Þjóðviljinn - 01.12.1943, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 01.12.1943, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 1. desember 1943 ÞJ ÓÐVILJINN 3 SVAB I Þjóðviljanum í gær birtir , frk. Jóhanna Knudsen það sem hún kallar „leiðréttingar“ við „þriðju árásargrein“ mína á ung mennaeftirlitið. Það skiptir að vísu ekki miklu máli, þótt fyrirsögnin á grein frk. Knudsen sé villandi. Þó þykir mér rétt að benda lesend um á, að frökenin tilfærir ekki eitt einasta dæmi um að ég hafi farið rangt með tilvitnanir eða annað, sem leiðrétta þurfti. Hinsvegar lýsir hún skoðun sinni á þeim málum, sem um er deilt, í greinarkorni sínu. Væri ekki nema gott eitt um það að segja, ef svo væri á haldið, að aldrei gæti vafi á leikið, hvað sannast er og réttast 1 þessu al- varlega deilumáli. Eg verð strax að mótmæla því, að ég hafi byrjað árásir á ungmennaeftirlitið. Allar greinar'mínar voru skrifaðar til þess að mótmæla harkalegri á- rás á barnaverndarnefnd og af- stýra því, að henni yrði fram- vegis kennt um misfellur í rekstri mála, sem hún kæmi ekki nærri. Þetta var ekki unnt að gera án þess að vísa ásökun unum í garð nefndarinnar til rétts aðila, og sýna fram á, að þær óvinsældir, sem barna- verndarnefnd hefur hlotið hér í bænum fyrir starfsemi ung- mennaeftirlitsins voru órétt- mætar. Skal svo vikið að „leiðrétting um“ frk. Knudsen. í upphafi þeirra segir hún, að ungmenna- eftirlitið sé ekki einkafyrirtæki sitt. Eg hef heldur aldrei hald ið því fram, að svo væri. Hins vegar lét ég þannig ummælt í fyrstu grein minni: „Verður ekki annað séð en að ungmenna eftirlitið hafi litiö á starf sitt sem algert einkafyrirtæki“ og 1 síðustu grein minni sagði ég, að ungmennaeftirlitið væri að- eins ein kona: frk. Jóhanna Knudsen. Þessu hefur í engu verið hnekkt, enda engin til- raun verið til þess gerð, því það eru allt önnur atriði, sem frök- enin upplýsir, er hún segir, að starfsemin hafi verið hafin fyr- ir tilhlutun ríkisstjórnarinnar og falin lögreglustjóra, og að all- ur kostnaður sé greiddur úr ríkissjóði. Því miður er það víst ekki einsdæmi, að misfell- ur hafi orðið í embættisrekstri, I sem eins var til stofnað. En ég hef ekki sagnir af óheillavæn- legri misfellum í einstaklings- rekstri en þeim, sem ég hef áð- ur lýst í sambandi við ung- mennaeftirlitið. Frk. Knudsen segist ekki beita lögreglunni gegn neinum. Eg mun ekki fara í neinn orðaleik við frökenina. Hér er um of mikið alvörumál að ræða til þess að ég leyfi mér nokkra gamansemi í sambandi við það. Frá mínu sjónarmiði skiptir það öllu hver verknaöurinn er, en ekki hvaða nafn honum er gefið. Og ég notaði orðið „gegn“ til þess að forðast sterkari orð um þá óhæfu, sem ég lýsti í síðustu grein minni um beit- ingu götulögreglunnar í við- víð „feíðréfiíisig« um'* frb# Ksifidsen skiptum frk. Knlrdsen við stúlkubörnin, sem annaðhvort hÖfðu lent á glapstigum eða hún grunaði um að hafa lent það. En frökenin heldur enn áfram á sinni braut, því ekki er vika liðin, síðan hún lét tvo ein- kennisbúna lögregluþjóna taka 16 ára stúlku í einu kvikmynda húsi bæjarins. Skyldu vera mörg dæmi til þess hér á landi að óbótamenn hafi verið tekn- ir fastir með sama hætti? Fröken Knudsen segist ekki framkvæma yfirheyrslur í heim ildarleysi, störfum hennar sé hagað samkvæmt fyrirmælum lögreglustjóra. Hér fer á eftir afrit af skipunarbréfi frökenar innar, en sleppt úr stuttri máls grein um laun hennar og greiðslu þeirra: „Lögreglustjórinn í Reykja- vík. Reykjavík, 7. apríl 1942. Samkvæmt heimild dómsmála I ráðuneytisins í bréfi dags. 15. janúar s. 1., eruð þér ráðin til þess að gegna löggæzlustörfum í Reykjavík frá 1. janúar 1942, að telja, og eruð þér, að því er störf yðar snertir, háðar þeim reglum. sem settar hafa verið og settar kunna að verða um lögreglumenn í Reykjavík eftir því sem við á. Yður er sérstaklega falið að hafa eftirlit með því, að haldin séu öll lög og reglur varðandi eftirlit með ungmennum og um hegðun þeirra. Ber yður í því efni að starfa í samfáði við barnaverndarnefnd og aðstoða hana samanber 1. gr. laga um eftirlit með ungmennum o. fl.