Þjóðviljinn - 12.03.1944, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 12.03.1944, Blaðsíða 1
Dagur á vimmstað Bragi: Látið alla vita að árás sé byrjuð Verðlaunin jyrir grein um „dag á vinnu$tað“ hlaut sjómaður, sem ekki vill heita annað og meira en Bragi, enda fjallar greinin um eitt viðkvœmasta blaðaefni stríðstím- anna, — ferð íslenzks skips í skipar- lest. Ojiiikelnill tarlMÉllim isrlir. reist li landi Mia I Koslallssiall Viðtal við Árna Einarsson Þjóðviljinn hefur áður skýrt allýtarlega frá fyrir- ætlun Sambands íslenzkra berklasjúklinga að reisa vinnuheimili fyrir berklasjúklinga, þar sem þeir gætu dvalið og starfað unz þeir hafa náð fullum bata. Þjóðviljinn hafði í gær tal af Árna Einarssyni, en hann er í miðstjóm S. í. B. S., og skýrði hann frá því að nú hefði staðurinn verið ákveðinn þar sem hælið verður reist. Frásögn hans fer hér á eftir: — Það hefur nú verið endan- lega ákveðið, sagði Árni Ein- arsson, að Samband íslenzkra berklasjúklinga hefur fengið landspildu úr landi Reykja í Mosfellssveit undir vinnuhæli sitt. Land þetta er fyrir ofan ána Varmá, milli Álafoss og Reykja. — Er þetta ekki góður stað- ur? — Skoðanir hafa verið dálítið skiptar um það, hvar bæri að reisa hælið, en miðstjórnin hef- ur nú orðið einhuga um að þetta sé h'eppilegur staður og hagkvæmur á alla lund. Þarna er nægilegt af heitu vatni. Ennfremur er þar fyrir hendi kalt vatn og rafmagn. Við höfum því ákveðið að láta nú þegar hefjast handa að búa út teikningu af fyrirhuguð- um byggingum svo framkvæmd ir geti hafizt snemma í næsta mánuði. — Hverskonar bygging verð- ur þetta? — Miðstjórnin hefur þegar lokið við bráðabirgðaáætlanir um byggingar, og þó að þær kunni eitthvað að breytast munu þær verða 1 aðalatriðum sem hér segir: Eitt aðalhús, sem yrði 3 hæð- ir, hið raunverulega vinnuheim ili. Á fyrstu hæð þess yrði eld- NÁMSKEIÐID Ingólfur Gunnlaugsson flytur eríndi um land- búnaðmn á Islandi . Námskeið fræðslunefndar Sósíalistaflokksins heldur á- fram annað kvöld (mánudags kvöld) að Skólavörðustíg 19. Verða þá flutt þessi erindi: 1. Ásgeir Blöndal Magnússon flytur erindi um frœðikenn- ingu sósíalismans. 2. Ingólfur Gunnlaugsson flyt ur erindi sitt um íslenzka land- búnaðinn. Þátttakendur eru beðnir að mæta stundvíslega. hús, borðstofa, setustofa o. fl. Á annarri hæð verða herbergi hjúkrunarkvenna, ráðskonu, vinnuherbergi læknis og íbúð- arherbergi sjúklinga. Á þriðju hæð verða eins og tveggja manna íbúðarherbergi fyrir sjúklinga. Ennfremur gerum við ráð fyr- ir að byggja 10—20 íbúðarhús, er verði að stærð 2—3 herbergi og eldhús og að lokum 4—6 vinnuskála. Við höfum hugsað okkur að byrja byggingu íbúðarhúsanna fyrst og nota þau sem sjúkra- stofur, til þess að hælið geti sem fyrst tekið til starfa, þó að þeim seinna verði breytt í það að vera íbúðarhús fyrir- sjúklinga, sem byggju þar með fjölskyldum sínum. — iHverskonar sjúklingar verða þarna? — í fyrsta lagi er gert ráð fyrir því, að þarna dvelji út- skrifaðir sjúklingar frá heilsu- hælunum og það eru þeir sjúkl- ingar, sem Samband íslenzkra berklasjúklinga