Þjóðviljinn - 01.02.1944, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 01.02.1944, Blaðsíða 8
NÝJA bíú TJáSNál BIÓ Orborginni Næturlæknir er í Læknavaröstöð Reykjavíkur í Austurbæjarskólan- um, sími 5030. Ljósatími ötcutœkja er frá kl. 4.25 að degl til kl. 8.55 að morgni. Útvarpið í dag: 18.30 Dönskukennsla, 2. flokkur. lð.00 Enskukennsla, 1. flokkur. 19.25 Þingfréttir. 19.30 Erindi Fiskifélagsins: Um lýs- isvinnslu fyrr og nú (dr. í>órð- ur Þorbjamarson). 20.20 Fjörutíu ára afmæli innlendr- ar ráðherrastjómar (1. febr. 1904). Samfelld dagskrá: a) Erindi: Upphaf innlendrar , stjómar og þingræðis (Ein ar Amórsson dómsmála- ráðherra). c) Tónleikar og upplestur. d) Erindi: (V. í>. G.). e) Upplestur og tónleikar. Karlakór iðnaðarmanna heldur samsöng í Gamla Bíó í dag kl. 11.30 e. h. og fimmtudaginn 3. febr. kl. 11.30 e. h. Aðgöngumiðar seldir í Bókaverzlun Sigfúsar Eymundsson- ar og í Hljóðfæraverzlun Sigríðar Helgadóttur. — Útselt á samsönginn í kvöld. Hlutavelta Kvennad. Slysavarna- félagsins byrjar á morgun kl. 3 e. h. í Listamannaskálanum. Óvenju- góðir munir verða á hlutaveltu þess ari og alir vilja styrkja hið góða málefni. Knattspymufél. Valur heldur skemmtifund í Tjamarcafé annað kvöld kl. 8V2- Skemmtiatriði og dans. Leikfélag Reykjavíkur sýnir Óla smaladreng kl. 5 í dag. Aðgöngu- miðasala hefst kl. 2. — Vopn guð- anna verður sýnt annað kvöld og hefst aðgöngumiðasala kl. 4. Flokkurínn Sósíalistafélag Reykja- víkur heldui- aðalfund sinn í dag kl. 8.30 e. h. á Skólavörðustíg 19. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundar- störf. — 2. Lýðveldismálið, Fram- sögumaður: Einar Olgeirsson. Kvenfélag Sósíalistaflokksins heldur aðalfund fimmtudaginn 3. febr. kl. 8.30 e. h. á Skólavörðustíg 19. Nánar auglýst síðar. Stefán Þorvarðarson Framh. af 1. síöu. starfi í utanríkisráðuneytinu og gengdi því til ársins 1938, en 11. júní það ár var hann gerður skrifstofustjóri í utanríkisráðu- neytinu og hefur gengt því starfi síðan. Stefán Þorvarðarson hefur á þessum árum tekið þátt í mörg- um samningagerðum fyrir ís- lands hönd og átti sæti 1 samn- inganefnd ríkisins í viðskipta- málum síðastliðið ár. Frá iNórðfirði Framhald af 1. síðu. 3 þeirra til Suðurlands, en hinir fara til Hornafjarðar. Axel Andésson íþróttakennari heldur nú námskeið á Norðfirði í knattspyrnu og handknattleik og er þátttaka mjög góð. Áður en hann kom til Norðfjarðar hélt hann námskeið á Seyðis- firði. iJOÐVILIIN LEIKFELAG REYKJAVIKUR „Óli smaladrengur “ SÝNING KL. 5 í DAG Aðgöngumiðar seldir frá kl, 2 í dmg. LEEKFELAG REYKJAVÍKUR. -VOPN GUÐANNA“ Sýning aunað kvöld kl. 8. Aðgöngumiðasalan er opin frá kl. 4 til 7 í dag. IKltít Mllr í DIM - i naiir dnttiar Síðasfliðinn laugardag hvolfdi vélbát á Djúpavogi. Voru 11 menn á bátnum og drukknaði 1 þeirra, Ari