dundu stöðugt á fundarstjóranum áskoranir um leynilega atkvæöagreiðslu og að málið fengi aö ræðast, en allt kom fyrir ekki. Það var ekki um villzt, að hér hafði verið leikið að tjalda baki svívirðilegt laumuspil af hálfu atvinnurekendavaldsins í Dagsbrún, þar sem Gvendi Ó var falið hlutverk þjónsins til að blekkja í svipinn heiðarlega vinstri menn, í félaginu og að þessi óvenju svíviröilega mis- þyrming fundarskapa og lýð- ræðis á fundinum, var til þess gerö, að hleypa fundinum upp áður en tími gæfist til þess að taka fyrir sjóðþurrðarmálið, þjófnaðinn mikla í sambandi við útborgun vinnulauna i Bretavinnunni og önnur sam- eiginleg hneykslismál þeirra, sem nú drottna í Dagsbrún. Þetta sannast bezt á því, að Haraldur Guðmundsson skyldi slíta fundi eftir að þessi snögg legi ys, sem varð í salnum af lians völdum, v&r liðinn hjá og fullkomin kyrrð komin á, sem mest var að þakka stillingu og aðvörunum sósíalista til fund- armanna. Þessum eftirminnilega Dags brúnarfundi lauk með því að Haraldur Guömundsson og fé- lagsstjórnin tóku saman pjönk ur sínar og runnu á dyr meö Gvend Ó með sér eins og hund í bandi. Um það bil % fundarmanna sátu stundarkorn kyrrir í bekkjum og samþykktu ein- róma haröorð mótmæli gegn athæfi fundarstjóra og félags- stjórnar ásamt kröfu um að halda félagsfund eigi síðar en að viku liðinni til að leiðrétta og bæta fyrir gerræðið. Hið lærdómsríkasta frá þess Happdrættíð Framhaid af 3. síðu. 16357 (500), 16337, 16502, 16514, 16631, 16634, 16688, 16750 (200), 16785, 16844, 16949, 16956 (200), 16980, 17151, 17172, 17215, 17256 (1000), 17291, 17321 (200), 17325, 17323, 17355, 17439, 17447, 17498, 17512, 17612, 17619, 17702, 17727, 17819,M7827, 17873, 17893, 17906, 17924, 17960, 18044, 18105, 18157, 18192 (200), 18273, 18375. 18385, 18424, 18489, 18516, 18535, 18539, 18560, 18575, 18641, 18652, 18668, 18694, 18793, 18794, 18878, 18933, 18970, 18996, 19045, 19105, 19114, 19160, 19162, 19246, 19282, 19366, 19497, 19543, 19545, 19558, 19587 (1000), 19694, 19797, 19818, 19824, 19832, 19927, 19932, 19940, 19977, 20004, 20041, 20096, 20104, 20146, 20184, 20221, 20255, 20307, 20308, 20313 (200), 20320 (200), 20347, 20423, 20441 (200), 20490, 20503 20604, 20715. 20757, 20792 (200), 20870, 20923, 21246, 21262 (200), 21300 (200), 21310 (200), 21341, 21345, 21383 (200), 21480, 21540, 21554, 21557 (200), 21583, 21609, 21619 (200), 21630, 21643, 21840, 21979, 22006, 22044, 22084, 22109, 22352, 22400, 22515, 22536, 22692, 22715, 22803, 22856, 22930 (200), 22961, 22988. 23123, 23133, 23139, 23153, 23155, 23162, 23178, 23298, 23255, 23300, 23312 (25000), 23375, 23523, 23604 (200), 23614, 23638, 23647, 23663, 23680, 23883, 23924, 23960, 24051, 24151 (500), 24160, 24179, 24185, 24200, 24246 (1000), 24303 (500), 24366, 24420, 24442, 24456, 24493, 24588, 24656, 24745, 24950 (200). (Birt án ábyrgðar). um fundi eru þau sannindi, aö Kveldúlfsklíkan, stríðsgróöa- mennirnir og þjóðstjórnarlið- ið, sem stjórnað hefur stærstu verklýðsfélagi landsins á yfir- standandi ári með þeim end- emum, er seint munu fyrnast, er nú að setja á stokkana nýja Skjaldborg, sem á að verða þeim stoð og stytta innan fé- lagsins í þeim hungurárásum, sem íslenzk atvinnurekenda- stétt undirbýr nú á hendur al- þýðunni. — Þjónn Héðins, Gvendur Ó, er persónugerfing- ur þeirrar Skjaldborgar. Vinstri menn, lýðræðissinn- ar, sannir einingarvinir innan Dagsbrúnar! Verið á verði! Gefið börnunum lýsl Kaldhreinað þorskalýsi: 1/1 fl. 1.85 innihald 1/2 fl. 0.95 innihald Með piparmyntubragði: 1/1 fl. 2.10 innihald 1/2 fl. 1.05 innihald (ökaupíélaqiá /

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.