hefur mest tal- að um, og meiningin er, að þeir dvelji þarna meðan þeir eru að ná fullum bata, svo síður sé hætta á, að þeir veikist aftur, eins og Svo oft hefur endur- tekið sig, vegna þess að þeir urðu að fara of snemma til alltof erfiðrar vinnu. Þá eiga og að vera þarna sjúklingar með langvarandi berkla, og í þriðja lagi öryrkj- ar. — Hverskonar vinna verður unnin þarna? — Ennþá er ekki nein sérstök atvinnugrein, sem við höfum ákveðið að verði aðalstarf á vinnuheimilinu, en fyrstu sjúkl ingamir myndu ár^iðanlega geta byrjað að vinna við smíði hússins og ýmislegt annað sem heimilið þarfnast. Þó höfum við alltaf álitið, að léttur iðnaður yrði það starf, sem í framtíðinni yrði unnið. Þar að auki höfum við ætlað okkur að gera mönnum fært að læra þarna ýmis léttari störf, er gerðu þá hæfari til þess að Framhald á S. síðu. í iliii linliiniostiiuinini Sovófherinn fekur auörg hundruð bæi og þorp Einnig í gær náði rauði herinn miklum árangri í hinum áköfu sóknum fyrsta, annars og þriðja úkraínska hersins, er hafa síðastiiðna viku molað varnarlínu Þjóð- verja á öllum Úkraínuvígstöðvunum og hrakið innrás- arherina langt til vesturs. Götubardagamir í Tamopol héldu áfram í gær, en Rússar tóku 30 bæi í nágrenni borgarinnar. Á Úman- svæðinu tók sovétherinn 100 bæi og þorp. Fyrir norð- vestan og vestan Krivoj Rog tóku Rússar 50 bæi, og í sókninni frá Apostolovo 60 bæi og þorp, þar á meða) bæinn Vereslavl suður af Aposolovo. „Þátttaka Noregs í hverri þeirri norrænni samvinnu er tatizt gæti beint gegn Sovét- H ríkjunum, er útilokuð". (Finn Noe) Frá London er símað til norska blaðafulltrúans í Reylcjavík: Finn Moe ritstjóri, sem gegnir störfum í norska utanríkisráðu- neytinu, skrifar í dag (11. rnarz) í Norsk tidend: í umræðum um finnsku friðar- umleitanirnar hefur borið á því, að menn dæmi afstöðu Finnlands einungis eftir núverandi aðstæðum. En það er ástæða til að athuga málið í stærfa samhengi og athuga hverjar afleiðingar. stefna Finna muni hafa í framtíðinni. Það sem er í rauninni kjarni málsins er af- staða Finnlands í utanríkismálum. Af þeim þáttum sem ákvarða stöðu Finnlands, er lega landsins , mikilvægust, — það er nágranni “stórveldisins Sovétríkjanna. Það út af fyrir sig þarf ekki að vera orsök í óvináttu. Það var stefna keisarastjórnarinnar rússnesku upp úr aldamótunum að gera öll lönd keisarans rússnesk með valdi, og sú stefna lagði grunn þess Rússa haturs og Rússaótta. sem er enn svo algengt meðal Finna. Hinar vaxandi þjóðernishreyfingar í Evrópu hafa einnig átt sinn þátt í frelsisbaráttu Finnlands. En í þessu sambandi er ástæða til að minna á, að það var eitt fyrsta verk hinnar nýju sovétstjórnar að viðurkenna Finnland og sjálfstæði þess. Borgarastríðið, sem varð upp úr því, átti fyrst og' fremst rælur í stjórnmálaandstæðum innanlands og félagslegum andstæðum, en vegna þess að báðir aðilar fengu stuðning erlendra ríkja, fékk bar- áttan blæ utanríkisstjórnmála og varð einnig barátta um afstöðu Finnlands i utanríkismálum. Hinir „rauðu“, cr hlynntir voru Rúss- urn, biðu ósigur. Hinir „hvítu“ sigruðu