Þjóðviljinn - 03.11.1943, Blaðsíða 4
þJÓÐVILJINN
Or borgltml,
Næturlæknir er í Læknavarðstöð
Reykjavík, sími 5030.
Leikfélag Reykjavíkur sýnir Lén-
harð fógeta í kvöld. Aðgöngumiða-
sala hefst kl. 2 í dag.
Æ. F. R. Skrifstofa Æskulýðsfylk
ingarinnar, Skólavörðustíg 19 er op-
in daglega kl. 6—7.
Ljósatími bifreiða og bifhjóla er
frá kl. 16,30 að kvöldi til kl. 7,30
að morgni.
Útvarpið í dag:
18.30 íslenzkukennsla, 1. fl.
19,00 Þýzkukennsla, 2. fl.
20.30 Kvöldvaka:
a) Kvæði Matthíasar Jochums
sonar: „Þuríður Kúld“ (Upp
lestur).
b) Þórbergur Þórðarson rit-
höfundur: Þáttur um frú
Þuríði Kúld (f. 2. nóv. 1843)
eftir frásögn Árna prófasts
Þórarinssonar (fyrri hluti).
c) Tónleikar.
d) 21,20 Ásmundur Helgason
frá Bjargi: Fyrir austustu
nesjum íslands. Erindi (Bj.
Vilhjálmsson cand. mag. flyt
ur).
Ennfremur íslenzk lög.
Glímufélagið Ármann. Skemmti-
fundur verður í dag kl. 9 e. h. Til
skemmtunar verður:
Einsöngur: Ólafur Magnússon frá
Mosfelli.
Guðjón Benediktsson segir gam-
ansögur. Takið með ykkur skírteini
til að sýna við innganginn. Mætið
•11.
Hjúskapur. Gefin voru saman í
Hafnarfirði föstudaginn 29. fyrra
mánaðar af séra Garðari Þorsteins-
syni, ungfrá Laufey Andrésdóttir,
Kárastíg 4, Reykjavík og Aðalsteinn
Þórðarson, Hafnarfirði.
Útvarpstíðindi, 3. hefti 6. árg. eru
'fyrir skömmu komin út. Flytja þau
viðtal við Gunnlaug Briem verk-
fræðing útvarpsins um margháttaða
nýbreytni er útvarpið hefur í hyggjú
,að taka upp.
Ennfremur er viðtal við Brynjólf
Jóhannesson leikara, en hann stjóm
ar leiknum „Heilagur Antonius", er
leikinn verður í útvarpið laugardag-
inn 13. þ. m.
Auk þess eru í heftinu margs
konar smærri greinar.
Læknablaðið, 1. og 2. tbl.. 29. árg.
hefur Þjóðviljanum borizt. Efni 1.
heftis: Meðferð við orgoniska hjarta
sjúkdóma eftir Theódór Skúlason;
Ritdómar um „Röntgendiagostik";
Úr erlendum læknaritum; Frá lækn
um og Tilkynning til lækna.
Efni 2. tbl.: Um ilsig eftir Bjarna
Jónsson; Árni B. P. Helgason, dán-
arminning; Tökum við berklasjúkl-
ingana snemma til hælismeðferðar?
eftir Bjöm Guðbrandsson og Ólaf
Geirsson; Sendibréf til lækna; Úr
erlendum læknaritum; Frá læknum
o. fl.
Æskan 10.—11. tbl. 44. árg. er
nýkomin út. Er þar áframhald sög-
unnar Á ævintýraleiðum; IV. þáttur
af barnaleikriti Ragnheiðar Jóns-
dóttur: Líneik og Laufey; ennfrem-
ur sögurnar Gullintöfrar, Vitrir
hundar, Sl.vngur dómari og Barna-
kóngurinn o. fl.
ELZTA BINDINDISFÉ-
LAG Á NORÐUR-
LÖNDUM?
Thorshavns Tatals Afholds-
forening varð 65 ára 20. okt.
síðastliðinn.
Var félagið stofnað árið 1878.
Mun það vera elzta starfandi
bindindisfélag á Norðurlöndum
NÝJA fM
„Tígris" flugsveitin
Flying Tigers).
Stórmynd með:
JOHN WAYNE,
ANNA LEE,
Sýnd kl. 7 og 9
Börn fá ekki aðgang.
I
a örlagasfundu
(Before I Hang)
Boris Karloff
Evelyn Keyes
Sýnd kl. 5
jBönnuð fyrir börn innan 16|
ára.
