Þjóðviljinn - 03.04.1941, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 03.04.1941, Blaðsíða 3
.ÞJOÐV ILJINN Fimmtudagur 3. marz 1941. Siglflngahaltan FlugvalIafMverkamadur skrifar um „öryggíð" sem verkamenn flugvallaríns eíga víð að búa gegn loffárásum 1 þrjú skipti er hinn þýzki her búinn a’ö sýna arm sirrn yfir höfuöborg okkar. ’í þrjú skipti hefur hann sýnt fram á aÖ viÖ, er þetta litla farsæla land byggj- um, getum átt von á að verða fyrir hinum hörmulegustu búsifj um af völdum hans, að við get- um átt von á dauða og eyöilegg- ingu hvenær sem er, ef ekkert er aðhafst til að verjast slíkúm ófögnuði- Við höfum hér her, sem á að vernda okkur fyrir hinum þýzka armi, líer, sem á að verja land vort og þjóð- Við höfum líka annað apparat og það heitir bæjarstjórn — þess verksvið er að sjá um að byggð séu skýli fyrir fólkið, skýli, sem séu örugg vörn fyrir varnariaust fölk og á að sjá um að koma öll- um, sem ekki beinlínis verða að vera tfér, burt úr bænum., á öiruvfiþ an stað- Pað hefur þegar sýnt sig gagn- vart fyrri verndaranum (innrásar- hemum) að hann er of morgun- svæfur, til að vara fólk við i tima — og gera því aðvart um hættuna, of eftirtektariitill til að veita hinum þýzku flugvélum eft- Lrtekt fyrr en þær em komnar inn yfir miðja borgina. En það er an:náð, sem ennþá er þyngra á metunum, og það er aðbúð og öryggi þeirra hundraða verkamanna, sem hjá þeim vinna. Síðastliðinn sunnudag kom, eins og allir vita, þýzk flugvél af stærstu gerð sprengjuflugvéla í kurteisisheimsókn til Reykjavík- ur. Þennan dag unnu fleiri hundr uð manns svo að segja á sama blettinum, og það á þeim bletti, sem búast má við að hinir kurt- eisu Þjóðverjar líti girndaraugum til, hinum svokallaða flugvelli. Eins og búast rnátti við, vor- um við, sem þarna urtnum, alls ekki undir lioftárás búnir. Þegar við allt i einu heyram þrjár fjór- ar sprengikúlur springa i loft- inu f\rrir ofan okkur, og litum upp — og sjá þar svífur þá hinn kurteisi Þjóðverji á fjórhreiflaðri sprengjuflugvél og fer hægt og rólega- Eins og vænta mátti vissum við harla lítið hvað gera skyldi. Við stóðum þarna hundruðum saman tog horfðum og óttuðumst- Okkur var það fyllilega ljóst, hver yrðu endalok okkar, svo framar lega, sem ferlíkið létti á sér. Þá er við höfðum horft svo sem 4—5 mínútur, kem.ur skipun- in — allir burt — allir eiga' að dneifa sér. Vér spyrjum — hvert eigum við að fara? — Svarið er það er alveg sama hvert þið far- ið — bara ef þið komist burtu- Auðvitað flýðUm við eins og fætur toguðu í sfcurðina i kring og héldum áfram að biða. Það tók það langan tíma að fcoma sér á burtu, að þegar við viorum klomnir í skurðina, var sú þýzka komin suður undir Kópa- TOg, sem sagt við vorum komuir jafnt henni út af vellinum. í skurðunum erum við svo 10 til 15 mínútur, þá er aftur kallað til vinnu — enda þótt enn sé langt þangað til árásarhættunini er aflýst í bænum. Við þetta er það að athuga, að í fyrsta lagi er okkur allt of seint gefið tækifæri til að draga okkur í það skjól, 9em er hin eina vöm okkar, skurðirnir geta veitt. I öðru lagi er okkur allt of fljótt þyrpt saman á einn og sama stað — miðað við þá hættu, sem af sprengjubrotunum leiðir, enda fór svo að það svo að segja rigndi niður brotunum, og það er alveg sérstök mildi, að ekki hlauzt af þeim stórslys. I þriðja lagi er svo það, að hinar hljóðlitlu bæjar flautiir nægjá alls ekki til að að- vara okkur — jafnvel þó þær 'væru í tíma blásnar, þvi það má vera sterkt hljóð, sem menn geta greint við vinnu ininan um alls- konar vélaskrölt og verkfæra- glamur. í fjórða lagi er svo þetta, og það er síðast en ekki sízt: ÞaS er alveg óverjandi og öliðandi, að á stað eins ioig í flugvellinum, stað, sem svd mikla ihemaðar- lega þýðingu hefur, og þar sem mörg hundruð manns vinna, aö ekki skuli vera eitt einasta skýli sem öraggt sé — eitt einasta skýli, sem hægt sé að flýjá í — ef til árásar skyldi koma, og enn- fremur er alveg ólíðandi- að ekki sé hugsað