með hjálp Þjóðverja. Borgarastyrjöldin varð ekki ein- ungis til þess að mynda djúptækan klofning í finnsku þjóðina, hún varð einnig orsök í eindreginni ó- vináttuafstöðu til hins stóra granna í austri. Allt tímabilið milli heimsstyrjaldanna ákvarðað- ist finnsk utanríkispólitík af þess- ari andstöðu. En það er augljóst, að lítið land, sem á stórveldi sem nágranna, getur ekki um langt skeið haft óvingjarnlega afstöðu til þess, án þess að njóta stuðnings annars stórveldis. Að þetta skyldi ganga eins friðsamlega og raun varð á, kom til af því, að á þess- urn tínia voru Sovétríkin rajög á- hrifalítil í Evrópustjórnmálum, — það skiptir ekki máli í þessu sam- bandi livort Jiað hefur verið ineð vilja eða ekki. En til þess að finna mótvægi gegn Sovétríkjunum leit- aði Finnland í fyrstu stuðnings hjá Þýzkalandi, Síðar leitaði það, sam- tímis stefnubreytingu innanlands í lýðræðisátt, sambands við Norð- urlönd, og lagði til eftir vetrar- striðið 1939—10 að rnyndað yrði Norðurlandabandalag. Jafnfranrt tengslunum við Norðurlönd reyndi Finnland einnig að ná samböndum við Vesturveldin, Bretland og Bandaríkin. En Finnland náði ekki heldur þar neinum slíkum sam- Fregnir af öðrum vígstöðvum eru fáar, en báðir hcrnaðaraðilar skýra frá hörðum bardögum á Narva- og Pskoff-vígstöðvunum. í þýzkum fregnum er ekki dreg- in dul á að ástandið fyrir þýzku herina á suðurvígstvöðvunum sé mjög alvarlegt, ef ekki takizt að stöðva sókn úkrainsku herjanna. mmiiBl iristal Alþingi frestaði fundum í gær þar til i júní, að þingið kemur saman að . lokinni þjóðarat- kvœðagreiðskinni um skilnað- artillöguna og lýðveldisstjóm- arskrána. böndum að þau gætu talizt trygg- ing ef skærist í odda milli þess og So'wétríkjanna. Styrjaldarárin síðustu hefur al- veg samskonar stefna verið uppi. Meðan leit út fyrir að Þýzkaland mundi sigra, gekk Finnland í lið með Þýzkalandi. Þegar ])að síðiu’ varð ljóst. að bezt væri að komast út úr styrjöldinni, reyndi Finn- land að fá Bandaríkin og Bretland til að styðja sig við friðarsamn- inga ef til kæmi. Engar þessara tilrauna liafa bor- ið árangur. Finnland er nú þannig statt, að um er að gera að bjarga því sem bjargað verður, eftir að utanríkispólitík þess hefur beðið skipbrot. En það er ckki nóg. Finnland verður einnig að laga sig eftir hinum nýju aljijóðlegu að- stæðum. Einu sá þáttur, sem mest ber á í þessum nýju aðstæðum, er vax- andi vald og áhrif Sovétríkjanua. í stað þess að lítið hefur borið á Sovétríkjunum í Evrópu-stjórú- málunum síðustU áratugina, eru þau nú orðin í fyllsta máta áhrifa- mikil um úrslit Evrópumála, eins og Rússland fyrr á tímum. Það má telja víst, að Sovétríkin láti ekki viðgangast að Finnland sýni ])ví óvináttu, en muni krefjast já- kvæðrar og vinsamlegrar granna- sambúðar. Ef Finnland ætlaði sér að halda áfram gömlu stefnunni með and- stöðu gegn Sovétríkjunum, yrði það að ieita stuðnings annarsstað- ar, og er ekki auðvelt að sjá hvað- an hann gæti komið. Sá stuðning- ur er ekki hugsanlegur frá sigr- Frambald á 8. siöu w

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.