“ Til glöggvunar birti ég hér með hina tilvitnuðu grein úr lögum nr. 62 4. júlí 1942, um eftirlit með ungmennum o. fl. en hún er þannig: „Barnaverndarnefndir og skólanefndir hafa eftirlit með uppeldi og hegðan ungmenna innan 18 ára aldurs. Ber lög- gæzlumönnum að aðstoða nefnd ir þessar eftir þörfum og gera þeim viðvart, ef þeir verða vís- ir athugaverðs framferðis ung- menna“. í skipunarbréfinu eru að sjálfsögðu engin fyrirmæli um að frk. Knudsen eigi að yfir- heyra ungmennin, leiða vitni og yfirheyra þau o. s. frv, enda tekur ofangreind lagagrein af öll tvímæli um það, að barna- verndarnefndir og skólanefndir eru fyrsti aðilinn í málum ung mennanna. Það er því óupp- lýst enn, hvaðan frk. Knudsen kemur hið örlagaríka vald til þess að yfirheyra unglinga. Eg hef haldið því fram að hún hafi tekið það undir sjálfri sér og greinar hennar hafa sann- fært mig um, að sú skoðun mín er rétt. Menn hyggi nú að hvar kom ið er réttaröryggi voru, ef hver óbreyttur löggæzlumaður getur farið inn á svið, sem í almenn- um málum er ætlað lögfræð- ingum einum, þ. e. a. s. löggilt- um dómurum eða umboðsmönn um þeirra. Hvernig lýzt ykkur ggert Ölafsson 1726 - 1. des. - 1943 Eggert Ólafsson, skáldið og náttúrufræðingurinn, er fædd- ur 1. des. 1726. Þessa dagana eru margir að lesa aðalrit hans, Ferðabókina, og hefðu kannski gaman af að lesa samtímis eftir- farandi lýsingu á Eggert er vinur hans, séra Björn Halldórsson hefur ritað. „Eggert var með hærri mönn- um að vexti, heldur grannvax- inn að því skapi, herðamikíll, ekki mjög hár í sessi. Hendur hans og armleggir voru miklir í liðum og sterklegir, hann var réttvaxinn og fljótstígur í hvers dags framgangi; í andliti var hann ljósleitur og grannleitur. hafði í æsku bjart hár, sem bó var svart orðið, brúnahár hafði hann dökkleit, en skegghái hvít, sem hærur verða fegurst- ar, ennið var mikið; ofan til við gagnaugað vinstra var hann fæddur með ljósgulum díla, sem nokkrir menn kalla valbrá. Hann var fagureygður og nokk- uð fasteygður, nefið var í meira lagi, liður á í miðju og nokkuð niðurbjúgt, kjálkabörðin hvöss, hakan stutt og aðdi'egin, allt var þó andlitið eftir vexti ng jafnt við sig, hann var hyggileg- ur maður í tilliti alvarlegur og þó ljúfmannlegur; hann var gildur karlmaður til burða, manna léttastur, og svo fræk- inn hvað sem reyna skyldi að fæstir jöfnuðust við hann. bratt gengur var hann í fjöll og kletta, þurfti hann oft til þess að taka á sinni observations- 1 reisu. Hann fór hraðara á öndr- um en nokkur maður mætti fylgja honum á‘ hlaupi.