I
TJARNÆSð# <SI
Byssa tíl leígu
(This Gun for Hire)
Amerísk lögreglumynd
VERONICA LAKE
ROBERT PRESTON
ALAN LADD
Bönnuð fyrir börn innan 16
ára
Áukamynd: Norskt fréttablað
(m. a. frá Akureyri)
Sýning Íd. 5, 7 og 9.
Síðasta sinn.
LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR.
9?
LÉNHARÐUR FÓGETF
eftir Einar H. Kvaran.
Sýning í kvöld kl. 8.
■ Aðgöngumiðar seldir frá kl. 2 í dag.
Fræislösfarí lifar f HafinM
Verkamannafélagið „Hlíf“ í Hafnarfirði, heldur uppi
fræðslustarfi þar í bænum fyrir meðlimi sína og aðra bæjar-
búa. *&m
Er fræðslustarfsemi félagsins í því formi sem algengast
er nú orðið, en það er flutningur fræðandi fyrirlestra, sem
fluttir verða á vegum félagsins.
Nú þegar hafa tveir slíkir fyr-
irlestrar verið fluttir á vegum
Hlífar, annar af Jóni Rafnssyni
erindreka Alþýðusamb. íslands
um verklýðshreýfinguna, en
hinn af hr. biskupnum Sigurgeir
Sigurðssyni, sem flutningsmað-
ur nefndi Á vegum krists og
kirkju.
Verkamannafélagið „Hlíf“ hef
ur nú birt áætlun sína um
fræðslustarfsemi sína. og er þar
gert ráð fyrir að fyrirlestrar
verði fluttir annanhvern sunnu
dag í vetur í Góðtemplarahús-
inu í Hafnarfirði kl. 4 s. d.
Áætlun þessi fer hér á eftir:
OKTÓBER:
Verkalýðshreyfingin: Jón
Rafnsson, erindreki Alþýðusam
bands íslands.
Verksmiðjan „ Sindri “
2 ára
Verksmiðjan „Sindri“ á Ak-
ureyri á tveggja ára starfsaf-
mœlí um þessar mundir.
Verksmiðja þessi framleiðir
kolsýru og kalk og gerir ráð
fyrir að geta fullnægt þörfinni
fyrir þessar vörutegundir í ná-
inni framtíð.
Hráefnið, sem verksmiðjan
vinnur úr, er skeljasandur.
MUNIÐ
Kaffköluna
Hafnarstræti 16
Á vegum Krists og kirkju:
Hr. biskup Sigurgeir Sigurðs-
son.
NÓVEMBER:
Sjálfvalið efni: Sigurður Nor-
dal prófessor.
Sjálfvalið efni: Jóhann Sæ-
mundsson yfirlæknir.
DESEMBER:
Fiskveiðar íslendinga: Árni
Friðriksson magister.
Líkamsrækt: Þorsteimi Ein-
arsson íþróttafulltrúi.
JANÚAR:
Alþýðutryggingarnar: Har-
aldur Guðmundsson alþingis-
maður.
Leiklistin: Lárus Pálsson leik-
ari.
FEBRÚAR:
Sjálfvalið efni: Símon Jóh.
Ágústsson dr. phil.
Bókalestur og bókaval:
Magnús Ásgeirsson bókavörður.
MARZ:
Kaupstaðirnir og búskapur:
Pálmi Einarsson ráðunautur.
Samvinnuhreyfingin: Ragnar
Ólafsson lögfræðingur.
APRÍL:
Skógrækt: Hákon B'jarnason
skógræktarst j ór i.
Aðgangur að fyrirlestrum
þessum verður seldur svo vægu
verði og unnt er, aðeins eina
krónu. Er þess að vænta að
Hafnfirðingar kunni að meta
menningarstarf það er Hlíf er
að vinna með þessari starfsemi
sinni.
19
NINI ROLL
ELÍ OG ROAR
... Þú ættir heldur að gera eins og ég sagði þér, Ingrid
og lesa eitthvað, sem vit er í. Lestu Cellini. Hann er
skemmtilegur líka. Og svo lærirðu dálítið, sem allir menn
eiga helzt að vita eitthvað um — um Florentz og endur-
reisnartímabilið.
Ingrid sat álút og studdi höndum á legubekkinn. „Fólk-
ið hérna í bænum veit ekkert um þetta. En allir lesa
Binna og Pinna. Frú Sturland líka“.
„Jæja, Ingrid, þú ert mesti apaköttur", sagði Elí og hló.
