Þjóðviljinn - 24.11.1943, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 24.11.1943, Blaðsíða 2
2 ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 24. nóv 1943 Húsaleigunefnd hefur tapað málaþras- inu gegn Steinþóri Guðmundssyni HIN hatramma barátta húsaleigunefndar gegn Steinþóri Guð- mundssyni f. h. Miðgarðs h.f., vegna þess að félag þetta, undir forustu Steinþórs, gerði Sósíalistaflokknum kleift að hafa opna kosningaskrifstofu við tvennar kosningar 1942, hefur fengið skyndiendi á þann hátt, að húsaleigunefndin fellur frá öllum sektarkröfum. Eins og kunnugt er, fékk nefndin Miðgarð dæmdan í dag- sektir, 100 kr. á dag, í undirrétti og var heildarupphæðin 7500 kr., því að svo taldist til, að skrifstofa sósíalista hefði dvalið þar 75 daga í forboði hinnar vísu húsaleigunefndar. Nýlega barst Ragnari Ólafssyni, sem flutti málið fyrir hönd Steinþórs, svohljóðandi bréf: „Með tilvísun til samtals við yður, þá leyfi ég mér hér með að tilkynna yður, að húsaleigunefnd hefur fallizt á að - fella niður frekari málarekstur gegn h.f. Miðgarði, og er þá jafnframt einnig fallið frá kröfu húsaleigunefndar um dag- sektir skv. úrskurði fógetaréttar. eitthvað af dóti. Að sjálfsögðu hafði Sósíalistafélagið lykil að því herbergi, sem það geymdi dót sitt x og munu starfsmenn þess eitthvað hafa unnið í her- berginu við spjaldskrá og fleira en allar auglýsingar um skrif- stofu bœði úr gluggum og af hurðum voru teknar niður þeg- ar að afstöðnum kosningum. Að lokum 23. jan. s. 1. skrif- ar Jón Bjarnason mér bréf, rskj. nr. 13, og tjáir mér, að hann muni flytja inn í þetta geymsluherbergi með hluta af fjölskyldu sinni og hefur hann nú gert það. Bæði herbergin, sem Sósíalistafélagið hafði á leigu eru því nú notuð til í- búðar. Eg verð þvi að álíta, að um- bjóðandi minn hafi gert allt, sem forsvaranlega er hægt að krefjast af honum til að full- nægja úrskurði húsaleigunefnd ar frá 13. okt. s. 1. rskj. nr. 2, enda er nú svo komið að hon- um er fullnægt að öllu leyti. í sambandi við þetta mál vil ég leyfa mér að benda á eftir- farandi atriði: 1. Við flutning á skrifstofu Sósíalistafélagsins úr Lækjar- götu 6 A á Skólavörðustíg 19, var ekki þrengt að íbúðarplássi bæjarins, því að jafnmörgum herbergjum í Lækjargötu 6 A var breytt úr skrifstofuherbergj um í íbúðarherbergi eins og í- Frh. á 5. síðu. V irðingarf yllst, S. Sigurjónsson." Er þar með á enda kljáð þetta herhlaup húsaleigunefndar gegn Steinþóri Guðmundssyni og Sósíalistaflokknum, og er ekki hægt að segja, að það hafi orðið nefndinni til sóma. Ástæðan til þess, að húsaleigunefnd hefur afturkallað þetta málabrauk sitt er sú, að hún hefur tapað svipuðu máli fyrir hæstarétti og var þetta mál hennar því með öllu vonlaust. Til þess að rifja upp gang þessa máls skal hér birt vörn Ragnars Ólafssonar í málinu fyrir fógetaréttinum í Reykja- vík. „Umbjóðandi minn keypti húsið, Skólavörðustíg 19 12. júní s. 1. af Pétri Sigurðssyni 'innheimtumanni eða nánar til- tekið af konu Péturs, en Pétur annaðist kaupin, enda mun hann hafa haft alla umsjón með húsinu. Þegar umbjóðandi minn keypti húsið, hafði talazt svo um milli Jóns Rafnssonar, þá- verandi starfsmanns Sósíalista- félags Reykjavíkur, og Péturs Sigurðssonar, að Pétur léti Sósíalistafélag Reykjavíkur fá 2 herbergi af íbúð sinni undir skrifstofur, enda hafði Pétur áður sannfært sig um, að þau 2 herbergi, sem Sósíalistafélag Reykjavíkur hafði áður notað undir skrifstofur í húsi Guð- mundar Gamalíelssonar í Lækj- argötu 6A yrðu tekin til íbúð- ar. Þar eð íbúðarherbergjum bæjarins fækkaði ekki og íbúða pláss í bænum minnkaði ekki við þessa ráðstöfun munu þeir, sem að henni stóðu hafa talið að anda húsaleigulaganna væri fullnægt og því myndi ráðstöf- unin heimil, þó að ekki væri fengið leyfi húsaleigunefndar fyrir breytingunni. Umbjóðandi minn taldi sér ekki skylt og raunar ekki