um að koma mönniun af helzta hernaðarsvæðinu og dreifa þeim siem mest, og að þeir skuli vera kallaðir til vinnu fyrr en hin raunveruíega hætta er lið- in hjá. Það er þvi hin sjálfsagðasfla krafa okkar verkamannianna:, að hinir miklu vemdarar vorir sjái okkur fyrir að minnsta kosti hin- um nauðsynlegustu öryggisstöð- um gegn hinni þýzku kurteisi. Við verkamenn vonumst svo til að innrásar-vemdanarínir minn- ist þess að sumarið hefur m'arga sunnudaga. Flugval lar-v erkamaðu r. Daglega nýsoðin S VIÐ Kaffistofan. Hainarstræti 16. Þjóðviljinn er seldur á eftirtöldum stöð- um: Bókastöð Eimreiðarinnar, Að- alstræti 6. Brauðsölubúðinni, Njálsgötu 40. Ávaxtabúðtnni, Týsgötu 8. Búðinni í Kolasundi 1. Konfektgerðinni Pjólu, Vest- urgötu 29. Veitingastofunni, Gretti.sgötu 7 Veitingastofunini, Laugavegi 47 Effir Jón Ralnsson Hafnbann Þýzkalands Eins og gefur að skilja hefur hið 'tilfinnan'lega manna- og skipa tjón þjöðarininar, af völdum harðn 'andi jjstyrjaldar um yfirráðtn á hafinu, valdið bæði harmi iog þungum ugg um framtíð nauð- synlegra viðskiptasambanda Is- lands við aðrar þjóðir. Á rúmum vikutima missum vér í svelg sjóstyrjaldarinnar 'nær þrjá tugi manna úr hópi vöskustu og dýrmætustu sona þjóðarinnar og bíðum ískyggilegt afhroð á skipa stól vorum, sem mátti þó ekki minni vera, þegar þess er gætt, að á svona tímum verðum vér íslendingar að búa sem bezt að okkar eigin tækjum, þar eð aðr- ar þjóðir, sem á heilbrigðum tím- um sáu sér hag í því að sigla skipum sínurn að ströndum lauds- ins, eru nú eigi aflögufærar á þessu sviði- Hið yfirlýsta hafnbann Þýzka lands á Island tekur af öll tví- mæli um það, að herveldi naz- ismans skoðar ísland og hafið umhverfis það sem hernaðarsvæði og mun haga sér eftir því eins og því þykir við þurfa og geta þess leyfir. — Þetta ætti að geta fært okkur heim sannin ura það, að hver snefill af von, sem kymni að bærast manna á meðal um það að siglingar frá íslandi með nauð synjar til styrjaldaraðila kynnu að heppnast með sama hætti og áður — eða að óbreyttum núver- andi aðstæðum, er hin hættuleg- asta sjálfsblekking, sem má eigi verða neins ráðandi um lausn þessa alvarlega vandamáls. Sigl- ingar til Englands eða annarra stríðsþjóða eru eins og nú sta’nda sakir, hreinasta glæfraspil, sem engan veginn getur svarað kostn- aði. \ Hér skal eigi reynt að gera litið úr hinni miklu nauðsyn þess, að aflað verði ýmissa þeirra vöru- tegunda, sem önnur lönd hafa látið oss í téheldur bent á nokk- ur atriði, er bægt gætu þjöðinni frá þeirri hættu, að rasa fyrir ráð frarrt í viðleitni sinni til nauð synlegra aðdrátta yfir höfin. I yfirvegun þessa vandamáis megum við aldrei missa sjónir á því, að skipakostur þjóðarinuar er svo smár, að við megum ekk- ert af honum missa, og að með hverju fljótandi fari, sem Iendir á mararbotni, færumst vér stóra skrefi fjær þvi marki, að geta fullnægt innflutningsþörfinni, — jafnv-el þó seinna rýmkaðist tal um siglingaleiðir eða nýrA leiða yrði kostur. Þetta leiðir beint að þeirri niðurstöðu, að þjóðinni ber heldur að biða með sinn dýrmæta sigl- dngaflota í (tryggri höfn og taka á sig um stund óþægindin af þvi að neita sér um ýmsar þær nauð- synjar, sem útlandið hafði áður veitt henni, — heldur en að tefla öllu í hættu: mönnum og skipMm og þar með möguleikunum á þvi, um ófyrirsjáanlegan tíma, að geta komið við aðdráttum, vegna skipa skorts, hvað sem viðhorfin kynnu að breytast. Að sjálfsögðu ber okkur skylda til að útnýta alla möguleika, sem komið yrði auga á til þess að afla þjóðinni nauðsynja frá út- löndum og svipast um eftir þeim, þó þörfinni yrði eigi fullinægt nema að vissu marki, en gæta þess að leggja ekki of mikið í hættu- Ættum vér um tvennt að velja: siglingu eins skips í fullu öryggi, sem þýddi helming þess af inn- flutningi, er vér télj-um til brýn- ustu nauðsynja, þú vcljum. vér hiklaust þann kostinn heldur en, að sigla tveim skipum um hið bannlýsta hættusvæði og eiga allt lokkar í hættunni, en ekkert