Höskuldsson, að nafni. Báturinn var að flytja póst og farþega í strandferðaskip, m. a. tók hann póst, sem fara átti til Hornafjarðar. Þegar báturinn var að beygja inn á voginn hvolfdi honum og fóru flestir mannanna í sjóinn. — Af þessum 11 mönnum voru 9 ósyndir. Ungur maður, sem var að reyna vélþát þar skammt frá brá við og tókst að bjarga flest- um mönnunum. Aðrir bátar fóru einnig á vettvang, m. a. Sæfinnur frá Norðfirði og tókst honum að lyfta bátnum það hátt upp að hægt var að ná manni sem var í barka hans. Ari Höskuldsson var 23 eða 24 ára, ókvæntur, en átti aldr- aða foreldra. Slætt var eftir líki hans og fannst það um kl. 3 í fyrradag. ( Balttr sMar I Boiamsilrði Losnaði aftur — skemmd- ist lítið. Vélbáturmn Baldur frá Stykk ishólmí, sem verið hefur í för- um inn á Hvammsfjörð, strandaði s.l. föstudag á Svörtu skerjum, sem eru nokkuð und- an Staðarfelli. Skerið var ekki stærra en svo, að báturinn stóð út af því til þeggja enda. Vélþáturinn Grett- ir fór á vettvang til þess að reyna að ná Baldri af skerinu, en varð frá að hverfa vegna þess hve mikið var fjarað út. Sólarhring síðar losnaði bátur- inn sjálfkrafa á flóðinu og lá í íshroða inn við ströndrna unz hann var sóttur þangað. Reynd- ist hann að mestu leyti ó- skemmdur. Sæbjörg dregur Haf- þór til hafnar í fyrrakvöid bilaði vél vélbáts ins Hafþórs, G.K. 210 og bað báturimi um aðstoð. Var hann þá staddnr 6—8 sjómílur vestur af Garðskaga. Björgunarskútan Sæbjörg fór bátnum til aðstoðar og fór með hann til Keflavíkur og kom þangað með hann í gærmorgun. Hoore talar við Franco Brezki sendiherrann á Spáni sir Samúel Hoare, átti tal við Franco í gær. Ekki er kunnugt um efni viðræðnanna, en talið er að Bretar leggi nú fast að Franco að draga úr aðstoð sinni við Þjóðverja og hóti honum ýmsum gagnráðstöfunum. Bandaríkjastjórn hefur nú loks látið undan þrálátum kröf- um almennings þar í landi og bannað útflutning á olíu til Spánar. Hafa spænsk blöð ekki minnzt á það bann ennþá. Þjóðverjar virðast nú óttast að afleiðingarnar af umræðum Hoares og Francos verði m. a. þær, að Spánverjar taki fyrir wolfram- (túngstengrýti) -út- flutning sinn til þeirra. Verkföll og hópgöngur á Norður-Ítalíu Verkamenn í Genúa og fleiri borgum á Norður-Ítalíu gerðu verkföll og fóru í hópgöngur, er fréttist um landgöngu Banda manna fyrir norðan viglínuna. Leynisamtök ítala hafa gefið út ávarp og skorað á almenning að sýna rósemi. I : Sögur frá Manhattan ! (Tales of Manhattan) Charles Boyer, Rita Hayworth, Ginger Rogers, Henry Fonda, Charles Laughton, Paul Robeson, Edward G. Robinsxm. j og 46 aðrir þekktir leikarar. j Stórfengleg mynd. Sýnd kl. 9. ! GRAFINN LIFANDI j (The Man who would ’t Die) Spennandi leynilögreglu- mynd. LLOYD NOLAN, MARJORIE WEAVER. Bönnuð börnum yngxi ea 12 ára. Sýnd kl. 5 og 7. Harðfaxl (THE BIG SHOT). | | HUMPHREY BOGART. \ IRENE MANNING. J Sýnd kþ 5, 7 og 9. 