„Komdu nú og hjálpaðu mér til að festa upp gluggatjöld.
Viltu vera svo væn að sækja stigann?“ Hún sneri sér við
og gekk út að glugganum.
Litlu seinna stóð hún uppi í stiganum og Ingrid rétti
henni títuprjóna, einn og einn. — Það heyrðist brothljóð.
Stigarimin, sem Elí stóð á, hafði bilað'. Hún fálmaði eftir
einhverju til að grípa í, en missti jafnvægið og féll aftur
á bak. Stiginn datt ofan á hana.
Það leið ekki yfir hana, en hræðslan lamaði hana fáein
augnablik. Önnur öxlin og handleggurinn höfðu komið
niður og hún fann ákaflega til. Hún lá hreyfingarlaus litla
stund. En þá kom hún auga á Ingrid.
Stúlkan stóð í sömu sporum með gula títuprjónabréfið
í hendinni. Elí reis upp við olnboga og hreyfði ofurlítið
þann handlegginn, sem meiddur var.
„Eg er óbrotin“, sagði hún og brosti. Þá sleppti Ingrid
loksins títuprjónunum og fór að hjálpa Elí.
Elí drakk vatnið, sem Ingrid færði henni. Síðan fylgdi
hún Ingrid með augunum, hreyfingum hennar snörum og
ákveðnum. Þar sem hún stóð í stiganum og handlék
gluggatjöldin.
„Gáðu að þér barn“, sagði hún. Og svo bætti hún við:
„Þú hefur orðið hrædd, þegar ég datt“.
„Ég veit það ekki“, heyrðist ósköp lágt ofan frá glugg-
anum.
Þegar gluggatjöldin voru komin á sinn stað og þær
höfðu horft á þau með velþóknun um stund, fór Ingrid
inn í herbergi sitt og lokaði dyrunum. Hún nam staðar á
miðju gólfi. bar hendina upp að munninum og beit sig í
hnúana.
Nei, hún hafði ekki orðið hrædd. Þegar hún sá stjúpu
sína detta. Hún hélt fyrst, að hún hefði rotast. Og þá ....
Ingrid fleygði sér niður í legubekkinn og byrgði and-
litið í koddanum.
--------Elí og Róar Liegaard höfðu ekki heimsótt neina
í bænum, aðeins mætt fólki á götunum. Róar hafði tvisv-
ar minnst á það, að eiginlega ættu þau að heimsækja
einhverja. En Elí hafði eytt því. Var það nauðsynlegt?
Allir þekktu hann. Óg hann gegndi starfi sínu eins og
áður.
Hann svaraði dræmt, að auðvitað væri það ekki nauð-
synlegt starfsins vegna. Og hvað þau sjálf snerti, lá ekki
neitt á. Sumarið mátti líða. Fólk gat satt forvitni sína í
bráðina, að sjá hana á götu. — Forvitnin var að vísu lítt
seðjanleg. Síðan gat það komið eins og af sjálfu sér að þau
færu að umgangast þá, sem hann mat mest. Tveir af fé-
lögum hans höfðu þegar heilsað Elí. Frú Sturland hafði
komið einu sinni að morgunlagi, verið mjög alúðleg og
fengið lánað vöflujárn — sem hún virtist kannast við.
Kona, að nafni frú Tiller, hafði sjálf kynnt sig fyrir Elí
í búð og verið hin ljúfasta.
Auðvitað var það bezt, að þau fengju að vera útaf fyrir
sig, óáreitt. Roar féllst á það.
En einn góðan veðurdag kom skriflegt heimboð til
kvöldverðar hjá Pryser yfirlækni og konu hans.
Það var bjart maíkvöld og Elí fór í bláa kjólinn frá
París. Þannig ætlaði hún að fylgjast með manni sínum í
fyrstu kynnisförina í þessum bæ.
Hún beið hans í stofunni. Hann var rétt kominn úr
sjúkravitjun utan úr eyjum. Hún hafði lagt sparifötin
hans á rúmið hans. Eftir tíu mínútur átti hann að vera
ferðbúinn. Hún hafði beðið um bíl.
Það var hljótt inni. Börnin voru úti, sitt í hverri áttinni.
Kvöldsólin skein inn um gluggann.
Hún sat í lágum hægindastól og strauk lófunum eftir
mjúku silkinu. Hún leit á handleggi sína, sem voru nakt-
ir. Annar var enn blár af mari, síðan hún datt úr stigan-
um, en hún hafði borið á hann andlitsduft.