“ „Eggert var maður stöðug- lyndur, nokkuð áhyggjusamur en þó glaðvær daglega. Við sorgar- eða gleðitíðindi sá hon- um enginn bregða. Við smáar aðgjörðir manna var hann nokk uð ákafur, en manna s^illtastur ef honum var mikið tilgjört og var hann þá nokkuð fálátur. Þegar hann sagði meining sína, var hann einarðlegur og nokkuð seintalaður; viðkvæmur ef hon- um var tilgjört í þeim efnum, sem snertu sóma hans og virð- ingu. Bæði í klæðaburði, mati og drykki var hann mesti hófs- maður; þeim sem hann vissi að ekki voru ölmusumenn gaf hann alls ekki þó þeir beiddu, en hinum sem rétt voru til þess' á lesendur góðir, ef hver óbreytt ur lögregluþjónn í höfuðborg- inni getur sent starfsbræður sína eftir yður, þegar honum dettur í hug, yfirheyrt yður undir fjögur augu, leitt vitni og yfirheyrt þau, einnig undir fjögur augu, og sent síðan „skýrslur11 sínar til einhvers dómstóls, sem dæmir yður taf- arlaust á grundvelli þeirra? Og ef þér svo skylduð hafa bol- magn til að vísa máli yðar til Hæstaréttar, þá staðfestir hann bara allt, sem lögregluþjónninn gerði. Allt þetta sýnist geta yf- ir oss dunið, hvenær sem er, ef rétt er frá skýrt í 3. lið „leið- réttinga", frk. Knudsen. Eða er- Framhald á 8. síðu. komnir, gaf hann örlátlega og oft óbeðið, Ættrækinn var hann, og hvar sem hann ’*om því við leitaði hann íræ "dum sínum þeirrar menningar, sem þeir vcyru hæfir til, en vandalaust kvað hann sér vera við þá, sem ekki vildu til góðs skipast. Hann var svo reglubundinn í háttum, að ei vildi hann líða nokkra umbreyting í hvers dags aðbúnaði, iðn og tímaskipan. Hann elskaði mjög sitt föður- land, og vildi aldrei samþvkkj- ast þeim, sem annaðhvort höt- uðu landið eða leituðu sér fjár og frama með þess skaða. Öll- um nýjum uppáfyndingum, sem gagnlegar vorU, hélt hann á lofti, hver sem færði honum þær, og gæti sá sýnt af eigin reynslu nytsemi þess, er hann hafði fundið, fékk hann stund- um umbun fyrir. Öll præjudicia almúgans 1 eða annarra manna rangar meiningár og einþykkni leitaðist hann jafnan við að upp ræta en sýna mönnum annað sannara. Alla ævi var hann f jar- lægur þrætum og afskiptalaus var hann um deilur manna. nema hvar haris tilhlutan gat valdið sáttum.“ Svo segir séra Björn Halldórs- son. Rit hans „Æfe Eggerts Ól- afssonar“, prentað í Hrappsey 1784, er ein merkasta heimildin um Eggert og starf hans. A seinni árum hefur margt verið ritað um Eggert, þar á meðal tvær ævisögur í bókarformi, eftir Halldór Hermannsson (Is- landica, XVI) og Vilhjálm Þ. Gíslason. Ný béfe isimmi N3o Eftir MAGNÚS JÓNSSON prófessor. Með yfir 300 ljósmyndum, teikningum, korturú og skraut- myndum. Þetta er bókin, sem þjóðin hefur beðið eftir í 13 ár. Og það má fullyrða, að menn verða ekki fyrir vonbrigðum, hvað þessa bók snertir, því að aldrei hefur meira verið lagt í sölurnar til þess að gera bók vel úr garði — efnislega og hvað allan frú- gang snertir — heldur en í þetta skipti. í bókinni eru myndir af öllu því helzta, er gerðist á Þingvöllum hátíðardagana, öllum þeim erlendu og innlendu mönnum, er mest komu við sogu hátíðarinnar, ennfremur flestum „afmælisgjöfunum“ og ávörpunum, er þinginu og þjóðinni bárust í tilefni af 1000 ára afmæli Alþingis, og ótal mörgu öðru, samtals 323 myndir. Lítið í glugga bókabúðanna og í skemmugluggann í kvöld og athugið þessa skrautlegu bók. Og þér munuð komast að raun um, að þetta er bókin, sem vinur yðar myndi helzt kjósa sér í jólagjöf. Alþingishátíðin 1930 er bundin í vandað skinnband og hver bók er í hulstri. H.f. Leiftur. Ný bófe BJÖRGÚLFUR ÓLAFSSON: r p'é . u Með mörgum myndum. í bók þessari segir höf. irá Malajaþjóðum og löndum þeiri'a, Malakkaskaga, Singapore og Java — hinum sígrænu sólar- löndum — og lýsir lífinu þar eins og það kom honum fyrir sjónir þau ár, er hann dvaldi með þessum þjóðum. Bókin er bráðskemmtileg, engu síður en „Frá Malajalöndum“, og frásögnin svo skýr, að allt það, er höf. lýsir stendur ljós- lifandi fyrir hugskotssjónum lesandans. Sígræn sólarlönd fást innbundin í mjúkt alskinn. ljómandi fallegt. — Þessi bók er fín jólagjöf. H.f. Leiftur. 's

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.