tryggt í staðinn. Án sjómanna vorra og skipa getum vér einskis aflað frá út- löndum, hvorki í stríði né friði. — Allar bollaleggingar um nauð- syn innflutnmgs og áframháld siglinga til útlanda eins og nú er umhorfs, án þess að leggja þetta til grundvallar, eru ábyrgð- arlaust hjal fávísra manna eða hreinn blekkingavaðall, fjandsam- legur þjóðinni. Vopnun siglíngaflofans Margt hefur verið rætt manna á milli um ráð til þess að leysa þennan mikla vanda af hafn- banninu og hafa aðallega vakað fyrir mönnum þrjár hugmyndir í þessu efni: g % 1. Vopna togarana og önnur þau skip vor, er sigla kynnu með farma til hins enska styrjaida.r- aðila og láta skipin hafa sam flot- 2. Vopna ekki skipin, en láta þau sigla áfram til styrjaldarialnds- ins með fisk, í fylgd með vopn- uð^i ensku skipi. 3. Að halda áfram hinu algera siglingabanni islenzkra skipa, til Englands, að óbreyttumað- stæðum. Þar eð þessi þrjú úrræði eru töluvert rædd út á meðal fólksins og raddir hafa heyrst í vissum blöðum og jafnvel á fundi Qjómannafélags Reykjavíkur nú nýlega að horfið yrði frá því ráði, sem tekið hefur ^verið í svip, að öðm hinna tveggja, er rétt að taka þessi þrjú atriði til nokkurrar yfirvegunar- — Kem ég þá að því fyrsta, vopnun sigl- ingaflotans- Reynsla síðustu vikna á siglingalieiðinni milli Bretlands og Islands hefur gefið oss afdráttar- lausa vissu um það, að mótherji Englands í þessari styrjöld, er ekki haldinn hinum minnsta vvotti af viðkvæmni gagnvart skipum, sem hafa. innanborðs vistir til Breta. — Því síður «r ástæða til j að vænta miskunnar úr þeirri átt í garð þjóðar — þó hún sé frið- elskandi smáþjóð í hershöndum — sem snerist þannig við fyrsta skaða sinum, að vopna skip sín til þess að halda áfram flutning- um vista til fjandman'narikisins. — Þýzku spellvirkjamir á hafinu Jón Rafnsson. myndu líta svo á, að með þessu hefði hin óbeina aðstoð smáríkis- ins við andstæðingin'n breytzt í beina Irátttöku hennar í styrjöld inni með Bretum og ier hætta á því búin að drápsæði þeirra gengi eigi aðeins yfir skip á leið tíl Englands, heldur einnig yfir ís- lenzk skip, hvar sem þau væm i skotfæri, hvort heldur þau væru tóm á leið til landsins ieða ann- arsstaðar á friðsamlegri siglingu. Þetta myndi stofna öllum skipa- stól vomm í aukna hættu. Vopnaður íslenzkur togari eða önnur kaupför með hleðslu vista til Englands myndu verða litín sömu augum af herveldi nazism ans og herskip andstæðingsins og yrðu meðhöndluð eftir því eins og tök yrðu á. Það mun að vísu nokkuð hæft í því, sem Nýtt land (málgagn Héðins Valdimárssonar) HSdur fram, að vopnað kaupfar eða, tog ari geti verið hættulegur nágranni óvinakafbáti, en það út af fyrir sig, beinir drápshug kafbátsfbr- ingjanna enn meira að viðkom andi skipum, eins og síðar verður \dkið að. Svo rer og það, að flutningaskip með byssu, t. d. tog ari, er tiltölulega varnarlaiust sam anborið við venjulegt herskip. — Þá ber einnig þess að gæta, að við Islendingar kunnium yfirleitt ekkert með vopn að fara og höf- um engan tíma til að afla okkur svo mikillar leikni í mieðferð þeirra, að til gagns gæt'i orðið. Yrði þá þessi vopnun siglinga- skipa vorra ekkert annað enmafn ið tómt þegar til ætti að taka. Hið vopnaða kaupfar og óvina kafbátur, hvort andspænis öðru á styrjaldarsvæði, eru alla jafna hvor í annars augum, ósættanlegir háskagripir. Hjá báðum skipar öndvegið hin sama rökrétta hugs un: hvor okkar sem á fyrra högg- ið er ofan á, hinn er glataður.— lít frá þessari algildu forsendu> í sjóhernaði, undir svona kringum- stæðum, myndi hver leinasti venju- legur kafbátsforingi hugsa. Smæð okkar Islendinga, hin margrómaða kyngöfgi okkar eða hið raunvem- lega þýðingarlieysi byssuhólksins á hvalbak togarans, myndi ekki valda ,,aríanum“ þýzka augna - bliks töf á því að framfylgj'a þessu algilda hernaðarboðorði um „fyrra höggið". Það úrræði, að vopna flutn ingaskip vor til Englandssigling- Framhald á 4. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.