heimilt að rifta þessari ráðstöfun. Húsaleigunefnd rannsakaði málið í sumar og á fundi sínum 13. okt. s. 1. úrskurðaði hún um- bjóðanda minn í kr. 100,00 dag- sektir, ef hann yrði ekki búinn að breyta herbergjunum, sem Sósíalistafélagið hafði á leigu í íbúðarherbergi innan 3 daga frá birtingu úrskurðarins. Úr- skurðurinn var birtur 14. okt. Dagsektirnar áttu því að byrja að falla á 18. október, sem virð- ist mjög vel valinn dagur til að loka höfuð skrifstofum stjórn- málaflokks, því að þann dag fóru fram alþingiskosningar um land allt. En hvað um það, um- bjóðandi minn ákvað að gera sitt bezta til að fullnægja úr- skurði húsaleigunefndar. Hon- um datt að vísu ekki í hug að loka skrifstofum Sósíalistafé- lagsins á kosningadaginn. En hann krafðist, að þegar að kosn ingum loknum yrði skrifstofun- um lokað, og félagið rýmdi her- bergin. Jafnframt leigði hann í- búð þá, sem fyrrverandi eigandi hússins, Pétur Sigurðsson, hafði búið í til Jóns Bjarnasonar blaðamanns, sjá rskj. nr. 9, sem var húsnæðislaus. Var húsa- leigusamningurinn þegar afhent ur til húsaleigunefndar til sam- þykktar, en frá henni hefur ekkert heyrzt síðan hún tók við samningnum. Þegar þetta gerðist bjó Pétur Sigurðsson ennþá í eldhúsi í- búðarinnar með fjölskyldu sinni. En umbjóðandi minn hafði leyft honum að búa í eld- húsinu yfir sumarið enda hafði hann gert kaupsamning um hús sem laus íbúð átti að vera í 1. október, sem Pétur þá ætlaði að flytja í. Hús þetta er viö Vitastíg nr. 11. Þegar til kom losnaði ekki íbúðin 1. október og fór svo að kaupin gengu til baka. Pétur fór því aldrei úr eldhúsinu en meðan svo stóð taldi Jón sig ekki hafa full not af íbúðinni og flutti því ekki í hana. Hins vegar leyfði hann, að Pétur tæki annað herbergið, er Sósíalistafélagið hafði haft á leigu til afnota, svo að Pétur býr nú í eldhúsinu og öðru her- berginu af sinni fyrrverandi í- búð með fjölskyldu sinni, konu og þrem börnum. í hinu her- berginu, sem Sósíalistafélagið hafði á leigu fékk það að geyma Deila um Reykjavíkur- drengina Það stóð ekki á því að ummæli „vegfaranda“ um „Reykjavíkur- drengina", vekti athygli. Einn af „gamla skólanum“ snéri sér þegar til þess er þetta ritar og hellti úr skálum reiðinnar, — og í þeim skálum var mikið, — yfir götu- strákana í Reykjavík. „Gamla skól- ans“ vegna vil ég ekki hafa það allt eftir, það er þeim heiðursmönnum, sem þeim skóla fylgja ekki til sóma, enda þekkja allir sóninn um hina „gjörspilltu æsku“. Eg er vegfaranda sammála Eg er vegfaranda alveg sammála um að Reykjavíkurdrengir séu „röskir, sæmilega prúðir og alveg lausir við ótuktarskap“ og ég gæti af langri reynslu og miklu sam- starfi við Reykjavíkurdrengi, bætt mörgum lofsorðum við í þeirra garð, en það er óþarfi, drengimir bera sér sjálfir vitni. Hinsvegar er það ekki annað en það sem vænta má, eftir atvikum, að meðal mörg þúsund drengja finnist ýmsir, sem ekki hafa mótazt á æskilegan hátt, og ekki eru eins vel gerðir og æski- legt væri, og mönnum af gamla skólanum hættir við að meta 99 drengi eftir einum, sem ekki er þeim að skapi. „Illt er að heita strákur og vinna ekki til“ Það er mikil lífsspeki í g'amla máltækinu: „Það er illt að heita strákur og vinna ekki til“, og menn- imir af „gamla skólanum", sem sí- fellt em að nudda um spillingu æskunnar, ættu að gera sér ljóst, að með þessu nud^i vinna þeir stórkostlegt ógagn, því að það er margur æskumaðurinn sem verður „strákur" af því hann er kallaður það án saka. Það er illt að kafna undir nafni Það er líka sagt, að illt sé að kafna undir nafni, og margir eru þeir, sem hafa komizt til frama, í orðsins beztu merkingu, meðal ann- ars af því að þeir vildu ekki bregð- ast auðsýndu trausti, þeir vildu ekki kafna „undir nafni“. Það er sann- arlega rétt leið til uppeldis æsku- i lýð þessa bæjar, að kenna hann við I það bezta er í fari hans er, fremur en hitt, sem