5 Bönmtð fyrir böm innan 16 • ára. j ••••••••••••••••^•••••••••••••••••••••S '••••••••«••«•••••••••••••••••••••••••• Kauputn fuskur HÚSGAGNAVINNUSTOFAN Baldursgötu 39 Gerist áskrifendur »8 ÞJÓÐVILJANUM Árshátíð Daðsbrúnarmanna Arshátíð Verkamannafélags- ins Dagsbrún fór fram s.I. laug- ardag í Iðnó og Alþýðuhúsinu við Hverfisgötn. Zophonías Jónsson formaður undirbúningsnefndirnar setti árshátíðina í Iðnó með stuttu ávarpi. Jón Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Alþýðusambands ins, flutti ræðu. Sýnd var kvik- mynd frá lífi Vestur-íslending- anna gömlu. Friðfinnur Guð- jónsson leikari las upp, og yerkamaður af eyrinni söng gamanvísur og las upp. í Alþýðuhúsinu við Hverfis- götu flutti Jón Rafnsson, erind- reki Alþýðusambandsins, ræðu. Kjartan Ólafssop, einn af stofn- endum Dagsbrúnar, flutti stutta ræðu. Friðfinnur Guðjónsson leikari skemmti. Sýnd var sama kvikmynd og í Iðnó og Sigurjón Gunnarsson verkamaður las kvæði. Að lokum var dansað af miklu fjöri. Troðfullt hús var á báðum stöðunum og fór árshátíðin hið bezta fram. Hellisheiði ófær næst- um vikutíma Hellisheiði hefur verið ófær bifreiðum síðan á miðvikudag- inn í s.l. viku. Hafa 3 mjólkur- bílar setið fastir á heiðinni síð- an. Samkvæmt viðtali, sem Þjóð- viljinn átti við vegamálaskrif- stofuna í gær er nú óvenjumik- ill snjór á báðum austurleiðun- um. Var unnið af kappi að því í gær að moka báðar leiðimar, en talið vonlítið að fært yrði austur yfir fyrr en í dag og myndi sennilega auðveldara að halda Þingvallaleiðinni opinni. Gjöf til Félags ísl. myndlistarmanna Aðalfundi Félags ísl. mynd- listamanna, sem haldinn var fyrir skömmu barst bréf frá Guðmundi Einarssyni frá Mið- dal, þar sem hann tilkynnir fé- laginu að hann gefi því lista- mannalaun þau er honum eru veitt á þessu ári. í bréfi þessu lagði hann svo fyrir, að upphæð þessari, 1200 kr. ásamt verðlagsuppbót, skuli varið til greiðslu uppdráttar að framtíðarsýningarskála félags- ins. Ennfremur hvatti hann aðra listamenn og listunnendur til þess að leggja eitthvað af mörkum í þessu skyni. Á aðalfundinum bætti Sveinn Þórarinsson við þessa gjöf, — ættu listunnendur að leggja sinn skerf í þennan sjóð. Sýningarskáli listamanna er engin framtíðarbygging, þótt hann sé góð og mikil bót frá því sem áður var, enda, hefur félagið ekki leyfi fyrir honum þama lengur en til 6 ára. Það mun því kosta mikinn undir- búning og fé , að koma upp framtiðarsýningarskála fyrir listamenn. wuiiinmnmiminiiuimHiiiiiinRniiinmumiHiHinnuimmuKig* Hringið í síma 2184 og gerizt á- skrifendur' RÉTTAR MimnMiuiiiiitmuiumiiHiHioiiiiuimtnmininiiiDHinuiiiiK* DAGLEGA NY EGG, soðín og hrá Kaíf isalan Hafnarstræti 16. KAUPIÐ ÞJOÐVILJANN I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.