verst er. Sé það gert, þá er orðið „Reykjavíkurdrengur“ sæmdarheiti og hverjum reykvísk- um pilti hvöt til að kafna ekki und- ir nafni. En „pörupiltarnir“ Mennirnir af „gamla skólanum" halda áfram að nauða um „pöru- piltana" og eru vel á vegi með að láta orðið Reykjavíkurdrengur þýða „pörupiltur“, en nú ætla ég að segja þessum nöldrunarseggjum eitt í fullri alvöru. Börn okkar eru það sem þau eru vegna þess upplags sem þau hafa erft frá okkur, feðrum okkar og mæðrum, öfum og ömmum, lang- öfum og langömmum o. s. frv., og vegna þess uppeldis sem við höfum veitt þeim. Okkur, feðrum og mæðr- um, okkur öllum sem komin eru af æskuskeiði, ber því að svara fyrir bróðurpart af því sem miöur fer : fari æskunnar, sannarlega væri okkur sæmra að snúa okkur að þiú að greiða okkar skuld, en að láta sitja við óskynsamlegar átölur í garð æskunnar einar saman. Þegar sekir stefna Sáttafundurinn, sem haldinn var í tugthúsinu í gær, mun vera nær einsdæmi ef ekki fullkomið eins- dæmi. Þar mætti Sigurður Kristmsson fyrir hönd S. í. S. Stefán Potursson fyrir Alþýðublaðið, V.iltjr Stefáns- son fyrir Morgunhlaðið og Sigfús Sigurhjartarson f.vrir Þjóðviliann. „Jón í bandinu" hafði fyrirskip- að forstjóra S. í. S., Sigurði Krist- inssyni, gömlum, ærukærum manni, að krefjast þess að blöðin tæku a)lt aftur sem þau hafa sagt um „Jóns Ámasonar safnið" í Hafnarfjciröar- hrauni. Ritstjóramir gátu með engu móti fallizt á þetta, því að þeir vita ekki betur en að allt sé rétt sem þeir hafa sagt um kjötið og S. f. S. Það er sannarlega fáheyrt, sem betur fer, að sekur maður fari i málaferli þó að sagt sé frá sekt hans. Sennilega mega ritstjórar blaðanna búast við að þurfa bráð- lega að mæta í tukthúsinu með bíl- stjóra sem var tekinn ölvaður við stírið, ef blöðin hafa sagt frá at- hæfi hans og látið illa yfir, eða með innbrotsþjófi, fyrir að hafa sagt írá þjófnaði hans. Það gerast undarleg- ir hlutir á vorum dögum. Skólavörðustígur 19 Steinþór Guðmundsson hefur með því að beita sér fyrir bygg- ingunni á Skólavörðustíg 19, unnið verk, sem sósíalistar fá honum seiní fullþakkað. Hann hefur nú tryggt Sósíal- istaflokknum húsnæði fyrir starfsemi sína, svo borgaramir geta nú ekki lengur ofsótt flokkinn á þann hátt, að láía loka skrifstofum hans þegar kosningabarátta stendur sem hæst. Látlausar persónulegar árásir borgaranna út af máli þessu hefur Steinþór ekkert látið á sig fá, en unnið með sinni al- kunnu þrautseiglu og festu að settu marki. En bót er það í máli En bót er það í máli, að framkoma hins drembiláta stofnanda Jóns Árnasonar safnsins í Hafnarfjarðar- hrauni, verður til þess að máliö verður rætt margfalt meira en ella. Fyrir hverja stefnu og fyrir hvert orð í stefnunni mun þetta þjösna- lega flón hljóta fyrirlitningu þús- undanna. Hann uppsker eins og hann sáir. Lögmálin láta ekki að sér hæða. Það hefur heyrzt að Vísir ætli í mál Gott dæmi þess hvemig á þettn mál er litið, er gamansaga sem höfð er eftir ritstjóra Vísis. Vísir hefur eins og önnur blöð talað um kjöthneykslin á þann veg sem viti- bornir menn tala um þau, en rit- stjóri fékk ekki þann heiður að mæta á fundi sáttanefndar með Sigurði forstjóra S. í. S. Ritstjór- inn á að hafa sagt, að hann væri að hugsa um að stefna S. í. S. fyr- ir að hafa sig útundan, því að þa$ væri kreinkjandi fyrir sig og blað sitt ef almenningur héldi að hann hafi verið vægari í dómunum um kjöthneykslið en hin blöðin. Opið bréf til Jóns Árna- sonar off S. í. S. Af mildi og náð var þér mikið léð. þinn máttur og dýrð eru tryggð, og von um ríkið, ef bændunum blessast féð Þú bústólpinn mikli, Jón Ámason. Og len^i af hræi í hraunum vors lands meðan haustvindar blása, og sólin rís yfir íslenzkan bónda og erfiði hans, mun ánga þín blessaða minning, ó, Sís. Bóndasonur að vestan. MUNIÐ Kaffisöluna Hafnarstræti 16

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.